Alþýðumaðurinn - 19.12.1995, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 19.12.1995, Blaðsíða 8
8 ALÞYÐUMAÐURINN Já, hvað ætlar þú að hafa í matinn heppnaðar tilraunir og leitað að um jólin og áramótin? réttum sem báðum eða öllum í Á fyrstu búskaparárunum eru fjölskyldunni finnst lostæti. gerðar margar mismunandi vel Þegar tilraunaárin eru liðin og Paö tekur aöeins einn ¦virkan daq aö koma ^^& póstinum þínum til skila margvíslegar uppskriftir hafa ver- ið reyndar þá eigum við okkur nokkrar pottþéttar uppskriftir sem aldrei bregðast eða valda von- brigðum. Ég ætla að gefa ykkur nokkrar uppskriftir úr safninu mínu. Þið sem reyndari eruð í elda- mennskunni fyrirgefið mér þótt leiðbeiningarnar séu óþarflega ná- kvæmar, en ég er að hugsa um þá sem eru að stíga fyrstu sporin á þessari leið, þau spor voru mér hreint ekki auðveld á sínum tíma og ég er enn ekki búin að gleyma þeim! Vanilluís einfaldur en alltaf bestur. rjómi, ^lítri sykur, 3 matsk. vanillusykur 3 tesk. sléttfullar (ekki vanillu- dropar takk!) egg, 4 stk. Sykur, vanillusykur og eggja- rauður sett í stóra skál og þeytt í létta kvoðu. Rjóminn þeyttur sér og eggjahvíturnar einnig stífþeytt- ar sér. Nú er öllu blandað saman í eggjarauðukvoðuna, hrært saman með sleif og síðan hellt í mót og fryst. ************** Ifcr. 104.900, -iöttfr. 'métöfw^ffimrHtó4dum ^tbtásWréfiltér Iffc 13.990,-3*18*. 1500 haiulþeytari m-éíárípra lftr.S.#90,-3ííBr. \ ippt • i :')(f<Kb ~ l yuimótoi.' Sj<i!fsM;i|iuiHii" ¦ ::. . , Os ll. Kr. stgr. Philips - Rótgróin gædaframieiösla ÞRR SEM GFEÐI DG GÓÐ ÞJÓNUSTR ERU í FYRIRRÚMI Með ísnum ber ég niðursoðna ávexti, eða niðursneidda ferska ávexti eða rjómakaramellusósuna sem tengdó kenndi mér. RjÓMAKARAMELLU- sósa: Þeyttur rjómi sem heimatilbúnu sýrópi (ísköldu) er bætt út í eftir smekk. Sýróp: Bræðið sykur í pott, en látið hann ekki verða mjög dökkan svo að sósan verði ekki römm, þegar sykurinn er bráðnaður þá hellið heitu vatni yfir og látið sjóða góða stund þar til þetta er orðið að frek- ar þunnu sýrópi. Hellið sýrópinu í stóra glerkrukku og látið kólna. Þetta er eitt af því sem gott er að gera nokkrum dögum fyrir jól og eiga krukkuna tilbúna í ísskápnum þegar á þarf að halda. Bríinaðar kartöflur Hvernig hefur þér gengið að brúna kartöflur? Hér kemur auðveldasta leiðin. Þú tekur dálítið af heimatil- búna sýrópinu sem þú varst búin að búa til, hellir því í pott og bætir soðnum, flysjuðum kartöflum út í og veltir þeim upp úr sjóðandi sýrópinu um stund, þegar þær eru orðnar fallega brúnar hellir þú smá rjóma út í og lætur þetta sjóða smá stund og málið er leyst. Ananasfrómas stór uppskrift. Ananashringir, heildós egg, 5 stk. sykur, 250-300 gr safi úr 2 sítrónum matarlím, 11 blöð rjómi, íílítri Matarlímið linað upp með köldu vatni, sett í skál og brætt með því að hella sjóðandi vatni yfir. Sykurinn og eggjarauðurnar þeytt saman í hrærivélinni, sí- trónusafanum og ananassafanum bætt út í. Nú er þeyttum rjómanum og stífþeyttum eggjahvítunum bland- að saman við með sleif og matar- líminu (sem vonandi er orðið hæfilega kalt) er nú blandað út í. Hrærið í skálinni af og til og þegar frómasinn er farinn að þykkna hellið þá í skál/skálar og bætið ananasbitunum út í. (Rjómakaramellusósan er líka góð með þessu). Kalkún 1 flaska hvítvín til steikingarinnar 1 kalkún smjör, ca. 100 gr salt innyflin soðin og soðið notað í sósuna. Fylling: 500 gr nautahakk (eða nauta- og svínahakk til helminga) salt svartur pipar úr kvörn merian 200 gr ferskir sveppir brytjaðir egg, 2 stk. rjómi, 'á lítri Smávegis af rauðri, grænni og gulri papriku, saxað smátt saman við, gerir bæði gott bragð og gleð- ur augað. Þessi fylling er í mjög stóran kalkún þannig að fyrir meðalstór- an fugl má minnka fyllinguna um helming. Það tekur töluverðan tíma að undirbúa kalkúninn og því geri ég það yfirleitt daginn áður en ég ætla að elda hann. Þegar búið er að troða fyllingunni í fuglinn er saumað fyrir bæði hálsinn og „botninn." Kalkúninn settur í smurða ofn- skúffu, fuglin'n penslaður með smjöri og öllu hvítvíninu hellt yf- ir. Ofnhiti 225 þar til sýður í vín- inu, þá er hitinn lækkaður í 200 . Ausið víninu yfir fuglinn af og til og penslið með smjöri. Ef vökv- inn er allur að gufa upp úr ofn- skúffunni þá bætið sjóðandi vatni saman við. Steikingartíminn er 2 'A til 3 tímar. Sósan er bökuð upp af soðinu úr ofnskúffunni, soðinu af innyfl- unum og rjómablandi. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. Gleðileg jól! Aðalheiður Alfreðsdóttir. G/e$i/&j ,í|i STILL HF - OSEYRI 2 - 600 AKUREYRI SÍMI 462 5757 - FAX 462 5112 Við erum ótrúfega merkilegir! ************ ******* ************

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.