Brautin


Brautin - 09.11.1928, Blaðsíða 1

Brautin - 09.11.1928, Blaðsíða 1
Riistjórar: Si<?urbjör<3 Þorláksdðttir. Stmi 1385. Marta Einarsdótiir. Sími S71. Bra-utín. Ú igef endur: Nokkrar konur í Reykjavík. Simi: 491. 1. árgangur. Föstudaginn 9. nóvember 1928. 20. tölublað. Ritstjóri Tímans gefst alveg upp. Hann kyngir öllu. — Rökin bitu. Þau stórtiðindi gerðust fyrra laugardag að ritstjóri Tímans gafst alveg Upp f fullyrðingum sínum gegn tillögum Brautar- innar í kjðrdæmaskipunarmál- inu. Eins og mönnum er kunnugt, réðist ritstjóri Tímas með ákafa á ritstjóra Brautarinnar fyrir til- lögur þær, sem blaðið hafði flutt um réttláta breytingu á kjördæmaskipun landsins, sem sé, að f stað hinnar ranglátu og algerlega úreitu kiördæma- skipunar, sem nú rikir, kæmi ný og réttlát kjördæmaskipun, þar sem landinu væri skift i jafn-fjölmenn tvímenningskjör- ilæini og skyldi annar þingmað- ur hvers kjördæmis jafnan vera kona. Gegn þessari tillögu reis rit- stjóri Tímans, þrútinn af visku og vlgamóði og hélt því fram, að ef þetta yrði að lögum, myndi, af því hljótast að ríkið klofnaði i tveat, og að óbjákvæmilegt væri að konur kysu eingöngu konur og karlmenn, karlmenn, eða öfugt. Valdi hann ritstj. Brautar- innar háðsleg orð, talaði um stjórnvisku kvennanna með gæsalappa-úlflúri og tilheyrandi háðsmerkjum. Nefndi hugsana- forað, sem konurnar væru að sökkva sér í o. s. frv. Hann nélt sig vera orðinn mikinn mann og blés sig upp með Þingeyskurn vindbelgingi og spekingslegum stjórnmálaremb- ingi. En hér fer, sem oftar: »Pias er ei til fagnaðar«. Brautin tók þessu rólega, vítti það, sem henui þótti rangt í frarnferði ritstjórans og veitti honum hæfi- lega ráðningu. En hann lét sig ekki að held- nr og lél nú fyrirspurn mikla og framhalds-fyrirspurn birtast i Tímanum og gleiðletraði að hann tæki aðeins skýr rök og svör til greina. Skyldi nú Brautin enn fremur sýna fram ó, hvern- ig trygt væri að kona skyldi kosin í tvimenningskjördæmi ;þegar lögboðið væri að annar þingmaður skyldi a!t af vera kona. Og enn kom hann með hinn fmyndaða rikisklofning, sem ritstj. hafði bitið sig svo fast i að erfilt virtist að losa um. En Brautin tók öllu rólega. Hún hnekti i næst síðasta blaði gersamlega öllum fullyrðingum ritstjórans og greiddi skýrt úr öllum spurningum hans, svo fast og örugglega að ritstjórinn gafst alveg upp. í nœst síðasta blaði Tfmans kyngir hann öllum fullyrðing- um sinum um rikisklofning og fyrirspurninni og framhalds- fyrirspurninni. Þegar hann er að kafna i rökþrotum tekur hann þann eina kost, sem Brautin eftirlét honum, að éta alt ofan i sig aftur rólega og hávaða- laust. Hinn mikli stjórnmálaspek- ingur verður alt f einu aftur sami litli, pervisni, andlega ófrjói stjórnmáladvergurinn, sem hann hefir alt af verið. En út af öllu þessu mótlæti fyllist hann heift mikilli gegn kvennfólkinu og gerist, að þvi er virðist, alger kvennhatari. Gengur þetta hatar hans svo langt að honum finst rétt að karlmenn kjósi heldur rikisklofn- ing, en að eiga nokkra samvinnu við konur. Er þetta ekki ógrálega mælt af manni, sem telur sig aðal- stuðningsmann samvinnustefn- unnar. Ekki fer betur fyrir rit- stjóra Tímans þegar hann fer að tala um grundvöll þingræðis og stjórnskipulaga. Hann óttast, sem sé, að ef konum yrðí lögtrygð þingseta til