Brautin


Brautin - 30.11.1928, Blaðsíða 1

Brautin - 30.11.1928, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdðttír. Slmi 1385. Marta Einarsdðttir. Sfmi S71. Brautin. Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Sími: 491. Afgreiðslu annast Sigurborg ]ónsdóitir. 1. árgangur. Föstudaginn 30. nóvember 1928. 23. töíublað. Eins og bent hefir verið á hér í blaðinu, hafa íslenskar konur hrundið mörgum þjóð- þriíamálum i framkvæmd og þá sýnt hina mestu ósérplægni og óþrjótandi áhuga. Allirþekkja Landsspitalamálið ogþann dugn- að, sem konur sýndu i þvi. Eng- ar hinna framtakssömu kvenna hafa nokkru sinni spurt, hvort þær kæmu til að hafa nokkurn persónulegan hagnað af fyrir- tækinu eða hvort þær fengju nokkrar »orður« eða opinberar þjóðarþakkir fyrir starf sitt En nú er þvi máli svo langt kom- ið, að það sýnist vera að kon- ur ættu að mestu að geta dregið sig i hlé og ríkið séð um af- ganginn. En konurnar eru ekki að- gerðalausar, þær hafa hugsjóna- mál engu siður en karfmenn. Það hlutverk, sam þær hafa nú valið sér, er að reisa kvenna- heimili, sem helga á minningu fyrstu húsmóður á íslandi — Hallveigu, konu Ingólfs land- námsmanns Arnarsonar — og heita hennar nafni — Hallveigar- staðir. Það er hugmynd kvennanna, að heimili þetta verði aðsetur fyrir konur, bæði utan og innan bæjar, verði samkomustaður til fundarhalda, hvar þær ræði á- hugamál sin, og lestrarstofa á þar að vera fyrir þær, sem vilja í næði — sem oft skortir á heimilunum — afla sér eins eður annars fróðleiks. í gegn um samlífið á llall- veigarstöðum ætti svp að geta komið gleggri skilningur og meira samstarf meðal kvenna um land alt. Karlmennirnir hafa með sér margvíslegan fé- lagsskap pólitiskan. Konur hafa einnig ýmsan félagsskap með sér, en í þann félagsskap vant- ar oft nægilega góða samvinnu, verður oft minna um fram- kvæmdir heldur eq ef konur gleymdu ölluin persónulegum ríg og missætti. Ég á hér aðal- lega við póiitiskan félagsskap, sem konum er mikil nauðsyn á að hafa. Kvenréltindafélag er þó hér, en saman stendur af til- tölulega fáum konum, svo, því miður, er sjaldan sýnilegur á- rangur af starfi þess. En þetta ætti að vera reglulega öQugur félagsskapur, hvar úlfúð ætti 1 sér ekkert friðland. Þar sem eldri og reyndari konurnar upp- fræddu unga kvenfólkið um stjórnarfar landsins. Því hvi- lík voðaleg fásinna er það ekki, sem margir halda fram, að kvenfólkinu komi ekkert við hvernig stjórnarskipulagið er í landinu, og hvað ætli þurfi marga áratugi til að kenna konum, að þeim beri engar undirlægjur að vera fyrir valda- fikn og ágirnd karlmanna. — Og að þær geti, ef vilji og sam- starf er gott meðal þeirra, orð- ið mjög áhrifamiklar á pólitíska sviðinu og hrundið mörgum þjóðþrifa- og mannúðarmálum i framkvæmd. Þær hafa sýnt það svo oft, að þær hafa gleggst- an skilning á kjörum hinna sjúku og efnalausu. Konum myndi til dæmis aldrei detta i hug að pina efnalausa fólkið til að nota sérstaka lækna eða ljósmæður, þegar um lííið getur verið að tefla. Konur myndu skilja að fátæki og munaðar- lausi einstaklingurinn á raun- verulega sama rétt á sér og hinn, sem einkis þarf að biðja. Þá myndu konur skilja manna best, hversu það hlýtur að særa tilfinningar efnalausa sjúka mannsins, að þurfa fyrst að biðja um efnalega aðstoð og siðan að hafa enga heimild til að velja sér þá hjálp, sem hann treystir best. En núna á 20. öldinni, á öld frelsis og mannúðar, hefir þessi leikur verið leikinn bæði af bæjarstjórn R^ykjavíkur og rik- isstjórninni. Bæjarstjórn Rvikur gekk á undan með þetta ómann- úðlega