Brautin


Brautin - 07.09.1928, Blaðsíða 3

Brautin - 07.09.1928, Blaðsíða 3
BRAUTIN 3 >> Steck“- Piano og Pianolur Nokkrir af listamönnum þeim sem eingöngu leika rullur fyrir Aeolian Co.,: E. d. Albert, C. Arrau, F. Busoni, T. Carreno, A. Cortodo, A. C. Debussy, y,\,- E. Erdmann, E. Eischer, L. Kreutzer, A. Rubinstein, I. Paderewski ect. íi^ Ennfremur til athugunar: Það eru aðeins til þrjú fræg alþjóða Piano Firmu. Eitt þeirra er Aeolian Co., sem gerir „Steck“ Piano og Pianolur. — Hin tvö hafa verksmiðjur í tveim löndum. — „Steck“- Piano og Pianolur eru gerðar í fimm löndum og tólf borgum. — „Steck“ hefur verið á markaðnum síðan 1857. — Acolian Co., nefndi sín sjáflspilandi Piano „Pian- oíur“ og hafa þau orðið svo kunn um heim allan að orðið Pianola er í daglegu tali notað um öll sjálfspilandi Piano. Betri meðmæli eru fátíð. Stuvlauguv Jónsson & Co., Reykjavík. EYÖibýlið. Eftir Ingveldi Einavsdóttuv. Frh. Andróður. x»Þungt er að gutla á kotnngs- kænum«, segir unga Kjarna- skáldið okkar, og það er hverju orði sannara. Svo reyndist þeim líka hjónunum á eyðibýlinu. Að vísu komust þau í dágóð efni um eitt skeið, meðan upp- kotnin börn voru bjá þeim, en lengst af tóku þau barninginn. Andviðrin komu úr ýmsum átt- um. Sex af börnum stnum mistu þau á ýmsum aldri og með ýmsu móti. Tvö dóu í sömu viku tir barnaveiki. Konan átti hvað eftir annað við heilsuleysi að slríða, þótt furðanlega rætt- ist úr þvi aftur. Fiskileysis-ár og fellisvetur veiltu þeim, sem öðrum, þungar búsyfjar. Fjár- kláðinn herjaði landið i annað sinn, og var þeim sú endur- minning sárust, næst barna- missinuni, er féð var leitt fram á blóðvöllinn alheilbrigt, og skorið niður alt í hóp. Sögðust þau aldrei hafa fengið jafngóð- an fjárstofn aftur. Bóndinn var, eins og áður er sagt, hið mesta hraustmenni og atorkumaður, en á sextugs aldri misti hann sjónina. Áttu þau þá 3 börn ófermd, en sonur þeirra, sá eini er komst til full- orðins ára, var innan við tví- tugs aldur og ekki vel hraust- ur. Ein dóttir var þá heima, lítið eitt eldri en hann, hinar voru giftar og komnar burtu. Faðir þeirra vann margt, þó blindur væri, svo að það þótti með afbrigðum. En vitanlega leið heimilið hinn mesta hnekki við sjónleysi hans. En þrátt fyrir það fylgdist hann með öllu á heimilinu, alt var hon- um sagt og alt borið undir hann, hvað lítið sem var. Hann var látinn þreifa á Iömbunum á vorin og fénu, sem af fjalli kom, á haustin, rófunum úr garðin- um, og öllu sem nöfnum tjáir að nefna. Þannig var honum sýnd virðing og alúð i hverju sem var, og undi hann furðu vel hag sinum þegar frá leið. Ég kyntist þeim hjónum fyrst á elliárum þeirra, og var þá sjálf varla komin af barnsaldri. En miunisstæðar eru mér þær stundir, sem ég sat hjá gömlu konunni og hlýddi á margvís- legan fróðleik, sem hún æfinlega hafði til taks, þar sem námfús börn voru annars vegar. Hún var svo vel heima í fornsögum okkar, Völsungasögu og alls- konar fornum fræðum, að aldrei hefi ég kynst við þvilíkt siðan, hvorki hjá karli né eiiiiiiiiiiiiiiiisiiiitistsiiiHiiiiiiiiiii* | Þegar bóndann yðar | s vantar föt, þá sendið hann í S f FATABÚÐI N A | § Þar er stærst úrval af E S fallegum og vönduðum s E E | KarImannafötum, | E með lægsta fáanlegu verði. E iiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiieiiiiiiiiiiiiiinS konu. Oft vitnaði hún lfka í »Klausturpóstinn«, »Félagsritin« og