Brautin


Brautin - 07.09.1928, Blaðsíða 4

Brautin - 07.09.1928, Blaðsíða 4
4 BRAUTIN cVquóu mér! Lengi var ég lilil, snauð, lagðist pungt í efa. Loksins fann ég feiknar-auð, fékk hann til að gefa. Sá ég og hegrði hinna nauð, hróp ór myrkri efa. Hélt á krafta’ og kgnja-auð, kunni ekki’ að gefa. Áköf löngun i mér brann. annara hungur sefa. Kgnlu, Guð minn, kœrleikann, kendu mér að gefa! Ólöf frá Hlöðum. Rúgmjöl og alt krydd í slátur fáið þér best og með lægstu verði hjá okkur jUUsl/aldl Hafnarstræti 18 leysir af hendi allskonar smáprentun. osturinn er uppá- hald allra þeirra, sem reynt hafa. Heildsölubirgðir fyrir kaupmenn og kaupfélög hjá Skrítlnr. Vinurinn: »Hverju svaraði María bónorði þínu, Hinrik? Hún neitaöi mér og gaf þá á- stæðu, að hún ætti enga for- eldra á lífi, sem hún gæti flúið til, þegar okkur færi að koma illa saman. Sanngjarnt verð. — Sími 2170. Prentsmiöjan Gutenberg. Á STRAUSTOFUNNI í Miðstræti 12 geta stúlkur fengið tilsögn í að straua hálslín og fleira. Einnig eru þar teknir menn í þjónustu og allskonar tau tekið til þvotta og strauningar. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR. i----------------—--------------4 æiaæHðtietisnæiaSHetis fl fl « Bestu matarkaupin « m gerið þér, með því að verzla við m g Matardeild Sláturfélagsins. § Hl Hafnarstræti 19. Sími 211. $£ ssaæaænsnstssnæaen" NÝKOMIÐ í GLERVORUDEILDINA úrval af kaffistellum fyrir 12 og 6 manns. Sömuleiðis bollapörum, blómstur- vösum afaródýrum og mörgu fleiru. Eimskipafél.húsinu. Sími 491. 25 Verðlaun samtals 1200 krónur, verða veitt þeim, er kaupa Fjallkonu-skó- svertuna, sem er langbesta skó- svertan. Sjálfsagt er að allir taki þátt í samkepninni, það er engin fyrir- höfn, aðeins dálítil pössunarsemi. Lesið verðlaunareglurnar, sem eru til sýnis í sérhverri verslun. I.í. Sfnagerð Reykjavíkur. 38 Hreimurinn í rödd háns snart hana sáran. — Hví velur þú þér þá lífsbraut, sem er þjer ógeðfeld? — Eg hefi ekki um neitt að velja. Annars er fólginn mátt- ur í gullinu. Verði eg auðugur maður, slcal eg nota pening- ana til þess, að hafa auðinn og auðmennina i hendi mér. Hún sat í stól sínum og horfði á hann, og allar hræringar hjarta hennar spegluðu sig í svip hennar. Hann sneri sér við, og varð þessa var. Og þessi móðursvipur dró hann ómót- stæðilega að henni. Hann kom og settist á fótskemil við fætur henni. Hann langaði til að hún færi höndum um sig. Hún klappaði blíð- Iega á kollinn á honum, sem var vaxinn stuttu, en þéttu og þykku hári. Hann horfði framan í hana, og brosti. Aldrei voru augu hans fegurri, en þegar þessi hýra, sem móðir hans ein hafði hingað til getað kallað fram, skein út lir augum hans. — Mér þætti vænt um, að fá að vita, hverjar muni bænir þínar verða fyrir mér, er eg Iegg nú út á nýja lífsbraut, mælti hann þýðlega, og brá fyrir um leið meinhægri glettni i svip hans. — í þær bænir mun eg leggja margt og mikið. — Segðu mér, hvað svo sem? — Að guði mætti þóknast að leiða þig, að hann hjálpi þér til að koma auga á snöruna, ef þú lendir í henni, og að hann gefi þér vilja og kraft til að slíta hana af þér í tíma. Hann brosti. — Átt þú ekki einu sinni svo mikið skylt við þessa jörð, mamma, að þú getir beðið um velgengni mér til handa? 39 — Auðvitað mun eg beiðast þess, að guð veiti þér svo mikið veraldarlán, sem þú ert fær um að þola. — Og ef eg skyldi nú elcki þola neitt þess háttar? — Þá bið eg þess, að guð haldi höndinni að sér. — Hvernig í ósköpunum á eg að geta komist ál'ram í heiminum með svona móðurbænum! mælti Vilhelm hljóð- lega, og kysti á hönd henni. VI. Vilhelm Gripenstam var gæddur skýrum skilningi, skarpri athugunargáfu, árvekni, og viljastyrk, og þetta voru eðlis- kostir, er voru honum trygging fyrir góðu gengi við hvaða lífsstarf, er vera skyldi. Honum var og óvenjulega'sýnt um, að átta sig á öllu, er við kom hinu nýja starfi hans, og fyrir gat það komið, að hann léti uppi þær tillögur og úrlausnir mála, er vöktu undrun húsbónda hans, og hann var sér- staklega ánægður með, því að þær bentu á langtum meiri vitsmunaþroska og hyggindi, en lniast mátti við af manni, er ekki hafði meiri lífsreynslu að baki, en Vilhelm. Scott bankastjóri hafði hinn unga, dugmikla skrifstofu- þjón sinn í æ meiri metum, og l'ól honum oft úrlausn þeirra mála, er hann var annars aldrei vanur að trúa liinum yngri skrifstofuþjónum sínum fyrir. Scott var ekki gjarn á lofsyrði, en Vilhelm blandaðist þó ekki hugur um, að hann naut trausts og tiltrúar hús- bónda síns, og var það lionum enn meiri hvöt til þess, að eiga það að fullu skilið. En ekki gat það lánast, að hann fengi neina verulega ást á starfi sínu. Hann rækti starfið

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.