Brautin


Brautin - 17.08.1928, Blaðsíða 1

Brautin - 17.08.1928, Blaðsíða 1
Ritsljórar: Sigubrjðrg Þorláksdórtir. Simi 1385. Marta Einarsdóttir. Sími 571. Brautin. Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Aigreiðslusími: 1. árgangur. Föstudaginn 17. ágúst 1928. 8. tðlublað. Berklarannsóknir á kúm. Berklaveikin er talin með hættulegustu sjúkdómum hér á landi. Hún gerir sér lftt manna- mun og legst bæði á börn, full- orðna og gamalmenni. Útbreiðsla hennar er mikii, þrátt fyrir það f>ótt varið sé miklu fé til að lækna hana og hindra útbreiðsln hennar. En ég vil spyrja, gerum vér alt það, sem í okkar valdi stendur til að stemma sligu fýrir þessum vágesti. Ég hygg að þar sé enn mjög ábótavant og þyrfti stórum framförum að taka. Það sem ég hér einkum vil vekja athygli á er það, hvort ekki gæti þessi sjúkdóm- ur, og útbreiðsla hans, stafað að nokkrn leyti frá húsdýrum vorum, einkum kúnum. Vér neytum mjög mjólkur og mjólk- urafurða. bæði til sveita og sjávar. Ef kýrnar eru berkla- veikar, er þá ekki hugsanlegt að þessar afurðir geti verið berklaberar. Þetta virðist ekki ósennilegt bæði með mjólk, rjóma og smjör, sem ekki er hitað svo mikið að berklarnir drepist. Ég hygg að svo hljóti að vera og tel liklegt, að ekki fátt fólk sýkist, og hafi sýkst, af neytslu mjólkurafurða, sem hafi borið í sér sýkla. Pessar hugsanir hafa leitt mig 4til þeirrar ályktunar, að rétt væri og nauðsynlegt að látnar væru fara fram ná- kvæmar berklarannsóknir á kúm, um land all, svo hægt væri að ganga úr skugga um það, hvort kýrnar hefðu þenna sjúkdóm og hversu útbreiddur hann væri. Mér deltur í hug, í þessu sambandi, eift af bestu og mannflestu héruðum á Norðurlandi. Þaðan hefir sú fregn borist, að vart væri þar nokkurt heimili að enginn væri berklaveikur, og á mörgum heimilum væru allir meira eða minna veikir. Hvað veldur þess- um ófögnuði? Því miður mun lítið betur ástatt í ýmsum öðr- um héruðum landsins. Ekki nægir að byggja hæli fyrir hina sjúku, þau fyllast fljótt, sé ekki á annan hátt reynt að stemma stigu fyrir þessum vágesti. Mér er skýrt frá að einhver málamynda-rannsókn muni fara fram árlega á kúm, að minsta kosti í Reykjavík og nágrenni hennar. En sé svo, sem sagt er, að þetta sé ekki annað en gagnslaust kák, þá þarf það umbóta viö og það bráðlega. Og ekki má skilja neinn hluta landsins eftir, þá er slikar rannsóknir eru gerðar, því ai- staðar stafar hætta af sýktum kúm eða öðrum húsdýrum. Ég °ygg að siíkar rannsóknir þyrftu ekki að verða tilfinnan- lega dýrar, því dýralæknar vorir gætu framkvæmt þær eða að minsta kosti haft eftirlit með þeim. Þeir ættu að geta kent greindum og gætnum sveita- bændum að gera slíkar rann- sóknir, þar sem þeir gætu ekki gert þær sjálfir. Rannsóknir þess- ar þyrftu svo að fara fram ár- lega, því ekki er örgrant um að kýr, sem reynist heilbrigð í ár, verði stórhættuleg næsta ár fyrir heilsu þeirra, er neyta mjólkur úr henni. Ég hygg að slíkar rannsóknir gætu haft stórmikla þýðingu fyrir vellíðan allrar þjóðarinnar. Eins og sakir standa er börnum gefin mjólk, án nokkurs sér- staks eftirlits með því, hvernig hún er. Menn munu nú þar til svara, að ekki sé annað en að gerilsneyða mjólkina, áður en barninu se gefin hún, og þar sem slík tæki séu ekki til, mégi flóa mjólkina áður en börnum sé gefin hún. En við því er það að segja, að mjólk er talin að vera ill-meltanleg börnum, þeg- ar hún hefir verið flóuð eða gerilsneydd. í horgum erlendis er höfð til sölu sérstök mjólk fyrir börn, sem er úr kúm, sem eru undir sérstöku eftirliti, og er sérstakrar varuðar gætt við alla meðferð rojólkurinnar. Hún er ekki gerilsneydd, fyrst og fremst af ofangreindum ástæð- nm, og í öðrn lagi af því, að mjólk, sem er hituð, tapar viss- um tegundum fjörvis (vitamin), sem í henni er, þeim tegundum, sem einungis finnast í ósoðnum mat. En ekki mætti nema staðar við rannsóknina eina. öllum