Brautin


Brautin - 23.11.1928, Blaðsíða 3

Brautin - 23.11.1928, Blaðsíða 3
BRAUTIN 3 rétt, setn stóð i Brautinni, að söngmálastjóri hefir gengið alveg fram hjá karlakórinu um þátt- töku i söngnum 1930, að öðru leyti en þvf, að hann hefir farið fram á að mega láta velja úr kórinu menn i blandaða kórið, en hefir annars, að þvi er viið- ist alt af hafa ætlað sér að úti- loka kórið sem slikt frá þátttökn í söngnum. Hefir þessi framkoma söng- málastjóra mælst misjafnlega fyrir og af mörgum talin mis- ráðin. Brautin telur að heppilegast hefði verið að fela báðum kór- unum að sjá um karlakórsöng- inn, þvi félögin eru bæði að góðu kunn og söngstjórar þeirra kunn- ir að smekkvisi, lipurð og sam- viskusemi. Emkum er það þvi leiðara að þessi mistök söngmálastjóra hafa átt sérstað, þar sem vænta málti að annars hefði orðið meiri tilbreytni í söngnum og hann að öllu tilkomumeiri. Því auk þess, sem félögin hefðu komið fram sjálfstæð, hefði einnig verið von um að fá að heyra þau saman sem voldugt 70 manna kór. Hiö stærsta og bezta stór- kór, sem hægt hefði verið að fá hér. Og auk þess. ef til vill, minna úrvalskór úr báðum kórunum. Hefðu svo söngstjórarnir skift bróðurlega milli sin söngstjórn- inni, eftir því, sem þeim fanst bezt við eiga, þegar félögin ekki sungu sem sjálfstæð félög. Framkoma söngmálastjóra er þeim mun óviturlegri, sem tala góðra söngmanna hér er mjög takmörkuð, og nær eingöngu Alklæöi það fallegasta í borginni. Silkiflauel og alt annað til peysu- fata, best og ódýrast hjá S. Jóhannesdóttur. Austurstræti 14. (Beint á móti Landsbanbanum). Sími 1887. _______________________I bundiu við þessi tvö karlakór- félög. Ef þvi svo illa tekst til að t. d. einhverir af beztu tenórum K. F. U. M. kórsins einhverra orsaka vegna, gætu ekki mætt þessa ákveðnu daga 1930, eða kvefuðust eða á annan hátt hindruðust frá þátttöku, gæti svo farið, að söngurinn tækist ver en annars hefði mátt verða, ef báðum félögunum hefði verið gert jafnt undir höfði og falið að sjá um sönginn i sameiuingu. þetta er aðalatriðið í málinu og orsökin til þess að Brautiu fór að finna að framkomu söng- málastjóra í þessu máli. Hitt finst oss einnig ófært með öllu, þar sem hr. Birkis er fastlaun- aður af ríkinu til að veita söng- mönnum kóranna ókeypis söng- kensiu fyrir 1930, að ætla að útiloka Karlakór Reykjavikur frá þessari góðu ókeypis kenslu, en biéf söngmálastjóra virðist helst bera það með sér, að sú sé til- ætlunin. Og er slikt stórvítavert. [ij Fiskur — Fiskur — Fiskur Húsmægur! Hafid það hugfast, að Fiskbúðin í Kolasundi er œtíð birgust af fiski: nýjum, söltuðum og afvötnuðum. Hreinleg umgengni og á- byggileg afgreiðsla og frítt heimsendt. — Verð hvergi lægra. — Hringið í síma 655 eða 1610. B. Benonýson. Fiskbúðin. Fiskur — Fiskur — Fiskur Ferðamannahótel á ísafirði. Fyrir skömmu var ég á gangi í Pósthússtræti, var þá verið að rifa af grunni gamla Finsenshús, þar á að byggja stóra gistihúsið. Með mér var vinkona mín vest- firsk að ætt og uppruna, en hefir dvalið hér í bænum í mörg ár. Við námum staðar og að- gættum hvernig siðustu menjar gömlu Reykjavíkur við Pósthúsr stræti smá minkuði til að hverfa að fullu. Leit svo út, sem smið- irnir væru óvanalega varkári- að rífa þetta hús, líkast því, að þeim findist þeir vera einskon- ar tannlæknar, að draga úr tennur, til undirbúnings að smiða nýjar tímans tínnur. Æ! já, sagði vinkona min, þetla er rás viðburðanna í þessum heimi, hið gamla hverfur og nýjir tímar taka við. »Að eins að þetta vænt- anlega hótel komi til að standa eins vel í stöðu sinni hér I göt- nnni eins og garola húsið gerði á sfnum tíma«. Við héldum á- fram ferð okkar, og vestfirska konan lét i Ijósi ánægju sina yfir því, að nú værn likindi til að bætt yrði úr hiuni liifinnan- legu vöntun á vistlegu gistihúsi, sem verið hefði hér í bænum, en hennar mikla áhyggjuefni var, að nú yrði Isafjörðurinn af