Brautin


Brautin - 24.08.1928, Blaðsíða 3

Brautin - 24.08.1928, Blaðsíða 3
BRAUTIN 3 ^jffarslun *fialé. cTaulsen Ælapparsí. 29. Þvottabalar, Wottavindur, Pvottabretti, Pvottasnúrur. Tauklemmur, Fægi- lögur, Fægiklútar, Gólfklútar og allskonar Burstavörur. Hafnarstræti 18 leysir ai hendi allskonar smáprentun. Sanngjarnt verð. — Sími 2170. ist samviskubiti, netna ef það hefði verið í þetta sinn, því þá varð honum að orði: »Ég held þú sért nú farin að gera gys að mér, Gróa min«. — »Ónei, Einar minn«, sagði hún, »þetta er þér gefið af góðum hug, og njót þú þess vel«. Pegar ég var að enda við það, sem hér að framan er skráð, las ég það í blöðunum, að ferðamenn hafi haft það sér til gamans, að eyðileggja lífs- björg fátækra bjóna, sem hafa lagt mikið á sig til að geta bjargast og vera ekki upp á aðra komin, þá dettur mér í Éug; Er nú Einar prestlausi endurborinn, eða eru þetta niöjar hans. Að minsta kosti er skyldleikinn aaðsær. Fegar fátæktingarnir settust við soð- pottinn í bæjardyrunum hjá honum og hugðust að sefa sár- asta hungrið með því að drekk soðið, þá kom hann þar að og setti óhreinindi í pottinn, svo þeir gætu ekki haft gagn af soðinu, þó hann ætlaði ekki sjálfur að nota það til neins. En það veit enginn sina æfina fyr en öll er. — Einar varð aö siðustu aumingi, vinum horfinn, og fer svo jafnan fyrir þeim, sem haga sér líkt og hann. Heimsstjórnin. Eflir dr. Annie Besant. Lausl. þýtt af H. Á. Framh. Quðmenni stjórna heiminum. Þegar maðurinn hefur náð þessum þroska, gjörist hann smámsaman, af fúsum vilja, samverkamaður guðs, vinnur með honum að því, að lyfta heiminum til æ meiri fullkomn- unar. Vilji hans er þá orðinn eitt með vilja hins alvalda og hann getur sagt: „Sjá, ég lifi til þess að gjöra þinn vilja, ó Guð!“ Langur og erfiður reynsluskóli, dymmir og daprir dagar, sorgir og áhyggjur, þrautir og þjáningar kenna manninum, að sönn hamingja felst í því, að samræma vilja hins lægra eðlis vilja síns guð- lega eðlis, svo að vilji Guðs sé honum eitt og alt. Þegar svo er komið, er hann eklti lengur mannlegur, heldur yfir-mann- legur eða ofurmenni. Og það eru þeir, sem hafa náð þroska ofurmennisins, þeir sem lifa samkvæmt lögum lífsins, þeir sem. lifa til þess að þjóna með- bræðrum sínum, sem mynda hina innri stjórn heimsins. Það eru þessi guð-menni, sem alt og alla leiða til sigurs. Þeir við- halda öllum hinum miklu trú- arbrögðum heimsins, þeir leið- beina hinum miklu menningar- þjóðum. Með óþreytandi elju gjöra þeir sitt ítrasta til að sameina áform og vilja mann- anna, áformi og vilja hins vold- uga Byggingameistara veraldar. Því er það að trú og siðgæði verða að fylgjast að í hugsun- um, orðum og athöfnum. Trú- in kemur annaðhvort fram í öllu eða hún er einskis nýt. Sið- gæði er hinn eini grundvöllur, eða alt veltur um koll. Er hægt að sýna það með rökum, að sið- gæði komi stjórnmálum eða stjórnmálainönnum ekkert við? Er hægt að fullyrða það, að siðmenning eigi ekkert skilt við þá, sem nú stjórna í hinum ytra heimi? Hafið þér komist að þeirri niðurstöðu, að til sé heims-áform, eins og jeg hefi bent yður á, hafi yður skilist, að með athygli og íhygli, sjálfs- afneitun og sjálfsþróun takist oss að skerpa svo vora andlegu sýn, að vér getum greint, þó í þoku sé, lítið eitt af þessu heims-áformi, þó ekki væri nema eitt augnablik, þá skilst yður, að það eitt er nokkurs virði hér í lífi, að gjöra sér alt fara um að skilja, hvernig vér best getum sameinast í starfi því, sem leiði til hamingju allra manna, því það er hið mikla heims-áform. Lífið fær nýtt gildi fyrir yður, byrjið þér að vinna að hamingju annara, þrátt fyrir yðar eigin erfiðu lífskjör, og ef yður tekst að gjöra heiminn ofurlítið betri. Yður verður ljóst, að það er til- gangur mannlegs lífs að finna vilja guðs og gjöra