Alþýðumaðurinn - 19.12.1995, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 19.12.1995, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUMAfiURIHH 7 Hjónaband mitt var gott. Maðurinn minn og ég nutum í sameiningu þess að verða gömul og lifa í friði og ró. En ég gat ekki hugsað þá hugsun til enda, að þurfa að yfírgefa húsið, sem í svo mörg ár hafði verið umgjörð um líf okkar - og hér höfðu börnin okkar alist upp. - En einn dag stóðum við frammi fyrir þeim vanda, að við vorum orðin of máttvana til að geta haldið áfram. Við fluttum stuttu fyrir jól og áttum ekki von á því að eiga neina jólagleði. Þó fór allt á annan veg. - Svo kom augnablikið, sem ég var viss um að ég myndi ekki lifa af, að flytja og yfírgefa gamla, góða húsið okkar, sem við höfðum búið í síðan börnin voru lítU. Við höfðum verið gift í fimm ár, þegar við keyptum húsið og nú voru 52 ár síðan. Á fyrstu árunum var það án allra þæginda, en smám saman endurbættum við og endurnýjuðum heimilið J það mikið að nú var eiginlega ekkert sem minnti á það upprunalega, nema fallegi garðurinn með epla-, peru- i og sýrenutrjám og stóru blómabeðunum með alls kon- ar blómum, sem stóðu í blóma langt fram á haust. j Líf okkar Erlings hefur alltaf meira og minna snúist um þetta hús. Hér höfum við barist saman, verið ham- ingjusöm og óhamingjusöm, grátið og hlegið, elskast og rifist og nú hin síðari ár höfum við búið saman í friði og ró. Ég óskaði, að ég mætti búa við þennan frið til æviloka. - En svo veiktist ég og gat því ekki lengur búið í yndislega húsinu okkar. Erling, sem alltaf hafði verið hraustur, varð fyrir því slysi að lærbrotna síðast- liðinn vetur. Hann var lengi að komast á fætur aftur og nær sér aldrei til fulls. Ég sjálf fékk slæma inflúensu og allt þetta lamaði þrek mitt. 1 Það var þá, sem börnin fóru að brydda á því að við j ættum að flytja í verndaðar íbúðir fyrir aldraða. Ég var j 79 ára og Érling 80. Dvalarheimili hafði aldrei verið j talað um, því börnin vissu að við gátum ekki hugsað j okkur það. Við gátum fengið góða íbúð í kjarnahúsi j með sameiginlegri borðstofu og dagstofu. Þarna gátum j við fengið læknishjálp og húshjálp. Samt sem áður gát- j um við haft okkar eigin íbúð og muni. Það var sama j þótt börnin sýndu okkur fram á ágæti alls þessa, við j slógum þessu öllu á frest. j Það leið fram á haust. Þá tók elsta dóttir okkar upp j þráðinn að nýju, sagði að ekki aðeins hún og hennar fjölskylda, heldur líka sonur okkar og hans fjölskylda, fyndist við ættum að selja og fá okkur eina af þessum vernduðu íbúðum. Þessar umræður voru teknar upp aftur og aftur. Ég fann líka, að þetta var ekki eingöngu í okkar þágu, heldur var það dótturdóttir okkar, elsta barnabarnið, Jonna. Mér hefur alltaf þótt vænt um j Jonnu, sem nú er 21 árs. Nú átti hún von á barni í apríl. Hún og hinn verðandi faðir ætluðu að gifta sig ef þau gætu fengið íbúð. Það var ekki auðvelt, en dóttir okkar hafði einmitt augastað á okkar húsi. Húsið myndi henta ungu hjónunum ágætlega. Eiríkur vann á bílaverkstæði, sem var hér rétt hjá, og hún á dagheim- ili, sem einnig var í nágrenninu. Foreldrar Eiríks ætl- uðu að hjálpa þeim, ef þau fengju húsið. - Allt var nú þegar