Brautin


Brautin - 03.08.1928, Page 1

Brautin - 03.08.1928, Page 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Simi 1385. Marta Einarsdóttir. Sfmi 571. Brautin. Útgefendur: Nokkrar konur f Reykjavfk. Afgreifisluiimi: «37. 1. árgangur. Föstudaginn 3. ágúst 1928. 6. tölublað Avarp til íslenskra kvenna Sainkvæmt áskorun Kvenrétt- indafélags íslands til allra kven- félaga Reykjavíkur og til Barnavinafélagsins, hafa þau öll, að einu undanskildu kosið fulltrúa í sameiginlega nefnd til að ræða um samvinnu þeirra á milli, í þvi skyni að koma í framkvæmt hugmynd- inni um almenna ekknastyrki, eða styrki greidda af opinberu fé til einstæðra mæðra. Höfum vér undirritaðar verið kosnar fulltrúar í nefnd þessa, auk þess njótum vér samvinnu konu úr félagi því, sein ekki gat komið þvi við að senda lögleg- an fulltrúa og væntum vér að það sendi löglegan fulltrúa með haustinu, þegar fundir hefjast. Hafa þá öll kvenfélög Reykjavíkur sameinað sig um þetta mál og eru þau skipuð konum af öllum flokkum. Eins og mönnum er kunnugt má heita að hér á landi séu engir alinennir ekknastyrkir til. Slysatryggingalögin ná að eins til vissra stétta og dauðaorsaka og getur sá styrkur sem veitt- ur er samkvæmt þeim, ekki tal- ist annað en hjálp í bili. Eftir- laun ekkna starfsmanna og em- bættismanna eru lág og ófull- nægjandi, má þar sérstaklega nefna eftirlaun prestsekkna. Hefir alþingi sjálft viðurkent það í verkinu með því að veita fjöldamörgum ekkjum auka- styrki. Það má heita sameiginlegt mál fyrir allar eignalausar konur hér af öllum stéttum, sem verða ekkjur og eiga fyrir ungum börnuin að sjá, að þá vcrða þær annaðhvort að flýja á náðir ættingja eða að leita til sveitarinnar. Getur hún þá flutt þær nauðugar i ókunnug héruð, á hrepp mannsins, þar sem þær eru yfirleitt ver settar til að hafa ofan af fyrir sér, en i dvalarsveit þeirra, og er börnunum þá allajafna skift nið- 11 r- Gera menn sér ekki alment Ijóst að þetta skuli eiga sér stað enn í dag. Þegar stórkostleg slys ber að höndum, eins Og mannskaðana i vetur, er oft efnt til samskota, sem geta verið til mikillar bjálpar í bili, en ná skammt og koma misjafnt niður. Hin mikla samúð með ekkjunum í vetur varð til þess að menn fóru að hugsa um kjör ekkna yfirleitt og að nauðsyn bæri til að finna einhver ráð til að hjálpa þeim á annan hátt, sem væri til frambúðar og kæmi jafnar niður. Væntum vér því að alinenn- ingur taki vel kröfum vorum um almenna ekknastyrki. Vér lítum svo á, að ekkert starf sem leyst er af hendi fyr- ir þjóðfélagið sé þýðingarmeira en starf móðurinnar, sem ann- ast líkamlega og andlega heil- brigði barnanna og undirstöð- una undir allri fræðslu þeirra. Teljum vér að enginn geti koin- ið börnunum í góðrar móður stað og að þjóðfélaginu beri að styrkja móðurina til að halda heimilinu saman og ala upp börn sín, sé hún hjálparþurfa og hafi mist aðstoð föður barn- anna, en að öðru leyti fær um að ala upp börn. Væri sá styrk- ur viðurkenning á starfi henn- ar fyrir þjóðfélagið og hefði ekki í för með sér neinn rétt- indamissi eða teldist fátækra- styrkur. Kostnaðinum við þetta teljum vér að skifta mætti milli 4 að- ilja: einstaklinganna, með sér- stökum skatti eða iðgjöldum, rikissjóðs, sveita- og bæjarsjóða og atvinnuveganna. Er augljóst að slíkt fyrirkomulag myndi spara sveitasjóðum mikið af fé því, sem nú er varið til fátækra- framfæris, þá eru og likur til að bætt lífskjör barnanna og mæðra þeirra yrðu til þess að heilbrigði þeirra ykist og myndi það spara ríkissjóð útgjöld til berklavarna og heilbrigðisráð- stafana, atvinnuvegjrnir myndu fá betri starfskrafta, og einstak- lingarnir myndu geta sparað mikið af fé þvi sem nú fer til líftrygginga, ef borgið væri framtíð ekkna þeirra og barna með slíkum almennum styrkj- um eða tryggingum. Munum vér síðar gera nánari grein fyrir þvi hvernig vér hugsum oss að kostnaði þessum