þeim kúra, sem reyndust hættu- legar heilsu manna, yrði að lóga, og láta þar enga fmynd- aða stundarhagsmuni ráða; ekk- ert annað en almenningsheiil setti þar að koma til méla. í þessn sambandi vil ég geta þess, að mér þykir líklegt að berklaveiki í kúm og aðrir sjúk- dómar, geti haft áhrif á efna- ¦amsetning og fitnmagn mjólkur. ********************************* * * * * * * Líítryggingafélagíð AIMKA U OSLO. — NOREGI. Allar venjulegar iíftryggingar, hjónatryggingar, bamatryggingar og Mfrentur. Viðskifli öll ábyggileg, hagfeld og refjalaus! Læknir fél. í Reykjavík: Saem. próf. BjarnhéBinsson. Lögfræ&isráðunautur: lijöm Þórðarson, hæstaréttarritari. andsdeildin: Forstjóri Helgi , Valtýsson. Pósthólf 532. — Reykiavlk. — Heima: Suðurgótu 14. — Sfmi 1250. A. V. Þeir, sem panta tryggingar skriflega, sendi forstjóra umsókn og láti gctið aldurs síns. ********************************* Að minsta kosti virðist það athugunarvert, að mjólk er svo misjöfn úr kúm, þó þær hafi sama fóður. — Það út af fyrir sig væri rannsóknarvert, af hverju slikur mismunur stafar. Engum getur dulist að margt keraur til greina, þegar um mjólk og framleiðslu mjólkur- afurða er að ræða. Of fáum þeirra, sem byggja alla aíkomu sína á kvikfjárrækt, er það nægilega Ijóst, að þess betur sem skepnunum líður, því lík- legri eru þær til að gera gagn. Mér dettur oft í hug húsakynni þau, sem kýr eru látnar, dúsa í allan veturinn og a nóttunum á sumrin. Flestum finst lifsnauð- - synlegt að útiloka alt loíí nr fjósunum og telja það eitt nauðsynlegt, að heitt sé. Stór íurða er, að kýr skuli ekki kafna í sliku loftleysi. Væri ekki trúlegt að þetta hefði áhrif, bæði á hreysti kúnna og efni þau, sem mjólkin úr þeim hefir? Mér dylst það ekki, að þess betri og eðlilegri sem með- ferðin er, því hollari og nær- ingarmeiri verður mjólkin. Ekki getur það talist annað en grimd, að hugsa ekki um neitt annað, en hvað hægt sé að græða á skepnunni, en láta sér á sama standa um hvern aðbúnað hún hefir. Slikt athæfi hefnir sin fyr eða sfðar. Líklegt er að berklaveiki þrffist vel f dimm- um, rakafulium og loftlausum fjósum, og ætti að mega banna slika meðferð á skepnum, i nafni laganna og almennrar mannúðar. Ekki veitti af að til væru lög um eftirlit með skepn- um yfirleitt, sem beita mætti til verndar þessum mállausn þjónum mannanna. Pað mál, sem hér er um að ræða, nákvæmar berklarann- sóknir á kúm og betri fjós, er mikilsvarðandi heilbrigðismál. Og þar sem þjóðin geldur ár- lega mikið afhroð í mannlífum og fjárútlátum vegna berkla- veikinnar, virðist vera . rétt að gera alt, sem hægt er, til að vinna á nióti útbreiðslu veik- innar með ýtarlegum rannsókn- um og umbótum á þeim svið- um, þar sem veikin getur haft upptök, og sýkingarhættan helst stafar frá. EyðibÝlið. Eftir Ingueldi Einavsdóttur. Frh. Kona hans var dóttir hrepp- stjórans þar í sveitinni og yngst af mörgum börnum. Rúmlega tvítug var hún er hún giftist. — Ekki veit ég hvar eða hvernig þau kyntust, hafa ef til vill sést við virkju, eða í réttum, en vist er um það, að ekki hefir hann verið mörg ár að vega og meta orð og augnatillit." Hann var framkvæmdanna maður, og fyrst honum nú þóknaðist að eignast þessa stúlku, sem alt af var svo snyrtilega til fara og bauð hinn besta þokka, þá var sjálf- sagt að vita, hvort hann gæti fengið hana. Bað hann hús- bónda sinn orlofs og gerði sér ferð til að biðja hennar sér til handa. Fékk góð svör, og þegar hann hélt heim aftur, fylgdi heitmey hans honum á leið, sagði hann henni þá fyrirætlun sfna, um að stofna nýbýli. Hún félst á það og valdi staðinn. Þau fluttu þangað um far- dagaleytið. Þá var gott vor og gróðursamt og yndislegt veður ur dagiun þann. Fau bjuggn i tjaldi meðan þan komn sér npp skýli. Hann var sjálfur smiður góðnr og fékk einn mann sér til hjálpar. Húsfreyja hjálp-

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.