Brautin


Brautin - 12.10.1928, Blaðsíða 1

Brautin - 12.10.1928, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Stmi 1385. Marta Einarsdóttir. Slmi 571. Brautin. Otgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Afgreiðslusími: 437. 1. árgangur Föstudaginn 12. oktober 1928. 16. tölublað. J árnbrautarmálið. Ný tillaga. Baráttan i járnbrautarmálinu er stöðugt að harðna. Sóknin er nú hafin aö vel yfirlögðu ráði og málið á fram að ganga með bliðu eða stríðu. Hér eftir verður fast fylgt eftir og þeim, sem á móti eru, vægðarlaust rutt til hliðar. Stórmál þola engan tepru- skap eða lítilmensku. t*au heimta af hverjum liðsmanni, óskorað fylgi. E*au heimta að enginn liggi á liði sfnu, þegar hólm- inn er komið. Þau heimta að enginn missi kjarkinn og flýji þegar til höfuðorustu verður lagt. þau heimta einbeittan vilja, stáliðni, fyrirbyggju og um- faugsun. Þeir, sem ekki treysta sér til að leggja þelta fram eftir því sem þeir eiga, ættu ekki að koma nálægt baráttu stórmál- anna, því hálfur vilji, hálfur hugur og hálfur kjarkur eru langhættulegustu banamenn stór- málanna. Bein andstæða er leikur einn hjá sliku falsfylgi, sem altaf svikur mest þegar mest á reynir. Að kanna llöiA. það er siður góðra herfor- ingja áður en lagt er til orustu »að kanna liðið« sem kailaðer. Herfylkingarnar eru látnar ganga fram hjá yfirmanni hers- ins og hann aögætir vandlega favort alt er í röð og reglu. Slík könnun er ekki síður nauðsynleg þegar um baráttu stórmála er að ræða. Þegar kanna skal liðið í járn- brautarmálinu, þarf fyrst að skoða blaða.kost þann, sem mál- ið getur haft stuðing af. Því það eru fyrst og fremst blöðin, sem eiga að taka þátt í orust- unni. Um blaðkostinn má segja, að hann sé að vöxtum ágætur. Með málinu eru eða hafa sýnt því velvild sína: Brautin, Tíminn, Vörður, Alþýðublaðið, Morgunblaðið, lsafold og Lög- rélta. Auk þess Tímarit Verk- fræðingafélagsins, Eimreiðin og svo frv. Hér er stór og mikill blaða- kostur, svo mikill að nær ó- hugsandi er, að hann ætti ekki að geta hrint málinu fram þeg- ar á næsta þingi, ef samhentur væri í þessu máli og skeleggur. Það væri beinlínis ritstjórum þessara blaða til smánar, ef þeir gætu ekki með blöðum sínum, haft þau áhrif á þjóð- ina, að stór skriður kæmist á málið og það þegar á uæstunni. Ef litið er til þingflokkanna, þá er fytgið einnig drjúgt. Það er vist að tveir í stjórninni, að minsta kosti, telja sig járn- brautarvini. Einnig á Fram- sóknarflokkurinn itök í austan- þingmönnunum, sem eru fylgj- endur járnbrautarinnar. f íhaldsílokknum er formaður bans, sem kunnugt er, einn af helstu hvatamönnum þessa máls og margir ihaldsmenn harðir járnbrautarvinir. Ekki hvað sist fyrir atbeina formanns íhalds- flokksins. Jafnaðarmenn virðast vera að harðna i járnbrautarmálinu og eru þar eindregnir með rik- isrekstri. Virðast þeir einna mest ein- huga í þessu máli. í hinum flokkunum munu menn vera nokkuð á misjafnri-skoðun um rekstur brautarinnar og hvort ríkið eigi eitt að kosta hana eða ekki. Liðið er því bæði fritt og mikið og ekki útfit fyrir annað en það ætti að geta unnið stór- sigur, ef samhent væri. Og ríð- ur nú mikið á að menn, máls- ins vegna, reyni að stilla ofsa sinn og sundrungaranda og vinna nú saman af viti og ein- lægni, svo sem bræður væru, þó þá greini á í öðrum málum. Reynir nú mjög á mikilmensku þeirra og stórmensku, því járn- brautarfjendur munu reyna af fremsta megni að sundra þeim og dreifa, því sllkt er illra manna siður og þeirra er góðu vilja spilla. Fj andmann aliöiö. Það er ekki siður nauðsyn- legt