Brautin


Brautin - 13.09.1928, Blaðsíða 1

Brautin - 13.09.1928, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Sími 1385. Marta Einarsdóttir. Sími 571. Brautin. Ötgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Afgreiöslusími: 437. i. árgangur. Föstudaginn 13. september 1928. 12. tölublað. Breyting á sendiherraembættinu Sendllierraembættið í Höfn shal tafarlanst lagt niðnr, en nýtt sendiherra- eða Yiðskiftaherracmbætti skal sett á stofn í London. Söngfólk. Með því að oss undirrituðum hefir verið falið að mynda 100 manna blandaðan kór, er syngja á, á Alþingishátíð- inni 1930, óskum vér að alt það fólk, konur og karlar, sem hugsa sér að taka þátt í kórsöng þessum gefi sig fram við einhvern af oss, sem allra fyrst. í kórnefnd Alþingishátíðarinnar: Sigurður Ðirkis. Jðn Halldórsson. Sími 1382. Sími 952. Sigurður Þórðarson. Sími 2177. Það hefir löngum verið svo að oss íslendingum hefir fund- ist allur heimurinn vera, þar sem Danir voru. Alt útlent var kallað danskt. Jafnvel skórnir voru danskir, þó Danir hefðu ekki annað gert, en taka ó- makslaun sín af að senda oss vöruna í sfnu nafni, í stað þess vér keyptum vöruna millaliða- laust frá stórframleiðslulandinu, Þegar vér fáum fullveldis- nafnið og hugsum oss að hafa sendiherra i útlöndum, til að greiða fyrir málum vorum, fer enn á sömu leið. Vér sjáum ekki nema Dani og okkur verð- ur fyrst fyrir að hafa 60 þús- und króna sendiherra hjá stór- veldinu mikla, Dönum, sem þó í raun og veru eru ekki nema barn hjá risa, samanborið við stórþjóðirnar. Nú er það kunnugt, að við- skifti vor við Dani og Norður- landaþjóðirnar eru tiltölulega smá og ættu að réttulagi að færast meir og meir yflr til stórþjóðanna beina leið, í stað þess að hjakka i gamla úrelta farveginum, að nota Dani sem milliliði. Nauðsyn á rándýrum sendi- herraembætti í Höfn er því lítil og fer minkandi, og þar sem Danir fara að nafninu með utanrfkismál vor, ætti þeim hvað helst að vera treystandi að sjá nokkurnveginn um fram- kvæmd þeirra mála vorra, sem snerta Danmörku og Norðurlönd. Þess vegna sýnist full ástæða til að sendiherraembættið í Kaupmannahöfn verði þegar lagt niður, Brautin vill því gera það að iillögu sinni, að vér hœttum að hafa sendiherra i Hö/n en setj- um aftur á móli upp sendi- herra- eða viðskifiaherraembœlti í London. Ástæður þær sem mæla með því, að nauðsynlegt sé og rétt fyrir oss að hafa sendiherra vorn í London eru margar og miklar, en hér skulu taldar þær helstu: I. Kjötmarknðnrinn fyrir nýtt fryst kjöt er nú smátt og smátt að opnast fyrir oss í Englandi. Þar sem vér höfum nú íengið góð kæliskip til flutninga á kjötinu, má vænta að markaður þessi aukist óð- um, er því nauðsynlegt að hafa sendiherra vorn í þessu landi til að leiðbeina oss og aðstoða svo árangur geti orðið sem bestur. Þetta er mikiisvarandi mál fyrir bændur vora, því þetta er þeirra aðalframleiðslu- vara og er því mikils um vert, að þeir fái sem best verð fyrir vöru þessa og að alt sé gert, sem hægt er, til að kynna hana og afla henni álits. Og að þvi verki ætti duglegur sendiherra að geta unnið með góðum á- rangri. II. Smjörmarkftðarinn. Markaðurinn fyrir islenskt smjör er, sem stendur i mikilli afturför, en nú er það áhuga- mál bænda að reyna að bæta hann og efla. Aðalmarkaðsland fyrir islenska smjörið hlýtur að vera England, þess vegna er oss lifsnauðsyn að láta ekkert tækifæri ónotað til að ryðja isl. smjöri braut í Englandi og í þessu máli hlýtur að vera stórt verkefni fyrir ötulan og fram- kvæmdarsaman sendiherra. — Þessi tvö mál, sem hér