Brautin


Brautin - 13.09.1928, Blaðsíða 3

Brautin - 13.09.1928, Blaðsíða 3
BRAUTIN 3 Thorvaldsensbazarinn m tekur til sölu alla velunna, vandaða, || íslenska heimilisvinnu. M cJrornin. Fréttir, fjölskylda. Alt það, sem að ein- ingu vinnur, er á uppleið, alt það, sem aðskilnaði veldur, er a öfugri leið. Lýðveldið mikla. Enn er heimurinn langt frá því að þjóðirnar myndi eina stóra fjölskyldu og veldur þar miklu um mismunur kyn- flokka og átrúnaður. En mynd- ast hefir byrjun til sambands milli ólíkra þjóða, ensku þjóð- arinnar annarsvegar og Ind- verja hinsvegar, og gæti úr því sambandi orðið byrjun til heimsveldis, væru þjóðir þessar á eitt sáttar. Með því væri svo lagður hyrningarsteinninn að sambandi milli Austur- og Vesturlanda, Asíu og Evi’ópu. Sú var fyrirætlunin, þá er Ind- land komst undir yfirráð Breta, að samband kæmist á milli eldri og yngri kynflokka, með þjóðfélagsskipulagi, sem sæm- andi væri frjálsum þjóðum; þar sem allir stæðu sem einn mað- ur í kærlejka, vináttu og virð- ing; þar sem enginn væri réttar- eða stéttamunur; hin fyrsta fullkomna eining ólíkra þjóða, ekki í keisraraveldi, sem haldið væri saman með her- valdi, heldur lýðveldi, sem grundvallaðist á sameiginlegum þjóðavilja og vináttu. Austur- og Vesturlönd. Oss, sem byggjum Vestur- lönd, hættir við að gleyma því, að til eru austurlandaþjóðir, fullar af lifi, fullar af fjöri, fullar af hugsjónum, fullar af vonum, austurlandaþjóðir með langa fortíð að baki sér, mjög margbreylilega og mjög merki- lega. Eg, sem hefi átt þar heima alllangan tíma, furða mig á því, að Bretar skuli ekki gefa Indverjum meiri gaum, í því skyni, að gera tilraun lil að samlaga menning og hugsjónir Indverja sinni eigin menning og hugsjónum, sem þó ólíkt sýnist og jafnvel virðist hvort öðru gagnstætt, liggur í sömu átt og stefnir að sama marki. Pythagóras nam fræði sín af Egiptum og Indverjum, þannig átti hin fræga, gríska heimspeki, sem mótaði lnigi Evrópumanna, rót sína að rekja til Austur- landa. En dýpst og varanlegust hafa þó orðið þau áhrif Austur- landa á Evrópu-þjóðirnar, er bárust með kristninni. Útlit er fyrir, að hinn kristni heimur hafi gleymt því, að Kristur var að likamanum til ættaður frá Asíu, Gyðinga-ætlar. Biblía kristinna manna er Aust- urlandafræði, bæði Gamla- og Nýjatestamentið. En þrátt fyrir alt þetla, eru austurlandaþjóðir fyrirlitnar og útskúfaðar meðal kristinna þjóða. Framh. Fólk, sem þjáist af blóðnös- um, ætti alt af að bera á sér »tyggegúmí«. Undir eins og mað- urinn finnur að honum ætlar að fara að blæða nasir, á hann að byrja að tyggja gúmiið og mun lionum þá oftast strax hætta að blæða. Orkt af Maríu sál. Jóhannsdóttur skáldkonu, í vfsnabók Sigurborgar Jónsdóttur. Berir þú kvöl þér í brjósti, blœði sál þinni undir leitaðu að öðrum, sem liða léttu þeim sorgfullar stundir. Nœði um sál þína nepjan, ntstistu af rokveðurs öldum, skýldu þá öðrum sem skjálfa, skapaðu yl lianda köldum. Finnist þér von sérhver visna, veiki þig efi í geði, glœddu með umhyggju og ástúð annara llfstraust og gleði. Krjúptu með alt sem þig angrar að annara þrautabeði, þá mun sorg þín sefast og sál þín Ijóma af gleði, Evikmyndahúsin og börnln. Greinin um það efni, sem birtist hér í Brautinni hefir vakið mjög mikla eftirtekt. Þær myndir sem börnunum eru sýndar eru oft als ekki við þeirra hæfi. Allar mæður telja þaö óholt litt þroskuðum börnum og ung- lingum að sýna þeim viðbjóðs- legt látæði