Brautin


Brautin - 04.10.1928, Side 1

Brautin - 04.10.1928, Side 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Stmi 1385. Marta Einarsdóttir. Simi 571. Brautin. Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Afgreiöslusími: 437. 1. árgangur. Föstudaginn 4. oktober 1928. 15. tölublað. Vakning og starf. Á alþingi, er haldið var um sumarið 1873 fékk Jón Sigurðs- son forseti samþykt, að biðja konung, að veita íslandi á næsta ári, Þjóðhátíðarárinu, stjórnar- skrá svo líka tillögum Þingvalla- fundarins, sem unt væri. Varð konungurinn Kristján IX. við þeirri bænaskrá, og gaf land- inu stjórnarskrá, sem hann færði landsmönnum sjálfur á Þjóð- bátíðina 1874. Stjórnarskrá þess- ari var í allmörgu ábótavant, en þjóðin, sem var orðin ör- þreytt af margra alda kúgun, fagnaði þvi að hafa nú loksins fengið »tröppu til að standa á«. Skáldin sem eru jafnan and- legir vitar og sjómerki þjóð- annn, sendu sina furðuloga inn yfir þjóðina, og kveiktu hlýjar fagnaðaröldur í hugum manna um land alt. — Austur á Fljóts- dalshéraði, var Þjóðhátíðin hald- in i Hallormsstaðaskógi við Lagarfljót, þar kvað Páll Ólafs- son meðal annars: »Alt tekur nú eins til máls, ógn er gott að vera frjáls. Fellur eitt um ann- ars háls af unaði til lands og sjóar, nú er ísafoldin frjáls, fjöll og dalir vötn og skógar«. Konurnar tóku þessari réttar- bót landsins á sinn venjulega kyrláta hátt, og með því að standa í skugganum eða þar sem minst bar á þeim svo frels- isröðuilinn næði sem best að glitra um karlmennina. En í hugum þeirra endurómaði þjóð- söngur Matthíasar Jochumsson- ar. Og á einverastundum við vinnu sína, og yfir vöggum barna sinna rauluðu þær »fs- lands þúsund ár. Verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsrikisbraut«. Að vísu áttu konur í Reykja- vík sinn drjúgan þátt í þvi, að konungsmóttakan 1874, með litlum efnum var með þeim myndarbrag og svo snyrtileg, að það vakti einrómalof og að- dáun hinna útlendu gesta. Þaer völdu hátiðarsvæðið suður á Öskjuhlið, þaðan sem útsýnið er fegurst yfir Reykjavíkurbæ, og fjallahringurinn tigulegastur. Varð konungur mjög hrifinn af landinu, og bar jafnan siðan hlýjan hug til lands og þjóðar. Má hiklaust telja, að það hafi verið hans konunglegu áhrifum að þakka, að Kaupmannahafn- arbúar rúmu ári síðar, á aldar- afmæli Alberts Thorvaldsens, 19. nóvémber 1875 gáfu Rvík- urbæ mynd þá af listamannin- um, sem prýðir Austurvöll. — Rétt áöur en þessi mynd var afbjúpuð, voru nokkrar konur samankomnar, að binda blóm- sveiga úr íslensku lyngi, að skreyta með Austurvöll. Frú Þóra Pétursdóttir biskups Pét- urssonar, kona Þorvaldar Thor- oddsen hóf þá máls á þvi, að þær mynduðu félag til almenn- ingsheilla, tóku hinar vel undir þetta, og var félagið stofnað með 24 konum, og gefið nafn Thorvaldsens. Mun það vera fyrsta kvennfélag á Suðurlandi og elsta starfandi kvennfélag hér á Iandi nú rúmlega 50 ára. Af stofnendum þess er að eins ein kona á lífi, landshöfðingja- frú Elín Stephensen. Fyrsta stjórn var kosin Þóra Thoroddsen. Jarðþrúöur Jóns- dóttir og Þórunn Jónassen for- maður. — Strax á fyrsta fundi greiddu félagskonur árstillagið 2 kr. hver, og er það árstillag óbreytt í félaginu enn. Einnig lofuðu þær á fyrsta fundinum efni í föt, og notuðum fötum að sauma úr föt handa fátæk- lingum fyrir jólin. Saumuðuþær 100 flfkur, og útbýttu á rúm 20 heimili fyrir jólin 1875. Ári síðar stofnuðu þær sunnu- dagaskóla fyrir ungar stúlkur, sem ekki áttu frí aðra daga. Voru það eingöngu vinnukonur, sem sóttu skólann. Námsgrein- ar voru íslenska, danska, reikn- ingur, og allskonar saumaskap- ur og prjón. 