Brautin


Brautin - 07.09.1928, Blaðsíða 2

Brautin - 07.09.1928, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN >ctoaoaoc»»oaoc(CH9ancH3oef«»K BRAUTIN I kemur út á föstudögum. — Mánaðargjald fyrir fasta á- skrifendur er 50 aura; einstök blöð kosta 15 aura. Afgreiðsla blaðsins er i húsi K. F. U. M. Opin kl. 4—7 dagl. 5 öaaaaaacfacHðaoaaoooaaaaac Heimsstjórnin. Eftir dr. Annie Besant. Lausl. þýtt af H. Á. Framh. Lífsaldan. Vér höldum nú lengra og spyrjum sjálfa oss, hvernig niö- urþróun lífsins hafi verið, og hvort hægt sé að athuga hana á ýmsum stigum. Þá verður fyrir oss merkileg viðburðaröð í heimi hér, sem i raun réttri er endurskin hugsana á æðri sviðum. Lífsaldan, sem streymdi út frá uppsprettu alls lífs, var upphaflega óskift. Þar næst skiftist hún í þrent. Einn straumurinn framleiddi efnið, annar veitti því eiginleika og mótaði lífsgerfin, en hinn þriðji bar i sér guðdóinsneislana, hið ódauðlega einstaklingseðli, er gerir lífsgerfin Guði hæfilegan bústað. Starfi þessara þriggja lifsalda er greinilega lýst í sköpunarsögunni. Maðurinn, með sínu ódauðlega einstak- lingseðli, er kóróna sköpunar- verksins. Aðskilnaður verður höfuð tónninn í hinum ný- skapaða efnisheimi, en andinn aftur á móti leitast við að sam- eina. Vitundarlíf inannsins verður þríþætt, jarðrænt, geð- rænt og hugrænt, eða vitund jarðefnislíkamans, ástríðulík- amans og huglíkamans. Vitund- arlif þetta er samofið eins og líkamir þeir, sem það hefur að- setur sitt í. Setjum nú svo, að lifsaldan snúi við og leiti upp á við. Vér höfum þá, eftir mikla og erfiða reynslu, komist að þeirri nið- urstöðu, að óeining og aðskiln- aður sé þjáning, en eining, sam- heldni og samvinna skapi ham- ingju. Lífsaldan hefir snúið við og vér berumst óðfluga upp á við með henni, en vér erum enn ekki komnir svo langt i upp- þróuninni, að vér eygjum hug- sjónina, sem framundan er, nema i þoku. Endurholdgunar-lögmálið. ,Guð er réttlátur, þar af leið- andi eru hvorki til uppáhalds- liörn né olnbogabörn i ríki hans. Barnið, sem fæðist gott og göfugt, hefir aflað sér þessa skapfars með alda-striti, óaflát- anlegri baráttu, ótal ósigrum og f jölmörgum sigurvinningum, þar til það um síðir hefir náð þeim þroska, sein til þess þarf, að vinna í þjónustu heimsins. Þannig er fagnaðarerindi end- urholdgunarkenninganna. Kenn- ingar þessar finnast í hinum gömlu trúarbrögðum heimsins og breiðast nú óðfluga út meðal þjóðanna. Framþróun einstakl- inganns nær og til heilla þjóða og kynþátta. Lögmál það, sem einstaklingurinn lítur, má og heimfæra til þroska og menn- ingar kynþátta heimsins. Það er hinn innri maður, sem lifað hefir hvert jarðlífið á fæt- ur öðru. Að loknu hverju jarð- lífi, þegar vér höfum breytt lífsreynslu vorri í andlega hæfi- leika á hinum æðri tilverustig- um, verður hún einn þáttur sál- arlífs vors. Þar af leiðandi eru hæfileikar vorir og tilhneigðir árangur lífsreynslu á undan- gengnum æfiskeiðum, jafnvel þótt vár höfuin hér á þessu til- verustigi gleymt hinum ein- stöku atriðum hennar. Menn skyldu ekki ætla, að þetta séu hinar einu réttu ráðn- ingar á gátum lífsins, nema þeir sjálfir við ihugun og at- hugun komist að þeirri niður- stöðu. F'rettir. Skemtun héit h/f Kvenna- heimilið á sunnudaginn var (2. september) á Hallveigartúni við Arnarhól. Var skemtun þessi haldin til ágóða íyrir bygg- ingarsjóð Hall veigarstaða, sem eiga að verða samkomustaður fyrir íslenskar konur og er svo til ætlast að heimilið veröi kom- ið upp 1930. Vantar enn um 20000 kr. til þess að hægt verði að reisa húsið að ári. Gengið var í skrúðfylkingu frá Iðnaðarmannahúsinu. Fremst fóru skátastúlkur, þá kom bif- reiðavagn búinn sem vikinga- skip og sátu þar í konur búnar að sið fornkvenna, og sómdu sér prýðilega, þá kom á eftir bifreið, alskreytt blómum. Fylk- ingin fór um götur bæjarins og staðnæmdist á Hallveigartúni. Par héldu þessar ræður: Frú Steinunn Bjarnason, frú Bríet Bjamhéðinsdóttir og frú