Alþýðumaðurinn - 19.12.1995, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 19.12.1995, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUMAÐURINN ALÞtÐUMJ MALGAGN JAFNADARSTEFNU SIÐAN 1931 ÚTGEFANDI: Jafnaðarmannafélag Eyjafjarðar BLAÐSTJÓRN: Finnur Birgisson (ritstj. og áb.m.) Jón Ingi Cæsarsson (fjármál) Haraldur Helgason (auglýsingar) AÐSETUR: Ráðhústorg 1, 600 Akureyri SÍMAR 462 4399, 462 7467 (ritstj.) 462 3792 (auglýsingar) PRENTUN Dagsprent hf. ALÞÝÐUMAÐURINN er borinn út í pósti inn á öll heimili, stofnanir og fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu. ÓSKASTJÓRN ENGRA OG ÍSLENSKA FLOKKAKERFID Sú ríkisstjórn sem nú situr er óskastjórn engra. Jafnvel helstu fylgjendur stjórnarflokkanna vita og viðurkenna ao samstarfi Sjálrstæðisflokks og Framsóknarflokks fylgir kyrrstaoa og stöonun. Flokkarnir kalla einhvern veginn pao versta fram hvor í öorum. Því mó búast vio ao þao góoæri sem vonandi er framundan á Islandi nýtist illa. Þjónkun vio sérhagsmunahópa, sem stjórnarflokkarnir byggja á, mun sjá til þess. Myndun ríkistjórnar Sjálfstæoisrlokks og Framsóknarflokks í kiölfar síðustu kosninga verður því ao skoðast sem ónapp, sem sýnir galla þess flokkakerfis sem við búum við og lítið virðist vera hægt að qera með. Það er að vonum að umræða um uppstokkun á flokkakerfinu komist enn einu sinni í hámæli. Flestum félagslega þenkjandi mönnum sárnar að félagshyggjuöflin skuli vera svo sundruð sem raun ber vitni. En pótt við búum við dapurlegt flokkakerfi er það þó sýnu alvarlegra að pólitíkin sem flokkarnir boða og ástunda er lágsigld og án framtíðarsýnar. Reddingar augnabliksins og erinarekstur fyrir sérhagsmunahópa einkenna íslensk stjórnmál meira en leiðsögn til framtíðar. Almenningur gerir æ minni greinarmun á milli flokkanna enda er stefnuskrá þeirra óskýr og þokukennd. Alþýðuflokkurinn sker sig þar úr. Alþýðuflokkurinn er eini flokkurinn, sem ó raunhæfan hátt hefur gert upp hug sinn til helstu mála, sem skipta þjóðfélaginu mestu. Flokkurinn vill láta reyna á inngöngu í Evrópubandalagio með aðildarumsókn og kanna þannig hvort íslendinqar nái viðunandi samningi við þetta mesta vioskiptasvæði okkar. Flokkurinn vill og hefur lengi viliað breyta landbúnaðarkerfinu til hagsbóta fyrir bændur og neytendur. Flokkurinn hefur líka lengi barist fyrir veiðileyfagjaldi í sjávarútvegi, sem gæti skapað nauosynlega sátt um það fiskveiðikerfi sem best reynist. Alþýðuflokkurinn hefur auk þess meira en aðrir flokkar láfio fiölskyldumál til sín taka. Alþýðuflokkurinn byggði velferðarkerfið upp og hefur einnig haft forystu um að laga það að greiðslugetu þjóðarinnar með hagsmuni peirra sem mest þurfa á stuðningi að halda að leiðarljósi. Alþýðuflokkurinn hefur því miklu hlutverki að gegna í íslenskri pólítík. Umræður um uppstokkun á flokkakerfinu og sameiningu félaghyggjuaflanna verða að taka mið af þessu. Nýr, sterkur og stór jafnaðarmannaflokkur verður að reka raunhæfa og skýra pólitík. Hann verður að taka