Brautin


Brautin - 09.11.1928, Blaðsíða 2

Brautin - 09.11.1928, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN Svefninn. Hann vafði mig örmum og vermdi mig heill vinurinn iryggasii og bezii. og ef að mér leiðist og ef ég er þreyit af einlœgni eg fagna þeim gesti. Pegar að titra mér lárin á brá og tregi í hjarta vill streyma; svo léllhentur augunum lokar hann þá og lœtur mig sorgunum gleyma. Ef ég í hjartanu enga hef ró af ýmsu er stríðlega gengur; þá kemur hann einn til að fœra mér fró ég finn ekki þreytuna lengur. Eg elska hann líka af einlœgum hug og engu frá honum skal gleyma, því sorgunum mínum hann bœgir á bug og ber mig í sólríka heima. Guðrún Jóhannsdóttir, frá Brautarholli. gOððOðCHSðOOðOðOOðQOCHSNWSa I BRAUTIN | O kemur út á föstudögum. — O gMánaÖargjald fyrir fasta á- g ^ skrifendur er 50 aura; einstök O blöð kosta 15 aura. q AFGREIÐSLA blaðsins er i {* Þingholtsstrœti i 1, o uppi. — Opin kl. 4—7 daglega. S O O 000000000000000000000000 sjálfsforræðis i öllum málum kirkjunnar, sem kirkjusinnaðir menn ráði í öllu. Kirkjuþing — kirkjuráð. Að landssjóður skili kirkjonni nokkru af fé þvi er hann hefir tekið af henni. Kirkju- jarðasjóði eins og hann var 31. des. 1926. Hann leggur áherslu á það, að vér gerum þetta, að ákveðnum sameiginlegum kröf- um, sem unnið sé að, þar til yfir likur. Fréttir. Söngurinn 1030. Söngstjóri Alþingishátiðarinnar befir nú falið Karlakór K. F. U. M. einum að annast karlakórs- söng 1930. Mælist þessi ráðstöf- un misjafnlega fyrir. Kunnugt er að 2 karlakórsfélög eru nú hér nú í bænum. Karlakór K. F. U. M. og Karlakór Reykja- vikur og eru bæði að góðu kunn. Talið er að söngstjóri Karla- kórs Reykjavíkur hr. Sigurður JÞórðarson hafi sýnt framúrskar- andi hæfileika sem karlakórs- söngstjóri. Fékk hann styrk frá Alþingi til þess að kynnast stjórn karlakóra og fór hann til Vín- arhorgar og víðar og naut þar kenslu og fyrirsögn lærðustu manna i þessari grein. Sýnir það óvanalegan áhuga og ást á starfinu. Þvi slikar ferðir kosta mikið fé og mikla fyrirhöfn. En listhneigð hans kallaði hann til starfsins. Og þeini köllun fylgdi hann. Fað, sem einkennir hr. Sigurð Pórðarson sem söngstjóra, er mikil nákvæmni og vandvirkni. Einbeittur áhugi. Framúrskar- andi smekkvfsi og frumlegur kraftur í allri meðferð og stjórn lagsmfðanna. Það myndi hver- vetna talið ganga kraftaverki næst, hvflikum framförum Karla- kór Reykjavíkur hefir tekið und- ir stjórn hans, þar, sem hér er að ræða um alveg nýtt félag. En áður hann tók við Karla- kóri Reykjavfkur, hafði hann getið sér góðan orðstir fyrir stjórn sína á karlakóri Hafnfirðinga »þröstum«. Og þótti sá kór aldrei hafa sungið betur, en undir hans stjóm. Það virðist hart, að þegar land vort á að láta heyra það besta, sem það á í karlakórssöng skuli ráðandi menn leyfa sér, að ganga alveg fram hjá Karlakóri Reykjavfkur og hinum þekta söngstjóra þess. Virðist slfkt framferði í alla staði óverjandi, og þann, sem því hefir ráðið mjög brostið gæfu til að leysa verk sitt sómasamlega af hendi og er það illa farið. Því hvað sem annars má segja um há- tfðahöldin 1930, þá er það víst að karlakórssöngurinn 1930 verður einn aðal skemtunarlið- urinn og þvf mikils um vert að hann veiði sem bestur og til- þrifamestur. Réttast hefði verið, að fleslra dómi, að Karlakór K. F. U. M. og Karlakóii Rvfkur hefði verið falið að annast sönginn sam- eiginlega, enda er það mikið verk og þreytandi að balda uppi söng 2—3 hátiðisdaga í röð. Og oft vilja menn heltast úr lest- inni á skemri tfma. (Kvefast, fá hæsi o. s. frv.) Veitir því ekki af að hafa varalið nóg, ef að- alliðið veiður fyrir álöllum. En ef bæði félögin hefðu átt að annast söngiqn, helðu þau ýmist getað sungið hvert um sig eða þá sem eitt kór, eða þá sem úrvalslið úr báðum kórun- um. Og hefðu þá söngstjórar beggja kóranna skifst um söng- stjóra f bróðerni. Hefði þetta getað skapað mikla og skemti- lega tilbreytni í söngnum og nokkurt kapp hver best stjórnaði. En hér hefir eins og vant er með oss íslendingum hið versta og óviturlegasta ráð verið tekið og er það óheill mikil. JárnbrautarmáliÖ. og Vöröur.