Aðal- björg Sigurðardóttir og þótti fólk- inu þeim segjast vel. Fví miður var rigning þennan dag og spilti það stórum skemtun manna, en konurnar létu það ekkert á sig fá og hörðnuðu við hverja dembu. Forgöngukonur Kvennaheim- ilisins eiga bestu þakkir skilið fyrir framgöngu sína í því að vinna að byggingu Hallveigar- staða og óskar Brautin þeim styrktar allra góðra kvenna í þessu starfi þeirra. Húsmæður Sparið penitiga yðar og litið heima þegar þér getið litað flíkina á 8 núnútum. Brauns WHbrafix litir, eru þeir, sem þér þurfið til þess, því þeir lita í köldu vatni, silki, bóm- ull og hvað annað sem þér þurfið að lita. Biðjið um þessa liti og reynið þá og þér munuð flótt sannfærast um gæði þeirra. í heildsölu hjá Hf. I. Árnason & Baclimann. H-itstJóri Brautarinnar frk. Sigurbjörg Þorláksdóttir hefir verið veik nokkurn tíma, en er nú á batavegi. Mentabanjniö. Um mentabann sljórnarinnar komst maður einn nýlega svo að orði: »Áður var börnum og ungling- um bannað það, sem var ljótt og syndsamlegt, en nú er þeim bannað það, sem gott er og nyt- samlegast«. jF’ylia hefir nýlega hætt landhelgisgæslu, en við hefir tek- iö Islands Falk. Er því við brugðið, hve Fylla hefir verið ónýt við gæsluna. Hefir skipið legið dögunum saman inn á Reykjavíkurhöfn og ekkert haf- ist að. Er slík landhelgisgæsla dönsku þjóðinni til mestu van- sæmdar. Sagt er að Fylla eigi nú að fara til Geestemúnde, til að semja viðj þýska útgerðarmenn um^ ísl. landhelgisgæsluna. Er ekki óliklegt að samningar tak- ist fljótt á þeim grundvelli, að Fylla skuli að staðaldri liggja bundin á ReykjavikurhöfD, en þýskirj veiðiþjófar sópi vendi- lega landhelgina á meðan. Kvenfélag Seyðis. f jaröar^hélt heimilisiðnaðar- sýningu á Seyöisfirði 18.—25. ágúst. Voru þar margir góðir og smekklegir munir, og þótti sýningin hin besta. Mr. Howard Little kennari, sem verið hefir fregn- ritari fyrir »Times« og fleiri stórblöð ensk, um isl. mál, hefir nýlega sagt upp fregnritarastarfi sínu við »Times«, af því blaðið hafði fiutt rangar og ósannar fregnir frá íslandi, eftir aðra höfunda. Vildi Mr. Little fá að leiðrétta þetta, en blaðið neit- aði að birta leiðréttingar hans. Eru það ókjör mikil, að slíkt stórblað skuli ekki geta unt smáþjóð, eins og okkur íslend- ingnm, að rétt og satt sé sagf frá málum vorum, úr því það er annars að minnast á þau. Má ekki minna vera en að sendiherra vorum í London sé skipað að leiðrétta tafarlaust ranghermi þau um oss, sem fram kunna að koma í stór- blöðunum ensku, og oss eru skaðleg, því þetta er skylda hans. Og ættu ekki útlendir fréttaritarar að þurfa að hafa fyrir slíku. JBraiTtinni hafa borist bréf austan úr sveitum, þar sem henni er þökkuð barátta henn- ar fyrir framgangi járnbrautar- málsins. — Eru bændur austan- fjalls mjög áfram um að járn- brautarlagningin verði hafin sem allra fyrst, þvi þær samgöngur sem þeir nú hafa við að búa, eru algerlega óviðunandi. Frú Guðrún Jóns- dlóttir*, sem auglýsir hér í blaðinu í dag, hefir um all- mörg ár haft straustofu hér í bænum. Nú hefir hún sett á stofn nýtísku straustofu í Miö- stræti 12, niðri. Veitir hún þar stúlkum tilsögn í strauningu, með timakenslu 3 daga í viku. — Hefir frú Guðrún horfið aö þessari nýbreytni, með hliðsjón af því, að nú eru rafurmagns- straujárn má heita í hverju húsi hér í Rvík, og því nauðsynlegt fyrir konur, að kunna að not- færa sér þau til hlýtar. Einnig er svona timakensla mjög hentug fyrir námsstúlkur utan af landi, því nú fer rafmagnið sigurför um sveilirnar. — Frú Guðrún Jónsdóttir hefir jafnan getið sér hinn besta orðstír fyrir vand- virkni, myndarskap og prúð- mensku í hvívetna. x. Mest úrval af GLERVÖRU BÚSÁHÖLDUM VEFNAÐARVÖRU í EDINÐORG NÝJAR VÖRUR með hverju skipi. VERZLIÐ f EDINBORG UNDIRRITUÐ selur gott fæði, einnig miðdags- mat og einstakar máltíðir. Miðdagsmatur sendur heim ef óskað er. Oddný Bjarnadóttir. Bergstaðastíg 8.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.