Brautin


Brautin - 02.11.1928, Blaðsíða 3

Brautin - 02.11.1928, Blaðsíða 3
BRAUTIN 3 o o {} o «0 o <J o o o o o o o o <3- o <y {> o {> o o o >0 •o o H.F. HAMAR VÉLAVERKSTÆI — JÁRNSTEYPA KETILSMIÐ]A. Framkuæmdarstj.: O. Malmberg. Reykjavík. Tryggvagötu 54, 45, 43. fsland. Símar: 50, 189, 1189, 1289, 1640. — Símnefni: HAMAR Útbú: HAFNARFIRÐI. Tekur að sér allsk. viðgerðir á skipum, gufuvélum og móíorum. Framkvæmir allsk. rafmagnssuðu og logsuðu, hefir einnig loftverkfæri. Steypir alla hluti úr járni og kopar. Eigið modelverkstæði. Miklar vörubirgöir fyrirliggjandi. Vönduð vinna og fljótt af hendi leyst, framkvæmd af fagmönnum. Sanngjarnt verð. Hefir fyrsta flokks kafara með góðum útbúnaði. Ðýr til minni gufukatla, mótorspil, snurpinótaspil, reknetaspil og „Takelgoss". ÍSLENSKT FYRIRTÆKI. STYÐJIÐ INNLENDAN IÐNAÐ. o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o má? Er ekki mannssálin und- ursamleg? Skáldin eru oft undarlega djúpvitur. Eitt erindi eftir. — Steingrim Tborsteinson, er því líkast að hann hefði ort það um Helen Keller. Þó mun er- indið áreiðantega vera etdra en hún, það er svona. »Sálin er gullping i gleri, geymist pó kerið sé veilt, bagar ei brestur i keri, bara ef gullið er heilt. Mjög margir gera of lítið að þvi að menta og rækta sál sina. Þeir hafa ekki nógu sterka trú á þroskahæfileikanum, eru eigi nógu trúaðir á framfarirnar, Enn hefur engu d^ufdumbra barni á íslandi verið kent að tala, hvenær verður byrjað á því. Vér erum á eftir í mörgu. Undrasagan um Helen Keller getur vakið hjá oss margvlsleg- ar hugsanir. Meðal annars minnin hún mig á þessi orð. Nú erum vér guðs börn, og er enn ekki orðið bert hvað vér munum veröa. Ef vér erum guðs ættar og eilifs eðlis þá blýtur löng og fögur þroskaleið, að liggja framundan oss í eilítð- inni. Og enginn getur sagt hvert oss er ætlað að komast. Enginn af oss má þá hæð mæla. Fyrirlesturinn allur er efnis- mikill og ástúðlegur, og með þeim hugnæma blæ, sem ein- kendi svo mjög allan stýl hins látna snillings Haraldar pró es- sors Nfelssonar. Brautin ræður öllum til, ef fyrirlestuiinn er fáanlegur enn, að eignast hann og lesa með athygli. — — Einfalt lif, hár aldur. 1640 lifði á Englandi maður að nafni Tomas Parr, var hann 152 ára gamall og vel ern. — Hann þótti hið mesta undur fyrir aldurssakir og var kallaður til hirðar Karls 1. Áður hafði hann lifað við óbreytta fæðu, en er hann kom til hirðarinnar var að honum haldið ýmsu sæl- gæti og fékk hann af því maga- veiki og dó. Læknirinn, sem stundaði hann var Harvey, sá er fann hringrás blóðsins 1619, sagði hann, að Tomas Parr hetði getað litað mörgum árum lengur, ef hann hefði haldið sfnum óbreytta lifnaðarhætti. Árið 1670 dó úr ofkælingu í York á Englandi Henry Jenkins skipstjóri, var hann á 169. árinu. Hann hafði synt yfir á er hann var rúmlega 100 ára. Fáum ár- um fyrir andlátið bar hann vitni fyrir rétti um það, sem skeð hafði fyrir 140 árum, var þá með sonum sínum tveimur, var annar 102 ára en hinn 100 ára gamall. Norskur bóndi að nafni Gu- vington hefir veríð aunálaður. Hann varð 160 ára og átti þá 9 ára dreng úr siðasta hjóna- bandi, en elsti sonur karlsins var 108 ára. Tll einki8 barist. Útlærður bilstjóri, vanur keyrslu, keypti nýjan bil i marsmánuði 1927, f september sama ár hafði hann keyrt rúma 30 þúsund kílóm., 