Brautin


Brautin - 13.09.1928, Blaðsíða 2

Brautin - 13.09.1928, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN xoo»aaoo««H30ocH30»ooa»o BRAUTIN | kemur út á föstudögum. — jjjj Mánaðargjald fyrir fasta á- skrifeudur er 50 aura; einstök blöð kosta 15 aura. Afgreiðsla blaðsins er í húsi K. F. U. M. Opin kl. 4—7 dagl. S JOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOC leiðingar fyrir þjóð vora í fram- tíðinni. Vér höfum enn engan undirbúning hafið fyrir því, hvernig vér skulum haga oss þegar sambandslögunum verð- ur sagt upp. Þó er eitt víst, að hvort sem skilnaður verður eða samband framvegis, þá mun það vilji allra landsmanna að vér tökum að oss uianríkismál vor að meira eða minna leyti. En til þess að það megi verða, þurfum vér að vera búnir að undirbúa það og kynna oss sem best framkvæmd slíkra mála. En það getum vér á engan hátt betur, en með þvf, að setja nú þegar á stofn sendiherra- eða viðskiftaherraembætti í London, þar sem sendiherra vor gæti kynst sem best öllum utanríkis- málum eins og þau eru fram- kvæmd hjá stórþjóðunum. Með þessu móti stöndum vér aðöllu leyti betur að vígi þegar vér eigum algerlega að standa á eigin fótum i þessum málum, því slíkt verður ekki lært alt í einu. Reynslan er þar besti kennarinn. Þess vegna rekur enn að því sama, sendiherrann á að vera i London en ekki í Höfn. Hér hafa verið færðar fram aðalástæðurnar fimm fyrir nauð- syn þess, að sendiherraembætt- ið i Höfn sé lagt niður, en sendiherra eða viðskiftaráðherra sé búsettur i London og gæti þar hagsmuna íslensku þjóðar- innar á öllum sviðum. Islendingar hafa ekki ráð á þvi að vera að kasta 60 þús. kr. í sendiherraembætti í Höfn, sem lítið gagn er að. En þeir hafa enn siður ráð á þvi að eyða stórfé vegna þess, að þeir hafa ekki sendiherra þar, sem veruleg þjóðarnauðsyn og þjóð- arhagur krefst þess, að vérhöf- um duglegan og framtakssam- an, islenskan mann, sem i hví- vetna gætir hagsmuna þjóðar- arinnar. Brautin vill því að breyting sú, sem hér hefir verið nefnd, fari fram þegar á næsta þingi, þvi bið er þjóðarskaði. A: Þér viljið þá fullyrða að þér séuð meiri maður en ég. B: Já, það gjöri ég. A: En, það eruð þér ekki, þér eruð alveg það sama og ég; þér eruð reglulegur asni. Eyöibýlið. Eftir Ingveldi Einarsdóttur. Niðurlag. Blessuð sé minning þeirrar ágætiskonu, hún átti skilið að vera elskuð og virt af öllum sem henni kyntust. Og hún var það af mörgum, en þó voru sumir, sem fanst lítið til um hana þótti hún vera gamaldags, durnaraleg, og að yfir henni lægi einhver barndómsandi, og lá við að ungl fólk henti gaman að orðatiltækjum hennar. Ég hékk þar aftan í áður en jeg kyntist henni persónulega. ÓI hvað við máttum skamm- ast okkar. Ekkert okkar nær þangað nokkru sinni, sem hún hafði hælana. En við vorum einfeldningar og vissum ekki, að þarna var kóngsdóttir i á- lögum. Hún var barn sins tíma og gat ekki fylgt með nýja tim- anum, en hún hefndi sín með því, að bregða yfir hann álaga- ham gamallar konu, sem nú þótti tötralega eða álappalega klædd, þótt búningur sá, er hún bar, þætti snotur á æskuárum hennar. Allskonar breytingar láu i loftinu: Faldbúningurinn gamli lagðist niður, og nýja skautið kom í staðinn, skotthúfan hækk- aði upp í hársrætur og settist loks á hvirfilinn. Karlmennirnir breyttu lika um búning. Silfur- bneptu stutttreyjurnar hurfu, og komu í staðinn jakkaföt með samlitum knöppum. Petta fanst gömlu konunni síst til batnaðar og kallaði það heig- ulshátt og apaspil að elta tískuna í þessum hlutum. Áttu dætur hennar stundum í vök að verj- ast, þvi þeim var bæði ljúft og nauðsynlegt að klæða sig nokk- urnveginn eins og annað fólk. Og það var fleira en klæðnaður- inn, sem breyttist. Framgjarnir æskumenn þráðu breytingar, þeir litu með fyrirlitningu á flesta siði feðra sinna. Dansk- mentaðir uppskapningar frá kaupstöðunum kendu fólki að að líta smáum augum á sína eigiu þjóð. Vesturheimsagentar ólu á óánægjunni, og margir meðal hinna efnilegustu manna yfirgáfu land sitt alveg. Versl- unin breyttist til hins betra, en það gat gamla konan í dalnum ekki skilið. »PeningaversIun, það væri ef til vill gott« sagði hún, »ef fólk kynni með að fara, en til hvers ætli það verði, nema til þess, að meira verður keypt af óþarfanum«. Eða þegar »Þjóð- ólfur« fór að ræða bankamál; ekki sást hún oft við blaðalestur, en ég furða mig á því nú; hve vel hún setti sig inn i þau mál »Það sannast«, sagði hún, »að ef þessi banki kemst á, þá verður það til þess að óráðssiu- menn taka þar lán út á óðul æ X X >.