Brautin


Brautin - 10.08.1928, Blaðsíða 4

Brautin - 10.08.1928, Blaðsíða 4
I 4 BRAUTIN Brunatryggingar allskonar er hvergi betra að kaupa en hjá félaginu „Nye Danske“, sem stofnað var 1864. * Umboðsmaður Sighvatur Bjarnason Amtmannsstíg 2. Brunatryssingar sími 254. Sjóvátryggingar sími 542. Dreaming of Ieeland Er nýjasta iagið. Hljóðfærahúsið. I/egna breytinga verða ýmsar saumaðar hannyrðavörur seldar með miklum afslætti, til dæmis: Soffapúðar, Kommóðudúkar, Eld- húshandklæði. Ennfremur áteikn- aðir Soffapúðar og margt fleira. Jónína ]ónsdóttir, Laugaveg 33. þroskast, sitl lægra eðli í þjón- ustu síns guðlega eðlis, svo það er einrátt um gjörðir hans. í fyrstu gjörir liið lægra eðli mannsins uppreisn gegn lífs- lögmálinu. En eftir því sem þroski hans vex, lærist honum betur, að til er annað aeðra lögmál en hnefaréttur villi- mannsins, og sinám saman sannfærist hann um, að sælla er að þola óréttinn en að gera hann öðrum. Því næst hyrjar hann að þreifa sig áfram, líkt og menn þreifa sig áfram í myrkri, og kemst þá að þeirri niðurstöðu, að hin miklu lög mannlegs kærleika byggist ekki á sigri þess sterka og ósigri hins veika, en grunvallist á fórn þess sterka í þarfir hins veika, þar sem þjónusta er hið æðsta takmark. Óra tíina er hann að átti sig á því, að hann er hluti af stórri heild. En þú birtir honum sýn. Hann sér að ein- staklingnum er ætlað að vinna fyrir heildina. Hann skilur, að það sæmir betur og er æðra og göfugra að fórna sínum eigin geðþótta og löngununí, komi það í hág við vellíðan fjöldans; honum verður það ljóst, að eiginhagsmunir verða að vikja, þegar annars vegar er um að ræða hagsmuni heildarinnar, og að honum er ætlað að vinna í þjónustu þeirra máttarvalda, sem að lokum láta réttlæti ná að fullu og öllu yfirtökum. Frh. Messu þurfi. Presturinn i B. var vinsæll maður, enda þótti hann góður ræðumaður og störf sin rækti hann með alúð og samvisku- semi. En svo kom að því að hann misti heilsuna. Hann misti röddina svo að hann var nærri þegjandi hás. Gat hann þá ekki messað svo að söfnuð- urinn hei'ði not af, enda hon- um sjálfum mjög erfitt. En messur þurlti fólkið að hafa. Skrifaði þá presturinn í B. ná- grannaprestunum og hað þá gegna störfum fyrir sig, á með- an hann leitaði sér lækninga. En með þvi að liéraðið B. var afskekt og vegir erfiðir lofuðu þrir prestar sínum tveimur messum hver um sumarið, en eftir ástæðum að vetrinum. — Síðan á sóknarnefndarfundi skýrði presturinn söfnuði sín- um frá, hvernig málalok þessi hefðu orðið. Stendur þá upp aldurhniginn bóndi i sveitinni, meðhjálparinn við kirkjuna, og segist ekki sælta sig við slíkt. Kvaðst harin heimta minst 12 messur á ári. Enginn mótmælti þessu, en hitt var ekki mögulegt að framkvæma þessa kröfu. Liður nú og bíð- ur þar til presturinn l'rá S. kom og messaði. Hélt hann þrumandi áminningarræðu til safnaðarins. En undir miðri ræðunni heyrir söfnuðurinn mjög einkennilegt hljóð frá kórnum. Þetta var þá frá með- hjálparanum; hann hafði þá óvart fengið sér blund og há- hraut nú inst inni í kórnum. En hvort það var næðið til að sofa, sem hann vlidi fá með 12 messukröfunni sínni, vissi enginn. Skynsemin er gagnleg þegar um smámuni er að ræða, í stórmálunum þarf hjartans meira með. Það er aðalgalli flestra manna, að þeir hafa meiri mæt- ur á tímaspilli en tímanuin sjálfum. Prentsmiðjan Gutenberg. 22 þess að rnýkja hann í skapi gagnvart Gissler. Hún sá að honum varð ekki bifað, og lagði því árar i bát um það, að fá hann til að taka boði Gisslers. — Vilhelm, mundir þú líta á mig smánaraugum, ef eg tæki boði hans vegna systranna? — Eg mundi virða þig framar en nokkru sinni fyr, ef þú neitaðir að taka við einum einasta eyri. — Vilhelm, drengurinn minn, hvernig vikur því við, að þú ert orðinn svona harðbrjósta? — Sömu atburðirnir gera þenna manninn klökkvan, en setja sigg á hinn, mælti hann þýðlega, og þó með nokkrum þótla. — Ætlarðu að verða harður í minn garð, ef eg breyti í þessu efni öðru vísi, en þér er að skapi? — Harður í þinn garð get eg aldrei orðið, mamma. mælti hann vandræðalegur, er hann sá, af hve mikilli hógværð hún eins og skaut sér undan hans dóm. — En takir þú við pen- ingum hans, er það Ijóst, að við tignum ekki hinn sama guð, bætti hann við, um leið og varirnar titruðu lítið eitt. Hún lyfti höfði 1 áttina til hans; hann skildi hana, laut niður að henni, og þau kystu hvort annað. Hún brosti lítið eitt við, og í því brosi var hvorttveggja, blíða og sársauki; siðan lét hún hann frá sér fara. Bæði fundu þau sáran til þess, hve mjög þau skildi á, og það hafði hann táknað svo greinlega með því að segja, að þau ættu ekki hinn saina guð. 23 III. Vilhelm símaði heim, að hann borðaði miðdegisverð hjá félaga sinum einum, og mundi að likindum koma seint heim. Að loknu dagsverki settist frú Gripenstam því með dætrum sínum kringum lampaljósið í dagstofunni, þar sem slcylduliðið var vant að hafast við á kvöldin. Það voru alt ungar stúlkur, er frúin hafði í fæði og vist, og þær höfðu í önnur horn að líta, en að sitja i kyrlátum hóp mæðgn- anna. Nú las frú Gripenstam bréf Gisslcrs hátt upp fyrir dætr- um sínum. Án þess að láta uppi, hvað hún hugsaði sér sjálf, spurði hún um álit þeirra. Kom þá einkennilega skýrt í Ijós, hvc ólíkt þær litu á málið. Fyrst í stað mælti Elsa ekki orð frá munni, en lagði málið niður fyrir sér. Það var bert, að henni var kvöl að þiggja boðið, en hún var ólík Vilhelm í skapi, og vísaði því ekki málinu þegar á hug. Cecilía brást aítur glöð við. Segir hann, að eg inegi velja mér hverja þá námsbraut, er eg kynni að kjósa? — Já, það hefir þú hlotið að heyra. — Mamma, þá kýs eg rné'r þriggja ára dvöl i París til þess að nerna frönsku og inálaralisl. Á þann hátt gefst mér fyrst og fremst kostur á, að sjá önnur lönd, sem eg hefi þráð svo rnjög, og auk þess læri eg erlenda tungu til hlítar. Og reynist hæfileikar mínir nægir, get eg, ef til vill, orðið lista-

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.