Alþýðumaðurinn - 17.11.1995, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 17.11.1995, Blaðsíða 7
AM-viðtal við Pétur Bjarnason ALÞÝOUMAÐURINN FÖSTUDAGUR17. NÓVEMBER 1995 - 7 Kratar skera laufabrauð Arlegur laufabrauðsskurður Jafnaðar- mannafélagsins fór fram s.l. laugardag. Eins og myndirnar bera með sér var ekki slegið slöku við og sumir skáru í kapp við klukkuna. Hreinn Pálsson gaf sér þó tíma til að hlusta á eina góða hjá Jóni Rögnvalds, en Haraldur Helga beitti stórvirkum verkfærum. Afrakst- urinn verður seldur á jólabasar félagsins 2. des. n.k. Utanfélagsmönnum skal bent á að mæta snemma, ef þeir vilja ná sér í laufa- brauð, því annars verða kratar búnir að kaupa það allt sjálfir. í/ STRAUMRÁS hf Furuvöllum 3 • 600 Akureyri • Sími 461 2288 Þjónusta við sjávarútveg, landbúnað og iðnað. Götumynd fra miðborg Murmansk. Ljósmynd: Pétur spurður nokkurra spurninga um ferðina, fyrst um tilganginn. „Erindið var að heimsækja ráð- stefnuna Northern Opportunities, einskonar fjárfestingaráðstefnu, sem Rússamir héldu til þess kynna Mur- mansk-svæðið sem fjárfestingar- valkost fyrir vestrið. Hugmyndin að heimsókninni kviknaði á fundi Halldórs Ásgnmssonar og Kosirevs, þar sem þeir ræddu Smugudeiluna, en Kosirev bauð þá íslendingum að koma. Héðan fóru 26 manns, þar af 4 af Norðurlandi. en mest þó í Noregi og víðar. Margt í þessum rekstri þarna er mjög gamaldags og hann á erfitt með að keppa í nýju viðskiptaumhverfi. Þeir standa því frammi fyrir miklum erfiðleikum, sem aftur á móti skapa hugsanlega möguleika fyrir okkur á viðskiptum við þá.“ Hvrenig komu þér borgin og sam- félagið fyrir sjónir? „Það var mikil upplifun að koma þama, og öðruvísi en allt annað sem ég hef áður kynnst. Sumt fannst mér mér talsvert til þess fólks koma, sem þama er.“ Hvað um náttúruna og umhverfið? „f kringum borgina og á leiðinni þaðan yfir til Kirkenæs í Noregi, sem við ókum á bakaleiðinni, bar mikið á trjágróðri og landslaginu svipaði mikið til þess sem ég þekki frá Noregi. Þar sem allt var þakið snjó var ekki auðvelt að gera sér fulla grein fyrir því hvernig um- hverfið er. Hann gerði það líka að verkum að allt virtist hreint og þrifa- icgt, en mer er sagt að á sumrin sé mengun nokkuð áberandi." Hver var svo árangur fararinnar, höfum við eitthvað að sœkja til Murmansk? „Ég er ekki í vafa um að svæðið og tíminn bjóða upp á mikla möguleika. Nokkrir úr hópnum em þegar í viðskiptum þama, en flestir vom að koma í fyrsta skipti. Norðmenn hafa þama nokkra viðskiptareynslu og sumir farið flatt, því að vissulega er þetta erfitt viðskiptaumhverfi að mörgu leyti. Menn em ekki búnir að semja sig að okkar háttum og margir virðast eiga erfitt með að venjast þeirri hugsun að ekki sé glæp- samlegt að græða peninga á við- skiptum. í svona ferð læra menn margt og ekki er vafi á að sambönd, sem þama stofnuðust, geta borið ávöxt í fyll- ingu tímans. En það verður að fara varlega og vinna heimavinnuna sína vel.