Brautin


Brautin - 23.11.1928, Page 2

Brautin - 23.11.1928, Page 2
2 BRAUTIN OCHCH9CH3CIOO BRAUTIN kemur út & föstudögum. — Mánaðargjald fyrir fasta 6- akrifendur er 50 aura; einstök blöð kosta 15 aura. AFGREIÐSLA blaðsins er 1 Þingholtsstræti 11, uppi. — Opin kl. 4—7 daglega. oooooooooooooooooooooooa þéltum býlnm frjálsra starfandi bænda. Það er eins og alt, sem legið hefir fjötrað og bundið, rísi úr böndum með öllum hinum inni- byrgða krafti leystum úr álög- um. Þeir, sem sjá löndin áður járnbrautirnar koma, og líta þau svo aftur 5 til 10 árum seinna, þekkja þau vart fyrir sömu Jönd. það er eins og stórt og furðulegt æfintýri hafi alt í einu orðið að raunveruleika. Og þetta tæki, sem á að verða atlra öflugasta lyftistöngin undir landbúnaðarframförum islenzku þjóðarinnar í nútíð og framtið, ætla framfaraniðingarnir að reyna að sverta og spilla fyrir af öllum mætti. Þeir skriða þar með sfnu venjulega Marðareðli undirsvika- dulnefni, til þess að gera róg- burðinn enn þá áhrifameiri í eyruin heimskingja og fáráðlinga. Peir bylta áællunum, sem gerðar hafa verið af lærðustu og færustu mönnum í sinni grein, útlendum mönnum, sem eru algerlega hlutlausir í þessu máli. Þeir bylta áætlunum þeirra alveg við og hækka þær gengd- arlaust, án þess að sýna nokk- urn minsta snefil af rökum fyrir því, að þessar breytingar hljóti að verða. Með fáeinum pennastrikum breyta þeir 6 miljónum í 9 til 10 miljónir og 400 þúsundum í 800 þúsund krónur. Með þessum fölsku tölnm á að kitla afturhaldssálirnar, pen- ingasálirnar samansaumuðu, er kreppa hnefann sem fastast um eyririnn, en horfa rólega á mil- jónirnar renna i striðum straum- um út úr landinu, engum hér til gagns, en fjárhættupúkanum einum tii ánægju. Með þessum fölsku tölum á að Ieika það níðingsverk, að ginna austanbændur til að vinna gegn sinu eigin héraði, gegn framförum þess og viðgangi, gegn velmegun þess og ríki- dæmi. það á að lokka þá til að verða »sinir eigin böðlar« og þess héraðs, sem þeim þykir vænst um. Slikt framferði er með öllu ósæmilegt, og ættu allir heiðar- legir menn að hafa megnustu fyrirlitning á slikum skrifum dulbúinna ódrengja. Ingvar Sigurðsson. GUNNPORUI> í EIM8K1PAFÉLAGHHÍWINU. Favourite-sápan þolir fvímælalaust sam- anburð við allar aðrar sáputegundir. Fæst ávalt hjá IV I ,Söngurinn 1930f. Háttvirtu ritstjórar. Út af grein i sfðasta tbl. Braut- arinnar leyfi ég mér að biðja ykkur fyiir eftirfarandi skýringu. það var eitt af verkefnum söngmálastjóra Alþingishátiðar 1930 að gangast fyrir stofnun söngflokks (blandaðs kórs), er færi með kórlög kantötunnar og þá aðra kórsöngva, er teknir verða til flutnings á þeim tveim- ur konsertum á Þingvöllum, sem ályktun hefir verið tekin um. Og auðvitað bar honum að sjá fyrir þvi, að kórinn yrði svo vel skipaður, sem kostnr væri á. Ég leit því svo á, að það væri bein skylda min að snúa mér til þeirra söngflokka allra, er hér starfa og mér var kunnugt um, með tilmæli um, að úr þeim mætti velja. En sú málaleitun fékk daufari undirteklir en bú- ist var við. Um Karlakór Reykjavíkur er það að segja sérstaklega, að stjórn hans skýrði mér frá þvi í bréfi, dags. 20. f. m., að henni hefði verið falið að leita sam- komulags á þeim grundvelli, »að Karlakór Reykjavfkur Iegði það til af mönnum, sem þörf væri talin á í blandaða kórinn til að syngja kórsöngva kantötunnar, en að frekari kórsöngvar yrðu fengnir í hendur þeim kaila* kórum, sem hér eru starfandi til meðferðar á hátiðinni«. Nú yrði það að teljasf illa farið og harla fátæklegt, ef kaila- kórssöngur væri sú eina tegund íslenskrar tónlistar, er til greina kæmi á fyrnefndum konsertum. En til þess kemur vonandi ekki. Það má jafnvel búast við þvi, að þar verði ekki nema tveir þættir karlakórssöngs, þ. e. sinn þátturinn á hvorum konsert, þó að um það verði ekki sagt með fullri vissu fyr en búið er að taka til verkefnin og semja söng- skrána, og kæmi þá tæplega til mála að skifta þeim á milli þriggja eða íleiri söngflokka, svo að þeir feDgju sína ögnina hver. Enda var gert ráð fyrir því frá upphafi, að söngliðið, sem flyt- ur kantötuna, færi einnig með