Brautin


Brautin - 24.08.1928, Blaðsíða 1

Brautin - 24.08.1928, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Sigubrjörg Þorláksdóttir. Simi 1385. Marta Einarsdóttir. Simi 571. Brautin. Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Af greiöslusími: 437. 1. árgangur. Föstudaginn 24. ágúst 1928. 9. tölublað. Mentabanniö. Unglingaskóli Á. M. Bergstaðastræti 3, Reykjavík. Skólinn byrjar fyrsta vetrardag og starfar í 6 mánuði. Kenslan fer fram að kvöldinu eins og að undan- förnu. Námsgreinar: íslenska, danska, enska og reikningur. Stúlkur fá til tilsögn í útsaum ef þær viija. Nemendur verða að hafa heilbrigðisvottorð. Inntökuskilyrði í yngri deild: að hafa lokið lög- skipuðu barnaskólanámi. Ailar nánari upplýsingar gefur undirritaður. ísleifur Jónsson. P. 0. Box 713. Simi 713. Skilningur alþýðu á nauösyn góðrar mentunar er stöðugt að aukast. Alþýða manna veit að ekkert þroskar mann meira, en ment- un og lærdómur. Hún veit að þeir sem þessa verða aðnjótandi hafa að mörgu leyti betri að- stöðu í lífsbaráttunni og gerir naenn færari um að neyta með- fæddra hæfileika sinna. Hún veit að mentun er máttur. Allar þjóðir telja sér skylt að reyna af alefli að hvetja fólk til að mentast sem best og ríkin reyna að gera alt, sem í þeirra valdi stendur, til að veita mönn- um tækifæri til að afla sér þeirr- ar mentunar bóklegrar og verk- legrar, sem best á við hvers hæfi. Hingað til hefir þetta verið stetna íslensku þjóðarinnar og hún oft lagt mjög að sér til að reyna að koma henni í fram- kvæmd og virðist eftir efnum og ástæðum ekki hafa staðið þar neitt að baki öðrum menningar- þjóðum. En nú hefir alt í einu komið snöggur afturkippur í þessu máli, þar sem stjórnin hefir nú lagt blátt bann við því, að stór hluti þeirra unglinga, sem inn- tökupróf tóku í Mentaskólann siðastliðið vor, fái að halda á- fram námi í skólanum, eins og hingað til hefir verið venja. Af 42 nemendum vill stjórnin að eins leyfa 25 að njóta gagn- fræðamentunar, hinum 17 nem- endunum, skal að svo miklu leyti, sem stjórnin fær við ráð- ið, algerlega bönnuð gagnfræða- mentun, sú besta mentun, sem hér á landi er völ á, fyrir lítt þroskaða unglinga. hetta stranga bann hefir, sem knnnugt er, vakið megnustu gremju, ekki að eins hjá for- eldrum unglinganna og aðstand- endum þeirra, heldur einnig hjá allri alþýðu, konum sem körlum, hvaða flokki sem menn tilheyra. Enda er hér stórt spor stigið aftur á bak í mentamálum vor- um, þar sem sjálf stjórnin, sem að réttu lagi ber skylda til að hvetja foreldra og aðstandendur ungmenna, til að gera sitt ítr- asta til að afla þeim, sem mestr- ar og hollastrar mentunar, — beinlínis leggur blátt bann við þvi, að eípilegir unglingar megi fá nauðsynlega og haldgóða gagnfræðamentun, s\o þeir geti búið sig sem bezt undir fram- tíðailifsstarf sitt í þjóðfélaginu. Petta mál er svo stórkostlegt að um það verður ekki þagað. Því að ef nokkuð er ábyrgðar- hluti, þá er það það, að svifta fjölda námfúsra og gáfaða ungl- inga leyfi til að afla sér þeirrar mentunar og lærdóms, sem þeim er nauðsynlegur og sem fram- tíðargæfa þeirra og gengi getur oltið á. Þeir, sem slíkt ofbeldi fremja, eru ekki að eins að vinna tjón þeim unglingum, sem hér eiga hlut að máli, heldur eru þeir einnig að vinna þjóð sinni tjón, því að þjóðinni hlýt- ur að vera það skaði, að stöðva mentun fjölda góðra og efni- legra ungmenna og neyða þá til að láta sér nægja litilfjörlega barnaskólamentun, sem hverjum fullþroska manni er algerlega ónóg. íslenskar mæður hafa það mikið fyrir börnum sínum, að ekki virðist rétt að stjórnin sé að leggja þunga steina í götu þeirra, sem fátækastar eru, þeg- þær