Brautin


Brautin - 26.10.1928, Blaðsíða 2

Brautin - 26.10.1928, Blaðsíða 2
BRAUTIN þeir sæu sér fært að undirbúa slíka löggjöf, án þess að leggja höfuð sín mjög í bleyti. Gæti það stilt dálftið í hóf ótta »Tíma«-ritstjórans við hinn imyndaða ríkisklofning, og væri þá nokkurt góðverk unnið. Hallveigarstaðir. Ég er ein at þeim konum, sem lét mig litlu skifta, þegar, fyrir tveimur árum, var haíin fjársöfnun- til aö koma upp í Rfiykjavik tilvonahdi Kvenna- heimili. Liknarstarfsemin hefir alt af legið svo nærri okkur konunum, og heimilin gera til flestra kvenna svo mikl- ar og margbrotnar kröfur, að hugurinn hvarflar ekki viða. Þó greip það mig notalega þetta nafn: Hallveigarstaðir. Mér fanst meiri en tími til kominn, að he'ja úr þögn nafn fyrstu hús- freyjunnar í þessu landi. Samt var ég á báðum áttum. Var það líklegt. að forgöngu- konurnar hefðu það úthald, sem til þess þarf að koma nýrri hugmynd í framkvæmd, sem auk þess þarf talsvert fé til, og var ekki margt annað, er meira kullaði að. Eftir þvi, sem ég best veit, eru það tvær meginþarfír, sem Hallveigarstöðum er ætlað að bæta úr. 1. að vera nokkurs- konar miðstöð félagsskapar kvenna og 2. heimili eða athvarf fyrir aðkomukonur. Raddir hafa heyrst um það, að með því að koma upp slikri miðstöð mundu konurnar drag- ast enn meir frá heimilunum. Ég hefi aldrei getað skilíð hvaða hugsun liggur á bak við full- yrðingu þessa. Verkahringur húsmóðurranar er göfugur, og undir því eru þrií þjóðarinnar ekki hvað minst komin, að þar sé vel unnið. En ef við gefum nánar gætur að þeim breyting- um, sem orðið hafa hin siðari ár, þá er það augljóst, hve starf og svið húsmóðurinnar hefír orðið æ þrengra og tilbreyting- arminna, þótt ekki hafi það að sama skapi orðið auðveldara og sfst skemtilegra. Fjölbreytní í störfum var áður miklu meiri á heimilunum, fólkið fleira, já, húsmóðirin þurfti þá að vera likt og Stephan G. segir um sjálfan sig: Smiður, kongur, kennarinn. Við, eldra fólkið, minnumst með söknuði glöðu fjölmennu heimilanna, þótt mörg þægindi væru þá óþekt, sem menn nú vildu ekki án vera. Þvi er það satt, og á það vildi ég benda karlmönnunum, sem dr. Björg C. Þorlákson segir: »Húsmóðurinni er nauðsynlegt að losna um stund úr eidhúsinu. skúriduft hú tlsUðir. SCOURHÍ0 LpowdeR^ ) Sturlaugur Jónsson & Co. Reykjavík. I I I I I I I I BESTU SAUMAVÉLARNAR VPSTA VESTA og VERITAS fást í Heilfly. Garðars Gíslasonar. M i ¦ i ij=c baðstofunni eða stássstofunni«. Þelta hafa konurnar sjálfar fundið, og þess vegna stofnað með sér ýmiskonar félagsskap. Verk- efni kvenfélaganna verða fleiri og margbrotnari eftir því sem þeim vex fiskur um hTygg. Þá stefnir að því hér, eins og ann- arstaðar, að félagsskapur kvenna verði skipulagsbundinn. Samtök myndast milii félaganna og sam- vinna hefst. Verið getur að sumir séu svo skammsýnir að óttast afleiðing- ar af víðtækari starfsemi kvenna utan heimilanna, og telji hverja stund stolna, sem varið er til annarlegra starfa. En nú er það svo, að margar konur eiga ekki heimili til að annast, og tilbreytui gefur meira viðsýni og gerir konurnar enda að enn betri starfsmönnum á heimilunum. Bændurnir, sem störfuðu mest fyrir sveitafélög sín, voru jafn- framt bestu búböldarnir, og Ijósmæðurnar fyrirmyndar hús- freyjur. Kvenfélögunum í Reykjavf k ætti að vera það mikill fengur, að geta haft fasta bækistöð á Hall- veigarslöðum. Auk þess, -Sem þau hefðu þar fundi sina, gætu þau lálið gera sér þar skápa til þess að geyma i félagsplögg og annað, sem oft er óþægilegt fyr- ir stjórnina að þurfa að geyma heima bjá sér. En auk þess, sem kvenfélagakonur mundu njóta mikils góðs af byggingu sem Hallveigarstöðum, þá ætti þarna að vera miðstöð fyrir fé- lagsskap kvenna i Reykjavík. Heimili fgrir aðkomukonur. Rödd um þörf fyrir það mun fyrst hafa komið fram á fundi sambands norðlenskra kvenna. Seinna flutti vestfirsk kona er- indi um það mál. Hugmyndin með því að koma slíku heimili upp hefir verið og er sú, að gera