Brautin


Brautin - 27.07.1928, Blaðsíða 1

Brautin - 27.07.1928, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Sími 1385. Marta Einarsdóttir. Simi 571. Brautin Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Afgreiðslusfmt: 437. i. árgangur. Föstudaginn 27. júlí 1928. 5. tölublað. Sumarheimili. DV/OIOV'O Húsmæður! Munið að Ijúffengasta og drýgsta kaffið er frá kaffibrenslu 0. Johnson & Kaaber. OmQ 0','0,0','0i0','0,0','0 m oy/oiov/o;ov/oiO','< '• «1U pynQlO/iiQÍO/ivQlO/ivOtOmQ „Maður verður að ganga út um blóm- vaxna braut, til að brjóta af sér hcimilisfjötur og þraut. Og sem fugl út um geyminn sig gleðja án kífs til að gleyma öllu volki hins daglcga lifs. Til að losast við mentir og landsiðn völd, lifdaufa kæti og gestkomu fjöld. Til &ð frelsa sína önd. Til að brjóta af sér bönd á sig bnggi cr tekinn og stafur í hönd“. Svo kvað Árni sál. leturgraf- ari. Hann hefir að likindum vit- að hvað inniveran var, sitjandi við gluggann sinn, með minnis- gripi fólksins milli handa sér, til að grafa á. En það eru fleiri þeim örlögum háðir að lífið setji þá á bekk innandyra. Að vetrinum er þetta þolandi, en þegar fólk verður að lifa þar inestan hluta æfi sinnar, hefur sjaldan eða aldrei tækifæri til að ganga út um blómvaxna braut. Verður öll sumur að búa við inniloft og einhverskonar fjötur. Þá kemur þreytan, þessi andlega þreyta, sem lamar lund og taugar svo ótal margra, sem veldur hinu ósýnilega þögula sliti; eyðir lífefnum líkamans og ýmist leggur sálina i dvala eða hleypir henni í óeðlilegan æsing. Hvert ár kemur vor og sumar, en of oft líður það hjá, án þess hentugleikar bjóðist til að njóta þeirra áhrifa og gagns sem sól og loft veita. Oft heyrir maður læknana segja fólki aff þaff þijrfti helst að komast hurt i'ir bænum. Fólki, sem þeir álíta að sé nauðsyn að njóta hvíldar. Það þurfi að komast burt frá skar- kala götulífs, það þurfi að hrjóta af sér fjötur og þrautir, sem innistörf hafa bakað þvi. En allajafna strandar heilsu- bótin á skerinu því, að fólkið hefir engan stað i að fara. Eng- inn efast um að sveitaloft og líf sé lífgjafi og heilsubót, þegar vel viðrar. Margir hafa lika i seinni tið hygt sér sumarbústaði Jengra eða skeinra frá kaup- staðarlífinu. Einnig hafa marg- ir bændur sett á stofn sumar- heimili fyrir fólk. Þetta er ekki nema gott, og getur komið þeim að notum, sem hafa nokkrum efnum úr að spila. En þeim efnaminni Cr það lítt kleyft. Þeir þurfa þó engu sið- ur að njóta hvíldar, en hvert eiga þeir að fara? Er ekki með einhverju móti hægt að útbúa þeim ódýr en þó holl heimili, sem þeir gætu dvalið í, þann stutta hvíldartíma, sem þeir geta veitt sér. Heimili, sem þeir findu að væri þeirra eigið, og þeir væru engum til óþæginda i. Víða um lönd hafa menn fundið til hins sama og hér er talað um. Þar eru þó flestar aðstæður betri til að hreyfa sig. Sunnudagarnir eru fyrir mörg- uin, sem litlu hafa úr að spila, sæludagar. Alla vikuna hlakkar konan og börnin til að komast út fyrir bæinn. Það er sparað og unnið til að geta veitt sér þessa hvíld og ánægju. Fyrir lítið gjald kemst öll