Brautin


Brautin - 03.08.1928, Blaðsíða 2

Brautin - 03.08.1928, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN Vormorgun á Þingvöllum. Vér kotnum hér að sýna og sjá, við sólris landið frúða og cðöL vor við Oxará í ungum sumarskrúða; hér talar, sem af tilfinning hver tindur, skógar, grundir, um forna helgi, þjóðarþing, um þjáning, glaðar stundir. Um Þingvelli á þjóðin vor svo þúsund margt að ríma um frelsi, menning, frœgðarsfor, um falL og neyðar tíma. En röðulelskir risu menn úr rofi hverrar nœtur. Og fegurst blóm þau finnast enn er fold að morgni grcetur. Vér scekjum hingað þrótt og þor, svo þreyttir endurnærast. Hér vakir ást og eiLíft vor því yfir, sem er kcerast. Og máttur tignar, trú og von hér tengja sérhvert hjarta og heLga framtíð, sjöfn og son og SöguLandið bjartá. Magnús G^slason. Þvottavindur, Þvottarúllur, Þvottabalar, Þvottapottar, r Vatnsfötur, Gler- Þvottabretti, Klemmur, Snúrur, Baðker. Járnvörudeild JES ZimSEN. fjörðar verði með i samskotun- um, en honum ætti að vera kunnugt um, að einmitt þessir bæjir bera hvað þyngstu skatta- byrðarnar, sem síðasta þing lagði landsmönnum á herðar. Svo þess er varla að . vænta að þeir geti bætt á sig miljóna samskotagreiðslu í nánustu framtíð. Nei, við getuni ekki undir neinum kringumstæðum leyft að enn á ný verði farið að deila um atriði, sem geta haft svo óumræðilega mikil spillandi áhrif á málið. Við hljótum að krefjast skjótra framkvæmda og að ríkið leggi fram eða út- vegi það fé, sem til fyrirtækis- ins þarf, hið bráðasta. Og hvernig væri betur varið þeim óvinsælu og ástæðulausu auknu sköttum, sem landsmenn eru þrautpýndir til að greiða i rík- issjóð langt fram yfir alla getu, en með því að bæta samgöng- urnar, og þá ættu auðvitað þeir sem mest greiða, sem sé Sunn- lendingar, einnig að njóta á- vaxtanna. Austankona. Óyndi. Eftir Sigurborgu Jónsdóttur. Hjálma hét kýr sem foreldr- ar mínir áttu, hún var þrilit og góð mjólkurkýr; hún hafði insta básinn í fjósinu, þar átti hún kálfana sína, og var mjög kálfelsk. Hún fór venjulega síðust út úr fjósinu, og oftast fyrst inn, var spök i haga og mesta þægðarskinn. Þegar Hjálma gekk með 4. kálfinn og átti að bera þrem vikum fyrir vetur, mistu fátæk hjón á bæ skamt í burtu einu kúna sína úr doða. Þau áttu ung börn og lítils úrkosta, svo foreldar minir lánuðu þeim Hjálmu, sem þá átti viku til burðar, og var svo um talað að hún yrði þar fyrst til næsta hausts, eða þar til svo úr rætt- ist, að þau gætu eignast kú aft- ur. Hjálma var þá færð í sokka, vafin í teppi og teymd af stað, og sýndi hún enga óþægð eða mótþróa á leiðinni. Ferðin gekk vel og konan á bænum tók, sva sem vænta mátti, vel á móti jafn kærkomnum gesti. HjáJjnu gekk vel um burðinn, en var lengi a|5 ná sér og komst ekki i sína venjulegu nyt, var vand- ætin, cg hélt ekki vel á mjólk- iníii, þó var kálfurinn látinn lifa henni til ánægju. Foreldrum mínum þótti leið- inlegt, að Hjálma skyldi ekki reynast betur, og fanst mundi líta svo út, að ekki hefði verið sagt rétt til um kosti hennar. Um vorið var Hjálma leyst út í glaða sólskini á grænt túnið; þegar hún kom út úr fjósinu, stökk hún fram og aftur um hlaðið — bölvandi eins og mannýgt naut, og rótaði öllu um koll, sem lauslegt var. Hjónunum