ungum stúlkum dvöl sína i höfuðstaðnum ódýrari og ör- uggari. Óltinn við að þetta mundi draga ungu stúlkurnar enn meir úr sveitinni, hefir komið fram siðar og dregið úr framgangi þessa góða máls. En væri ekki líks hugsanlegt, að Kvennaheim- ilið gæti orðið til að skila sveit- unum aftur einhverju af ungu stúlkunum. Þarna ætti að koma á fót leiðbeiningar- eða jafnvel ráöningarskrifstofu fyrir konur, sem ætti að verða hvoruttveggja til hagsmuna, sveitakonum og bæja. t En liggur nokkuð á að koma Hallveigarstöðum upp fyrir 1930. Það er svo margt, sem gera á fyrir það mikla ár. En ekk- ert snertir jafn beint okkur kon- urnar. Mér og öðrum á mfnum aldri, sem unglingar voru 1874, hlýn- ar enn um hjartarælurnar, þeg- ar við minnumst þeirrar hrifn- ingar, sem þá fór um þjóðina. Nafn ingólfs Arnarsonar var á hvers manns vörum, en allir gleymdu, að við hlið hans hafði staðið ungkona, sem tekið hafði þátt i mannraunum hans og fögnuði. Væri því sómi vor meiri að koma Hallveigarslöð- um upp, áður en við höldum næst þjóðhátíð. f>Margar hendur vinna létt verk«. Ég sé í blööunum að konurnar eiga nú til byggingar Hallveigarstaða 40 þús. krónur, og að byrja mætti á by^ging- unni, ef enn bættust við 20 þús. Þelta er að sönnu nokkurt fé, en ekki svo, að ekki væri við- ráðanlegt, ef hver og ein legði fram sinn skerf, eftir efnum og ástæðum. Heyrst hefir að mikið muni lagt í búninga fyrir 1930. Það er gott að þjóðin klæðist sæmi- lega, en þó mundi það bera vott um meiri þroska, að við hefðum samtök og dáð til að refta yfir okkur svo við yrðum ekki úti rétt við bæjardyrnar á Hallveigarstöðum, sumarið 1930. Kerling i koti. Fundur Presta og sóknarnefnda. Hinn almenni presta og sókn- arnefndafundur, var haldinn í Reykjavfk dagan 17.—19. októ- ber, og bófst með guðsþjónustu i dómkirkjunni fimtudaginn 17. október kl. 1 e. h. Síra Ölafur Magnússon frá Arnarbæli steig i stólinn og söng messu frá altari afburða vel. Að lokinni guðs- þjónustu gengu fulltrúar, óg fundargestir í hús K. F. U. M. Þar setti cand. théol. Sigurbj. Á. Gíslason fundinn, las kafla úr biblfunni og færði Guði þakkir, að hafa fest á krossinn skuldabiéf alls heimsins með fórnardauða Jesú Krists. Mættir voru á fundinum 30 prestar, þar af 23 þjónandi, full- trúar frá kristilegum félögum, og sóknarnefndir úr 8 prófasts- dæmum, i alt um hundrað full- trúar. Fundarstjórar voru kosn- ir síra Guðmundur Einarsson frá Mosfelli og cand. S. A. Gfslason, skrifarar sfra Sveinn. Ögmundsson frá Kálfholti og Ásmundur Gestsson fulltrúi. Dr. Jón Helgason biskup hóf "umræðurnar, flutti erindi um vfsitasfuferðir biskupa. Taldi mjög nauðsynlegt, að biskupar kyntu sér af eigin sjón kirkju og safnaðarlíf á landinu. Frá því 1802 að biskupsstólarnir voru sameinaðir. — Hólabiskupsstóll lagður niður, — hafði enginn biskup heimsótt }afnmargar kirkjur, og herra Hallgrímur Sveinsson, þar til nú að dr. Jón Helgason hefur stfgið feti fram- ar, og heimsótt allar kirkjur landsins á 12 árum. Kvað bisk- up þetta eingöngu að þakka bættum samgöngum, sjálfur væri hann íremur ónýtur aö ferðast Rómaöi biskup mjög hina óvið- jafnanlegu gestiisni Islendinga. Trúaráhuga landsmanna taldi biskup mikinnoggóðan. Þóguðs- þjónustur í sumum sveitakirkj- um virtust ekki sem best sóttar, og messuföll nokkuð tið, væri það eðlíleg afleiðing af því, að kirkjusóknirnar væru viðáttu- miklar. — Það væru prestakoll hér á landi á stærð við Fjón í Danmörku, en þar væru 57 prestar. Heimaguðsþjónustur húslestra væri viða verið að taka upp aftur. Kirkjugarðarnir út um land kvað biskup lands- mönnum til skammar, og áleit að sóknarnefndir ættu mesta sök á þvi- Sóknarnefndin í Reykjavik hefði ráðist í, söfnuð- inum að fornspurðum að setja girðingu kringum kirkjugarðinn hér, sem hefði kostað 60 þás- und krónur. Vissi ekki annað en söfnuðirnir hetðu greitt mögl- unarlaust kirkjugarðsgjaldið 1. kr. á mann árlega. Kirkjur út um land væru

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.