stærri kaupstöðum landsins, sem algerlega vantaði viðunandiferða- mannahótel. ísafjörðurer höfuðstaður vest- firðingafjórðungs, allslór bær mjög snotur og vingjarnlegur. Er nátturufegurð á Vestfjörðum tiguarleg og fágæt. Vestfirðir eiga sér merkilega sögu, þar eru höfuðbólin Vatnsfjörður og Ög- ur og á Rafnseyri vestra er Jón Sigurðsson fæddur. Myndu út- lendir fræðimenn og skemtiferða- gestir dvelja á ísafirði um tfma 'á sumrin i hreina fjallaloftiuu og yndislegri sumardýrðinni, ef þar væri viðunandi hótel til að hverfa að. I höfuðstað Noröurlands, Ak- ureyri eru 4 eða 5 allstór gisti- og veitingahús, er hótel Gullfoss þeirra stærst, og mun vera með myndarlegustu gistihúsnm lands- ins. Forstöðukonan, nngfrú Rannveig Pórarinsdóttir hefir al- gerlega af eigin rammleik kom- ið upp gislihúsinu, og rekur það fyrir eigin reikning, er allur að- búnaður þar framúrskarandi myndarlegur, og viðurgerningur allur einróma lofaður af þeim íjölda gesta sem koma þar, eða dvelja timum saman. — Æltu framtakssamir ísfirðingar, kon- ur eða karlar, að taka ungfrú Rannveigu til fyrirmyndar um 84 — Eg verð að biðja ungfrú Gissler að sjá um, að hér sé alt kyrt og hljótt í deildinni, þegar hér eru einhverjir jafn veikir og hann Evertson þarna, mælti hann þurlega. Hún þóttist skilja að hann ætti við sönginn, og fann sig seka. Augnablik beið hann við, eins og hann hefði búist afsök- un, en þegar það varð ekki, fór hann leiðar sinnar. Nokkrar mínútur stóð hún i sömu sporum og þegar hann skildi við hana. Síðan gekk hún hægt og hægt inn í salinn og að rúmi Evertsons. — Hvernig líður yður í kvöld, Evertson? Þakka yður fyrir, mjög vel. — Gerðum við yður ónæði fyrir stundu með söngnum úti i eldhúsinu? Hann brosti við og mælti: Þvert á móti, það var svo hress- andi. Henni ljetti fyrir hrjósti að vísu, en jafnframt var eins og sár broddur stæði djúpt í hjarta hennar. Hún fagnaði þvi mjög, að liafa ekki valdið neinu tjóni með söngnum, en harðneskja doklorsins gegn henni varð enn þyngri á mel- unum í augum hennar sakir þess, að hann, sem var nýbú- inn að vitja Evertsons, hlaut að vita, að hann var á góðum batavegi. Hún sá í hendi sér, að doktorinn mundi ekkert hafa sagt, ef það hefði vexið einhver annar en hún, er hann hefði staðið að söngnum. Það var auðljóst, að hann lagði hana i einelti. En hvers- vegna? Hversvegna? En um þetta ætlaði hún nú ekki að fást lengur. Sjúkling- 81 sjúkradeildinni, þar sem hún var fullfær um starf sitt og gaf enga ástæðu til óánægju. — Hann verður að láta svo. lítið að þiggja hjálp mina, þrátt fyrir sína heimskulegu andúð gegn mér, hugsaði hún með gremju. Og nú vaknaði sjálfsþóttinn í brjósti hennar og ásetti hún sér að fara öðruvísi að framvegis. Ef honum skyldi fram- vegis detta i hug, að tala við sig um eitthvað, er ekki snerti hjúkrunarstarfið, skyldi hún ekki, eins og hingað til, láta i ljós gleði sína og þakklæti í mestu einlægni, og eiga svo von á því, að fá í þokkabót tilsvör i kuldalegum róm. Nei, hún skyldi áreiðanlega sýna honum, að hún gæti líka verið önug. Með þessari ákvörðun óx henni sjálfstraustið, sein ann- ars var á förum, og hún reyndi að rýma doktornuni burtu úr huga sér ineð því að hugsa eingöngu um sjúklingana og starf silt. Þar sem öllum öðrum þætti vænt um hana, ætti hún að geta unað því, að einn einasti maður gengi undan. En þótt undarlegt mætti virðast, hugsaði hún einmitt meira um þenna eina, an alla aðra samanlagða. VII. Dag noklcurn vitjaði Vilhelm sjúklinga sinna nokkru fyr, en venja hans var, því að hann var boðinn til miðdegisverð- ar hjá húsbónda sínum gamla, Scott bankastjóra. Þegar hann gekk eftir spítalagöngunum var hann að hugsa um þenna velgerðarmann sinn og blessa hann í hjarta sínu. Eftir að hann nú var orðinn aðstoðarlæknir með iöstum launum, gat hann farið að greiða vexti af námsskuld sinni,

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.