Brautin


Brautin - 31.08.1928, Blaðsíða 1

Brautin - 31.08.1928, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Siijurbjörc; Þorláksdóttir. Sími 1385. Marta Einarsdóttir. Sími 571. Brautin. Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. AfgraiBslusImi: 437. 1. árgangur. Fösiudaginn 31. ágúst 1928. 10. íölublað. Mentun kvenna. Nýjar tillögur. Eitt af áhugamálum Braut- arinnar er mentun kvenna. Enn þá er mentun íslenskra kvenna mjög ábótavant og er það eðlilegt, þar sem tiltöluiega stutt er siðan að sá skilningur fór að ryðja sér til rúms hjá öllum almenningi, að nauðsyn- legt væri að kvenfólkið fengi tækifæri til að njóta góðrar mentunar engu siður en karl- mennirnir. Það eru ekki nema fáeinir áratugir síðan að alment var að bændur ömuðust við þvf að dætur þeirra legðu stund á bók- legar mentir. Töldu sumir það ekki konum samboðið, og kunn- ugt er um bændur, sem bein- llnis lögðu blátt bann við því að dætur þeirra væru að læra að draga til stafs. Svo ef þær vildu alt að einu læra það, urðu þær að fela sig í fjósum með forskriftir sínar, svo pabbi þeirra kæmist síður að því, hvert ó- dæði þær voru að fremja. Þetta var tíðarandinn fyrr meir og eun mun eima eftir af honum, þó minna beri á. í það minsta er enn til fólk, sem sýnist ó- þarfi að stúlkubörnin fái að menta sig, þó sjálfsagt sé að drengirnir læri sem mest. Það er því sist furða þó enn sé mentun kvenna að ýmsu á- bótavant, þar sem svo tiltölu- lega stutt er siðan að tíðarand- inn var næstum fjandsamlegur mestallri raentun þeirra ogtaldi hana jafnvel skaðlega. Pað virðist því nauðsynlegt áð reynt verði að ráða bót á þessu og reyna að koma mentun ísl. kvenna í það horf að vel sé viðunandi og að því ætlar Brautin sér að vinna af alefli og því vill hún bera fram þær tillögur, sem hér fara á eftir, og sem hún telur að geti orðið tii mikilla bóta, ef fram ná að ganga. 1. Rikið skal kosta eina af laerðustu og mentuðustu kon- um vorum, til að kynna sér sem best mentun kvenna hjá stærstu menningarþjóðunum — Englendingum og Þjóðverjum eöa Frökkum. Heimsækja helstu mentastofnanir þeirra fyrir kven- fólk, kynnast kenslufyrirkomu- >agi þeirra, kenslubókum og kensluaðferðum. Þegar hún hefir kynt sér þetta sem best, skal hún skrifa skýrslu um þessi mál, þar sem hún birtir árang- ur af rannsóknum sinum og kemur fram með þær breyting- ar á kenslufyrirkomulaginu, sem hún telur heppilegar og hægt væri að koma á hér. Gæti slík kynnis- og rannsóknarför haft mikið gagn í för með sér, því kensluaðferðir og kenslufyrir- komulag er stöðugum breyting- um undirorpið og tekur stöð- ugum framförum, enda vinna bestu og vitrustu sérfræðingar meðal aðalmentaþjóðanna að stöðugum umbótum á þessu sviði og væri nauðsynlegt að vér, þó smáir séum, reyndum að nota oss sem best reynslu þeirra, þekkingu og framfarir. En til þess þurfum vér, eins og hér hefir verið bent á, að láta vitrar og atbugular mentakonur kynna sér þetta með eigin sjón og reynd og miðla oss svo upp- lýsingum og tillögum, sem vér getum notað okkur, eftir því sem best á við hjá okkur. — Mætti vænta rifiegs styrks til þessa bæði frá ríkinu og eins frá opinberum sjóðum, sem Styðja eiga að mentun þjóðar- innar. 