afstöðu til málanna og hann verður að leiða sjóðina fram á við í samræmi við nýjar hugmyndir um Djóðfélagsmál og getu samfélagsins. Hann má ekki verða nátttröll meðal flokka, lítandi í baksýnisspegilinn eins og orðið hefur hlutskipti flestra íslenskra stjórnmálaflokka. Uppstokkun flokkakerfisins er verðugt og mikilvægt viðfangsefni. Til þeirrar vinnu á Alþýouflokkurinn óhikað að ganga. Markmiðið með slíkri vinnu er að skapa sterkan og stórann jafnaðarmannaflokk, sem einhverju máli skiptir, málefnanna vegna. Þangað til það tekst er alltaf hætta á að Islendingar fái yfir sig stjórn eins og nú situr - óskastjórn engra. ALÞÝÐUMAÐURINN ÓSKAR ÖLLUM ÍSLENDINGUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS KOMANDIÁRS. Bæjarstjórn Akureyrar óskar bæjarbúum öllum gleðílegra jóla og farsældar á kómandí árí með þökk fyrir samvinnuna á árinu sem er að líða Eœjarstjorn Akureyrar \ BUNAÐARBANKINN - TRAUSTUR BANKI - vvi,/ HREINT LOFT... iQSfr HREINT VATN... "^S^Xy HREIN JÖRÐ... ...HREIN AFURD Brautryðjandi í baráttu fyrir hreinna umhverfi. Óskum víðskiptavinum okkari a og starfsfólki ' ^ gleðílegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samskiptin. BÚNADARBANKIÍSLANDS SN. Útibú á Akureyri, Geislagötu 5, sími 462 7600 X/ Orlítið bros.... Öldungur nokkur situr á bekk í skemmtigarðinum og grætur. Vingjarnlegur lögreglumaður gengur til hans og spyr: - Ertu veikur, vinur? Gamlinginn svarar neitandi. Lögreglumaðurinn spyr hvort hann hafi mist konuna sína. Aftur svarar sá aldraði neitandi. Lögreglumaðurinn spyr hann þá hvort konan hafi stungið af? - Nei, ég er 96 ára en konan mín er 26 ára, segir öld- ungurinn. Áfram spyr lögreglumaðurinn hvort það sé eitthvert vanda- mál í hjónabandinu, e.t.v. erfiðleikar í kynlífinu? - Alls ekki, svaraði gamli maðurinn, við gerum það þrisvar til fjórum sinnum í viku. Lögreglumaðurinn spyr þá hvort konan sé kannske slæm húsmóðir og kunni ekki að elda? - Nei, hún er frábær. Hún lærði matreiðslu í fínum skóla í Frakklandi, svarar gamlinginn grátklökkur. - Þá hljótið þið að vera peningalaus, segir lögreglumaðurinn. - Ég er vel stæður og konan mín er rík, segir sá gamli. . - Heyrðu, þá skil ég af hverju þú ert að væla, þér gengur allt íhaginn, segir lögreglumaðurinn. Þá kjökrar sá gamli: - En ég rata ekki heim... Svör við gáfnoprófi E/sencks bls 11 (+ er framan við númer spurninganna, sem Kasparov hafði rétt svar við, en - við þær, sem hann gat ekki svarað) Z\d.lt + K.I + bm .££ - £.£ + I.M + iuIbvH .£ + H.es + £°+oe> + 23)El>lo2 .ð£ + zsmisH .e + oiianul ab oiS .VS - lulidnislE .ö + í.8£ + 0£.V + Þ.Q£ + £.8 + ÖE£ .0£ + 4,e + Y Aí - ££.0i - d go l .S£ + 1^.11 + 1 XI + £!.£! + íl .t*. + Ktl - £.S£ - ðl M - ÍM - s.ei + 0\£I Xí + H.ðl - VCI .8£ + £.VI + l.QZ + £.81 - (SiBðs)3.W - i.ei + £.0£ + Samhengi réttra svara og gáfnavísitölu (IQ) sgoS^SSSS^s — - j_>. -TT1-!| : • ""0 ^ - - ,1» : ; ' 1 — t- 1 ;! i. i ! iv - - _ . . i I _l_i

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.