ósiðsemiskvenda og annan slikan óþverra. Leiða börnin saklaus inn i óþrifabæli lasta og glæpa, eins og þau tíðk- ast verst i mentunarsnauðustu hverfum stórborganna. Slikt á ekki að liðast. Það er þvi rétt sem áður nefnd grein heimtar: Strangt eftirlit með sýningum Kvikmyndahúsanna, að þvi er snertir sýningar fyrir börn og unglinga. Mæður skulu eiga hlutdeild i eftirlitsskoðuninni. Brautin mun heimta þetta strax og ekki linna fyrr en þessu er framgengt. íslenska hvenfólkið og útlendingnrinn. Útlendingur einnkomstsvo að orði um isl. kvenfólkið að það 44 bergi mínu. Hurðin var i hálfa gátt, og sá því og heyrði alt saman. Vilhelm leit niður og þagði, en varirnar, sem límdust fast saman, kreptur hnefinn, báru vott þess, að þögn hans staf- aði ekki af auðmýkt. Scott gaf honum nánar gætur. Honum var eitthvað kunn- ugt um samskifti þeirra Gisslers og föður Vilhelms, og grun- aði því, hver ástæðan væri til óbeitar Vilhelms á honum. En af því að Scott var að einu leytinu ekki vel kunnugur því máli, og að hinu leytinu af því, að hann leit á það frá sjónarmiði viðskiftalifsins, hugsaði sem svo, að sá sem ekki væri nógu varkár, yrði að taka afleiðingunum, þá hugði hánn að dómur Vilhelms um þau efni væri unggæðislegur og fjarri sanni. — Það, sem þér kunnið að hafa möti Gissler framkvæmd- arstjóra, er mál, sem mér kemur ekki við, og yður er vel- komið að gera reikningana upp við hann, alveg eftir eigin geðþótta, alstaðar annarsstaðar, en á skrifstofu minni. Hér eruð þér minn maður, og verðið því að koma kurteislega l'ram við aíla þá, sem erindi eiga við mig. — Eg' get ekki séð, að eg hafi sýnt af mér ókurteisi, end- urtók Vilhelm. Eg bauðst lil að segja frá komu hans. — En þér voruð svo ósvifinn, að spyrja um nafn hans, þótt yður væri það mjög vel kunnugt, mælti bankastjórinn mjög þóttalega. Honum fór að renna fyrir alvöru í skap út af þcssari óhemjandi þrjósku. En Vilhelm var nú ekki þann veg gerður, að liann léti bugast fyrir valdboði eða reiði. 41 spurði hann nokkuð hvatskeytlega, eins og honum var títt. — Eg hið fremur um meiri, en minni störf, svarað Vil- helm. — Þér hafið engra frístunda notið i alt sumar. — Sunnudagana þó að minsta kosti. Bankastjórinn sagði ekki meira, en næstu dagana veitti hann Vilhelm eftirtekt í kyrþey, og þóttist skynja, að hinn ungi maður starfaði af slíkum ákafa, að líkast væri, sem hann væri að flýja undan einhverju, er hann vissi ekki hvað var. Dag noklturn sat Vilhelm í ytri skrjfstofu húsbónda síns. Hann var þar einn þá stundina önnum kafinn við starf sitt. Sjálfur var bankastjórinn i innri skrifstofunni, og var hurðin milli herbergjanna í hálfa gátt. Útidyrahurðin var opnuö hvatlega, og inn var gengið. Vil- helm leit upp, og varð allur að hörku. Sólargeislinn, sem lagði skáhalt inn um gluggann og myndaði smágert ar í loft- inu, skein á komumann. Það var maður, sem eftir mundi hafa verið tekið innan um mikinn mannfjölda, og miklu fremur nú, er hann stóð þarna einn. í jafn hversdagslegri hreyfingu og þeirri, er hatturinn er tekinn ofan, lýsti sér ör starfsoka. Hann nam staðar í bili fyrir innan dyrnar, og starði á Villielm með dökku augunum sínum, og með þeim svip, er ekki var gott að þýða. Höfuðburðurinn hafði eilthvað ögrandi og frekjulegt við sig. Hárið sitóð út í loftið; hann hafði nýklipt, svart alskegg, og brá þetta skuggalegum svip á andlitið, og það því l'rem-

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.