Brautin


Brautin - 19.10.1928, Blaðsíða 1

Brautin - 19.10.1928, Blaðsíða 1
Rítstjórar: Sígurbjörg Þorláksdðttir. Sfmi 1385. Marta Einarsdóttir. Slmi 571. Brautin. Útgefendur: Nokkrar konur í Rcykjavík. Af greiðslusimi: 437. 1. árgangur. Föstudaginn 19. oktober 1928. 17. tölublað. Járnbrautarmálið. ?« Ný tillaga. Samskota-tiBlaga stjórnarinnar. í »Tímanum« 30. júní þ. á. er gerð grein fyrir aöstöðu stjórnarinnar í járnbrautarmál- inu. Að visu er þar að eins einn úr stjórninni sem ritar undir nafni. En þar sem grein- arhöfundur er einn aðal-niaður stjórnarinnar má ganga að því sem visu, að hann helir, eins og vera bar, borið fyrst og fremst iillögu sína nndir meðstjórnend- ur sína og fengið samþykki þeirra um stuðning við hana. I*ví það er talin sjálfsögð kur- teisis-skylda ráðherra, að grípa ekki fram fyrir hendur með- ráðherra sinna í störmálum, sem stjómina getur varðað miklu að viturlega sé á haldið. í*að verður því að ganga út frá því sem gefnn, að hjer sé mörkuð aðstaða stjórnarinnar í málinu í stórum dráttum. Enda dytti engum i hug að ræða tillögu þessa í alvöru, ef ekki væri álitið að stjómin öll stæði hér á bak við. Það, sem tillagan fer fram á, «r sem hér segir: Stofna skal jámbrautarfélag, til að fræða menn yfirleitt um þörf og þýð- ingn jámbrautarinnar, með því að eyða hleypidómum og ástæðulausum mótþróa. í öðru lagi að Sunnlendingar sýni trú sína i verkinu, með því að safna með frjálsum samskotum l1/*— 2 miljótt króna framlagi, og tel- ur stjórnin að þegar slik frjáls samskota-upphæð sé fengin, »muni þjóðfélagið alt væntan- lega telja sér skylt að láta falla niður gamla hleypidóma og sér- gæðingsskap í málinu, og því mundi skjótt hrundið í fram- kvæmd«. Svo mörg eru þau óviturlegu orð stjórnarinnar i stærsta sam- göngubótamáli Sunnlendinga, og mundu flestir telja þessa tiliögu fullkomið rothögg á málið fyrstu 30—50 árin, ef hér væri látið staðar numið. Myndi varla nokkur fjandmaður járnbrautar- málsins hafa getað komið með öllu banvænni tillöga f málinu, þó allur hefði verið af vilja gerður, en þessa samskota- tillögu stjórnarinnar, svo hroða- fengin er hún og óviturleg. Stjóruin telur þetta fram- kvæmanlegt og visar til Krist- neshælis-byggingar Eyfirðinga, og hve samskot til hennar hafi gengið greiðlega. Það þarf auð- vitað ekki fyrir greinda menn að lýsa þeitn mikla aðstöðumun sem hér er, Hann er svo aug- ljós. Annars vegar tiltöiulega smá upphæð, hins vegar meir en miljónar upphæð. Annars vegar mannúðarmál, sem eng- inn hreyfir mótmælum gegn, bins vegar stórmál, sem á sér langa og erfiða þroskaleið, en sem enn á við harðvituga og eitraða andstöðu að berjast. Annars vegar mál, sem vekur alstaðar hlýju og aðdáun, hins vegar mál, sem getur vakið megnustu öfund annara, og jafnvel hatur. Annars vegar mál sem öll blöð styðja af alefii, hins vegar mál, sem að minsta kosti sum útbreidd blöð reyna að spilla fyrir af öllum mætti. Og loks annars vegar mál, sem »hvíti dauði« hrindir á eftir með óstöðvandi afli, hins vegar mál, sem framfaramenn einir skilja til hlitar. En hér við bætist svo, að þeir sem hvað mest not eiga að hafa af jámbrautinni fyrsta kast- ið, austanbændur, eru sokknir á kaf í skuldir og fátækt flestir hverjir. Og hvemig í ósköpun- um ættu þeir að geta lagt fram með frjálsum samskotum mi, sem stendur, þessa upphæð eða sinn hluta af henni. — Nei, þessi tillaga stjórnarinnar er ekki rétt og getur ekki náð fram að ganga. Allir, sem til almennra samskota þekkja, vita að það kostar mikið erfiði að ná saman, þó ekki sé nema 50—10000 krónum með frjálsum samskotum. Auk þess sem það tekur óra tfma. Nei, hér verður að finna annað ráð, annars er málið dauðadæmt að minsta kosti um tugi ára, eftir þvi sem best verður séð. Wý tlllaga. Ekkl