Brautin


Brautin - 26.10.1928, Qupperneq 1

Brautin - 26.10.1928, Qupperneq 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Stmi 138S. Marta Einarsdóttir. Sími 571. Brautin. Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Afgreiöslusími: 437. 1. árgangur. Föstudaginn 26. oktober 1928. 18. tolublað. Til ritstjóra »Tímans“. m itti m itti m itti itti itti itti itti m m Itti m itti Ítti itti m itti itti itti itti itti itti itti Islenskar húsmæður ættu eingöngu að nota inn- lenda framleiðslu, svo sem: Kristalsápu, Grænsápu, Hreinshvítt (þvottaduft), „Gull“-fægilög, Gljávax (gólfáburður), Skósvertu, Skógulu, Kerti, mislit og hvít, Handsápu o. fl. Allar þessar vörur, jafngilda hinum bestu útlendu vörum bæði að verði og gæðum. Mð högfast, að fielta er íslensk fromteiðJa rfl»•flla111.I¥l* itti m itti Ítti itti itti itti itti m itti m tttt m tttt m m m m itti m tttt m itti itti itti Ritstjóri »Tímans« hefir enn birt framhalds-fyrirspurn í sið- asta blaði »Tímans«, út af til- lögu »Brautarinnar« i kjör- dæmaskipunarmálinu: Að öllu landinu skuli skift i jafn fjöl- inenn tvimennings-kjördæmi, og skal annar þingmaðurinn ávalt vera kona. Merkilegt er að i öll skiflin sem »Timinn« nefnir tillöguna, sleppir hann altaf úr orðunum: »jafn fjölmenn«. — Fyrri fyrir- spurnin var, hvernig þetta mætti ske, án þess að ríkið yrði klofið i tvent, og að eins konur kysu konur, eða karlmenn kysu karl- menn, eða öfugt. Vér sýndum fram á það í síð- asta blaði, greinilega, að enginn rikisklofningur gæti af því staf- að þó t. d. Framsókn Jéti i tví- menningskjördæmi Framsóknar- karlmann og Framsóknar-konu vera í kjöri, og hver Fram- sóknar-kjósandi setti kjörmerki framan við nafn kven-þingfull- trúans og karl-þingfulltrúans. Ætti nú aö vera oröið ljóst mál fyrir »Tíma«-ritstjóranum, að þetta þurfi engum rikisklofn- ingi að valda, og er það þegar góð byrjun, og sýnir að málið virðist dálítið skýrara fyrir hon- uin eftír svar okkar. En þó heldur ritsijórinn áfram: »Tök- um nú fyrst þetta afmarkaða dæmi um kosningu, þar sem Framsókn ætti ráð á báðum þingsætum. Til þess að það væri trygt að annar þingmaður- inn yrði ávalt kona, þyrfti vit- anlega að lögbjóða það, að flokkurinn hefði ávalt konu i kjöri i hverju tvimenningskjör- dæmi, og ennfremur að hver kjósandi merkti krossinn fram- .an við nafn kven-þingfulltrú- ans«. Og síðau spyr ritstjórinn: Hvort ritstjóra »Brautarinnar« virðist þetta vera frambærileg tillaga? Og enn spyr hann: Ef gert er ráð fyrir því, að íhaldsflokkurinn, eða einhver annar flokkur, gæti átt ráð á öðru þingsætinu í tvímennings- kjördæminu: Hvernig yrði þá trygt að annar þingmaðurinn yrði ávalt kona?« Viðvíkjandi fyrri spurning- unni má því svara, að vér telj- um ekki beinlínis nauðsynlegt að lögbjóða, að hver flokkur hafi bæði karl og konu í kjöri :í hverjn kjördæmi, því það ligg- ur i hlutarins eöli að þar, sem hver flokkur á að eins að geta komið að einum karlmanni og einni konu í hverju kjördæmi, þá reynir hann að gera sitt ítrasta til að ná í bæði þing- sætin, með þvi að bjóða fram með karlmanninum þá konu, sem hann álítur besta og mest álit hefir, til þess að missa ekki af neínu þingsæti. Svo hefir það reynst til þessa, og svo mun það enn reynast. Hér mun því vart þurfa nokkurt valdboð. það mun nægilegt aðhald að Iögboðið er að annar þingmað- ur skal ávalt vera kona. Auk þess myndu konur sjá um aö minst ein kona væri jafnan í kjöri i hverju kjördæmi, ef fiokkarnir fengjust ómögulega til að sinna þvi. En þó þetta væri lögboðið, að annað þingfulltrúaefni hvers flokks væri jafnan kona, þá gæti