Brautin


Brautin - 04.10.1928, Blaðsíða 4

Brautin - 04.10.1928, Blaðsíða 4
BRAUTIN Brunatryggingar simi 254. Sjóvátryggingar simi 542. Kvennaskólinn í Reykjavík. 1 Aðsókn að skólanum, einkum 2 neðri bekkjunum, kvað vera svo mikil, að búist er við að vísa þurfí frá stúlkum, þó þær standist inntökuprófíð. Þetta er afar bagalegt. Einkum fyrir stúlkur sem koma langan veg að og eru búnar að eyða miklu fje til að sækja skólann. Sumar af tátæku fólki komnar, sem eiga því erfítt að kosta slikar ferðir til einkis nema að taka litilfjörlegt inntökupróf hér. Þetta má ekki koma fyrir. Framvegis þarf að koma því svo fyrir, að þær stúlkur sem mjög langt eiga að, geti tekið inniökuprófið ná- lægt þeim stað, sem þær eiga heima, hjá kennara eða presti. Kunnugt er að Englendingar tíðka einnig skrifieg próf. Úr- lausnarefnin send í lokuðu um- slagi og svörin endursend skól- anum, sem svo dæmir hvort nemandi telst tækur eða ekki. Vel gæti verið heppilegt að reyna slik próf hér. Vér meigum ómögulega auka fátæknm stúlkum erfíði og kostnað við námssóknina, því MKMIflMMkMI Brjóstnælur sérlega fallegt ú r v a 1 hjá JÓNI SIGMUNDSSVNI, gullsmiö. Lau ga veg 8. mmm í®IB®tSW5®l8í þær verða nóg að leggja að sér samt, til að sækja hér til Reykjavikur skólanám, þó ekki sé nema einn vetrartima. Þetta er ef til vill eina tækifærið sem þeim hýðst alla æfína, til að menta sig lítið eitt, því svo kallar fátæktin þær aftur til strits og púls. **^********%**%****************** * * * * * * * * * * [íílrypgafélapö AIFAKA U OSLO. — NOREGI. Allar venjulegar líftryggingar, hjónatryggingar,. barnatryggingar og lífrentur. Viðskifti öll ábyggileg, hagfeld og refjalaus! Læknir fél. í Reykjavfk: Sæm. pröf. BjarnhéBinsson. LögfræSisráBunautur: Björn ÞörBarson, hæstaréttarritari. andsdeildín: Forstjóri Helgi Valtýsson. Pósthðlf 532. — fteyltjavíU. — Heima: SuðurgStu 14. — Sfmi 1250. A. V. Þeir, sem panta tryggingar skriflega, sendi forstjóra iiiusókn og lári getiB aldurs sfns. ********************************* SmáTegis. Ef speglar eru sprungnir eða blettóttir, er hægt að hylja það með þvi, að mála yfír hið skemda, með t. d. gleym-mér-ei blómgrein eða eplagrein eða vínviðar, eftir því sem skemdin er í laginu. Ef kjallarastiginn er dimmur, sem viða vill vera, er gott að mála hvíta 2 cm. breiða rönd framan á rimarnar, þá veröur hægara að sjá þrepin þó skugg- sýnt sé. Ljóta línoliumdúka, sem litnr og rósir er slitið af, má gera fallega með ^því, að mála þá með vanalegri gólfmálningu og lakka svo yfír með gólflakki. Dúkarnir verða bæði endingar- betri og^hlýrri, og mjög auðvelt að gljástrjúka (bóna) þá á eftir. Kaupendur Brautar- arinnar, sem hafa bústaða- skifti, eru vinsamlega beðnir að láta afgreiðslu blaðsins vita um það. Sagnir um sira Stefán Þorleifsson, Presthólum Það var trú manna, að síra Stefán hefði tnikil mök við huldu- fólk og gerði prestsverk fyrir það. Hraunið kringum Presthóla var þá fult af huldufólki. Stund- um voru sokkar prests snjóug- ir, og skórnir frosnir við rúm- stokkinn, þegar fólkið kom á fætur á morgnana, eins og hann væri nýbúinn að Ieysa af sér. Og eitt kvöld heyrði fjármaður söng i einum klettinum. Heyrði hann að sunginn var skírnar- sálmur, og þekti rödd prests. Framh. Prentsmiðjan Gutenberg. 