< y>. >.< s< >.< y< >.< y< >.< y< >.< Belti, millur, beltispör og alt annað kven- silfur er best að kaupa í Gullsmiðjunni „MálmeY** Laugaveg 4 Reykjavík. Vörur sendar gegn póstkröfu, hvert á land sem óskað er. y< >.< y< >.< y< >.< y< >.< y< >.< y< >.< y< >.< y< >.< y< >.< y< >.< feðra sinna, og sóa svo út pen- ingunum í tóman óþarfa, en jarðirnar standa fastar i þessum góða banka, og hann leigir þær út með afar kostum«. Æskuheimilið var hennar kærasta umtalsefni. Það var gaman að fylgjast með henni um vorlöndin hennar. Ég sé enn i huganum margt er hún sagði mér um kaupstaðarferðir, grasaferðir, gestakomur og fl. Var henni einkum minnisstætt er mentamenn heimsóttu föður hennar, og hún hélt sér vak- andi fram á nótt til að hlýða á tal þeirra. Fróðleiksmolar sem hún náði i, voru hennar líf og yndi. Náttúrufegurðin með öllum sin- um tilbreytingum var leiksystir hennar fram á elliár. Margan klettinn, hólinn og dalinn sá eg fyrst með hennar augum. Um sjálfa sig talaði hún fátt, var eins og öll hennar langa barátta fyrir búi og börnum væri varla umtalsverð. Hún var ein af þeim konum, sem var sjálfkjörin ljósmóðir þótt ólærð væri, og var mér sagt að hún hefði tekið á móti mörgum börnum, og altaf farnast vel. Aldrei heyrði ég hana minnast á það. Oft bar það við að aðkomu- menn mintust á, að miklu starfi væru þau hjónin búin að af- ljúka að koma svo mörgum börnum fram yfir ósjálfbjarga- aldur. Ég man hve þá lifnaði yfir gamla manninum — en hún lét sér fátt um finnast: »Manni er ætlað þetta aí for- sjóninni« sagði hún. — — »Ójúl með því arna slrið- inu og baslinu hefir maður, með guðs bjálp, komist af án sveitar«. ketta sagði hún í vonbrigðaróm, eins og hún vildi segja: Minna gat það varla verið! Þessar framanskráðu endur- minningar voru í fyrstu eigi til þess ætlaðar að koma fyrir al- menningssjónir, skortir og mik- ið á, að þær séu fullnægjandi frásögn um Eyðibýlið og ibúa þess. Nöfn hafa ekkert gildi fyrir ókunnuga og er þeim því slept hér, en þeir sem til þekkja, munu kannast við bjónin í dalnum. Börn þeirra hjóna eru flest dáin, en afkomendur þeirra búa viðsvegar, bæði hér á landi og erlendis. Væri vel ef einhver sem betur veit, vildi fylla í skörðin og semja gleggri sögu um þennan litla, en eigi ó- merkilega þátt, úr baráttu bænda fyrir lífi sínu og sinna. Eyðibýlið liggur enn bygt og blómlegt móti sólu, og líklega kunna börnin enn að nota sér »steinkirkjuna« við litla lækinn. Heimsstjórnin. Eftir dr. Artnie Besant. Lausl. þýtt af H. Á. Framh. Nyr kynþáttur. Vér lifum á byltingat.ímum, og því er það, að heimurinn hefir nú betri framfaraskilyrði en nokkru sinni áður. Næsta skref verður í áttina til eining- fir. Vér erum að byrja vegferð upp hinn mikla þroska-stiga. Þrepin, sem eru fyrir neðan oss, eru gjörð úr göllum þeim í fari voru, er vér þegar höfum sigrað. Nýr kynþáttur er að fæðast í öllum löndum, en er þó einna fjölmennastur i Ame- riku. Þessi nýi kynþáttur læt- ur sig litlu skifta margt það, sem eldri kynslóðin hefir í há- vegum haft. Einingar-hugur og einingar-kend eru aðal einkenni hins nýja kynþáttar. Lif, í sannleika líf, er markmið hans. Eining er kjörorð hans. í skýrslum þjóðfræðiskrifslofunn- ar í Wasington er getið helstu líkamseinkenna þessa nýja kyn- þáttar. Þar er honum gefið nafnið „Ameríkanar". Alstaðar í heiminum verðum vér vör vaxandi einingar, vax- andi þorsta eftir sönnu lífi. Kynsmunur fer minkandi, sam- vinna hefst með ólíkum stétt- um, þar sem sundrung og flokkadrættir áttu sér áður stað. Hvort sein orsakirnar stafa frá þjáningum eða nauð- syn, verður því þó ekki neitað, að' heimurinn þokast í rétta átt. Mótstaðan er enn mikil, ávext- ir hcnnar gcta aldrei orðið ann- að en eynul og bágindi um stundarsakir, en skaðinn gerir menn hyggna. En komist visk- an lil valda, verður unnið að eining meðal stétta, og þjóða, þar til alt mannkyn er ein stór

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.