datt helst í hug, að kýrin hlyti að vera orðin vitlaus, og flýttu sér að láta kálfinn út til hennar, að reyna að sefa hana, en Hjálma stang- aði kálfinn líka og hrakti. Stökk svo á stað, lagði í ána, sem valt fram kolmórauð, á rogasund, hitti hinar kýrnar í nesinu fyrir neðan bæinn og ætluðu þær strax að fagna henni, en Hjálina gaf sig ekki LJiðjið altaf kaupmann yðar um: „DANCOW“ dósamjólk. „Dancow“ mjólkin er framleidd í Danmörku og er viðurkendum allan heim fyrir framúrskarandi gæði. / heildsölu hjá C. Behrens. Reykjavík. að því, hljóp fram hjá þeim, heim traðirnar í einum spretti, fjósið var opið og stansaði hún ekki fyr en á básnum sinum; þar lagði hún kverkina yfir bálkinn, og gaf sér fyrst tíma til að blása mæðinni. Eftir stundarkorn lagðist hún og var þá róleg, en tárin runnu af augunum. Hjálma var ekki látin fara aftur, en önnur kýr send í hennar stað, hún undi sér vel, og var aldrei tekin úr láninu. Hjálma var altaf dullunga- full og vandsetin eftir þetta, og varð ekki gömul. Heimsstjórnin. Lausl. þýtt af H. Á. Eins og mönnum er kunnugt, hefir hinn mikli rithöfundur, dr. Annie Besant, látið þjóðfé- lagsmál, á öllum sviðum, mikið til sín taka. Ein af hennar mörgu og merkilegu bókum fjallar um sérstöðu Bretlands i heimsþróuninni, eða eins og hún kallar hana: „Britains Place in the Great plan“. Þar eð efni bókarinnar á jafnt við allar þjóðir, að undanskildum fáein- um köflum, mun birtast hér smámsaman litill útdráttur úr henni. — Þijöandinn. Máttarvöldin miklii snúa öllu i sigur. Er mögulegt að endurreisa heiminn, svo að mennirnir geti lifað göfugra og hamingjusam- ara lífi en þeir nú lifa? Er mögulegt að byggja æðri, full- komnari og endingarbetri menn- ingu, sem sé grundvölluð á hinu rétta lögmáli lífsins, og sem styðst við það í stað þess að stríða gegn því? Því lítum vér til baka á hinar ýmsu inenningarþjóðir og athugum vér, hvernig ein eftir aðra leið undir lok, þá verður oss að spyrja: Hvað var það, sem or- sakaði algjörða eyðingu þessara menningarþ j óða ? Vér, sem trúum því, að í ríki náttúrunnar stjórnist alt af helgum lögum og að einungis það, sem sé í fullu samræmi við þau lög, sé varanlegt, leituxnst við að fá skýringu á því, hvað olli hruni hinna miklu menn- ingarþjóða og spyrjum, hvort framtíðar menningin geti ekki grundvallast á undirstöðu, sem skapi varanlegri menningu en þá, sem þjóðunum hefir að þessu tekist að skapa. Oss virðist að vér hljótum að geta fundið einhver óraskanleg undirstöðu sannindi, einhverjar frumreglur þjóðfélagsskipunar, sem leiða til varanlegri menn- ingar en þeirrar, sem undir lok er liðin eða er í dauðateygjum. Og þar eð ég veit með fullri vissu, að heiminum er stjórnað af innri máttarvöldum, sem öllu snúa í sigur, þá sé ég frainundan dýrð hins upprenn- andi dags. Mannkynsins mikla framtíð. Vér getum ekki talað um fyr- irhugað framtiðarstarf í endur- reisnar viðleitni heimsins, sein Bretum eða nokkurri annari þjóð sé ætlað að leysa af hendi, nema vér trúum því, að til sé framtíðar fyrirætlun fyrir mann- kynið, og nema vér getum brugð- ið upp í huga vorum höfuð- dráttum þeirrar fyrirætlunar. Mig langar lil að reyna að sýna fram á það, að mannkynið geti

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.