Brautin


Brautin - 27.07.1928, Blaðsíða 2

Brautin - 27.07.1928, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN ööaaooí 0 BRAUTIN kemur út á föstudögum. — Vánaðargjald fyrir fasta á- skrifendur er 50 aura; einstök blöð kosta 15 aura. Afgreiðsla blaðsins er i húsi K. F. U. M. Opin kl. 4—7 dagl. >aa000OO«000000000000E f ægilögur. lyrir utan bæinn, sem þeir dvelja í öðru hvoru. En kvenþjóðin á ekkert af slik- um heimilum. Er það af þvi að hún þurfi ekki að hvíla sig? Eða er það af þvi að hún sé svo vel launuð að hún geti leyft sér að nota sumarvistaheimili með 4—6 kr. gjaldi dagl. fyrir utan ferðir þangað, sem eru, eins og öll ferðalög hér, afar dýrar. Stúlkur, sem standa við búðarborð eða sima, eða sitja á skrifstofum, þurfa sannarlega hvíld í fríinu sínu, og þó ein- staka hafi máske ráð á að leita hennar á gestaheimilum bænda, eða geti tekið sér bagga á bak og staf í hönd og farið að skoða fjarlæga fjallafegurð, þá verða hinar þó margar, sem hvorugt geta. Sem lítið hlakka til fri- daganna af því þær vita ekki hvert þær eiga að fara til að leita sér hvíldar og tilbreyting- ar þessa fáu daga. Svo er líka annar flokkur kvenna, sem sjaldan eða aldrei fær að stíga fæti sinum á græna grund, eða anda að sér óspiltu lofti. Það eru mæðurnar, sem ár og daga verða að hýrast innan fjögra veggja, önnum kafnar í áhyggjum og umstangi fyrir börnum og heimili. Hverjum væri þörf á hvíldarheimilum ef ekki þeim? En það er æði mikl- um vandkvæðum bundið að koma sliku í kring. Fyrst og fremst er efnahagurinn oft erfiður, þar sem oftast er ekki nema faðirinn til að vinna fyrir heimilinu. Þá má hann ef til vill, því miður, ekki unna sér hvild- ar. En gjarnan vill hann víst stuðla að því að kona hans og börn kæmust úr göturykinu ein- hvern tima ef unt væri. En setjum nú svo að bærinn tæki nú þetta mál að einhverju leyti á sína arma. Legði til hús- pláss á jörðum sínum, hér i grend, skaffaði rúmstæði, sem hann liggur með í tugatali, einnig undirdínur i þau, og ef til vill fleiri rúmfatnað. Svo o:o;o OIO OjOíölOMO |ol fS Gesturinn finnur það hvað þér bjóðið honum. Vörur frá Francis H. Legget, New-Vork og Moldðen Cann- ing Co., Noregi uppfylla Irröfur hinna vandlátustu, og sæma því á hverju matboröi. — MUNIÐ ÞVÍ AÐ NOTA ÞESSAR VORUR. í heildsölu hjá JÓNI ÓLAFSSYNI, Vonarstræti 8. m fSS o:o:o:o:o:o:o:o:oio:o:o!o:o:o:o:o;o:oioio:o:o;o:o £D t Efnalaug Reykjavíkur \ kemisk fatahreinsun og litun. I a f Laugaveg 32 B. — Reykjavík. — Símnefni: »Efnalaug«. © © © © © © © © © © © Hin eina kemiska fatahreinsun á landinu með nýtízku á- höldum. Hreinsar allskonar óhreinan fatnað og dúka úr hvaða efni sem er. — Litar einnig eftir óskum flesta aðallitina allskonar fatnað og dúka úr hvaða efni sem er. Pressar og lósker íslensk vaðmál. — Afgreiðir pantanir utan af landi fljótt og vel gegn póstkröfu. Biðjið um verðlisfa. □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ Skemtiferðir. Allir, sem í skemtiferðir fara, ættu sjálfs sín vegna — til að gera ferðina minnis- stæðasta — að kaupa nestið hjá fjölbreytt- ustu tóbaks- og sælgætisverslun borgarinnar. TÓBAKSVERSL. LONDON. SÍMI 1818. — AUSTURSTR. 