1877 stofnuðu þær einnig saumaskóla fyrir fátæk stúlkubörn. Stóð sá skóli með hinum mesta blóma til 1906, að byrjað var á handavinnu- kenslu í barnaskólanum. Öll Þessi ár héldu félagskonur því áfram, að sauma og útbýta föt- um til fátæklinga fyrir jólin. — Einnig höfðu þær jólatré og jólagleði fyrir fátæk börn og gamalmenni. Lögðu þær fyrst til allan mat og bökuðu kök- urnar með kaffinu. Seinna var því breytt, og ákveðin upphæð tekin úr félagssjóði, og skift á milli fátækra fyrir jólin. Fyrsta þvottahúsið við Laugarnar lét Thorvaldsensfélagið byggja árið 1888 og kostaði það um 2 þús. krónur. Gáfu þær bænum það seinna. Mörg konan hefði mátt (r : . m IN Y KOMIÐ Mikið úrval af Gardínutauum aldrei eins ódýr, Handklæðum, Káputauum og svartir og misllitir Silkisokkar. V erhlun Gunnþórunuar &. C o. Eimskipafélagshúsinu. — Sími 491. Vörur sendar gegn póstkröfu hvert á land sem er. hugsa með hlýjum hug og þakk- látum til Thorvaldsensfélagsins, sem með framtakssemi sinni hafði veitt þeim þak yfir höf- uðið, meðan þær þvoðu þvott- ana inn í Laugum. Félagið gekst einnig fyrir því, að farið var að keyra þvott i Laugar, áður var jafnan allur þvottur borinn á bakinu, eða þegar best lét, keyrður í hjólbörum. I allmörg ár héldu félagskonur uppi sjónleikjum á vetrum, var. þá ekki eins mikið um skemt- anir í Reykjavík og nú er, og þóttu þessir sjónleikar þvi góð tilbreytni enda voru leikirnir vel valdir, og leiknir af blóma- rósum bæjarins. Árin 1896 og 1897 var hér mikil fátækt, stofnaði Thorvaldsensfélagið þá til matgjafa handa fátækum. Varð félagið þannig fyrst allra til að koma hér á fót slíkri starfsemi sem Samverjinn hafði síðar. Með björtum vonum og dimm- um vonbrigðum, runnu árin í aldanna skaut, og svo kom að því að 19. öldin hafði einnig tæmt tímaglasið. Voröld íslands rann i timans haf, 20. öldin gekk í garð. — Og enn sendu skáldin sterkar ljósbvlgjur yfir þjóðina, »Vaknið íslands óska- synir«. Enn stóðu konurnar í skugganum eða þar sem lítið bar á þeim, skúruðu á heimil- unum, og sópuðu og prýddu í kringum þau. Strituðu frá morgni til kvölds við matartilbúntng, þvotta og að halda öllu i röð og reglu. En eftir erfiði dagsins — sátu þær langt fram á nótt við fatasaum og hannyrðir til að prýða heimilin með. Það er annars ekkert smáræði, sem konur geta vakað við heimilis- annríki og yfir börnum og sjúkl- ingum. Við vinnuna hljómuðu aldamótaljóðin i hugum þeirra, og nú rauluðu þær í einrúmi: »Við öfundum soninn, sem á þig 'að krýna, Við elskum hvern gimstein, sem þar á að skina. Fram á timanna kvöld, Raðist öld eftir öld. Gamla Is- Nýkomið (Jndirkjólaléreft þríbreitt kr. 3,60 í Iakið. Fiðurhelt Iéreft kr. 1,70 m. Ðleijuð léreft ein-. breið og tvíbreið frá kr. 0,75 m. — Hvít flónel. Picket. — Sængurveraefni, hvítt og mis- litt frá 1,00 m. — Kjólasilki margar teg. — Telpukápur og kjólar. — Kvenkápur o.fl. Verslun raSTlME SIGUEBtRDÚTTtlR O Laugaveg 20 A. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO COO Sími 571. O land, sem glitrandi perlur i krónuna þína«. Aldamótaárið komu fram ýms- ar raddir í Thorvaldsensfélag- inu, að meira þyrfti að hafast að en gleðja fátæka eingöngu fyrir jólin. Var borin upp til- laga á aðalfundi félagsins, að stofna útsölu á heimilisiðnaði, var tillagan samþykt, og Thor- valdsens-bazarinn opnaður 1. júní 1900. Félagskonur hafa lagt á sig mikla vinnu við þessa bazar-verslun, þar sem þær hafa jafnan selt þar vissa daga i mánuði til skiftis, endurgjalds- laust. Fyrsta árið seldist á baz- arnum beimilisiðnaður fyrir 3380 kr.,*1920 fyrir 53 þús. 535 kr. Alls hafði verið selt þar 1925 fyrir rúma hálfa miljón. Að visu er þetta allmikil upp- hæð, en þegar þess er gætt, að árið 1926, aðeins á því eina ári, voru fluttir inn sokkar fyrir 340 þúsund krónur, verður furðulegt til þess að vita, að í- búar þessa kalda lands skuli nær eingöngu nota hálfgagn- sæja garnsokka. Fyrir óeigingirni félagskvenna safnaðist þeim nokkurt fé, þar sem þær tóku 10°/® í sölulaun, sem smátt og smátt myndaði sjóð, og varð þá að hugsa um eitthvert tak- mark fyrir þann sjóð. Félags- konur höfðu jafnan hugsað mik- ið um fátæku börnin, gefið þeim

x

Brautin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.