Alþýðumaðurinn - 19.12.1995, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 19.12.1995, Blaðsíða 5
Hvernig miðbæ viljum við Alcureyringar? Deiliskipulag norðurhluta miðbœjarins hefur verið til endurskoðunar undanfarin ár. Verkið hefur verið unnið afSvani Eiríkssyni arkitekt, en einnig hafa starfsmenn skipulagsdeildar Akureyrar, þeir 7 7 —————-——-------- Arni Olafsson skipulagsstjóri, Logi Einarsson arki- tekt og Matthildur K. Elmarsdóttir skipulags- frœðingur, komið að verkinu á síðustu stigum þess. Skipulagsnefnd hejur auk þess fjallað um verkið á ótalfundum. Það er öllum bæjarbúum ljóst að svæðið frá Hofsbót að Smáragötu í norðri hefur verið einstaklega óaðlaðandi undanfarin ár, stór sár víða sem hafa sett svip niður- níðslu á norðurhluta miðbæjarins. Með þeirri tillögu sem skipu- lagsnefnd kynnt á opnum fundi föstudaginn 8. des. sl. eru lagðar meginlínum um það hvemig um- ferð og byggingarreitir skuli verða á þessu svæði til frambúðar. Það er vilji bæjarstjómar Akur- eyrar að þegar á næsta vori verði hægt að hefja framkvæmdir í gatnagerð á svæðinu, en það er jafnframt alveg ljóst að uppbygg- ingin mun taka langan tíma og að þarna þurfa bæjaryfirvöld að leita leiða til að gera svæðið eftirsókn- arvert. Miðbær hvers kaupstaðar þarf að vera þannig úr garði gerður að íbúunum jafnt sem gestum finnist eftirsóknarvert að koma þar og dvelja. I deiliskipulags-tillögunum felst meðal annars að: • Bæta stöðu miðbæjarins sem þungamiðju verslunar og þjónustu á Norðurlandi. • Endurreisa íbúðabyggð í mið- bænum til dæmis með 3-4 hæða og 5-6 hæða íbúðabygg- ingum. • Bæta gott umhverfi fyrir- tækja og íbúa. • Tryggja gott aðgengi að og um miðbæinn fyrir akandi, gangandi og hjólandi fólk. • Fjölga bílastæðum. • Skapa aðlaðandi bæjarmynd og heiisteypt yfirbragð. • Framtíðarstaðsetningu stöðv- ar strætisvagna Akureyrar og ieigubfla. • Miðbærinn verði aðlaðandi til útivistar. Ég vil hvetja Akureyringa ein- dregið til að kynna sér þessar til- lögur rækilega þegar þær verða auglýstar og mæta á almennan borgarafund sem verður haldinn í framhaldi af því. Þar gefst mönn- um tækifæri til að tjá sig um hvemig þeim finnst að til hafi tek- ist og að gera sínar athugasemdir við tillögumar. Miðbær Akureyrar - metnaðar- mál okkar allra! Myndin sýnir hvemig Logi Einarsson sér fyrir sér norðurhluta miðbæjarins samkvæmt nýja deili- skipulaginu. Gísli Bragi. ÚáJmm aiðákipta&iniun akkar Óákiun udóákiptaxánum akkar gleðilegrasjálw gleóilegro'jólw ogy farádeldar á kamxmdi átá Q0/faráældar á kamandi ári. TPakimm móákiplin. iPökkum móákiptin. EIMSKIP SKÁLAFELL SF. VIÐ GREIÐUM PÉR LEIÐ Draupnísgötu 4 - Sími 462 2783 4^ tjf Úákum oióákip taoimun aJdzar Úákum uióákiptammim akkar gleóilegrO'jála/ gleóilegrci'jála/ 00/ faráældar á kamandi ári. Q0/farádddar á kamandi ári. jpökkiun udóákiptin. iPökkum utióákipán. 4 ll V X FMN Flutningamiðstöð Norðurlands FOÐURVERKSMIÐJA - KROSSANESI Fiskitanga - SÍMI 462 1522

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.