Alþýðumaðurinn - 19.12.1995, Side 3

Alþýðumaðurinn - 19.12.1995, Side 3
ALÞÝÐUMAÐURIHN 3 Hvers væntir þú á jólum, ágæti lesandi Alþýðumannsins? Já, já, þú getur svo sem hætt að lesa núna, því þetta er jú ein af þessum jólahugvekjum sem alltaf eru í blöðunum á þessum tíma. Ég skal reyndar lofa þér því að ég skal ekki ræða um kaupmenn, auglýsingar, jólalög eða jólaglögg. Hins vegar þótti mér rétt á dögum að er virðist vaxandi fátæktar að lesendur hugleiddu með sjálfum sér kvæði það sem Bólu-Hjálmar orti á jólum 1877. Held ég loks mín hinstu jól hörmunga klœddur skugga fýkur í gjörvöll frelsis skjól fjöll hylja sól fátt má öreigann hugga. Ég á þig eftir, Jesús minn jörðin þó öll mér hafni í þér huggun og frelsi finn fróun hvert eitt sinn flýtur afþínu nafni. Allt er tapað, eftapa ég þér tryggðavinurinn blíði aldrei brugðist í heimi hér hefur þú mér hvers kyns í neyð og stríði. Leitt hefur mig þín líknarhönd lífs áfallhættu stræti greitt mín vandræða gjörvöll bönd glatt mitt lífog önd gefið mér oft meðlæti. Mér hefur góða menn á láð margoft til hjálpar senda þeim sé heiður og þökkin tjáð þína lát náð í þöifallri hjá þeim lenda. Á lít núfaðir andvörp mín er ég til himins sendi orðum ég kvaka þeim til þín í þjáning og pín þinn sonur mér sem kenndi. Ráð mitt er nú á reiki allt rök dauðans öll dig sýna líkama slitið hreysið hallt hrynur gjörvallt heyrn og sjón óðum dvína. Jesús mitt lífog læknir er með lifanda orði sínu gimstein þann einn, sem gefið hér guð hefir mér geymi ég í hjarta mínu. Og þótt að synda sektin há sífellt mig gjöri klaga fyrir skuldinni enn ég á svo ekki má undir strajfið mig draga. Nauðhjálpari minn, Kristur klár kom mína þörfað bæta örmagna styn og aldurshár angistartár oftlega kinnar væta. Svo er þá allt mitt syndugt líf sorganna flíkum vafið amar söknuður, ellin stíf örbirgð og kíf allt er hörmungum kafið. Son Guðs,frá þessu segi ég þér sjálfur því liðið hefur allt hvað á jörðu amar mér í eymdum hér eflaust þú huggun gefur. Með þessum orðum Bólu-Hjálmars vil ég leyfa mér að minna á Hjálparstofnun kirkjunnar og aðra þá sem sinna nauðstöddum á aðventu og jólum. Gleðilega hátíð. Hannes Orn Blandon. Úákiim móálúp tavimmv okkar Úákum uióákftamnirm akkar gleðilegrO'jólw jjleóilegrajála ocj fcu'ádddar á kamandi áii. apþfarádddav á Immandi áii. 'Vakkujn udóákiptin. fPökkwn móákiptiiv. RAFVEITA AKUREYRAR PÓSTUR OG SÍMI umdæmis

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.