Brautin


Brautin - 13.07.1928, Blaðsíða 2

Brautin - 13.07.1928, Blaðsíða 2
BRAUTI N oaaoooooaaoooooaaoaooooa o o 1 BRAUTIN | o o kemur út á föstudögum. — O Árgangurinn kostar 6,00 kr. O o Einstök blöð kosta 15 aura. o Afgreiðslan er i húsi K. F. U. M. 0 Sími 437. 5 000000000000000000000000 bilar að fara smáferðir hér um Suðurland, en fara nú, að ör- litlum spottum undanskildum, frá Austurskaftafellssýslu og norður i Þingeyjarsýslu. Þeir timar hafa komið, þegar is hefir fylt allar hafnir við Norðurland, og honum fylgt bjargarskortur fyrir menn og skepnur, fleiri ár i röð, svo sem var árin 1880—88. Það sem hefir skeð, getur endurtek- ið sig aftur. Því söm er lega landsins i útsænum og áður. — Væri þá ekki gott að geta átt von á heyi af uppræktuðu land- svæði og matbjörg frá þeim stöðum, sem siglt yrði upp að. Þá dygðu strandskipin lítið, sömuleiðis bilar, nei, það ijrði að vera járnbraut. Að þessu sinni ræðir Brautin ekki um leiðirnar til að hrinda þessu máli áfram, en fylgjast mun hún með á þeim sviðum, og leyfa sér að leggja sinn skerf til málanna síðar. Vorhugur. Eftir Sigurborgu Jónsdóttur. Æskan er ímynd vorsins, en vorið timi ástarinnar, þvi kvað Stgr. Thorsteinsson: ,,Vor er inndælt, eg það veit, þá ástar kveður raustin — Á vorin skreyta blóm og jurt- ir sig, hvert sem betur getur, og fuglarnir byggja hreiður sín í skjóli laufgaðra greina. Hér á landi, þar sem vorið á þó svo erfitt með að brjótast til valda, skreytir unga fólkið sig undir eins um sumarmá! hvert fyrir öðru i Ijósum sumarföt- um. Og svona á það líka að vera; æskan hugsar um ástir á vorin. En vorið úti i náttúrunni kemur aftur og aftur, og fær þess vegna tækifæri til að græða kuldasárin, og blómgvast betur næst; en vor mannsæfinn- ar, æskan, kemur að eins einu sinni, og er einmitt þess vegna svo dýrmæt og vandfarið með hana. Kona í sveit hafði í sumar sem leið ungar stúlkur úr Rvík. Þær virtust hafa mikið yndi af að ganga vtl klæddar á götum bæjarins, en er í sveitina kom var alt annað en þær gengju vel til fara, svo húsmóðirin hafði orð á því við þær, að ganga bet- ur til fara, en blómarósirnar yftu öxlum og vissu svo sem Bestu matarkaupin geriö þér, meö því aö versla viö Matardeild Sláturfélagsins Hafnarstræti 19. Sími 211. Brunatryggingar allskonar er hvergi betra að kaupa en hjá félaginu „Nye Danske", sem stofnað var 1864. Umboðsmaður Sighvatur Bjarnason Amtmannsstíg 2. KON UR! Komið og kaupið skó hjá okkur, við höfum það sem yður líkar. Skóbúð Reykjavíkur. Aðalstr. 8. Sími 775. ekki fyrir hverjum þær ættu að halda sér til þarna. Jú, húsmóð- urinni fanst þær ættu að halda sér til, þótt eklti væri nema fyr- ir sér sjálfum. „Fyrir sér sjáif- um“, átu þær eftir með megn- ustu fyrirlitningu, og fóru að hlæja, svo fráleitt fansl þeim, að þær ættu að skreyta sig sjálfs sín vegna. En það er ekki eins fráieitt og þessar ungu stúlkur imynd- uðu sér, því hver og einn á að kosta kapps um, menn og kon- ur, yngri og eldri, að halda sér fyrst og fremst til fyrir sjálf- um sér, með hreinum fötum, hreinum líkama og hreinu hug- arfari; vilja ekki vamm sitt vita. Kappkosla að ganga í lið með vorinu, að blómga, græða og prýða. Vinna að því með alúð og heiluin hug, að gjöra líf is- lensku þjóðarinnar að björtum og hlýjum sumardegi. Menn gera sér stundum á- greiningsefni af því, hvort ætt- jarðarástin sé ást á landinu eða þjóðinni, sem landið byggir. — Þetta er óþörf skilgreining. —- Menn elska landið sitt með opn- um augum fyrir fegurð þess og f jölbreyttum lifsskilyrðum, og þjóðina sem starfandi heild inn- an vébanda átthaganna, og um leið hluttakandi i framsóknar- baráttu alheimsins. Og til þess að þjóðin geti starfað sem best, og sem vera ber, þarf að bæta þjóðarmeinin, fræða