að þekkja óvini sina, en vini. Og járnbrautarmálið á eins og önnur stórmál harða mótstöðu- menn. Lítílmenni, sem alt vex i augum, og aldrei þreytast á að B ALLSKONAR 1 SJÓ- Q BRUNA- folfoMoHolEoífoMojfojFojfojEolfojfojfolfolfojfolfojfojEolEolfojfojEoj m BIFREIÐA- 123 m m rsi TRYGGINGAR B m m i ERU ABVQQILEQASTAR HJA: 1 TROLLE & ROTHE HF. EIMSKIPAFÉLAGSH ÚSINU. rsi berja barlómsbumbuna. Öfund- armenn, sem ékki geta unt ein- um landshluta stórra framfara og umbóta, af því þeir sjálfir hafa ekki beinan hag af þeim. Afturhaldsmennina og kyrstöðu- mennina, sem ætla af göflnm að ganga, ef ekki dauöamók og kyrstaða fær óhindruð að ríkja yfir öllu og í öllu. En auk þessara venjulegu smásála á járnbrautarmálið and- stöðumenn, þar sem rik bifreiðafé- lög búast við að járnbrautin muni draga úr bílanotkuninni, og þar með nokkra aura úr hinni ástkæru buddu þeirra. — Og þá hefir það auðvitað ekk- ert að segja, þó að Suðurlands- undirlendið fái áfram að nistast í heljarklóm samgönguteppunn- ar, mikinn hluta árs. En flestir þessir andstæðingar hafa hingað til haft hægt um sig. Þeir hafa ekki þorað að koma opinberlega fram fyrr en nú, alveg nýverið, að þeim hefir tekist að smokka inn í dagblað eitt hér í bænum grein einni, þar sem reynt er með illgirni og af heimsku mikilli, að læða inn ótrú á nytsemi já nbrauta með því að hefja til skýjanna einhver dýrustu fiutningatæki, sem enn hafa fluttst hingað til landsins. Tæki, sem kosta mik- ið fé í upphafi, en eru orðin gersamlega úr sér gengin eftir fáein ár. Tæki, sem að eins er hægt að nota lítinn tima árs til flutninga, en sem gleypa óhemju fé í vöxlum þó litið séu notuð. Tæki, sem stoppast jafnvel á sléltum Reykjavíkurgötum, ef eitthvað verulega snjóar framar venju. Tæki, sem heimta hvert um sig dýran mannafla, þó þau skrölti hér að eins húsa á rnilli, stund og stund. Tæki, sem eru að öllu leyti smíðuð í útlönd- um og alt slitefni og eldsneyti verður að greiða háu verði, og rennur alt féð til útlanda, til að auka miljónagróða erlendra einokunarhringa, sem villa fólk- inu sýn, með rándýru skrum- auglýsingakerfi. Tæki, sem eyði- leggja alla vegi á skömmum tfma, og útheimta geysiupp- hæðir til viögerðar árlega, þó að eins komi að gagni fáa mán- uöi úr árinu. Þessum tækjum vilja járn- brautarfjendur syngja lof og dýrð, að eins ef þeir geta með því drepið járnbrautarmálið eða unnið þvi tjón. Járnbrautarfjendur hafa alt af sömu aðferðina. Þeir láta ekk- ert á sér kræla þegar deyfð er ytir málinu. En þegar fer að lifna yfir þvi, fara þeir á stúfana og þgkjazt vera ákafir vinir samgöngubóta, en það má bara ekki vera járn- braut, nei akvegur fyrir kerrur, hann er íyrirtak, eða bílvegur, sem kostar minst 5 miljónir kr. en sem væri orðinn gerónýtur eftir nokkur ár. Hann væri al- 'veg fyrirtak, jafnvel þó þyrfti að yfirbyggja hann alla leið frá Svinahrauni og austur fyrir fjall; það gerir ekkert til. Bara ekki járnbraut. Bara ekki besta, ódýrasta og tryggasta samgöngu- tækið á landi, sem enn þekkist, og sem allar þjóðir, sem reynslu hafa, vilja nottæra sér, sem allra mest. En er járnbrautarfjendum þá alvara með þennan bílveg? Nei, fjarri fer því. Þeir vita að bíl- vegurinn myndi kosta gífurleg- an bilaskatt. Að eins vextir af bilveginum myndi nema 1000 kr. skatti á hvern bil árlega ef reiknað er með 300 bilum í notkun, reikni maður 150 bila í notkun er hann 2000 kr. á ári á hvern bíl. Auk þess bætist við gífurlegur árleg- ur viðhaldskostnaður slíks vegar, sem einnig ætti að leggjast á

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.