kórsöngva binna tveggja kon- serta, bæði þá, sem ætlaðir eru blönduðum kór og karlakór. Verður það og að teljast heppi- legast, m. a. fyrir þá sök, að einmitt það fólk nýtur sérstaks undirbúnings i vetur, þar sem er söngkensla herra Sigurðar Birkis. Af framangreindum á- stæðum sá ég mér ekki fært aö ganga að þeim skilyrðum, sem Karlakór Reykjavikur selti fyrir því, að hann »legði það til af mönnum, sem þörf væri talin á«. Með því að stjórn karlakórs- ins tilkynti mér ennfremur í fyrnefndu bréfi, að það hefði komið í Ijós, að félagsmönnum væri það »yfirleitt mjög á móti skapi, að úr kórinu yrðu valdir menn til að syngja í hinum fyrirhugaða blandaða kór há- tíðarinnar«, (enda hafði enginn félagsmanna tilkynt væntanlega þátttöku sína til kórnefndar), þá virtist ekki annað fyrir hönd- um en að fela einum söngflokki ofangreind verkefni og þá að sjálfsögðu þeim, sem hér er elst- ur og fjölmennastur. Hinsvegar gat ég þess í bréfi minu til Karlakórs Reykjavikur, að ég væri fús á að ræða það mál við Samband fslenskra karla- kóra, hvort sjá mætti fyrir þvi að flokkurinn kæmi fram sjálf- stæður á Alþingishátiðinni i sambandi við framkomu lands- kórs. Af framanrituðu er það vænt- anlega Ijóst, að það helir við engin rök að styðjast, er sagt var í Brautinni 9. þ. m., að gengið hafi verið »alveg fram hjá Karlakór Reykjavíkur og binum þekta söngstjóra þess«. Er því fyrnefnd grein í Brautinni um það efni markleysa ein. Sigfús Einarsson. SvariráKarlakóri Reykjavíbur. Ritstjórar blaðsins «Brautin« hafa sýnt oss svargrein söng- málastjóra, hr. Sigfúsar Einars- sonar við grein í nefndu blaði, sem fjallaöi um Karlakór Reykja- víkur og hátiðasönginn 1930. Tilvitnanir þær, er söngmála- stjóri tekur upp úr bréfi voru tii hans, eru að visu réltar, en hann birtir ekki ástæður þær, er vér færðum fyrir svari voru og voru þær i aðalatriðum þessar; 1) »Að menn telja sig ekki hafa tima til að sækja fleiri æfingar en þær, sem leiða af eðlilegri starfsemi sins eigin félags. Menn höfðu lika ákveðið búist við, að félaginu, ásamt öðrum karla- kórsfélögum hér í bænum, væri ætlað að flytja karlakórssöng á þessari hátið sem sjálfstæð fé- lög, sem þar fengju að sýna þroska sinn hvert fyrir sig. Hinu höfðu menn ekki búist við, að leitað yrði til þeirra um að- Stoð við söng í blónduðu kóri i fyrnefndu skyni, án þess að hafa kornist að áveðinni niður- stöðu um þetta atriði. 2) Að menn gera ráð fyrir að við þá starfsemi tækist einnig, þegar þar að kemur, samæfing- ar í landskór sambands isl. karlakóra, er stofnað var sam- kv. áskorunum og tilmælum söngmálanefndar Alþingishátið- arinnar. 3) Að menn óttast, að ef nokk- uð að ráði yröi tekið af söng- mönnum kórsins — og þá eðli- lega þá beztu — til að syngja í blandaða kórnum, yrði óhjá- kvæmilegt að afleiðingin yrði sú, að starfsemi karlakórsins hlyti að leggjast niður fram yfir Alþingishálíðina, að minsta kosti næsta starfsár 1929—1930«. Eins og sést af framanrituðu, vorum vér þó reiðubúnir að verða við þeim tilmælum söng- máiasjjórans, að leggja til menn í blandaða kórið. En væntum hins vegar, að sú yrði raunin á, að frekara samkomulags yrði leitað við félag vort, að því er snertir þátttöku í karlakórssöng á Alþingishátíðinni 1930, og kom oss þvi nokkuð á óvart hin snögga ákvörðun söngmálastjór- ans, er hann tilkynnir oss i bréfi sfnu 25. f. m., þar sem hann útilokar félag vort frá allri þátltöku f karlakórssöng hátíð- arinnar, að því er frekast verð- ur séð. Oss er ekki kunnugt um hver svör hin söngfélögin hafa gefið við málaleitun söngmála- stjóra, en oss þykir ótrú- legt að þau hafi verið fús á að láta óviðkomandi mann velja úr beztu söngkrafta sina, og standa svo eftir ófær til að stunda sjálf- stæða starfs°mi. Vér viljum geta þess, að þessi ráðstöfun söngmálastjóra hefir engri þykkju valdið innan Karla- kórs Reykjavfkur, og enginn úr félagi voru hefir átt nokkurn þált f áminslri grein i blaðinn Brautin. f. h. Karlakórs Reykjavfkur. m Stjórnin. Athugasemd. Eins og sést greinilega af svari Karlakórs Reykjavikur er þaö

x

Brautin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.