Brautin


Brautin - 07.09.1928, Blaðsíða 1

Brautin - 07.09.1928, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Sími 1385. Marta Einarsdóttir. Slmi 571. Brautin Ctgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. AfgreiBslusimii 437. 1. árgangur. Föstudaginn 7. september 1928. 11. tölublað. Samgöngumálið mesta. Síðan Brautin hóf göngu sina er farið að veita því betur eft- irtekt, hvert nauðsynja- og lífs- spursmál góðar samgöngur eru, og að verðmæti landshluta fer að mestu eða alveg eftir því hvað greiðar og öruggar sam- göngurnar eru. T. d. munu hús og byggingarlóðir hér í Reykja- vik, við höfnina og í miðbæn- um, hafa all að því fímmfald- ast í verði cða meira, síðan höfnin var bygð, var þó Rvík langt frá að vera hafnlaus áður. Þar sem tveir eða fleiri menn hittast nú i Reykjavík eða ná- grenninu, berst talið að meira eða minna leyti að járnbraut. Menn meta og virða fyrir sér hvort betra og öruggara verði til frambúðar járnbraut eða bíl- ar. — Ýmsar raddir heyrast, sem kvíða því, að járnbraut austur yfir Hellisheiði að Ölf- usárbrú, muni ekki bera sig íjárhagslega, og bera því við, að járnbrautir í Danmörku séu reknar með tapi vegna hinnar sívaxandi bílanotkunar. — En þarna er mjög óliku jafnað saman og ruglast þess vegna áþreifanlega reikningurinn. — Danmörk er lítið land, renn- slélt, uppræktað og þéttbýlt. — Þar eru mjög fullkomnir bil- vegir, sem hafa kostað þjóðina offjár, allur rekstur á bilum er þar því tiltölulega ódýr. — Er samt ekki talið að bílar endist i Danmörku, með venjulegri notkun lengur en 5—6 ár. Hér á landi er, sem kunnugt er, «ngir bilvegir yfir fjöll, allir fjallvegir verið lagðir eingöngu fyrir hesta og kerrur. Steinar upp úr þessum vegum slita dekki og slöngum mjög fljótt, í rigningatíð er þung færð af for og aurleðju, löng Ieið milli bæja, svo bilar slitna mjög fljótt. — Par að auki hlyti að koma í tekjudálka járnbrautarinnar allur sá sparnaður á starfskröftum -og heilsu bilstjóranna, sem inn- ist með þvf, að frýja þá við að brjótast með bila í vondu veðri og færð á fjöllum uppi. Um sveitir munu bílar jafnan notaðir til flutninga, þó járn- brautir kæmu yfir fjallvegi. Og ykjust bílflutningar að sjálfsögðu að stórum mun, þegar héruðin verða ræktuð og þéttbygð fyrir löframátt járnbrautarinnar. — Svo óræktað og lítið bygt, sem Island er, mun sist að óttast, að ekki verði næg yerkefni i ófyrirsjáanlegri framtið fyrir hvers konar hentug flutninga- tæki milli sjávar og sveita. — Það er fremur kvíðvænlegt fyrir þá, sem búa innarlega við Lauga- veginn þegar baustar, og fjár- rekstrarnir ganga í stórum bóp- um frá morgni til kvelds, upp- gefin lömb og haltar kindur fullorðnar, drifið áfram með hundum og svipum, má það heita óframkvæmanlegt að kom- ast með fjallstygt fé eftir Lauga- veginum, svo mikil umferð sem þar er orðin af bilum, hjólum og gangandi mönnum. Er það ekki lílill beinn skaði árlega í mör og kjöti, sem féð leggur af i löngum og erfiðum rekstri yíir gróðurlitla heiði og brunahraun. t*ar að auki mun það alveg órannsakað hvort afurðir af þreyttu fé séu ekki !'óhollari til fæöu, en ef fénu væri slátrað óþreyttu. Eitthvað mun nú vera farið að flytja nautgripi að austan í bílum um hásumarið, eru þá tveir nautgripir settir i kassa eða grindur ofan á flutningabíl, líður aumingja skepnunum því mjög illa, og meiðast oft áleið- inni þegar billinn hröklast eftir bröttum og ósléttum veginum. Einnig er nú byrjað á því, að flytja hey úr ölfusinu suð- ur, og er sá fiutningur svo barnalegur að tæplega er hægt aö láta vera að brosa að því, þó ekki sé annars að því hlæj- andi, að sjá öðrumegin heiðar, viðlend slægjulönd með kaf- grasi, hinumegin brunahraun og malargrjót, og einn flutn- ingabil í lest með nokkra hey- bagga alla þessa óraleið, og'er þessi flutningur á heyi engu betri en ef sveitabændur tækju upp á því, er þeir ættu mikil hey úti á engjuin, að flytja heyin heim á einum hesti eða