hann ein- an að sinum vilja og vinna að því að vilji hans verði meðal mannanna. En það er ekki nægilegt að vita vilja guðs, sú þekking yrði mannkyninu gagnslaus, væri ekki starfað í samræmi við hana að þvi, að hjálpa heiminum áleiðis að á- kvörðun sinni, sem er frelsi. Oll náttúran er lífræn. Hinn mikli, indverski vís- indamaður, Sir Jagadish Chan- dra Bose, staðhæfði, eftir margra ára rannsókn, að málm- ar og jurtir hefðu vitund og lifðu sínu eigin lifi, á tbkmörk- uðu sviði, líkt og menn og skepnur. Hann fullyrðir, að líflausir hlutir séu ekki til í náttúrunni, heldur séu allir hlutir lifi gæddir. Fullyrðingar sinar sannaði hann svo fyrir vísindamönnum heimsins. Hann sýndi, hvernig hinir svo köll- uðu dauðu hlutir taka áhrifum og sýna á sér breytingar við á- hrif frá vínanda og ýmiskonar lyfjum, svo sem svefnlyfjum. Vér, sem höfðuin þegar myndað oss þessa skoðun, og reistum 32 var varpað niður frá liimnum? — I rauninni finst mér þú hafa rétt fyrir þér; eg get ekki rekið orð þín aftur, en ósjálfráð tiifinning í brjósti mér segir mér, að þú sért of óvæginn. —- Tilfinning! mælti hann borginmannlega. Ekkert getur leitt mann jafn hraparlega í gönur og tilfinningarnar. Nei, vitið og viljinn, það eru hin skæru ljósin, er lýsa manni beina braut. Vilhelm, sjáðu nú til, hvort þú ert ánægður. Móðir hans var nú búin að breyta bréfinu. Vilhelm losaði skjótlega hendina úr hári systur sinnar, sem honum haíði tekist að koma öllu í flækju. Hún hafði lundið til, en lét ekki á neinu bera, því að hún vissi, að tilgangurinn var ekki að valda henni sársa.uka, og auk þess var hún of næmgeðja og nærgætin til þess, að láta á sér sjó, að svo hefði verið. Hann las bréfið, sem nú var búið að breyta. — Það er ekki nærri jafn hvassyrt og eg hefði kosið, eri' það er þó nokkrum mun skýrar orðað, og þess vegna hygg e8 nú, að honum skiljist, hver afstaða mín er, mælti Vil- helin, um leið og hann fékk henni aftur bréfið. Síða nlaut hann niður og kysti inóður sina. — Þakka þér fyrir, mælti hún innilega, því að hún mat að fullu, að hann sveigði til við hana. Hún tók afar bliðlega ástaratlotum hans. Það var eins og henni fyndist hún mega til að unna honum heitar, í hvert sinn sem vilji hans vann bug á henni. Þessi stælti vilji húns var henni hvorttveggja í senn, bæði gleðiefni og kvíða. 29 hans vonaði hálft í hvoru, að hún hefði talið honum hug- hvarf, en þar slcjátlaðist henni þó. — Eg sé, að það var rangt af mér að krefjast þess, að þú breyttir nokkru í bréfi þínu, mælti hann. Úr því að þú getur borið slikan hug til hans, sem raun er á, hlytur þú að hafa leyfi til að rita á þessa leið. Svaraðu þá fyrir hönd systranna; eg skal svara fyrir mig sjálfur. — Gerðu það ekki, Vilhelm, mælti hún í skyndi. Ritað orð stendur óhaggað, og getur valdið meiru illu, en talað orð. Eg skal breyta bréfinu, að því er til þín keraur, og komast skýrar að orði. — Ekki þarftu þess, mamma. Láttu mig skrifa sjálfan! En hún hristi höfuðið, var jafnákveðin á svip og hann, og tók þegar að umrita bréfið. Hann virti hana fyrir sér með sársauka. Honum féll þungt, að valda henni hrygðar, en viljakraftur hans var svo ósveigjanlegur, að tilfinningar sjálfs hans urðu að lúta í lægra haldi. Meðan móðir hans var að hugsa breytinguna á bréfinu, gekk hann til Elsu, sem sat í hægindastól við gluggann og var að lesa. — Hvaða bók er þetta? spurði Vilhelm, um leið og hann gerði gælur við hana, og smeygði hendinni i hálfgerðri ertni inn á milli hárlokkanna, er hann vafði um fingur sér. Hún leit upp likt og í leiðslu, en augun ljómuðu af hrifn- ingu yfir efni bókarinnar, og hún sýndi honum titilinn. — Hvað er að tarna, ertu þá að lesa „Paradísmissi" Mil- tons, varð honum að orði. Botnar þú nokkuð í honum?

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.