1. □ □ □ □ □ □ □ □ MJALLARMJÓLK. Hin nýja framleiðsla frá Mjólkurfél. Mjöll, er viðurkend fyrir að vera besta dósa- mjólkin sem nú er á markaðinum. Allar hygnar húsmæður kaupa MJALLAR- MJOLKINA og styðja með því INNLENDAN IÐNAÐ. gætu fjölskyldur sjálfar, ef til vill lagt sér eitthvað til af rúm- fatnaði. Þær hjálpuðust svo að, segjum eins og þrjár fjölskyld- ur. Tvær færu saman í sveilina, en sú þriðja annaðist þá af heimilismönnum sem kynnu að verða að vera heima. Svo þegar hinar kæmu heim og sú þriðja gæti farið, endurgildu þær greiðann og svo koll af kolli meðan sumarið entist. Það ætti ekki að verða öllu dýrara fyrir heimilisföðurinn að leggja fjöl- skyldu sinni til fæði út úr bæn- um ofturlítinn tíma, heldur en að fæða hana heima. Þá gæti móðirin sjálf annast börnin sin og notið ánægju um leið. Hvort þetta heimili hefði matreiðslu- konu, eða húsmæður önnuðust hana sjálfar, yrði auðvitað eft- ir samkomulagi. Þó nú þyki ef til vill komið of langt fram á sumar, til að koma þessu í framkvæmd, má þó ræða málið og jafnvel und- irbúa það fyrir næsta sumar. — Vonar „Brautin“ að bæði versl- unarfélögin, K. F. U. K. og fl. fél. segi álit sitt um málið. — Einnig Góðtemplarareglan, sem rúmar innan sinna vébanda fólk af öllum stéttum. En allra helst á það erindi til bæjarstjórnar, þvi bærinn hefir best skilyrði til að geta komið því í framkvæmd. Þeir úlsölumenn Brautarinnnr eöa afirir, sem kynnu að hafa 2. tölubl. hennar óselt, eru vinsamlegast beðnir að senda það til afgreiðslunnar, þar eð blaðið er uppselt. Gráni. Gamlan landa að garði ber, glaumnum lítið fjarri. Eg held eg verði að heilsa þére fyrst hér er enginn nærri. Þó furðu sértu fáskiftinn og fremur litið segir, islenskunni all-feginn eyrun fram þú teygir. Augun mild, en mæðuleg, minna á hrygga lundu, því litlendingur, eins og ég. ertu á danskri grundu. Eg get þér þyki gatan hörð að ganga á daga og nætur, því móaþýfi og mosajörð mynduðu þina fætur. Á Fróni æfin önnur var, út um græna haga, í lifsins blóma lékstu þar langa sumardaga. Stopul gæfan oftast er, enginn henni trúi. Einstæðingur ertu hér orðinn Hafnarbúi. Eg vildi gjarnan, Gráni íninn!' gleðja dapurt sinni, en ekkert ráð ég á, né finn við örlaga flækju þinni. Sumum verða vorin hlý og veturinn ekki þungur, en aðrir falla ofan í urðargjár og sprungur. Eitt er vist, að allra braut endar í sama þætti, hvort sem léð er lán eða þraut i lífsins happadrætti. Gestir kveðja, Gráni minn, ég ganga verð til baka, því aftur kominn eigandinn ætlar þig að taka. Þegar ég kem í dúpan dal, drauma heima minna, bestu kveðjur bera skal til bernskustöðva þinna. Hclga S. Þorgildsdöttir. Ný egg á 15 aura. Afbragðs gott RJÓMABÚSSMJOR á 4,20 kg. REVKTUR LAX, nýr, 6 kr. kg. ÍSLENSKIR TÓMATAR koma nú daglega og kosta nú að eins 3,50 kg. Laugaveg 48. — Sími 828.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.