eru að reyna með miklum erfiðismunum að afla börnum sínum sæmiiegrar mentunar. En slíkt bann, sem hér hefir verið sett, kemur auðvitað Iang- harðast niður á fátækustu sveita- og kaupstaða unglingunum, því ríkismannabörnunum mun auð- vitað, eftir sem áður, séð fyrir hinni fullkomnustu mentun. Mentabannið nær því að eins fullkomnum tilgangi sínum þar sem allra fátækustu foreldrarnir eiga í hlut, þess vegna er það enn ranglátara og hættulegra en ella. Stjórnin hefir gefið i skyn að orsök mentabannsins sé rúm- leysi í Mentaskólanum. En nú hefir Alþýðublaöið fyrir nokkru bent á, að vel mætti breyta íbúð rektors í skólanum I kenslustofur, án mikils kostn- aðar og bæta þannig úr hús- næðisvandræðunum. Er þetta góð tillaga og að því er virðist vel framkvæmanleg. Er þess því að vænta, að þar sem aðalástæðan fyrir bann- inu er nú fallin, muni stjórnin fyrir atbeina allrar alþýðu, láta aflétta þessu óvinsæla og rang- láta banni þegar i stað. Væri það allri alþýðu til mikils sóma að hjálpast að til að kippa þessu í lag, og stjórninni til góðs, því þetta óheillabann mun frekar rýra en auka vinsældir hennar. EYðibýlið. Eftir Ingveldi Einarsdóttur. Frh. Engjarnar liggja út frá tún- inu á þrjá vegu, og eru víðast greiðfærar og fremur grasgefnar. Þær voru aðal stoðin, sem bú- skapurinn hvíldi á. Bóndinn var sjálfur afbragðs heyskaparmað- ur, og notaði oft með sér lið- léttinga, svo sem börn sln, þeg- ar þeim óx fiskur um hrygg. Hann var nærgætinn við þau og rak þau aldrei áfram með blindum ákafa, eins og sumum áhugamönnum mun hafa hætt við, en hann hafði lag á að koma inn vinnumetnaði hjá börnunum, svo hvert þeirra þótt- ist mest sem bezt gat hjálpað til. Þau, sem voru hraust og þrekmikil, undu því slættinum hið bezta, en hin miður. Móðir þeirra gekk að heyskapnum milli mála, hvern veðurfæran dag, nema á miðvikudögum. Hún hafði þá reglu, að taka þann dag, auk sunnudagsins, til þess að færa ýmislegt í lag í bænum, svo sem þvo þvott, elda graut, þvo askana, gjöra við það sem nauðsynlegast var af fatnaði barnanna, og þvo þeim og kemba hár þeirra; það gjörði hún altaf tvisvar í viku, en ekki oftar að undanteknum smábörnunum. Öll heimilisverk vann hún á á- kveðnum tímum og dögum, ef mögulegt var, og miðvikudag- arnir voru hennar dagar, eins þótt heyþurkur væri, ef ekki var sérlega mikið hey undir. Maður hennar lét hana alfrjálsa um þetta, og latti hana heldur að vera lengi á engjum, einkum þegar smábarn var heima hjá hálfgerðum óvitum, eða þá að veltast með þeim úti í slægj- unni. Sagt var mér, að bóndi hefði verið skemtinn og glaður í verki, og mjög voru þau þakk- lát bæði, þegar vel gekk, hefi ég ekki þekt slikt síðan, eins og ég man eftir á því heimili. Eft- ir að þau voru hætt að geta fylgt fólki sinu að verki, tóku þau einkar glaðlega á móti því, þegar það kom heim á kvöldin, og ef hirðingar-dagar voru þökk- uðu þau sérstaklega, og voru þá vön að segja: »þakka ykk- ur nú kærlega fyrir daginn, börn, eða, hafið þið nú sæl unnið í dag, börn, þetta hefir gengið vek. Ef kepst var við að þurka hey, en kom svo ofan i, sögðu þau oft: »Mikið eruð þið nú búin að hafa fyrir, og söm er ykkar gerð. Guð gefur aftur þurka. Eftir sláttinn voru ótal störf. Þá og þegar gat skollið yfir snjór og frost, svo nú varð að hafa hraðan við að ditta að húsum og bæta við þau eftir þörfum. Jafnframt voru fjallskil og önnur ferðalög, og svo þurfti að hafa féð vist. Ef vel viðraði var igripaverkið að laga til tún- ið og hlaða garð kringum það, bæði vetur, vor og haust. Hús- freyja lá heldur ekki á liði sínu i bænum og lét dætur hjálpa

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.