Brautin


Brautin - 19.10.1928, Blaðsíða 3

Brautin - 19.10.1928, Blaðsíða 3
BRAUTIN 3 Tilkvnning. Hefi flutt vevslun mína í Austurstræti 14. Halldór Sigurðsson. aí landinu, en útsýnið, hafa þessir ferðamenn auðvilað ekki getað hlotið, og \ita því ekkert um Island né baráttu íslenzku þjóð- arinnar til þroska og framþró- nnar. — Dagblöðin hér virðast þó hafa miklar mætur á umsögn þessara útlendinga, og birta með auðsæjum fögnuði undrun þeirra yfir að hitta hér fyrir menning- arþjóð, og lof þeirra um hinar miklu framfarir, sem þeir sjá í hvívetna. En hvaða framfarir? Eins og sólin hafi ekki skinið yfir íslandi áður, og fjöllin verið tíguleg í sumarblómanum fyr en nú. Árið 1809 ferðaðist hér um landið enskur grasafræðingur Hooker að nafni, dvaldi hann hér á landi mestan hluta sum- ars, og feiðaöist um alt landið. Sama sumarið, sem Jörundur hundadagakonungur tók sérkon- ungsvald yfir fslandi. Bjó þá á Innrahólmi við Akranes Magnús Stephensen lögfræðingur, sonur Ólats Stephensens stiftamtmanns. Heimsótti Jörundur Ólaf stift- amtmann í Viðey, og segir frá því í ferðabók sinni hvað hann fékk þar rausnarlegar viðtökur og ágætar veitingar. Jörundur mun og hafa komið að Innra- hólmi, því Þorsteinn skáld Er- iingsson segir í kvæði sínu um Jörund húndadagakonung, eftir að hafa lýst viðleitni fslendinga að veita viðnám yfirgangi Jör- undar: •Magnús var hlálega þröngsýnni þar og þótti ekki voðinn svo stór, hann kátur við Gylfa oggestrisinn var og gaf honum vindil og bjór«. Magnús Stephensen var kvænt- ur Guðrúnu, dóttur Vigfúsar Schevings sýslumanns, mætri konu, og var hún einkar hög á hannyrðir. Magnús bjó rausnar- búi og var fyrirhyggjumaður hinn rnesti, hafði hann mikla garðyrkju á Innrahólmi. Vinnu- menn valdi hann sér hina rösk- ustu og galt þeim hátt kaup, en herti að þeim vinnu í meira lagi. — Þau voru þá komin til hans í elli sinni, tengdaforeldrar hans, Vigíús sýslumaður Scheving og kona hans. — Enski grasafræð- ingurinn Hooker lýsir híbýlis- háttum Magnúsar og viðtökum þeim er hann fékk hjá honum í ferðabók sinni um ísland, er hann kallar: »Journal of a taur in Iceland the summer of 1809«. — Þeir Hooker og félagar hans komu að Akrafjalli, er þaðan skamt að Innrahólmi. — Segir Hooker, að þar sé ágætlega hús- aður bær, enda búi þar maður sem sé háyfirdómari, og svo vel búinn að gáfum og lærdómi, að sómi myndi að honum í hverju þjóðfélagi sem væri. Alt benti til þrifnaöar, jafnvel úti- húsin báru vott um smekk og snyrtimensku. Var að vísu fylgt gamalli landsvenju í húsaskipun og byggingarefni. Mörg hús í röð hiaðin upp úr torfi og grjóti, en þó var svo frá ötlu gengið, torfveggjunum og torfþökunum, að sannarlegt prúðmenskusnið var á. Útidyrnar voru málaðar og stórir gluggar á bænum. Var gengið inn löng göng al- þiljuð, og með timburgólfi. Bókastofa húsbóndans var f meðallagi stórt heibergi, alsett bókum. Innar af því dagstofa, var hún blámáluð með gips- rósum á lofti. Var þar inni góður húsbúnaður líkur þvi er tiðkaðist á Englandi. Á veggj- unum voru nokkrar litmyndir meðal annars af Napóleon Frakkakeisara og Nelson sigur- vegaranum við Trafalgu. Strax er þeir voru seztir að, bar bóndinn fram hvitt vín og tvibökur, og meðan beðið var til máltíðar sýndi húsbóndinn Hooker ýmsar fágætar og merkar bækur, og handrit um sögu landsins. Þar voru og bækur eftir merkustu rithöfunda, franska, þýzka, sænska og danska, og mikið af enskum skáldritum. t*ar að auki megnið af forn- ritum Grikkja og Rómverja. — Sönglistin var einDÍg í hávegum höfð á Innrahólmi. Stóð upp að vegg í dagstofunni stórt orgel, og þegar Hooker lét á sérskilja, að sig langaði til að heyra is- lenskan söng, kom fjölskyldan inn, og söng fyrir hann nokkur sálmalög, en húsbóndinn lék undir á hljóðfærið. Einnig söng dóttir húsbóndans nokkra is- lenzka og danska söngva, og lék undir á