yrði skift, rnilli þessara 4 aðilja. Treystum vér því að allar is- lenskar konur muni skilja nauðsyn þessa máls og muni hver einasta þeirra vilja Ijá því Ég undirituð tek að mér, að búa undir veislur í heima- húsum. — Tek einnig smá- veislur heim til mín á Mat- söluhúsið — Bergstaðastíg 8. Annast smurt brauð til ferða- laga. Oddný Bjarnadóttir. lið, eftir því, sem hún getur. Geta konur stuðlað að fram- gangi þess á tvennan hátt: 1) Með þvi að safna sem bestum gögnum um hagi ein- stæðra kvenna, svo hægt sé að gera sér nákvæma grein fyrir því, hve víðtækir styrkir þessir ættu að vera, og reikna út kostnaðinn hlutfallslega eftir þvi. 2) Með því að vekja áhuga almennings fjrrir málinu og skapa þar svo sterkan þjóðar- vilja að hann beri það fram til sigurs. Væntum vér að konur muni fúslega svara fyrirspurnum þeim, sem vér munum i þessu skyni scnda út um landið. í trausti góðrar samvinnu. Reykjavík í júní 1928. í mæðrastyrksnefndinni: f.h. Kvenréttindafélags íslands, Bajidalgs kvenna, Barnavinafé- lagsins, Félags íslenskra hjúkr- unarkvenna, Hins isl. rkvenfé- lags, Hvítabandsins, eldri deild- ar, Hvítabandsins, yngri deild- ar, Kristilegs félags ungra kvenna, Kvenfélagsins „Hring- urinn“, Lestrarfélags kvenna, Ljósmæðrafélags íslands, Thor- valdsensfélagsins, Trúboðsfélags kvenna, Verkakvennafélagsins „Framsókn“. / fram lwæm dancfnd: Laufey Valdimarsdóttir, p. t. form., Aðalbjörg Sigurðardóttir, Guðrún Lárusdóttir, Inga Lár- usdóttir, Laufey Vilhjálms- dóttir. Fulltrúar: Áslaug Ágústsdóttir, Bentina Hallgrímsson, Bríet Bjarnhéð- insdóttir, Elísabet Björnsdóttir, Gerda Hanson, Guðlaug Árna- dóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Hólmfriður Árnadóttir, Ingi- björg H. Bjarnason, Ingibjörg ísaksdóttir, Jónína Jónatans- dóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Kristin V. Jacobson, Sigríður Eiríksdóttir, Sigríður Sighvats- dóttir, Valgerður Freysteins- dóttir, Þórdís Carlquist. Furöuleg járnbraulargrem. Furðuleg grein birtist i „Tim- anum“ 30. júni þ. á. Samfara því sem greinarhöfundur -viður- kennir að brýn þörf sé til að járnbraut verði lögð frá Rvik austur að Ölfusá, leggur hann til að til beinna samskota sé efnt í því tilefni. Samskotin eiga að nema alt að 2 milj. kr. Hvar meinar greinarhöf. að slik upphæð sé fólgin? Maður skyldi ætla að flestum væri vel kunn- ugt um efnalega áfkomu bænda austanfjalls, til að gjörðar væru slíkar tillögur. Bændur eru, sem allir vita, sokknir í stórskuldir, enda heyrir maður ekki svo sjaldan að duglegir og atorku- sainir bændur hér austanfjalls, séu alveg að gugna á búskapn- um og ráðgera að hverfa frá jörðum sínum, sem ef til vill kemur mikið til af samgöngu- vandræðunum, og svo hjálpa auðvitað óhagstæð lánskjör og mjög háir bankavextir til. Og þó bændur hefðu féð, sem þeir auðvitað ekki hafa, því skyldu þeir þá leggja það í járnbraut? Hvenær hefir þess verið krafist af öðrum lands- hlutum að lagðar yrðu fram miljónir króna með frjálsum samskotum til aðal samgöngu tækja á sjó og landi, svo sem til strandferðaskipa eða brúagerða og þjóðvegalagninga. Það virðist þvi óréttlátt að héimta slíkt af austan og sunnanmönn- um einum. En landsmenn hafa séð nauð- synina til slikra útgjalda og fáum dottið í hug að malda í móinn eða telja eftir slík fjár- tillög frá ríkinu. En nú er hér gerð uppástunga, sem sýnilega hlyti að tefja framgang málsins að miklum mun og jafnvel gæti orðið til að svæfa það að fullu. Því hvernig halda menn að bláfátækir austan-bændur, sem berjast í bökkum méð fjölskyld- ur sínar, hefðu nokkurntíma bolmagn til að skjótd saman á skömmum tíma svo milj. króna skifti. Slík fásinna getur aldrei komið til nokkurra mála og er mesta furða að nokkur maður skuli geta látið sér detta slikt í hug. Reyndar gerir greinarhöf. ráð fyrir að Rvik og Hafnar-

x

Brautin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.