fleira. Heldur var henni lítið um »Fjölni«, til dæmis þótti henni þar óþarflega ráðist á rfmurnar, enda var Sigurður Breiðfjörð einn af heDnar uppá- haldsmönnum. Hún kunni mik- ið úr rímum og hinn mesta fjölda af lausavísum, sem hún raulaði stundum eða hafði yfir við ýms tækifæri. Ættfróð var hún með afbrigðum og vissi deili á svo mörgum mentamönn- um, að mig stórfurðar þegar ég hugsa til þess, hvernig hún gat náð i fræðslu um það alt. Yfir- leitt er mér það hin mesta ráð- gáta, hvernig hún hafði náð því, að auðga anda sinn, svo sem raun var á og halda þeim auði, þrátt fyrir alt sitt mikla stryt og áhyggjur fyrir lífinu. Hún var svo hreinlynd, að hjá henni hafði maður æfinlega fast land undir fótum og svo hjartahlý, að hjá henni var altaf gott að vera. Frh. 40 með trúmensku, og stundum með snilli, en hugur hans beindist í alt aðra átt. Þessu fór fram eitt árið, og enn var koinið að haust- dögum. Vilhelm hafði engan hvíldartíma tekið sér alt sumarið, en þeirrar ánægju hafði hann notið, af því að nú hafði hann launin og var sparsamur, að hann gat látið móður sína og Elsu dvelja tvo heitustu sumarmánuðina uppi i sveit. — Cecilia var í Paris. — Nú voru mæðgurnar aftur komnar í bæinn, og voru að taka til í herbergjunum, áður en náins- meyjarnar kæmu, til þess að halda áfram námi sínu í Kenn- araskólanum og á leikfimisnámsskeiðinu. Vilheliii hafið hitt nokkra skólabræður sina frá fornu fari, er verið höfðu á háskólanum veturinn áður, og voru nú að búast til að fara þangað aftur. Hann hafði verið með þeim nokkur kvöld, og heyrt á samræður þeirar um náin sitt og stúdentalifið yfirleitt. Nú iðraðist hann sárlega eftir þessi kvöld, og óskaði þess að hann hefði aldrei hitt skólabræður sina. Sterkar en nokkru sinni áður þráði hann nú háskólanámið, en til þess að deyfa þá þrá sökti hann sér með hamslausum ákafa nið- ur í tölur sinar og reikninga. Þetta hepnaðist honum þó raunalega illa. Óróin í brjósti hans lagðisl þungt á hann, og' þetta því fremur, sem hann var einn um hana. Þegar Scott bankastjóri kom heim aftur til Stokkhólms úr sex vikna ferðalagi erlendis, brá honum í brún, er hann sá Vilhehn. — Hefi eg lagt of þung störf á yður, eða livað er að yður? 37 ur. Þá veit eg vel, hvað eg mundi gera. — Hvað þá? —• Kaupa Fallsta aftur, svæla Gissler út, svaraði haim lágri röddu, en býsna þróttmikilli. Alt, sem hann leggur fram vegna systra minna, mundi eg endurgreiða honum með vöxtum, til þess að ekkert okkar þyrfti að vera í neinni þakkarskuld við hann. Þessu svaraði móðir hans engu. Henni féll svo sárt, að heyra hann tala um Gissler, og sá, að þýðingarlaust var, að ætla sér að mýkja skap hans. — Átt þú að taka til starfa á morgun? — Já. — Hvenær var þetta ráðið af? — Fyrir stundu síðan. —■ Er það fyrir lilstilli Alfreds að þú fjekst stöðuna? — Já. —- Verður hann í félagi við föður sinn? — Ekki veit eg það. Hann fer erlendis nú í vetur, til þess að skemta sér. — Það er hættulegt að vera auðugur, mælti hún hugsi. Hann brosti við. — Eg vona að eg sé nú á leiðinni úí i þá hættu. — Leitaðu ekki auðæfa, Vilhelm! Afla þér daglegs brauðs, einskis frekar. Eftirsókn eftir auði getui’ leitt menn í snöru. Hann gekk út að glugganum og staðnæmdist þar með hendurnar í buxnavösunum. — Hvers annars skyldi eg leita, en peninga á sjálfum peningamarkaðinum ?

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.