það í sjálfu sér aldrei valdið neinum rikisklofningi, Væri því alveg óhætt að lög- tryggja þetta, ef þörf þætti. Fá komum vér að annari spurningunni: Ef gert er ráð fyrir því að lhaldsflokkurinn, eða einhver annar flokkur, gæti átt ráð á öðru þingsætinu í tvímennings-kjördæmi, hvernig yrði þá trygt að annar þing- maður yrði ávalt kona? Petta er röng spurning að því leyti, að þpgar lög mæla svo fyrir, að annar þingmaður kjördæmisins skuli vera kona, og karlmaöur er búinn að fá fulla atkvæðatöln til þingsetu, þá getur enginn ált ráð á öðru þingsæti kjördæmisins nema sú kona, sem flest atkvæði heflr fengið af þeim konum, sem í kjöri eru, þvi annars er ekki þeim ákvæðum hlýtt, sem lögin fyrirskipa, sem sé, að annar þingfulltrúinn sé kona; og er því kosningin ógild, ef þetta á- kvæði er ekki uppfylt, Og kjör- dæmið má þá útiloka frá þátt- töku í löggjafarstarfinu næsta kjörtímabil. Hvernig yröi þá trygt að annar þingmaðurinn yrði ávalt kona? þeirri spurningu er svarað með þvf, sem að framan segir: En ef »Tima«-ritstjórinn vill skýrara ákvæði, má setja það í lög, að hver atkvæðaseðill sé ógildur, þar sem kjörmerki er ekki sett framan við nafn einhvers kvenn-frambjóðandans, og að sá kvenn-fnlltrúi sem hæsta atkvæðalölu hlýtur, skuli ávalt hljóta annað þingsæti. Myndi það útiloka þá hræðslu »Tíma«-ritstjórans, að nauðsyn- legt væri að konur kysu konur eða karlmenn karlmenn, eða öfugt, eins og hann orðar það svo spaklega í fyrirspurn sinni. En engin þessi ákvæði geta hatt nokkurn rikisklofning í för með sér, að því er vér sjáum. þvert á móti gæti smám samau skapast náið og heilbrigl sam- starf, jafnt meðal kvenna sem karla, um úrlausn helstu þjóð- þrifamála. því fjöldi mála er það, sem karlmenn bera lítið skyn á, og eru áhugalausir um með öllu, en sem konur myndu telja skyldu sína að berjast fyrir og reyna að hrinda í fram- kvæmd. Hér er því svo langt frá að um rikisklofning sé að ræða, að hér getur langtum fremur verið að ræða um nán- ari og betri samvinnu, jafnt milli karla sem kvenna, bæði innan hvers flokks og jafnvel flokka á milli. því konur myndu frekar bera sáttarorð milli flokka en sundrungar- og hatursorð. Og væri slíkt þingi voru mikil þörf. Hér hefir ljóst og greinilega verið svarað fyrirspurnum »Tíma«-ritstjórans. Vér héldum að þess væri ekki þörf að rita svo nákvæmlega um mál, sem vér álitum að öllum sæmilega gefnum mönn- um værl alveg augljóst. En þar sem ritstjóri »Tímans« virðist ekki hafa skilið þetta, töldum vér sjálfsagt að skýra það fyrir honum rólega og ádeilulaust, svo hann gæti áltað sig sem best á þessu. Fari nú svo að hann, þrátt fyrir þetta, treysti sér ekki lil að skilja þetta mál, og losast þannig við hræðsluna um rikis- klofning, sem virðist hafa gagn- tekið hann svo mjög, vill »Brautin« gjarna i sameiningu við hann, bera þetta deiluatriði undir dóm sérfróðra mánna i þessum efnum, svo sem Hæsta- réttardómaranna eða Lagaskóla- prófessoranna, og fá úrskurð um þetta mál, því ekki er vert, hvorki fyrir »Brautina« eða »Tímann«, að vera að eyða dálkurn sínum i að rita um mál, sem strax er hægt að fá útkljáð af sérfróðum mönnum. Spurning sú, sem lögð yrði fyrir þessa sérfræðinga væri þá þannig: Er hægt að semja lög um kjördæmaskipun, þar sem land- inu sé skift í jafn fjölmenn tví- mennings-kjördæmi, og annar þingmaður hvers kjördæmis skuli jafnan vera kona, án þess að ríkið yrði kloflð i tvent, og að eins konur kysu konur og karlmenn karlmenn eða öfugl? »Brautin« efast ekki um, að vér eigurn þá lögspekinga, að

x

Brautin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.