skipulagt, án þess að við hefðum nokkra hug- !mynd um hvað var á seyði. í fyrstu varð ég reið, mér fannst næstum eins og okk- ur væri fleygt út úr okkar eigin húsi. Erling tók þessu með ró, hann sagði að þetta væri í lagi, þau ungu tækju við því, sem við gætum ekki klárað. Við myndum hafa það gott í nýju íbúðinni. Þau hefðu nú getað talað við okkur áður en þau fóru að skoða þessa íbúð í kjarnahúsinu án þess að láta okkur vita eða spyrja hvort við gætum hugsað okkur að flytja þangað. Þau vilja okkur það besta, sagði Erling. Það liðu nokkrir dagar, án þess að nokkur úr fjöl- skyldunni kæmi. Erling var lasinn og var feginn að sleppa frá þessum erfiðleikum með húsið. Ég get ekki hirt garðinn eitt sumarið enn. eða einn vetur hér í viðbót ef það snjóar mikiö og ég þarf að moka, sagði hann. Ég get gert þetta sjálf, sagði ég, án þess að vita hverju ég var að lofa. Ég var ekki heima eftirmiðdaginn, sem Birgitta dótt- ir okkar kom í hcimsókn til að heyra hvað við ætluöum að gera. Pabbi hennar tók á móti henni. þau drukku kaffi í eldhúsinu og hann sagðist ekki hafa neitt á móti því að selja húsið og fjytja í þessa vernduðu íbúð. Þá færðist Birgitta öll í aukana. sagði að við skvldum endilega flytja fyrir jól, svo við gætum notið hátíðar- innar í nýju íbúðinni. Þá gætu Jonna og Eiríkur komið sér fyrir og það væri gaman fyrir þau ungu að halda jól- in í sínu eigin húsi. Ennþá hafði málið verið rökrætt án þess að við Erling værum höfð með í ráðum. Birgitta var á förum, þegar ég kom heim, hún kyssti mig á kinnina og sagði: Nú erum við pabbi sammála, þetta verður fínt fyrir þig, mamma. Við komum á laugardaginn og ræðum kaupin. Ég sá, að Erling var þreyttur, hann sat og kinkaði kolli við öllu, sem Birgitta sagði. Þegar hún var farin sagði Erling mér, að hún vildi að við færum út fyrir jólin. Ég brast í grát, ég var lömuð, mér fannst ég ekki geta tekið til matinn. Næsta morgunn var ég úti í garði. Ég týndi upp nokkrar visnaðar greinar, sem höfðu dottið af trjánum. Þá kom Jonna hjólandi. Hún stoppaði við hliðið og veifaði til mín. Þegar ég veifaði á móti kom hún. Mér þótti alltaf vænt um þegar Jonna kom og það var líka svo nú. Ég gleymdi því, að raunverulega var það hún, sem var sökudólgurinn í þessu öllu. Hún varð vandræðaleg. - Ætli það sé út af húsinu okkar. hugsaði ég. Ég breiddi út faðminn á móti henni, hún kom til mín. Hún var með nýþvegið hárið, ég fann hvernig hún angaði og lífsorkan geislaði af henni er ég faðmaði hana að mér. Það var þá, sem ég bráðnaði. Auðvitað áttu börnin hennar Jonnu að búa og alast upp í elsku besta húsinu hennar ömmu. Hvað segir þú um þetta, amma? spurði hún. Skiptir það nokkru máli, hvað mér finnst, sagði ég dálítið bitur. Þið hafið nú þegar ákveðið. hvernig þið viljið hafa hlutina. Það eruð, jú, þið afi sem eigið að segja já eða nei, sagði hún og strauk hárlokk frá andlitinu. Ég fann, hversu taugaóstyrk hún var. Hún beit á vörina. Ég hugsaði um þetta litla, nýja líf, sem hún bar undir belti og beið eftir því að komast út í þessa hörðu og erfiðu veröld. - Hér í okkar gamla húsi var öryggi og hlýja handa þessu litla barni. Ég greip í handegginn á Jonnu og stundi upp. - Þér er velkomið að kaupa