hafa verið nefnd, eru svo mikil nauðsynjamál fyrir bændur vora, að þau réttlæta fullkom- lega þá tilbreytni að sendiherra vor taki sér bólfestu í London í stað þess að hima aðgerða- lítill i Höfn. III. Fiskmarkaðarinn. Það er öllum kunnugt, að England er aöalmarkaðsland vort fyrir allan ísíiskaila okkar, auk þess, sem þar selst mjög mikið af blautum fiski og myndi vera hægt að auka þann markað stórum. Öllum mönnum hlýtur að vera það ljóst, að hér er um svo stórkostlegar fjárupphæðir að ræða fyrir þjóðina alla, að það eilt væri nóg verkefni fyrir sendiherra vorn að leiðbeina og kynna sér sem best alt þessum mörkuðum viðvikjandi, því hér velta ekki upphæðirnar á hundr- uðum heldur miljónum króna. Það er alveg undravert hve lítil rækl hefir verið lögð við það að kynna sér alt þessum málum viðvíkjandi og hverjar umbætur eru nauðsynlegar til þess að vér stöndum öllnm öðr- um þjóðum framar á þessum mörkuðum, eins og oss hefir tekist á Spáni og Ítalíu, með þær fiskafurðir, sem vér send- um þangað. Gæti jafnvel komið til mála að setja ströng lög um að vanda sem best allan isfisk til útflutn- ings og flytja aldrei gamlaneða vondan ísfisk. Einnig lög um að ísinn, sem fiskurinn er geymdur í, sé hreinn og góður, o. s. frv. Þessi mál eru svo vandasöm að ekki myndi af veita að sendiherra vor kynti sér þau vendilega og legði á holl og góð ráö, þar sem hon- um þurfa þætti. Sendiherrann á og þarf að vera í Englandi, en ekki hjá stórveldinu mikla Dönum. IY. Peningamarkaðarinn. I London er aðal peningamark- aður heimsins. Þar er aflstöð allra viðskifta og framkvæmda. Vér erum hér að rolast með peningastofnanir, sem eru á horriminni af vesaldómi og ó- áran. En skamt frá oss er éin sterkasta peningamiðstöð heims- ins og okkur dettur ekki í hug að sækja þangað kraft og þrótt til að skapa oss heilbrigt og samkeppnisfært viðskiftafjár- magn. Yms blöð vor eru að síta og gráta yfir þvi, ef bankastjóri fær 20 til 30 þúsund kr. laun á ári. En ef vér hefðum nokk- urt vit á peningamálum, þá ætt- um vér ekki að líta við nein- um bankastjóra, sem léti sér detta í hug að vinna fyrir minna kaupi, nema þá i gustukaskyni. Ein einasta röng ákvörðuu bankastjórnar getur bakað land- inu miljóna tap. Eins og lika vitur og snjöll bankastjórn get- ur skapað landinu miljónagróða og orðið máttarstoð og hreyfi- afl allra heilbrigðra framkvæmda og viðskifta í landinu. Vér eigum þess vegna að launa fjármálamönnum vorum vel, en vér eigum að heimta af þeim að þeir séu duglegir og röggsamir. Vér eigum að heimta að þeir hefji harða baráttu fyrir því, að láta banka- og peningastofn- anir landsins losua úr því öng- þveiti, sem þær nú eru i, og útvegi þeim það fjármagn, sem landsmenn þurfa, tregðulaust og með skilyrðum, sem best fást hjá öðrum þjóðum. Petta er markið, sem keppa verður að og vér verðum að heimta að þetta sé gert. Það er því mikið verkefni fyrir hendi. ef peningamál vor eiga að komast i það horf, að jafnast geti við það, sem best er hjá öðrum þjóðum. En ef vér eigum nokkurn tíma að ná þvi takmarki, verð- um vér að leggja meiri rækt við þessi mál en hingað til. Og framar öllu öðru vér þurfum að hafa mann á aðalstaðnum London, til að kynna sér sem best þessi mál öll og í samráði við bankastjórnir vorar og rík- isstjórn vinna að hröðum um- bótum á þessu sviði. Þetta er eitt stærsta verkefni sendiherr- ans. Það rekur því enn að þvi sama: Sendiherrann á að vera í London. Y. Fimta ástæðan er úrslita- ástæðan, sem getur haft stórkostlegar af-

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.