langspil. Um kl. 3 var sezt að miðdegi, var fram borin steik með sætu kirsuberjamauki og kálstöppu, en á eftir kom rauðvín, laufa- brauð og kökur. — Það þótti Hooker fegurst að sjá hvað unga fólkið var umhyggjusamt við gömlu hjónin, foreldra húsmóð- urinnar. Var gamla konan orð- in örvasa og blind, en það bætti henni að miklu sjónarmissirinn, að hún naut hinnar mestu ást- úðar af börnmn sínurn. Fetta er að sjálfsögðu raun- veruleg og.rétt lýsing af islenzku rausnarheimili um aldamótin 1800, og mun þetta heimili hafa staðið fyllilega jafnfætis erlend- um sveitaheimilum, á þeim tím- um, að myndarskap og rausn, en húsakynni með innlendum hætti, og búið á þjóðlegum grundvelli. Gæti það verið alvarlegt í- hugunarefni í hverju þessar auð- sæju framfarir eru fólgnar, sem nútimamönnum er svo gjarnt aö miklast af, og hvort þær kunni að vera svo hollar í hvívetna. S. J. 64 Hann sneri bakinu að henni, og gat því ekki séð framan i hana. Báðar hendur hafði hann niðri í vatninu og leit ekki af þeim. Hvernig gat hann vitað, að hún átti heima á Fallsta? Og að sjálfsögðu vissi hann þá einnig, að hún mundi þann veg vera stödd að efnum til, að hún hefði ekki gerst hjúkrunar- kona sakir fjárskorts. Hún herti sig upp, af því að hún sá, að hann, þrátt fyrir alt, mat hana þó svo mikils, að hann hafði grenslast e(ftir hinu og þessu henni viðvikjandi, og auk þess hafði hann tekið hana tali. Ef til vill hafði hann ekki jafn lítið álit á henni, sem hún hugði; ef til vill var þetta tóm ímyndun. Hún varð öruggari, en hún hafði áður verið í návist hans. Mig langaði til að verða að einhverju liði í hejminum, svaraði hún. — Og það gal ungfrú Gissler ekki orðið á Fallsta? Henni félst aftur hugur við háðið, er skein út úr orðum hans. ' — Á Fallsta? endurtók hún. Þar var eg þann veg sett, að mér var ómögulegt að leggja mig alla í línia. Hvað hefði eg annars átt að geta aðháfst þar? — Eru ekki fátæklingar ti) þar um slóðir? — Ekki margir. Að öðru leyti þarfnast þeir aðallega fjár- styrks. Mig langaði til að starfa, iörna mér sjálfri. Hún roðnaði í því hún sagði þetta, því að henni fanst það nokkuð fráleitt, að hún skyldi geta talað af slíkri einlægni við ínann, er hafði sýnt henni einberan fjandskap. — Hversvegna tók ungfrú Gissler að sér einmitt hjúkrun- 61 hvað á, en aldrei áður hafði hann gert það jafn óvingjarnlega. Þessi óánægja hans með hana gerði það að verkum, að á hana, sein var svo tilfinninganæm, kom talsvert fát, og af- leiðingin varð sú, að henni urðu á ýms glappaskot, er ann- ars hefðu aldrei fyrir komið, og þetta sveið henni sáran. Þegar þetta kom fyrir fór ýmist um hana kuldahrollur, eða hún svitnaði, þegar doktor G,ripenstam hvesti á hana aug- un, og var hún þá rétt komin að því að fella tár. Þetta varð dapur dagur fyrir systir Veru. Þegar doktorinn hafði loks lokið starfi sínu og var geng- inn burtu, flýtti hún sér að lúka því, er gera þurfti, til þess að komast upp á herbergi sitt, og lofa tárunum að streyma í einrúmi. Dagurinn eftir flutti henni ósigur á ósigur ofan, og það særði sómatilfinningu hennar átakanlega. Hvernig stóð á því, að henni hafði reynst ómögulegt að aðstoða hann, eins og honum líkaði, þenna dag? Var það henni sjálfri að kenna, eða var það af því, að hann hefði verið í þvi skapi, að vilja finna hjá henni misfellur, og þess- vegna lika fundið þær? Hvað hafði hún gert honum? Hvað kom til, að hann var orðinn henni svo óvinveittur? Hvernig svo sein aumingja Vera braut heilann um þetta, gat hún enga lausn fundið á þessu fyrirbrigði. Hvernig sem hún rannsakaði sjálfa sig og framkomu sína, gat hún ekki fundið ástæðuna til óánægju hans. Og þótt hún hefði getað getið sér til um hana, hefði henni verið ómögulegt, að breyta neinu lil í því efni, því að sannleikurinn var sá, að Vilhelm

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.