húsið, Jonna. Við komumst að samkomulagi um það. - Ó, amma! hrópaði hún, og ennþá gagntók hún mig með sinni æsku, er hún faðmaði mig. Svo kinkaði hún kolli í áttina að húsinu og sagði: Megum við flytja inn fyrir jól? Ég stóðst hana ekki, ég gat ekki sagt nei. Ein jól enn skiptu ekki svo miklu rnáli fyrir okkur Erling, en það gerði það fyrir Jonnu. Ég hneigði höfuðið til samþykk- is. Hún tók um hálsinn á mér og flýtti sér af stað á hjól- inu. Ég var hamingjusöm það sem eftir var dagsins, vegna þess að hamingja Jonnu hafði tekið sér bólfestu í mér. En þegar húmið færðist yfir trjátoppana og krákurnar skræktu fyrir utan, varð ég angurvær. Hugsa sér, að ganga ekki aftur um stofurnar og kveikja á lömpunum til þess að halda myrkrinu í skefjum. í þessu stóra og ópersónulega kjarnahúsi, frá vegg til veggjar með ókunnugu fólki, yrði ekkert eins og áður. Ekkert snerti mann lengur, ekkert eins og væri verið að fara inn í helgisiðabók. inu, en kassinn fannst ekki og flutningabíllinn fór. - Við getum haldið gleöileg jól. þó þetta gamla drasl sé ekki, sagði Erling og reyndi að hughreysta mig. - Drasl! hrópaði ég. - Hvernig gctur þú sagt þetta? Við erum ekki orðin það gömul að við getum ekki haft ánægiu af svolítilli hátíöarstemmningu. Bara af því að við flytjum í hentugara húsnæði, get ég ekki séð að okkar jólavenjur séu bannaðar. Kökkurinn stóð í hálsinum á mér. Erling tók utan um mig og sagði: - Vertu róleg, vinan, jólaenglarnir þínir koma í leitirnar, vertu viss! Já - og það gerðu þeir! Stóri kassinn minn fannst. Birgitta hafði látið hann til hliðar, þegar hún tók til á loftinu áður en við fluttum. Hún hafði opnað kassann, séð innihaldið og ákvað að Jonna hefði gaman af að nota þetta gamla jóladót einmitt í því húsi sem það átti raunverulega heima. Við Erling þurflum ekki á því að halda, því það var allt skreytt í þessu stóra húsi, sem við vorum að flytja í. Birgitta sagði þetta á þann hátt, að ég hálfskammaðist mín, ég gat ekki mótmælt og ekki batnaði það þegar .lonna skýrði frá því hvað hún var glöð yfir jólaskrautinu, sjálf átti hún ekkert. Ég gat ekki sagt, að ég vildi fá englana mína aftur. Þess vegna þagði ég. Jólin nálguðust. Það var allt svo framandi í þessu nýja umhverfi. Ég tók ekki eftir því að það var fallega skreytt í matsalnum og dagstofunni. Ég saknaði gamla jólatrésins og gamla jólaskrautsins. Annars ætluðum við ekki að vera heima, hvorki á aðfangadagskvöld né jóladag. Samt sem áður ætlaði ég að skreyta, þetta var nú okkar hcimili. Þegar ég sagði Erling frá því, að ég ætlaði að kaupa svolítið jólaskraut og prófa að búa til engla eins og móðursystir mín hafði gert, þá brosti hann raunalega og ég vissi að hann fann sig ekki sem heima í þessu nýja umhverfi. Ég fór í bæinn og keypti jólaskraut og efni til að búa til engla. Þar sem ég sat og dundaði við englana með mínum stirðu fingrum, kom Erling og settist hjá mér. Hann fór að brjóta saman gylltan pappír og sneri sam- an stálþráð og setti englana saman. Þarna sátum við eins og tvö börn og urðum undrandi þegar það heppn- aðist að klambra sarnan einhverju sem líktist englum. Við gleymdum stund og stað, klukkan var meira en tvö um nóttina þegar við höfðunt