fjölskyldan, annaðhvort með járnbraut eða sporvagni i skuggasælt skógar- rjóður, eða aðra staði sem það óskar sér. Hún brýtur af sér fjötur heimilisins og nýtur nátt- úrunnar í fullum mæli þann daginn og hlakkar til næsta hvildardags. Þeir, sem vinna að föstu starfi innan dyra, alt árið, en fá auk sunnudaganna eitthvert svo kallað sumarfri, sem varir ef til vill frá 3 dögum alt að 3 vikum hafa lika fundið að þeir þurfa að geta varið þessum tima sér til gagns og gleði. í mörgum löndum eru komin á fót sumarheimili. Ýmsar stéttir og félög hafa útbúið heimili fyr- ir sína starfsmenn og meðlimi. T. d. verslunarstéttin, K. F. U. K. og K. F. U. M. o. fl. K. F. U. K. í Danmörku hefir mörg slik sumarheimili. Þau hafa leigt eða fengið að láni fyrir lítið gjald, einhverja byggingu, sein lítið þurfti að nota yfir sumartímann. Sett þar á fót ó- brotið heimili, með rúmum hverju upp af öðru, eins og í skipum, og löngu borði til að borða við. Eldstó og allra nauð- synlegustu áhöldum. Þangað fóru SVo stúlkur í sumarfríi sinu, fengu húsnæði og mat fyr- ir mjög lágt gjald. Lögðu sér sjálfar til lök, koddaver og handklæði. Létu ekki þvo neitt á þessum heimilum, fórti með alt heiin með sér og önnuðust sjálfar. — Þær næstu tóku plássið og komu með sitt með sér. Mest voru það verslunar- og skrifstofustúlkur, sem sóttu þessi heimili, einnig eitthvað af háskólanum. Þau voru mjög frjálsleg. Hver mátti vera eins og honum þóknaðist, sofa eða leika sér á milli máltíða. Þar fylgdi útipláss, sem notað var til ýmsra leika s. s. tennis o. fl. Ráðskona var þar og 1 stúlka. Mikil aðsókn var að þessum heimilum. Tóku stúlkur sum- arfrí sitt, eftir þeirri röð, sem þær gátu komist þar að. Ferð- aðist forstöðukona K. F. U. K. á milli heimilanna, þegar skifti um stúlkur, sem mest var um helgar, en skrifstofa fél. ann- aðist umsóknir og innritun og gjöld, sem öll voru greidd fyr- ir fram. Reykjavíkur-búar sækja svo marga lifsreynslu til annara þjóða, það er heldur ekkert á móti þvi, ef hún er eftirbreytn- isverð og hentug fyrir okkur. Skyldi þetta ekki vera þess vert að athuga það. Ef til vill er ekki minstur vandinn að verja fríum sínum vel, hvort sem þau eru stutt eða löng. Við höfum skyldur við okkur sjálf, við likama okkar og sá!, sem eru samtengdir partar manns- ins. Hve oft erum við ekki or- sök i vanlíðan okkar og van- liðan annara, því eftirdæmið verkar út frá sér. Ekkert er eins holt fyrir sál og líkama mannsins, eins og rólegt, ein- falt líf í samræmi við náttúr- una. Á þeim grundvelli eru mörg þessara sumarheimila bygð og þar af leiðandi vinna þau svo mikið gagn. Hver sem nýtur þeirra ltemur endurnærð- ur frá borði náttúrunnar að störfum sínum. Hinn stutti tími hefur orðið honum sann- kölluð hvild, fyrir sál og lík- ama. Hér hefir myndast ofur- lítill risir að svona heimili, þar sem er unglingaheimili K. F. U. K. drengja í Kaldárseli fyrir ofan Hafnarfjörð. Þangað fara þeir í sumarfríi sínu, fá þar nauðsynjar sinar fyrir lágt gjald. Einnig hafa skdtar (drengir) bygt sér smáskála

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.