^að þykir mikl- um tiðindum sæta að vikublað- ið Vörður, sem talið hefir sig mjög fylgjandi járnbrautarmál- inu, skuli, einmitt nú, þegar hvað mest á ríður að berjast af alefli og heilindum fyrir fram- gangi þess, gerast athugasemda- laust til að flytja hatursgreinar gegn þvf, frá þeim manni, sem langmest hefir reynt að spilla fyrir framgangi málsins til þessa, þeim manni, sem látlaust hefir reynt að berjast gegn öllum ör- uggum samgöngubótum austur yfir fjall og sem talinn er aft- urhaldssamastur i þeim efnum, allra þeirra, sem nú fást við stjórnmál. Það er iit verk og beimskulegt af Verði að haga sér þannig og mun þeim flokki litt til viðgangs að leiða »asna óvinanna« inn f herbúðir sfnar. Og er vonandi að járnbrautar- vinir þakki blaðinu og flokki þess svikin og óheilindiu í þessu máli eins og vera ber. — Mtiljónnlán stjórn** arinnar, Sagt er að fjár- málaráðherra sé nú sigldur til að reyna að fá stórlán fyrirstjórnina, jafnvel talaö um margar milj- ónir. Gleðiefni mikið væri þetta ef láninu ætti að verja til mestu þjóðþrifamála, svo sem járn- brautarlagningar. En hitt er verra, ef slik stórlán eru tekin og ekkert við þau gertf sem að verulegum notum verður fyrir framtíð þjóðarinnar. Og ætti all- ur almenningur að hafa vakandi auga með þessu, því gott að- hald alþýðu er alt af lil góðs [/'.] Ur öllum áttum. Vélarnar eru nanðsynleg á- höld. En það er andinn sem býr fil vélarnar, vélarnar ekki andann. Sakir þess að hver ný uppgötvun er framstigul, er Ijóst að andinn hlýtur smátt og smátt að breyta starfsemi vélarinnar. Á þessari öld sem leggur til nýja þekkingu og vekur nýjar hugsjónlr er allskostar óumfiýj- anlegt að breyta til. Vorir tímar eru vel failnir til endurbóta- starfs, sakir þess að ofsóknar- fýsnin er í dauöateigjunum og að nú er unt að raða ágrein- inesmál án þess að ganga af göflunum. En þeim, sem gangast fyrir endurbótastarfinu, hversq ervitt Og óvinsælt sem það kann að reynast, væri þó holt að muna það, að þungamiðjan í staifi þeirra er ekki sú að skilja eftir tómt flag, heldur að leiðiétta og bygsja í\anniS UPP- Aðal tilgangurian með þvi að sniða buitu kal og kræklur úr skógi, er sá að flýta fyrir nýj- um vexti. (A. V. Tilby). Ohreinskilni og tvöfeldni má hiklaust telja verstu pólitisku syndirnar—mætti segja, glæpina. (Times Weekly). Sannleibur. Þetta er sannleikur, sem vert er að bugfesta: Því meir sem vér lifum úti í náttúrunni, því meira gefur hún oss, þvf heitara þrýstir húu oss að sér, því inndælli verða kossar hennar. Þegar vér hverfum frá nátt- úrunni og lifum á einhverjum náttúru-»bæti«, þá eru von- brigði og lifsleiði makleg mála- gjöld. Hvervetna á jörðinni gæti meginþorri manna verið ham- ingjusamur, því að öll gleði, svo að segja, streymir úr upp- sprettum, sem öllum standa til boða. Menn þurfa ekki að öfunda auðmennina; »sönn hamingja verður ekki keypt fyrir peningac. Ef vér notum peninga til eigin skemtunar, vinnum vér sjálfum oss mein. Ef vér stærum oss af þeim, vekjum vér aðeins löngun og gremju bjá óðrum mönnum. Ef mér hrúgum þeim saman, þá kreppum v^r að sálinni í oss. Náttúran hefir sjálf séð fyrir þvf að menn geti ekki eytt auðæf- um sinum í eigingjömum til- gangi, án þess að gjalda þess fyr eða síðar. Aðeins á einn hált geta auðæfi oiðið til b'ess- unar, það er, þegar vér notum þau til þess að hefja brceður vora npp. Menn þurfa að lcera hinn mikla sannleika. að alllr menn ern bræðnr. A.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.