2m Fjölgun kvennaskóla. Nýir kvennaskólar á Austurlandi og Vesturlandi. — Aðalsérmentun kvenfólksins verður að vera bundin við kvennaskólana. — í>ar á kvenfólkið bæði að fá bóklega og verklega mentun, eftir því, sem þörf krefur. Enn eigum vér að eins tvo slíka skóla, Kvennaskólann i Rvík og Kvennaskólann á Blönduósi. — Þetta er auðvitað alt of lítið. Kvennaskólunumverðurað fjölga og það sem fyrst. Pað er nauð- synlegt að þegar í stað verði stofnaður »KvennaskóIi Austur- landsft. Þar sem allar stúlkur í Austlendingafjórðungi, sem ment- un vilja fá, geti sótt. Gæti ef til vill verið heppilegt að hann væri á Eiðum, ef hægt væri að koma því við. Því það er að mörgu leyti ódýrara og hent- ugra að hafa tvo skóla á sama ( stað, heldur en aö vera að dreifa þeim hingað og þangað, því raeðj því móti myndast eins og mentamiðstöðvar, sem verða þeim mun sterkari og voldugri, sem fleiri og betri kraftar eru sameinaðir á einn stað. Með Mjallarmjólk. /A/.\ >.< i i i i i >.< i x >'< >.< y< y< >.< y< >.< >'< >.< y< >x >.< y< >.< >'< >.< >'< >.< Næstu viku verða seldir ca. 400 kassar af eldri framleiðslu, sem inniheldur tæplega 7*0/0 minni feiti en sú mjólk, sem undanfarið hefir verið seld í öllum matvöruverslunum. Þessi mjólk verður seld á aðeins iro,45 dósin. En til þess að gera greinarmun á henni og hinni nýju framleiðslu, sem jafnframt er seld í öllum verslunum, eru þessar dósir auðkendar með sér- stökum verðmiðum. Mjólkin er laus við alla galla, en inniheldur aðeins örlítið minna fitumagn. Þetta eru ódýrustu mjólkurkaupin. >& X y< y< >.< y< >.< y< >.< y< >.< i s.\ y< >.< y< >.< y< >.< y< >.< y< >.< y< >.< s< >.< i Eggert Knstjía k Co. C3 M u y< >.< y< >.< y<y< >'< >.< Símar 1317 og 1400. ¦X y< >.< y< >.< y< >x i i W W V/ V/ W V/ W W W W W W W W w w w %.» %..* %..* %.. * ... . ííí ... ZÍ2 því móti getur myndast fjörugt og þróttmikið mentalíf, sem get- ur breitt út þekkingu og menta- áhuga i allar áttir út um sveit- irnar og héröðin. Auk þess geta skólarnir skifst á kenslukröítum, bókasöfnum, áhöldum o. s. frv. Og siðast en ekki síst allur kostnaður við heimavistir nem- enda verður þeim mun minni, sem fleiri er hægt að sameinaá einum stað og er það mikils virði fyrir fátækari nemend- urnar. Auk Kvennaskóla á Austur- landi þarf að vinda bráðan bug að þvi að koma upp »Kvenna- skóla Vesturlands«, sem veiti stúlkum fullkomna mentun. — Mun það mál langt á veg kom- iö, sem betur fer, en þó mun nauðsynlegt að ýta vel á eftir, svo fljótt gangi. Með tímanum væri einnig mikil þörf á því að austansýsl- urnar Árnes-, Rangárvalla- og Skaftafellssýslurnar stofnuðu góðan kvennaskóla austanfjalls »Kvennaskóla Suðurlands«. Ætti hann að vera sniðinn sem mest fyrir þarfir sveitakvenna, og kenslukonur í verklegum fræð- um þar, ættu helst að vera myndar sveitakonur, sem lffs- reynslan hefir kent hvað hollast væri og best fyrir konur t sveit- um að þekkja og kunna. Sá skóli myndi best settur á Sel- fossi, þar sem er aðalmiðdepill allra samgangna austanfjalls og þó svo nærri Reykjavík aö auð- velt væri að ná héðan fyrir- lestrarmönnum og kenslukröft- um til að kenna á námsskeið- um og mentamótum. Vonandi er einnig að Norð- lendingar séu þeir metnaðar- menn, að þeú; láti sér ekki nægja til lengdar þennan eina kvenna- skóla á Blönduósi, heldur færist þeir svo í aukana að þeir geti stofnað fullkominn »Kvenna- skóla NorðurIands« á Akureyri. Er áhugi norðlenskra kvenna á mentamálum svo niikill að vel X

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.