Brautin


Brautin - 21.09.1928, Blaðsíða 3

Brautin - 21.09.1928, Blaðsíða 3
BRAUTIN 3 hoppa og létu fyrst eius og sér félli þetta vel, en þá kom það fyrir, að þau ráku sig á í þröngu gönguuum, urðu bályond yfir árekstrunum og meiðslunum, og kendu hvort öðru um. Síðan endurtekur þetta sig upp aftur og aftur, því nú er svo sem engin glæta lengur í göngunum hjá þeim. Blossinn minn brann óðara út þegar haftið var komið á þau, og engin tilraun til þess gerð að útvega nýtt eldsneyti. Og ekki einu sinni að þau fari varlega í myrkrinu, en eins og hoppa viljandi hvort á annað, þvílíkt! Að svo mæltu var hann allur á burt, en þær sátu þögl- ar við spunann og hugsuðu hver sitt, því heit samkeppni var undir niðri þeirra á milli, að ná tökum á mönnunum. Og enn stökk strákurinn Amor inn á skammbitann og sat þar nú kyr, karlvega. »Hvernig geng- nr þér með áhangendur þína?«, spurðu þær einum munni. »Og bölvanlega, altaf ver og ver!« Og hann tók að dinta sér í sæt- inu óþolinmóðlega. »Þau verða haftsár, æst og æf. Hann vildi skera á haftið, en hún kvað það vera verstu óhæfu, því prest- urinn hefði sjálfur sagt, að Guð væri búinn að gera þau að eín- um manni, um tíma og eilífð og Kristur hefði sjálfur helgað hjónaband þeirra með nærveru sinni við brúðkaupið i Kana«. »Bull!« sagði eiginmaðurinn og hólkaði niðnr af sér haftinu, wÞað var jörðin þin, en ekki þú sem ég sameinaðist« og svo hljóp hann, en hrossa-haftið þitt lá eftir sagði Amor undir- hyggjulega og deplaði augunum £3- Úr og klukkur af bestu tegundum fást altaf í fjölbreyttustu úrvali hjá GUÐNA Verðið lágt og hagfeldir borgunarskilmálar. ---8B— niður til Eigingirninnar. Nú sleppi ég alveg af þeim hend- inni, þau sinna mér ekki vitund upp á síðkastið. í kvöld æt!a ég að leggja blessun mina yfir önnur tvö, sem forvitnin fleygði í fangið á mér í gærkveldi«. Og hann dró upp úr vasa sfnum oddhvassa yndis-íör og hentist burt af bitanum. Einingin hætti spuna sínum, stóð hljóðlega upp úr sætinu og setti frá sér rokkinn. Nú ætlaði hún út til mannanna. Vildi vita hvort þján- ingarnar hefðu ekki þroskað þá svo, að þeir nú þektu hana. Nei! ennþá hoppuðu þeir all- flestir í höftum Eigingirninnar, og höfðu fæstir hugmynd um einingarbandið mjúka og marg- lita sem umvefur alt sem andar og lifir. Þeir þektu hana ekki, drotninguna dýru, sem ein megn- ar að lyfta mönnum af lágstigi sjálfselskunnar uppí yndisleik andlegrar einingar. En, — ósjálf- rátt halda þeir áfram yndis-leit sinni, þar til þeim Ioks verður Ijóst, að það er einingarband al- verunnar, sem um þá lykur og í þá togar. Ö.'ö/ frá Hlöðum. fhrhrhmmrhfhmrhrtwtrrhrhrhfhrhrhrhmrhmmmmrh wVtÐwCÐCDCDwtnwwwtDCDwwwwwwtÐtDtDww ® © © BESTU KAUPIN Á © © ALLSKONAR SÆL- © S GÆTISVÖRUM ERU í LAN DSTIÖRNUNNI Heimsstjórnin. Eftir dr. Annie Ðesant. Lausl. þýtt af H. Á. Framh. Indland. Eg gat þess hér að fram- an, að Indland hefði óvenju- langa sögu að baki sér. Enginn almennur sagnaritari mundi voga sér að setja ártal við þann atburð, er hinn indo-arýski þjóðflokkur lagði land undir fót í Asíu. Einn merkur, þýsk- ur fræðimaður heldur því fram, að trúarbragðarit indo-aryanna, Vedabækurnar, geti ekki verið yngri að uppruna en fimm þús- und árum fyrir Krist. Hin forna Babýlon er til þrjú þúsund ár- um fyrir Krist. Þá voru Ind- verjar auðug menningarþjóð, sem hafði mikil viðskifti við nágranna þjóðirnar, sem einmg voru miklar menningarþjóóir. Þér lítið á Indverja sem dul- vitringa og draumóramenn með sínar einkennilegu, frumspeki- legu bókmentir. Yður finst það lítt skiljanlegt, að á Indlandi hafi verið gjörðar tiJraunir með allar tegundir stjórn- mála fyrirkomulags, sem get- ið er um í mannkynssögunni. „CIROL" gljálögur gerir gölfin spegilfögur. Og sannarlega hefir það sínar orsakir, að menning og velmeg- un þjóðarinnar