“ Hástu einhverja tiltekna möguleika fyrir Akureyri íMurmansk? „Sem stendur selja þeir mikið af óunnum fiski, sem við höfum áhuga á að kaupa. Þeir em líka að láta gera við skip sín, og það ættum við að geta tekið að okkur, e.t.v. í ein- hverskonar skiptum. Við ættum alla- vega að vakta þetta svæði vel og það sem þar gerist. Ég varð greinilega var við að vina- bæjartengslin við Akureyri voru mörgum þama ofarlega í huga og skipuðu hærri sess en slík tengsl gera venjulega hjá okkur. Þetta var jú einangrað þjóðfélag, en er nú að opna sig gagnvart umheiminum og þeir líta á vinabæjartengslin sem viðurkenningu og vott um að þeir séu teknir gildir í samfélagi þjóð- anna, sem þeir vilja nálgast. Þetta gefur Akureyri visst forskot á aðra í augnablikinu. En tíminn líður hratt og þama er allt í mikilli gerjun. Þótt nauðsynlegt sé að vanda sig og fara að öllu með gát, getum við líka þurft að taka snöggar ákvarðanir, þ.e.a.s. ef við ætlum að hoppa á vagninn og ná þama viðskiptum.“ Ferðin til Murmansk STRAUMRÁS hi / tilefni af þessum tímamótum bjóðum við öllum viðskiptavinum og velunnurum að þiggja kaffweitingar íverslun okkar að 'ýuruvöllum 3 dagana 16. og 17. nóvember 1995. Um s.l. mánaðarmót fór hópur manna úr íslenska viðskiptalífinu í heimsókn til rússnesku borg- arinnar Murmansk. Borgin er hafnarborg norðan á Kólaskaga, skammt frá landamærum Rúss- lands við Noreg og Finnland. Hún er á 69. breiddargráðu, álíka norðarlega og Tromsp í Noregi, en 350 km norðar á hnettinum en Akureyri. Ibúar borgarinnar eru um hálf milljón og hún var og er helsta _ bækistöð úthafsveiða Rússa. Á síðastliðnu ári voru tekin upp vinabæjartengsl á milli Ak- ureyrar og Murmansk. Pétur Bjamason, stjómarmaður í UA og Meclenburger Hochsee- fischerei m.m. var einn þeirra sem fóru til Murmansk, og var hann Á ráðstefnunni vom haldnir fyrir- lestrar um löggjöfina og annað sem væntanlegir fjárfestar þurfa að kunna skil á, og einnig vom kynnt einstök fyrirtæki og áætlanir, sem Rússamir vildu gjaman fá menn til að taka þátt í.“ Hvemig er efnahagástandið íMur- mansk? „Mér skildist að borgin ætti að mörgu leyti í vök að verjast og íbú- um hefur fækkað um 10 þúsund manns á ári frá því að Sovétið hmndi, -fólkið sækir til hlýrri svæða. Að vísu er geysistórum úthafs- veiðiflota, -á annað hundrað togur- um, - enn stjómað þaðan, en skipin landa og selja aflann að verulegu leyti annarsstaðar, m.a. hjá okkur, ég þó kannast við af kvikmyndum og úr fjölmiðlum, en annað hefði ég ekki getað ímyndað mér fyrirfram. Að mörgu leyti var þetta eins og að hverfa til baka í tímann. Þegar við vomm þama var frekar kalt, og hrímþoka lá yfir. Yfirbragð borgarinnar var einhæft og lítið spennandi, mest bar á frekar frá- hrindandi blokkum, sem skorti greinilega viðhald. Við komum þama í búðir, stór magasín á þremur hæðum, en vömúrvalið var ákaflega fátæklegt. En allir Rússar sem ég komst í einhverja snertingu við virkuðu á mig sem hjartahlýtt og gott fólk, þannig að því fer fjarri að ég hafi komið til baka með eintóm neikvæð áhrif. Þvert á móti fannst Sería skrifstafu húsgögn ~3SI Gerum tillögur ad uppsetningu og föst verðtilboð án kostnaðar Falleg hönnun Hagkvæmt verð íslensk framleiðsla T#LVUTÆICI Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 k_________________Á 985-1995

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.