0£300t3000e}£3£300t3e300C300COOg 1 Speglar | o o 2 Stórt úrval af speglum, bæði S § innrömmuðum og án ramma, g ^ nýkomið. ^ O O I Ludvig Storr i €3 q o Laugaveg 11. Sími 333. o o o OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO og var billinn þá orðinn ónýtur. Frá 20. júní til 1. ágúst keyrði hann fyrir þrjú þúsund tvö hundruð sextiu og átta krónur. — I septemberlok gerði hann upp reikningana, borgaði bílinn, bensin, viðgeiðir, dekk og slöng- ur, og stóð tómhentnr eftir. — Enginn ágóði. 72 — Á því er engin hætta. Hann talaði eins og sá, er valdið hefir, en það jók fremur, en dró úr kvíða liennar. — Prófessorinn verður að fyrirgefa mér og ekki halda, að eg sé vanþakldát, en .... Hún þagnaði aftur. — Komið þér nú bara með það! mælti hann dálítið óþol- inmóðlega. Ef hún hefði ekki verið jafn yndisleg stúlka, má vel vera, að þolinmæði hans hefði þrotið fyr. — Eg vildi helst ekki vera tekin frain yfir aðrar systur .... af því að .... sakir föður mins .... af því að pró- fessorinn þekkir föður minn, stundi hún upp. Hann ypti öxlum: — En sú vitleysa! Ekkert er algengara í þessum heimi, en að einhverjum hlolnist staða sakir kunningsskapar þeirra, er hlut eiga að máli. — IJað hefir þá eingöngu verið vegna föður míns? mælti hún ofurlágt, og varirnar titruðu. — Þessa stöðu, er þér nú hafið, hefði eg ekki veitt yður öðruvísi en fyrir beiðni föður yðar, en eg hefði heldur ekld veitt yður hana, nema þvi aðeins, að eg hefði þóst sann- i'ærður um, að þér munduð fær um að gegna henni. Þegar eg nú leyfi yður að skifta og komast i sjúkradeild, er það eingöngu vegna þess, að það er yðar eigin ósk, en ekki af því, að þér séuð ekki færar um, að gegna starfi yðar við skurðlækningarnar. Það var einhver sá hreimur í röddinni, er benti á, að hann 69 hans, og huðu henni til kvöldverðar. Það var augljóst, að þau litu svo á, sem hún væri að sækja þau heim í kurteisis- skyni. Hún hefði nú lika helst kosið, að láta það heita svo, og sleppa öllu tali um það, sem henni lá á hjarta; svo þungt féll henni að biðja prófessorinn um einkasamtal. Að sjálfsögðu mundi prófessorsfrúin og tvær dætur henn- ar spyrja prófessorinn á eftir, hvert erindið hefði verið, og frá þeim mundi fréttin berast til foreldra hennar og, ef til vildi, margra fleiri, um það, að hún hefði reynst bráðónýt sem hjúkrunarkona. Hún fyltist biturri gremju við doktor Gripenstam, og augnablik var henni næst skapi, að bjóða honum byrginn, vera kyr, og verja öllum kröftum sínum til þess að verða svo fær í stöðu sinni, að hann, þrátt fyrir allan sinn illvilja, gæti ekki fundið neitt, ekki eitt einasta atriði, aðfinsluvert. En þetta reiðikast létti harla lítið undir ineð henni. Hún sá, að hún inundi verða litlu færari á þverúðinni einni, því síður sem hún var einmitt illa til þess fallin að beita þverúð til langframa. Sársaukinn út af hinum hvössu og — það varð hún að játa — réttlátu ávítum doktors Gripenstam brann eins og bál í huga hennar og neyddi hana loks til þess að hleypa í sig kjarki og biðja prófessorinn að tala við sig undir fjög- ur augu. Hún varð náföl, er hún stundi upp ósk sinni, og hjartað barðist ótt og titt. Hann tók með undrun eftir geðshræringu hennar, stóð þegar upp, og bauð henni að koma með sjer inn i herbergi sitt.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.