stóð óhögguð um svo óralangt skeið. Fjölskylda og einstaklingar. Hverjar eru þær hugsjónir Austurlanda, sem eru gagn- stæðar hugsjónum Vesturlanda? Indverjar eru mesta menning- arþjóð Asíu. Á Indlandi er mað- ur, kona og barn talið að mynda einn fullkominn mann eða einingu. Ekkert þessara þriggja er lalið fullkomin mannleg vera út af fyrir sig. Svo er komist að orði í ritningu Hindúa: Guð skapaði manninn til þess að vera föður og kon- una til þess að vera móður. Það, að lita ætíð á mann, konu og barn sem óaðskiljanlega eining, hafði djúptækar og víð- tækar afleiðingar fyrir alt þjóð- félagið og skipulag þess. Af þessu má sjá, að hug- sjónir Vesturlanda eru í eðli sínu all-ólíkar hugsjónum Aust- urlanda. Á Vesturlöndum er alt miðað við eðli einstaklingsins 48. sýsla er ekki það starf, er yður hentar. Vilhelm lét engan bilbug á sér sjá og þagði. Þetía var aðeins það, sem hann hafði búist við, en engu að síður hafði þetta alt rík áhrif á hann, þegar að úrslitunum var nú komið, og ákaflega var honum sárt að hugsa til þess, hversu hann mundi með þessu hryggja móður sína. Hvað átti hann nú til bragðs að taka, þar sem hann stóð uppi at- vinnulaus, með þá skömm á baki, að vera rekinn úr stöð- unni? Þá tók hann það sér og nærri, að hafa endurgoldið vinsemd húsbónda síns með vanþakklæti, og hann Jangaði til að kannast við það, skýra fyrir honum framkomu sína eins vel og hann gæti, og beiðast fyrirgefningar. En til þess gat hann ekki lægt sig þ4 i svip; það mundi þá líta út, sem hann væri að grátbæna um, að fá að vera kyr. Blóðið hljóp fram í kinnarnar á honum bara við það, að hugsa tii slíks. — Eg hugði, mælti Scott ennfremur, að þér munduð hafa orðið vel fær kaupsýslumaður, og eg sé eftir yður sem starfs- manni. En nú skilst mér, að þér munuð komast enn lengra, ef yður gæfist kostur á, að ganga þá braut, er hugur yðar stendur til. Ef þér kjósið að verða læknir, skal eg lána yður fé, vaxtalaust, til námsins, þangað til þér getið lagt eitthvað UPP> °g úr því með fjögra króna vöxtum af hundraði, þang- að til þér getið endurgreitt lánið. Vilhelm þorði varla að trúa sínum eigin eyrum, og það liðu nokkur augnablik, áður en hann áttaði sig að fullu á því, hvað lægi í orðum Scotts, svo skýr og blátt áfram sem þau þó voru. En er hann var farinn að átta sig, stóð hann upp; hon- 45 — Sé herra Scott ekki ánægður með mig, get eg farið mína leið, mælti hann lágum rómi, sem áður, og stillilega. — Getið þér ekki tekið verðskuldaðri áminningu hús- bónda yðar, án þess að þjóta burtu úr stöðu yðar, eins og þrætugjörn vinnustelpa, hrópaði Scott snúðugt, og tók að skálma um herbergið fram og aftur. Vilhelm studdist við skrifborðið og fylgdi hreyfingum hans. Það sauð og vall niðri i þeim báðum, en ekki þó af reiði hver við annan. Alt í einu staðnæmdist bankastjórinn fyrir framan hann. — Ef þér ætlið yður að verða góður kaupsýsluinaður, tjáir yður ekki að láta stjórnast af andúð eða samúð. Þér verðið að læra að umbera rangindi, og brosa við þeim, sem þér fyrirlítið. Vilhelm svaraði engu, og húsbóndi hans mælti ennfremur: — Láti maður fjandsámlegar tilfinningar ráða gagnvart einhverjum, er aldrei að vita, nema maður ‘fyrti cinmitt þann manninn, er orðið gæti að liði. Sakir ókurteisi yðar kom Gissler inn til mín í argasta skapi, og ábatavænleg við- skifti voru nærri strönduð. Það komu viprur á varir Vilhelms af fyrirlitningu, og úr augum hans skein kaldhæðni: * — Séu viðskiftin honum í hag, mun hann ekki lála þau ganga sér úr greipum. Hann er altof miltill kaupsýslumaður til þess. Scott veitti því eftirtekt, með hve innilegri fyrirlitningu Vilhelm bar fram orðið kaupsýslumaður. Snerti fyririitning- in Gissler einan, eða alt sem átti skylt við kaupsýslu?

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.