Brautin


Brautin - 31.08.1928, Page 4

Brautin - 31.08.1928, Page 4
4 BRAUTIN Eyvindur Árnason Laufásveg 52 Sími 485. Tilbbúnar líkkistur af öllum gerðum, hvítar, svartar og eikar- málaðar, með og án zinkkistu. — Fóðraðar og ófóðraðar. — Líkkistuskraut. — Útvegar legsteina. — Smíðar allskonar húsgögn. — ********************************* •i'i : * * * * * * * ♦ * * ♦ * * * Ú ♦ í slandsdeildin Ý Pósthólf 532. — /?eykjavík. — Heima: Suöurgötu 14. f 2 4 V . LiltryggingafÉiagiö ANDVÁKA ií OSLO. — NOREOI. Allar venjulegar líftryggingar, hjónatryggingar, barnatryggingar og Iífrentur. Viðskifti öll ábyggileg, hagfeld og refjalaus! Læknir fél. í Reykjavík: Sæm. próf. Ðjarnhéðinsson. Lögfræöisráöunautur: Björn Þóröarson, hæstaréttarritari. Forstjóri Helgi Valtýsson. . . _ Sími 1250. A. V. Þeir, sem panta tryggingar skriflega, sendi forstjóra umsókn og láti getiö aldurs síns. * * * * * * * ♦ * * * * * * * * ♦ * ********************************* BrunatrYSSÍngar sími 254. SjóvátrYSSÍnsar sími 542. hann og lítt reyndir sóttu hann að ráðum og fengu hjálp hjá honum«. Dönsku þótti hann rita betur en flestir samtíðarmenn hans, og urn eitt skeið samdi hann ritdóma um danskar bók- mentir. kó Jón hefði mikil afskifti af dönskum stjórnmálum, þá voru málefni íslands ætíð honum kærust. Hann bar svo mikla áhyggj« fyrir velferð lands síns, að þegar mikilvæg íslensk mál lágu fyrir rentukammerinu, neytti hann varla svefns né matar og hafði á sér enga ró, fyr en þeim var ráðið til lykta. Eitt. sinn komst hann svo að orði við kunningja sinn: »Eng- inn veit né trúir, hvilíkt angur, ónæði og hugarkvöl þau íslands- efni valda mér fremur öðru sem á mér liggur. Pað veit guð, að ég vil ekkert áforma né gera annað en það, sem konungin- um og landinu er til nytsemdar. kó liggja landar minir mér á hálsi, þegar ekki er alt sem þeim líkar. Hér má auðvelt tortryggja gerðir mínar, því hér þekkja svo fáir landsins lög, ásigkomulag og nauðsynjar, eða 25 Verðlaun samtals 1200 krónur, verða veitt þeim, er kaupa Fjallkonu-skó- svertuna, sem er langbesta skó- svertan. Sjálfsagt er að allir taki þátt í samkepninni, það er engin fyrir- höfn. aðeins dálítil pössunarsemi. Lesið verðlaunareglurnar, sem eru til sýnis í sérhverri verslun. H.f. Efnagerð Reykja?íkur. hafa þar á rétta ráðdeild. — Mörgu sinni hefi ég verið kom- inn á fremsta hlunn að beiðast af konungi mínum lausnar frá afskiftum íslands og öllum þess umráðum, en ég get ekki fengið það af mér. Ég elska ísland fölskvalaust, þó ég gangi vak- andi að því, að sú elska stytti mínar lífsstundir«. — Þessi orð sýna rétt hugarfar Jóns Eiriks- PI LSNER Best. Odýrast. INNLENT sonar. Hann elskaði föðurlaud sitt og fórnaði því lífi og kröft- um. ísland má jafnan telja hann meðal sinna bestu soua. H. H. 34 — Nú vona eg að eg hafi stungið upp í þig! Og svo flýtti hún sér að fræða hann um það, að ekki hefði hún þurft að kaupa annað en efnið í gangfötin, því að sjálf hefði hún sauinað þau. Varaðu þig nú á, eftir þetta, bætti hún við, að leggja fljótræðislega dóma á það, sem þú hefir ekkert vit á' —- Það hendir þig auðvitað aldrei! — Ekki svo eg viti. — Nei, þvi að þú hefir ekki einu sinni hugmynd um, hve- nær þú botnar ekki í neinu. — Þú ert óþolandi. Hversvegna ertu altaf að hamast á mér? — Ja, eg veit ekki, en það er eins og mér sé það hrein nauðsyn, bara af því að horfa á þig, mælti hann háðslega. — Eg verð þá að segja, að sama máli gegnir með mig. Ekkert gremst mér meira, en að sjá mannalætin í þér! Og að sjá mömmu og Elsu skríða í duftinu fyrir þér. En mér þokar þú ekki um eitt einasta hænufet. — Ekki um eitt hænsnafet, hefir þú vist ætlað að segja, úr þvi um þig er að ræða. Með þessi hnifiiyrði á vörum geklc hann til dyra og fór út. Honum gramdist, að hafa hlaupið á sig við hana, en lion- um var ákafleg skapraun að því, með hve mikilli léttúð hún hafði gengið að tilboði G|isslers, og hve heimskulega hún, að hans áliti, hugðist að verja þeirri hjálp. Auk þess var hann þenna dag í svo ægilega vondu skapi, að hann þurfti á allri sinni geðstjórn að halda, til þess að hafa taumhald á því. Þenna dag var það einmitt, sem hann ætlaði að stíga fyrsta örlagaríka sporið út á þá braut, sem honum í sjálfu sér var 35 þvert um geð, og einkum sakir þess, að hann um leið hlaut að hætta því námi, sem honuni var hugleiknast af öllu, og var í fullu samræmi við gáfur hans. Fyrir tilstilli eins skólabræðra sinna, Alfred Scott, einka- sonar auðugs bankastjóra, hafði Vilhelm fengið tilboð um stöðu á einkaskrifstofu bankastjórans. Þenna dag átti hann að hitta hann að máli, og veita fullnaðarsvar. Honum voru ætlaðar átján hundruð krónur í árslaun, með von um launahækkun þegar næsta ár, ef hann reyndist vel. Þetta var staða, sem mikils mátti af vænta, gæti hann fengið sig til, að leggja fram alla sína krafta og allan sinn metnað við starfið. En mundi hann geta það, þar sem við- skiftalífið var honuni andstætt, og honum var svo ákaflega sárt um, að hafa þurft að hætta námi sínu? En að hiuu leyt- inu þótti honum ekki sæma, að hika við eða kvarta. Hann setti í sig hörku, beit á jaxlinn, og sagði af míklum móð við sjálfan sig, að slíkur fátæklingur, sem liann, hefði um ekk- ert að velja. Samræðan við bankastjórann tók ekki langan tíma, og samningnum var ráðið til lykta. Þegar Vilhelm kom heim, fór hann á fund inóður sinnar. Hann hitti hana í eldhúsinu, þar sem hún var að hjálpa eldabuskunni með miðdegisverðinn. Til þess að spara út- gjöld hafði hún orðið að ráða til sín unglingsstúlku, sem var fremur fákunnandi, og var því neydd til að hafa eftirlit með henni og halda öllu í reglu. Vilhelm tók undir handlegginn á henni og leiddi hana með sér. Hún þóttist þegar skilja, að eitthvað óvanalegt *

x

Brautin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.