eftirdæmi fyrir nokkrum árum, að setja þau þvingunar- lög fyrir þurfalinga bæjarins, að þeir mættu að eins vitja vissra lækna og Ijósmæðra. Vitjuðu þeir annara, þá fengju þeir læknar og ljósmæður enga þóknun fyrir starf silt. Getur nokkur maður imynd- að sér að slik Iög eða bæjar- samþykt hefði orðið til í Rvik, ef við hefðum haft eins margar konur í bæiarstjórn, sem okkur ber og sem við þurfum að hafa, til þess að réttur hins veika og snauða sé ekki fótum troðinn. Nei, vissulega myndi það ekki hafa orðið. En ekki er nóg með það að bæjarstjórn ¦tt MUI | Enginn kaupir betra | * en það besta. § tBest verð og gæði á allskonar ávöxtum, svo sem eplum, W appelsínum, vínberjum og bjúgaldinum fáið þér í tóbaks- w» 5K og sælgætisversluninni Aðalstræti 9. — Að sjálf- J& @ sögðu er þar eins og nafnið bendir til, einnig á boðstól- %$k |§j um úrvals vörur af allskonar tóbaki l*f Íog sælgæti við hvers manns hæfi. *&f Að .athuga verð og vörur kostar ekki neitt. m © @ Íöuðlaugur Jóhannesson. m Tóbaks- ávaxta- og sælgætisversíun ?*• fAðalstræti 9. SL yrði, vægast talað, þessi tilfinn- ingarlausa skyssa á, heldur gengur rikisstjórn sú, er nú sit- ur að völdum, sömu leiðina, og fyrirskipar samskonar ómannúð- legu ráðstafanirnar fyrir berkla- veika sjúklinga, sem fá frám- færi sitt af rikinu. Myndu konur hafa getað misskilið svona starf sitt, eins og þessir menn hafa gert? Nei, áreiðanlega ekki. Þess vegna þurfa konur að sameina sig í öflugum félagsskap, þar, sem þær starfa að mannúðarmálum öllum, þar, sem þær leitast við að vernda einstaklinginn efna- lausa gegn yfirgangi pólitiskra angurgapa. Þar, sem þær aldrei gleyma að þessar manneskjur hafa veikari likama og við- kvæmari sál heldur en hrausti maðurinn. Og þær þurfa að skilja að öll þvingunarlög, ekki sist þessu lik, eru siðferðisleg og andleg morðlilraun á ein- staklingnum. Það er þvi alveg áreiðanlegt að nægilegt \erkefni biður kven- fólksins. Og að vilji og þróttur þeirra þarf alment að losna úr þeim læðingi, sem hann nú dvelur i. Og konurnar þurfa að hefjast handa og mynda með sér óeigingjarnt og þróttmikið samstarf, og vinna ötult og ó- skeikult að þvi, að hreinsa and- rúmsloftið pólitíska af þeim ófrjóvu og óheilbrigðu efnum, sem nú gagnsýrir það. Og þetta ættu Hallveigarstaðir, meðal annars, að aðstoða við. Þar ættu nýju hugsanirnar að fæðast og þroskast meðal bestu kvenna landsins, og þaðan ælti svo að renna sú alda, sem göfgar, þroskar og bætir þennan gagnsýrða eininhagsmuna hugs- unarhátt, *em nú ríkir með þjóðinni. Það er ósk og von forstöðu- kvennanna, að heimili þetta verði koniið upp fyrir alþingis- hátiðina 1930. Og það ætti að vera metnaðarmál allra islenskra kvenna, að svo gæti orðið. Eins og eðlilegt er, vantar enn þó mikið fé til byggingarinnar. En ef allar konur landsins vildu sameina sig um þetta sérmál kvenna, og kaupa hluti i fyrir- tækinu eða styrkja það á ann- an hátt, myndi sá draumur iæt- ast, án verulegra erfiðleika, og Hallveigarstaðir standa tígulegir og islensku kvenþjóðinni til stórsóma árið 1930. XXX Sjómannaheimili í Reykjavik. f aprilmánuði árið 1898 setti Hjálpræðisherinn á íslandi hæli fyrir terðamenn á stofn í húsi sínu, Kirkjustræti 2 i Reykjavík. Þáverándi forstjóri starfsem- innar hjer, adjúnt H. C. Bojesen, var forgöngumaður þessa fyrir- tækis, studdur af almennings- þörf og vilja, ásamt opinberum meðmælum ýmsra fremstu manna þjóðarinnar, en meðal þeirra má nefna þá Magnús Stephensen landshöfðingja, Hall- grim Sveinsson biskup, J. Hav-

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.