Brautin


Brautin - 06.07.1928, Blaðsíða 1

Brautin - 06.07.1928, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Síim 1385. Marta Einarsdóttir. Sfmi 571- Brautin. Útgefendur: N o k k V a r k o n u r í Reykjavík. Afgreiðslusfmi: 491. 1. árgangur. Föstudagínn 6. júlí 1928. 2. tÖlublab. Starfið. Þegar nú fáeinar konur hefj- ast handa, að gefa út vikublað, sem á að fjalla um áhuga- og velferðarmál þjóðarinnar, þá er það eðlilega í þvi trausti að konur um alt land taki blaðinu vel og liðsinni því af fremsta megni. Það er líka ótviræð skylda okkar, ekki siður en karlmannanna, að hugsa og starfa, ekki sist nú, þegar við höfum fengið mörg og mikil aukin réttindi. T. d. höfum við fengið kosningarrétt og kjör- gengi. En hvernig getum við greitt atkvæði nema að við sé- um málunum kunnugar, svo að við finnum að við höfum breytt eftir bestu sannfæringu. Sumir halda því fram, að kvenfólkið kunni ekki að hugsa, og þá auðvitað hvorki að skrifa eða halda ræður. Það kann rétt að vera að nokkru leyti, því kvenfólk hefir til þessa tíma tiltölulega lítið gefið sig að op- inberum málum. En að kven- fólk alment hafi minni skyn- semi, sljóari hugsun eða dóm- greind en karlmenn, þvi vil ég ekki trúa. En aftur á móti hef- ir ýmislegt tafið fyrir þroska kvenna og gjðrt, að þær hafa orðið eftirbátar karlmanna á þessu sviði. Enda hafa þær ekki fyr en á seinni árum haft jafn- rétti við karlmenn að skólum og embættum, heldur ekki haft eins marga frjálsa stund, til að auðga anda sinn, því hvers- dagsstörfin taka venjulega upp hverja stund þeirra, einkum til sveitanna. Áður fyr var það jafnvel álitið óviðeigandi að konur skiftu sér af almennum málum. En nú, þegar stofnað er blað, sem enginn stjórnmála- flokkur stendur að, blað sem er óháð öðru en því, sem við kon- ur álítum gott og göfugt, þá er það ósk okkar og von, að bæði yngri og eldri konur vakni nú til að hugsa og til að færa hugsanir sínar í búning, og sendi blaðinu „Brautin" kveðju sína. Þá efast ég ekki um, að við í ' framtíðinni getum látið margt gott af þessu samstarfi okkar leiða, að eins ef konur U1» alt land vilja rétta blaðinu hjálpandi hönd, og breiða það sem mest ut um sveitir lands- ins, og með þyi ag senda þvi greinar um sín eigin áhugamál og sveitarfélagsins, sem þær lifa E3 n E3 B Q B E3 E3 E3 E3 e & E3 E3 Stokkabelti af ýmsum gerðum og alt sem tilhevrir upphtut sérlega vandað, með hin bestu meðmæli frá kvennablaðinu Brautin. Jón Sigmundsson <S Co. sm 383 Skrautgripaverslun. Laugaveg s E3 E3 E3 ES E3 E3 E3 ES E3 ES E3 E3 E3 E3 m GHeE3HHHHHEJElE3E]E3E]HE3ElHE3E3HE]ElE3eE3SE3DGE3E3E3DOHH Barnaheimili fyrir kaupstaðabörn. Foreldrum kaupstaðabarna — einkum Reykjavikurbarna — og hverjum þeim, sem frá al- mennu mannúðar- og þjóðfé- lagssjónarmiði hugsa um og bera fyrir brjósti heill hverrar uppvaxandi kynslóðar, er það mikið áhyggjuefni og alvöru- mál, að eitthvað sé gert, meira en verið hefir, til þess að vsjá fyrir þvi, að kaupstaðabörnin — einkum í stærri kaupstöðum >— eigi kost á því að komast um hásumarið eitthvað burt frá skarkala götulífsins. Þar sem viðurkent er og alkunnugt, að þau verða oft og einatt fyrir misjöfnum áhrifum og ýmis- konar spillingu, sem mótað get- ur lif þeirra á fullorðins aldri. Oft á mjög óheppilegan og öm- urlegan hátt. Auk þess sem þeim er búið heilsutjón af ó- h0llustu götulífsins. Af þessum ástæðum óska flestir foreldrar þess, að koma börnum sinum í sveit á sumr- in, ef þess er kostur; þar sem lika viðurkent er, að það sé börnunum á margan hátt holl- ara og happadrýgra, bæði fyrir líkams- og sálarþroska og fram- tíðarheill. En þetta er ýmsum erfiðleik- um bundið,* ekki síst í strjál- býlu, vegalitlu landi, þar sem fólkinu fjölgar miklu meira í kaupstöðum en sveitum, eða jafnvel eingöngu i kaupstöðum, eins og hér á sér stað. Og enn- fremúr veldur það örðugleikum hér, að flestir eru fátækir og eiga sér fárra úrkosta völ með börn sín, um það sem þeim má til hamingju verða og þjóðinni til heilla í framtiðinni. 1 Þessvegna virðist vera full þörf á því, að meira sé gert hér en verið hefir, til þess að koma upp barnaheimilum í sveit fyrir kaupstaðabörn, eink- um hin fátækari, eins og gert er í öðrum löndum. Jafnframt þvi sem komið væri upp fleiri og stærri barnaheim- ilum í sveit en áður, mætti jafn- framt gera þau að verklegum og menningarlegum skóla fyrir börnin, sem þar dvelja, með reglubundinni kenslu sem stefn- ir að ákveðnu marki, einkanlega ef þessum heimilum er komið upp sem sjálfstæðum stofnun- um, sem ekki væru háð hentug- leikum þeirra, sem húsnæðið eiga, eins og verið hefir. Og sem settu sér í upphafi ákveðið markmið og takmark barnanna vegna. Hafa mætti til fyrir- myndar á þessum heimilum að- ferðir þær sem unnið er eftir i „Boys and Girls Club's' 'í Ame- ríku, og lýst hefir verið nokkuð rækilega í erindinu „Hugur og hönd" eftir Metúsalem Stefáns- son búnaðarmálastjóra, sem birt var í Búnaðarritinu fyrir fá- um árum, og einnig var gefið út sérprentað og sent öllum ungmennafélögum landsins. Sú starfsemi, sem þar er lýst, er að visu sniðin við hæfi eldri barna en hér væri um að ræða á barnaheimilum fyrir kaup- staðabörri, sem myndu helst verða á aldrinum 5—10 ára, og auk þess eru hér aðrar ástæður og staðhættir en i Ameriku. Þess vegna þyrfti að breyta til i mörgum greinum, en það virð- ist lika gjörlegt án þess að«aðal- tilgangurinn breytist, en hann er sá, að venja unglingana við sveitastörfin, kenna þeim réttar aðferðir og handtök við þau, vekja hjá þeim ást á og virð- ingu fyrir vinnunni og kenna þeim að meta gildi hennar og sveitalífsins og sveitastarfanna í'yrir þjóðfélagið. Má að visu segja að það standi sveitinni nær að taka upp þessháttar upp- eldisaðferðir til að hæna fólkið að sér — og vonandi gera þær það fyr eða síðar — en það

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.