lokið við 10 engla. Ég var ekki ánægð fyrr en ég hafði þrætt þá upp á spotta og hengt þá upp undir loft í eldhúsinu. Meðan ég stóð uppi á stólnum og hann vaggaði fram og aftur, var Erl- ing dauðhræddur, en ég var svo hamingjusöm að ég hló. Með hjálp okkar heimatilbúnu engla vorum við loksins flutt fyrir alvöru. Ég flýtti mér fram í eldhúsið strax næsta morgunn til að horfa á englana mína. Það var eins og ég hefði tekið hluta af gamla heimilinu með. - Ég athugaði svalirnar fyrir utan stofuna, þarna vildi ég fá jólatré, bara pínu- lítið jólatré, og seríu var alls staðar hægt að kaupa. Jonna myndi nota þá gömlu á grenitréð í garðinum heima. Það fengum við að sjá á jóladag, þegar við komum í heimsókn. Erlingur hjálpaði mér heim með jólatréð og við bögsuðum með það út á svalirnar og komum jólatrésseríunni fyrir. Strax og myrkrið umvafði bæinn kveikti ég á trénu. Það leit næstum út eins og það dinglaði í lausu lofti fyrir utan gluggann. En þetta var jú okkar jólatré og tilheyrði okkar jólum í hinu nýja umhverfi og ætti vonandi eftir að gera það í mörg ár enn, eins og englarnir og jólasveinastjakinn og hjörtun sem héngu í eldhúsglugganum og ég hafði skrifað á: Erling og María. Jonna kom og sótti okkur. Þegar hún sá jólatréð og jólaskrautið á svölunum stóð hún lengi og horfði á með ljómandi augum. - Svona fallegt er ekki hjá okkur. jafnvel þó þið skilduð eftir allt jóladótið ykkar. - Það er amma þín, skilurðu, sem býr til jólin, sagöi Erling. - Þar sem hún er, er alltaf jólahátíð. Ég sneri nú undan, ég var hamingjusöm eins og ung ‘-túlka. Ég leit í kringum mig á nýja heimilinu og mér fannst allt í cinu það vera bæði öruggt og hlýtt. Það var jólaglcði og friður í þessu húsi, af því við höfðum hvort annaö, Erling og ég, af því við höfðum tekið með okk- ur inn áhrif jólanna og hlýjuna. Við höfðum unnið og varðveitt jólagleðintý - líka hér, (Lauslega þýtt - ÁI7.) Og svo jólin! Af hverju hafði ég gengist inn á að flytja fyrir jól? Ég, sem elskaði að skreyta fyrir jólin og hélt í allar gömlu jólavenjurnar. Hvernig myndi ég finna sjálfa mig í þessu ókunnuga húsi og þessari litlu íbúð? Og grenitréð í garðinum, sem alltaf var skreytt með rafmagnsljósum fyrsta sunnudag í aðventu, hvað ég myndi sakna þess. Meðan ég gekk um og hugsaði til allra þeirra smáhluta, sem gerðu jólin svo sérstaklega hátíðleg á okkar heimili, varð ég daprari og daprari. Hugur minn flaug til móðursystur minnar, sem aldrei giftist, en bjó heima hjá foreldrum sínum þegar ég var barn. Hún hafði á sínum tíma búið til gyllta engla, sem hún gaf mér, og í öll þessi ár tókst mér að varðveita þá, :g gerði varlega við þá þegar þess þurfti. Þeir héngu alltaf á spotta upp undir lofti í eldhúsinu um jólin. Nú lágu gullenglarnir, ásamt öðru jólaskrauti, pakkaðir niður í stóran kassa uppi á lofti. Svo rann upp sá dagur, þegar ég ællaði að taka kass- ann með mér í nýju íbúðina, en þá gat ég hvergi fundið hann. Ég æddi fram og aftur og leitaði að kassanum og rausaði um alla englana og kúlurnar og allt þetta ganila dót, sem ekki fékkst lengur. Það voru margir hlutir sem ég áttti og þótti vænt um í kassanum með jóladót-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.