samskot Iieldur samábyrgd. En þó að samskota-tillaga stjórnarinnar sé óframkvæman- ieg, er rétt að athuga vandlega, hvað liggur á bak við þessa tillögu stjórnarinnar og hvort w ® # m m> m ® ® Söðlasmíðabúðin Sleipniv Laugaveg 74. Sími 646. finakkar, söðlar, kliftöskur, hnakktöskur, handtöskur, skólatöskur, bakpokar, seðlaveski, skjalatöskur, peninga- buddur, axlabönd, legghlífar, handkofort — stór og smá — Allskonar ólax, og alíir varahlutir til söðla og aktygja- smíðis. Beislisstangir, ístöð, svipur, keyri, járnmél o. m. fl. Sérstaklega er mælt með spaðahnökkum, með ensku /agi. Bíladúkur og bílagler í heildsölu. Ágætir erfiðisvagnar, mjög ódýrir, útvegaðir með tiltölulega skömmum fyrirvara. — Fyrir söðlasmiði: Leður og skinn hnakk og söðul- virki, dýnustrigi, hringjur og alt efni til aktygfa ásamt mörgu fl. Aðgerðir afgreiddar fljótt og vel. Fyrsta flokks efni og vinna. Pantanir afgreidar um land alt. m m m m SOÐLASMIÐABUÐJN Laugaveg 74. SLEIPNJR W Sími 646. (fa Heildsala. E. KRISTJANSSON Smásala. ^é&í Sé&í það eigi við rök að styðjast eða ekki. Það, sem mér skilst að liggi á bak við tillögu stjórnarinnar, er þetta: Stjórnin treystir sér ekki til að koma járnbrautar- málinu fram, nema þeir, sem mestan hag hafa af járnbraut- inni, SunnlendÍDgar, komi með framlag, sem svarar til 1 miljón eða lVa miljón króna. Sunnlendingar mega þvi ekki vænta þess, að fá neina full- komna samgöngubót auslur á Suðurlandsundirlendið, nema að leggja fram eða útvega þessa upphæð. Þeir eiga þvf það við sjálfa sig, hvort þeir fá nokkuð eða ekki neitt. Ég hygg að stjómin hafi mikið til sfns máls, að það verður erfitt að fá meiri hluta þingmanna til þess að sam- þykkja iámbrautar-Iagninguna, og að rikið kosti hana að öllu leyti, þó það sé að réttu lagi skylda þess og Sunnlendinga- fjórðungur ætt þetta fyllilega skiiið, þar sem hann hefir Iagt langdrýgstan skerf til rikissjóðs um alllangt skeið. Einkum er þetta erfitt, þar sem stjórnin virðist ekki vilja eða ekki treysta sér, að nota áhrifavald sitt i þinginu til að knýja þstta áfram með rögg- semi og skörungsskap. En þá er að finna leið, sem gerir Sunnlendingum fært, að leggja fram þetta fé eða útvega það þegar í stað, svo hægt sé að byrja á brautinni sem fyrst. Og því vil ég bera fram þá til- lögu, sem hér segir: Framlagið — 1 miljón eða, l1/* miljón krónur — skal feng- ið hjá bönkunum eða fyrir til- stilli þeirra, gegn trygginga í forgangshlutnm járnbrautarinnar sem þessari apphœð nemur, og gegn samábyrgð allra ibáa Sunnlendingafjórðungs. — t*essi trygging ætti að vera svo mikil, að það ætti að vera leikur einn að fá þegar í stað það fé að láni, sem stjórnin krefst að lagt sé fram, hvort sem það er 1 miljón eða lx/a miljón. Ef eÍDhver halli yrði af þess- um forgangshlutum, ætti að vera heimild til að bæta hann upp, fyrst og fremst með élagi á þær jarðir eða sveitarhluta, sem mestu notin hefðu af járn- brautinni, eða með verðhækk- unarskatti á þeim löndum og jörðum, í sveitum og kaupstöð- um, sem járnbrautin einkum kæmi að gagni. Því það er allra álit, sem til þekkja, að járnbrautin myndi hækka stór- kostlega verðmæti þeirra eigna og lóða, sem næst lægju braut- inni. Samábyrgðin hefði þann mikla kost, að með henni er ébata- vænlegur rekstur brautarinnar orðinn beint hagsmunamál allra Sunnlendinga, og gæti það mjög ýtt undir það, að þeir notuðu sem mest járnbrautina til Iluln- inga, þar sem hægt væri að koma þvi við, að öðru jöfnu. En með þvi er áhættan á rfkis- rekstri járnbrautarinnar stórum minni. Samábyrgðar-tillagan befir þann höfuðkost fram yfir sam- skota-tiilöguna, að með henni ma útvega nauðsynlegt fjár- magn strax. Og þar með hefja framkvæmdir f málinu þegar á

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.