jafns við karlmenn, væri sá grundvöllur rofinn, sem þing- ræði og stjórnskipulag alls mannkynsins hvila á, þ. e. úr- skurðarvald meiri hluta at- kvæða. Þetta atriði hefði ritstj. Tím- ans síst af öllu átt að minn- ast á. Hann sem vill halda dauða- haldi i löngu úrelta og alrang- láta kjördæmaskipun þar sem •«»e g» 8» «» <3B <88 ($& 8» 88 g» <sa ~<gs>« GRAMMOFONAR í afarmiklu úrvali fyrirlyggjandi, frá kr^ 30 til kr. 600, þar á meðal hinir heimsfrægu „Columbta" grammófónar, sem eru tvímælalaust hinir bestu er til landsins flytjast. — Mest úrval á landinu af plötum eftir - alla frægustu listamenn heimsins. FÁLKINN Heildsala. REYKJAVÍK. Smásala. / •«»„«»__a» sb........ss>®e ®b «»_ m <3B Q» «» 8B»; r < < Sælgæti best og ódýrast í „NORMA" Bankastræti 3. W X 400 atkvæði á einum stað jafn- gila 2400, segi og skriía tvö þúsund otj jjögur hundruð at- kvœða á öðrum stað. Hvernig fer hér um úrskurð- arvald meiri hluta atkvæða? Það virðist nokkuð vafasamt, að það fái fyllilega að ráða. Hér er ritstj. Tínians óneitan- lega að reyra snöruna sem fast- ast að eigin hálsi. Sá, eini rétti grundvöllur, sem þingrœði og sljórnskipulag alls mannkynsins á að byggjast á er réltlœti oy jafnrétti. Á þeim grund- velli og þeim eina grundvelli vill Brautin byggja þingræði og þjóðskipulag íslands. Þess vegna ber hún fram þá tillögu i kjördæmaskipunarmál- inu, sem réttlátust er og mest jafnrétti hefir að geyma, því að það er réttmætt að tryggja kon- um að minsta kosti jafna tölu þingsæta við karlmenn, þar sem þær eru meiri hluti allra kjós- enda í landinu. Og þetta er þvi fremur nauð- synlegt, þar sem það hefir Ijós- lega sýnt sig, að karlmenn hafa gert alt sem I þeirra valdi stend- ur til að bola konum algerlega frá allri þátttöku i opinberum málum og allri aðsókn að em- bættum eða störfum fyrir það opinbera, hversu samviskusamar og vel gefnar, sem þær eru. Þess vegna er jafnréttistillags Brautarinnar i kjördæmaskipun- armálinu fyllilega réttmæt. Húnbyggir á eina rétta grund- vellinum: Algert réttlæti. O0ti0£}OC3€3C30C3C3C3C3CJ£3S}CJt3O£3OO£3 i GOLFTREYJUR 1 | Ávalt fyrirliggjandi § | fallegt og fjölbreytt | úrval. o o Ef yður vantar fallega S Golftreyju, g þá lítið inn til okkar. § 8 § i Manchester. § o o O Laugaveg 40. Sími 894. O O O oooooooooooooooooooooooo o o o Aðsent. A hinum almenna presta- og sóknanefndafundi 17.—19. okt. fiutti Ólafur B. Björnsson ræki- legt og fróðlegt erindi um af- stöðu rikis og kirkju hvors til annars. Hann talaði um skrúða kirkn- anna, og alla muni að fornu og nýju. Um að kirkjur hafi í þaþólskum sið verið lýstar allan veturinn, sem telja má líklegt að hafi verið gert vegna sjófar- enda. Er þá hér um að ræða fyrstu vitana á íslandi. Um góðgerða-starfsemi kirkj- unnar i kaþólskum sið. Sömu- leiðis um gjafir bjóðarinnar til kirkjunnar, og allar jarðeignir hennar og gangandi pening, sem konungs- ogrikisvaldið hefir rænt frá kirkjunni, en skipað henni að eiga sig sjálf — söfnuðunutn. Hann lagði áherslu á það, að kirkjan gæti ekki lengur verið undir oki rikisvaldsins, sem virðist álíta starf hennar litils- vert, og ráðstafar málum hennar án vitundar kirkjunnar manna og gagnstætt því sem þeir óska og væri tii BeiIIa kristninni í landinu. Hann krefst aukins

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.