láta fullhraustan karlmannteyma einn hest á eftir sér til flutn- inga í staðinn fyrir að tengja marga hesta saman i lest. __ Nei, íslendingar þekkja svo vegalengdir, og vita hvað vinnu- krafturinn er dýrmætur, að þeim er harla fjarri skapi að fiytja á einum hesti. Eins munu þeir ekki una til lengdar bílum til flutninga yfir fjallvegu. Á vetr- um þegar alt Suðurlandsundir- lendið er innilokað af snjó á heiðum uppi og sjávarróti við Nýkomið stórt úrval af leðurvörum: Dömuveski, löskur og peningabuddur, manicurekassar og toiletkassar í stóru úrvali, myndarammar og póstkorta, vegg- skildir, rakspeglar, rakvélar, og blöð í þær, raksápa, skegg- kústar, handsápur, hárgreiður, fílab.höfuðkambar, svampar, andlitscréme og andlitspúður, ilmvötn.f jöldi teg.,ilmsprautur, kragablóm. Barnaleikf. og margar tækifærisgjafir. Ódýrast í GOÐAFOSS Sími 436. Laugaveg 5. hafnlausa strönd, rekur að þvi, að bændur þar verða að brjót- ast yfir Hellisheiði með afurðir sínar á sleðum, tekur það ferða- lag marga daga með hrakning- um og erfiði. Einnig verða ferða- mennirnir oft veðurteftir timum saman. Siðastliðinn vetur reyndu Skeiðamenn að selja rjóma til Reykjavíkur. Söluverðið, sem boðið var, var svo hátt að miklu munaði með ágóða en að strokka úr honum smjör. — Mikið af þessum rjóma reyndist þegar suður kom óhæf verslunarvara, ýmist hálfstrokkaður eða botn- frosinn f brúsunum. Var þó veturinn i fyrra með besta og mildasta móti er menn eiga að venjast, bæði með veður og sleðafæri. Væri járnbraut yfir Hellis- heiði, mætti að sjálfsögðu láta snjóplóg renna eftir sporinu á undan lestinni, að halda braut- inni auðri og hreinni, teptust þá flutningar aldrei árið um kriag, og yrði það allálitleg upp- hæð i þjóðarhag, að afurðir bænda kæmust á góðan sölu- markað árið um kring og út- gerðarmönnum, er stunda veiðar með mótorbátum opnaðist þá einnig markaður fyrir nýjan fisk daglega austur um sveitir. Þegar islensku togararnir koma með isfisk til Englands, furðar skipsmenn, er komua þar í fyrsta sinn á því, að strax eftir að búið er að skipa fiskinum i land, er hann allur horfinn, og hafnarbakkinn sópaður og þveg- inn að vörmu spori. Þeir fá þá að vita, að járnbraut er þarvið hendina, sem flytur fiskinn taf- arlaust út um sveitirnar á Eng- landi, svo íslenska togaraútgerð- in hefir þannig nokkurn hluta ársins, óbeinlínis, hag af járn- brautarferðum. Það er alvarlegt ihugunar- efni, að á hverjum vetri, er togararnir ganga á saltfisks- veiðar héðan í Reykjavík, bíða daglega við höfnina, vinnufærir karlmenn hópum saman; þeir eru þar til að reyna að fá vinnu við að skipa fiskinum upp, þeg- ar togararnir koma að landi. — Nokkrir af þessum mönnum, oftast að eins örfáir, 'eru valdir úr til vinnunnar, allir hinir verða að rangla heim aftur í fá- tæktina og vonleysið, sem at- vinnu- og aðgerðarleysið skap- ar. — En hinumegin við Hell- isheiði biður gróðurmoldin, líf- gjafinn mikli í álögum eftir þvi, að hugrekki og fyrirhyggja með starfandi höndum leysi hana úr álögunum. Þegar vinnumenn Ingólfs land- námsmanns komu hingaðgöngu- móðir eftir að hafa farið yfir langar vegleysur og margar tor- færur, fundu þeir loks öndveg- issúlur húsbónda sfns reknar hér á Arnarhóli, varð öðrum þeirra að orði: »Til ills fórum vér um góð héruð er vér skul- um byggja útnes þelta«. Festi hann ekki yndi hér á mölinni, gekk úr þjónustu Ingólfs og reisti bú fyrir austan Hellis- heiði. — Svo vel leist forn- mönnum á austursveitirnar. En austanmennirnir hafa löngum sótt sjávarafurðir suður yflr heiði, farið lestaferðir. Það er gamalt og gott islenskt orðtak að kalla alla flutninga lestaferðir. Mesta samgöngumálið er að taka nú upp þær lesta- ferðir, sem best reynast nú á timum: Það er lestaferðir með járnbrautarvögnum, - þar sem hver vagn ber um 10 hestbur.ði. Austanbændur þurfa að koma slikum lestaferðum á hjá sér sem fyrst. Alþýðukona.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.