Brautin


Brautin - 20.07.1928, Blaðsíða 1

Brautin - 20.07.1928, Blaðsíða 1
Ritstjðrar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Sími 1385. Marta Einarsdóttir. Sfmi S7I. Brautin Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Af greiðsluaCmi: 491. 1. árgangur. Föstudaginn 20. júlí 1928. 4. tölublað. Konan með alabasturs-buðkinn. Söngm Saumakonunmr. Eftir próf. Ragaz, LausL btftt af Jóni Auðunn Jónssyni. Vér skulum kalla fram í minninguna, gömlu töfrandi og yndislegu söguna um smurn- inguna í Betaníu, einum eða tveim dögum fyrir dauða Jesú. Myndin er umvafin skuggum dauðans, en skin þó i morgun- ljóma. Jesús er -r- ef vér fylgj- um gamalli skýringu — í húsi Mörtu og Maríu og leitar þar hvildar, við kærleika og vin- áttu í erfiði og sálarangist sið- ustu orustunnar. Þau eru í gestastofunni, Si- mon, e. t. v. holdsveiki maður- inn, sem Jesú hafði læknað, allir lærisveinarnir og aðrir gestir, en líklega fyrst og fremst farísearnir. Jesús er nú, eins og xívalt, miðdepillinn. Stórkostleg og alvarleg mál eru tekin til meðferðar: „Meistari! Hvenær kemur Guðs ríkið?" „Meistari! Hvert boðorðið er þýðingar- mest?" „Meistari! Komast heiðingjarnir líka inn i Guðs ríkið?" Andleg þensla liggur í loftinu; sumir stara glaðir og fullir lotningar á yarir hans, aðrir eru óvissir og efasjúkir og enn aðrir stara fram undan sér, soknir niður í sínar eigin hugsanir. Allir yfirvega spurn- ingar og svör; hver sé ineining þeirra og hver sé sannleikurinn og suma dreymir e. t. v. um dýrð guðsríkisins. Þannig er- um vér karlmennirnir á kafi í allskonar úrlausnarefnum og bundnir ýmiskonar ytri mál- efnum. En á bak við mennina situr kona, sem starir á hann. Konan er María. Venjulega er hún hin eftirtektarsama, sem sekkur sér niður í orð hans, svo að systir hennar finnur á- stæðu til þess að ávíta hana — en í dag heyrir hún varla orð hans — í dag má hún ekki hlusta, heldur einungis sjá. Hún verður ag sjá skuggana, sem hylja ásjónu hans, sem hinir sjá ekki. Skuggarnir sem hann leynir undir gleðihjúp, eru henni hræðilega augljósir. Hún heyrir ekki einstök orð hans, heldur einungis hinn ¦djúpa, dimma grunntón þeirra, sem titrar likt 0g niður, líkt og akafur bardagi 0g stórkost- leg ákvörðun. Hún skynjar leit sálar hans og augu hans stara út í fjarskann og hún skilur að svörin og úrlausnirnar eru hon- um aukaatriði. En hvað táknar þessi dauða alvara bak við upp- gerðar gleðina? Alt i einu fer hrollur um hana eins og svarið hafi níst sálu hennar, því að öll óljósu hugboðin standa nú skýr og ákveðin fyrir sjónum hennar: hann verður að deyja! — Hver veit á hvern hátt. Hún stirðnar af ótta. Þetta fær hún ekki staðist. Hún hleypur út og upp í litla herbergið sitt, til þess að svala sorginni með heit- um tárum. Og á meðan hún grætur og biður stigur krossinn æ hærra og hærra fyrir sjónum hennar, þessi harði, svarti og smánarlegi kross, sem þeir ætla að binda hann og negla á og grafa hann niður við. Hún stendur upp og starir fram undar sér. Þá verður fyrir aug- um hennar einfaldur skraut- gripur, alabastursbuðkur, fylt- ur dýrum nairdussmyrslum, erfðagripur ættarinnar, eða kannske gjöf frá móður hennar. — Skyndilega dettur henni í hug: „Ég vil að minsta kosti smyrja hann. Hver veit hvort nokkur gerir það síðar? Hún grípur buðkinn og gengur