54 Læknarnir gengu að vatnsskálinni, þar sem alt var tilbúið í röð og reglu handa þeim. Meðan þeir voru í óða önn að sótthreinsa á sér hendurn- ar, og hjúkrunarkonurnar gengu hljóðlega fram og aftur um skurðlækningasalinn og lögðu síðustu hönd að öllum undir- búningi, ræddi prófessorinn við aðstoðarlækni sinn um upp- skurðinn, sem var fátiður og því fróðlegt ihugunarefni. Að því loknu bauð hann að láta koma með sjúklinginn. Ein af námsmeyjunum hvarf þegar á brott, til þess að flytja fyrirskipunina, og skömmu síðar var sjúklingurinn borinn inn, og með honum kom sú systirin, er átti að sjá um svæfinguna. Systir Vera átti að rétta prófessornum verkfærin, doktor- inn átti að aðstoða, systir Karen og námsmeyjarnar áttu að sjá um annað, er með þyrfti. Vilhelm var gæddur svo skarpri og næmri eftirtkt, að hún var oft vakandi, án þess hann gerði nokkuð til þess sjálfur, og greip yfir miklu fleira, en það sem hann beindi aðallega athygli sinni að. Hversu djúpt sem hann var sokkinn niður í það starf, sem honum einum bar að leysa af hendi í skurðlækningasalnum, fór þessvegna ekkert fram hjá hon- um, og hann tók ósjálfrátt eftir þvi, hvernig hver einstakur leysti af hendi starf sitt, hvort heldur var i smáu eða stóru. Sú hjúkrunarkonan, er hann frá fyrstu stundu hafði ó- sjálfrátt veitt mesta athygli, var systir Vera. Hún hafði fagran, skíran litarhátt, óvenjulega bjart hörund, var prýðis- vel vaxin, með fjörleg, blá augu, er blikuðu sem stjörnur undir fagurhærðum augnabrúnunum. Eftir þessu hlutu allir 55 að taka þegar í stað, og þá einnig Vilhelm; en er hann sá hana með yfirhjúkrunarkonuhettuna á ljósgulu hárinu, var fyrsta hugsun hans sú, að hún hlyti að vera altof ung til þess að gegna svo þungu og ábyrgðarmiklu starfi. Það leit út fyrir að hún fyndi til þess sjálf, að hún væri ekki fyllilega vaxin starfi sínu, og yrði að leggja sig alla fram til þess að verða það, svo var athygli hennar nákvæm, og öll framkoma hennar bar þess vott, að hún vildi ekki láta á sér standa. Þannig kom hún fyrir sjónir, þar til er uppskurðinum var að fullu lokið. En brátt tók Vilhelm eftir því, að hin unga hjúkrunar- systir mundi þurfa á allri árvekni sinni að halda, til þess að bæta upp talsvert seinlæti, er henni var auðsælega með- fætt, og jók að vísu á yndisþokka-hennar i hreifingum öll- um, en kom sér miður vel í skurðlækningasalnum. Það kom fyrir oftar en einu sinni, að prófessorinn varð aS bíða leng- ur en góðu hófi 'gegndi, meðan hún var að þræða nál, eða koma auga á eitthvert verkfæri, er hann kallaði eftir. Vilhelm, sem hafði séð hann áður gera uppskurði, og vissi, hve bráður hann gat orðið út af hve litlu seinlæti sem var, eða klaufalegu handtaki, furðaði sig á þolinmæði hans nú. Ekkert beiskyrði, ekki einu sinni nein óþolinmæðis-hreif- ing bar vott um, að honum rynni í skap, já, fyrir kom það, er hún var seinni- á sér en holt var, og roðinn í kinnum hennar bar þess vott, að hún fyndi.til þess sjálf, að pró- fessorinn brosti örfandi til hennar, og þar með búið. Hún var auðsælega eftirlætisgoð hans. Að loknum uppskurðinum, er tekið hafði langan tíma,

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.