einstakl- inginn og innræta honum skiln- ing á lífskjörum þjóðarinnar og fulla meðvitund um skyldur sinar í þjóðfélaginu. Hinir svonefndu vormenn Is- lands, Eggert Ólafsson og sam- herjar hans, Iétu gera sér ten- ing og grafa á hann með rún- um: „Teningur þessi vottar ættjarðarást íslendinga". Það gæti verið nógu gaman og fróð- legt að kynna sér hve margir nútímamenn bera daglega á sér minnisgrip um æitjarðarást sina og þjóðrækni. Móðurmálið. Einn af mikilvirkustu og víð- lesnustu rithöfundum okkar beindi þeirri spurningu til mín fyrir skömmu: Hvernig ég hefði getað lært að skrifa gott mál? Eg var þá ekki viðbúin að svara þeirri spurningu, því eg hafði ekkert um það hugsað, fundist, ef svo væri, að mér hefði tekist að skrifa íslensku nokkurnveg- inn, mundi það hafa komið af sjálfu sér fyrirhafnarlaust. Síðan ég fór að athuga þetta betur þykist ég sjá að svo muni þó eigi vera, og eg muni hafa haft ýms skilyrði til að læra málið betur en alment gerist um fólk sem engrar skólamen't- unar hefir notið. Fyrst það, að fyrir 60—70 árum, þegar eg var að alast upp, var talað gott mál i sveilunum, að minsta kosti norðan og austanlands. Eg þori að vísu eigi að fullyrða, að það hafi spilst mikið nema að því leyti, að ýms ný hugtök hafa bætst við og útlend heiti á þeim haldist við, þrátt fyrir árvekni mætra manna. Sunnanlands O. Ellingsen, Reykjavík. Simn.: Ellingsen. Símar 605, 1605,597, Margt til heimiiisnotkunar: Rúmteppi, ullarteppi, gólfmottur, krystalsápa, sódi, blikkfötur, strákústar, gólfskrúbbur, lampaglös, lampabrennarar, Iampa- kveikir, fægilögur, kerti, eldspýtur, saumur, stiftasaumur, asfalt, hrátjara. Allskonar málningavörur: Þurrir, olíu- rifnir og tilbúnir litir, fernisolía, þurk- efni, terpentína, gólffernis, japanlakk, emaljelakk, distemper, bronce, tink- túra, ofnlakk, málningapenslar og allskonar málningaráhöld. Allskonar sjómanna- og verka- mannafatnaðir: Sjóföt, gúmmí- og leðurstígvél, klossar, slitbuxur, peys- ur, nærfatnaður og fleira. Allskonar smurningsolíur á gufuskip, mótora, ljósvéiar, bíla og skilvindur. Allskonar veiðarfæri, sem eru notuð hér. Einnig silungs- og lax-netagarn o. m. fl. Heifdsala. Smásala. Bezt og ódýrast. þekti eg það eigi eins vel, en eftir sýnishorni þvi, er Jón Thoroddsen gefur i Pilti og stúlku af Reykjavíkurmálinu, hefir það verið óglæsilegt. Aftur á móti fanst mér hjá kaupafólki suður með sjó, sem eg kyntist nokkuð mörgu, mest bera á hvað framburðurinn væri ólíkur norðlenskum framburði og jafnvel að það skildi ekki sum algeng orð, sem þar voru notuð, þó íslensk væru. Það var t. d. einn sunnlenskur kaupa- maður, sem sagði frá því, að hann hefði eignast bam en mist það strax. Fæddist það þá and- vana spurði fólkið? „Ekki veit eg það“, ansaði hann, „en það það lefði í veku og dó svo“. Þetta var nú ekki málinu svo hættulegt, því var einungis haldið á lofti til viðvörunar. ÖIlu meiri hætta hygg eg því sé húin af nútíma orðskrípum og tildurslegum framburði, sem sumir nota mikið og lítur út fyrir að sé að komast í móð, einkum hjá sumum ungu stúlk- unum hér í Reykjavík, og er svo fjarri fögru máli, að varla er hægt að sýna hann á prenti. Þær segja t. d. að þetta eða hitt sé „Voðalega sætt eða affskap- lega fallegt". Það er nú ekki svo að sldlja, að ekki hafi altaf talsvert af út- lendum orðum verið notað, og mundi að sjálfsögðu margt af því hafa fest rætur hjá mér, ef bróðir minn, Jón prófastur á Stafafelli, hinn milcli islensku- maður, hefði eigi sífelt verið á verði, bæði fyrir mig og aðra, seni hann náði til, að leiði'étta það, sem honum þótti rangt, t. d. ef maður sagði „rúlla“, sagði hann kefli, eða ef nefnd var kommóða, sagði han'n dragkista.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.