sem í leiðslu niður aftur. — Hún hikar einu sinni enn: „Þori ég? Hvernig skyldi hann bregðast við? Hvað skyldu hin- ir segja?" Eitt augnablik: hún lyftir buðknum hátt og brýtur hann í sundur — því að engan annan skal smyrja úr honum — ekkert á að verða eftir, hann á að fá það alt. — Þannig heiðraði María Jesú. — Nú er það skeð! — Sætur ilmur fyllir salinn og húsið. Nardussmyrslin eru svo fíngerð að þau gufa strax upp og breyt- ast í ilm. Þau eru jafn-hárfin og ójarðnesk og lundarfar kon- unnar sem verkið vann. Allir snúa sér við og horfa á Mariu. Hún stendur ein álengdar, rjóð af blygðun, en þó heit og hrif- in. Hún veit varla hvernig þetta skeði. Stundarþögn. Þetta er eitthvað óvenjulegt, eitthvað, sem algerlega braut i bága við almennar velsæmisreglur; vand- i - > Hugurinn þráði, hjarta mitt grét, höndin við sauma var þreytt, Hún þurfti að vinna, sem verst henni lét, en vonaði stöðugt að skifta um set. Aðeins í draumanna dýra veldi dreymdi' hana, að hún á gitarnum héldi, og söngvarann hefði hún seitt. Ég sá út í löndin, er sólin skein, um sumarsins bjarta dag, þá kom hún, Ijóðþráin, helg og hrein, hún hélt að ég gæti ekki verið ein, hún seiddi í huga minn söngva og kvæði. Sálina þyrsti í heimsins gæði. En hver átti að kenna mér lag? Höndin var bundin við hversdagsstrit, en hjarta mitt biðjandi sló, augu mln störðu á gullsins glit, gítarinn ætlaði að taka mitt vit, ég bað, og ég þráði þessa hljóma, að þeir mættu í sál minni enduróma. En vesalings vonin min dó. Ég reikaði um stund í rókkurs geym og reyndi að fela mín tár. En skildan vakti þá hugans heim, og hjartanu lýsti úr sorgum þeim. Ljóma ég sá frá lífsins degi lýsa mér eftir nýjum vegi. Það birti um ókomin ár. Svo bað ég aftur um þrek og þor. Þörfin til starfa er nóg. Nálin mín stingur spor eftir spor, ég spyr ekki framar um æsku né vor. í kyrðinni heima við arineldinn enginn á sælli daga né kveldin, — því hjartað á himneska ró. Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti. ræðaleg þögn — háðsleg augna- tillit, en María gengur út, hrif- in og með tárin í augunum. Sumir hneykslast: „Ókvenlegt framferði! Hvílík eyðsla! Með þessu hefði mátt borga húsa- leigu fyrir heila fjölskyldu!" En meistarinn svarar þeim: „Látið hana í friði, þvi að fá- tæka hafið þér ávalt hjá yður, en' mig hafið þér kanske ekki lengi, hún smurði líkama minn fyrir fram til greftrunar. Hún hefir skilið fagnaðarer- indið, hún er hinn rétti post- uli". Hvers vegna hrósaði Jesú konu þessari meira en nokk- urri annari menskri veru? Hversvegna er hún hinn rétti boðberi fagnaðarerindisins, já, er sjálf sannkallað evangelium? — Augu hennar sáu það, sem þeim bar að sjá. Hún sá hvernig sál hans barðist við þunga skugga, hún sá hversu sál hans þyrsti eftir vott sam- úðar, skilnings og elsku, og þá var það að hún kom með hinn rikulega fylta alabastursbuðk. Hún gaf honum það, sem nú var nauðsynlegast. Hinn fín- gerði og yndislegi ilmur nar- dussmyrslanna var tákn tak- markalausrar trúfesti, samúð- ar og elsku. Angan þessarar gjafar fyjgdi í þjáningum þeim og píslum, sem hann átti brátt að þola. Lærisveinarnir og hinir gest- irnir höfðu ekki séð alt; þeir voru á kafi í sínum eigin hugs- unum og ályktunum. Þeir létu blekkjast af ytri rósemi

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.