Brautin


Brautin - 30.11.1928, Blaðsíða 3

Brautin - 30.11.1928, Blaðsíða 3
 BRAUTIN 3 i sumar um járnbrautarmálið, og þá tillögu að við bænda- fólkið, sem naumast getum , greitt 2—300 króna afgjald af leigujörðunum okkar, að við ættum að geta skotið saman í upphæðir, sem okkur sundlar við að nefna. Nei, þá skyldi ég hvað var að gerast. Þessi flokkur, sem ég til skamms tíma heti kallað okkar flokk, var ekki hóti betri en hinir. Hann meira að segja fellur skör neðar, því hann ætl- ar að svikja okkur og blekkja í langstærsta velferðamálinu okkar. Áuðsæilega meinar hann: Ég bauð ykkur brauð, en þið vilduð ekki bfta; ég sýndi ykk- ur leið, en þið vilduð ekki fara hana. Hvað gel ég svo gert meira? — Og svo átti stærsta málið okkar bændafólksins, innilukta á stóra hafnlausa svæðinu austanfjalls, að taka andvörpin og deyja helst ævar- andi dauða, í faðmi ósé>plægni bændastjórnarinnar og fram- taksleysis fátækra bænda. Já, slík er íslensk pólitik, ekkert mál, bara menn, sem vilja sitja í valdasessi og hl»ða utan um sig prakt Og prjali, sem keypt er fyrir okurskatta Og tolla þá, sem óstjórn þessi kemurá, en sem er tekið undan blóðugum nöglum lítilmagnans. Já, og slík hefir íslensk blaða- menska verið um mörg ár, full af óbeilindum og blekkingum. Og það er meira en timi til kominn að við skiljum hvað er að gerast, og að við vöknum og vinnum að því, að íslen^k blaðamenska komist í heilbrigð- ara borf en nú er. .VXVj Miðstöðvaríæki af ýmsum gerðum. — Tökum að oss uppsetningu þeirra í tímavinnu eða samningsvinnu. ]. Þorláksson & Norðmann. Reyk javík. Þess vegna fyltist ég gleði og þakklæti til eina íslenska stjórn- málablaðsins, sem konur gefa út, Brautarinnar, blaðs sem ekk- ert á skylt við klíkupólitík og flokkahatur, heldur tekur málin eins og þau koma fyrir og ræð- ir þau með röksemdum og hóg- værð. — Já, ég fyltist trú á, að enn þá ættum við Islend- ingar viðreisnarvon, enn þá væru til menn með þjóðinni, sem vildu landi og lýð vel, án þess að stjórnast af eiginhags- munum. Og að þessi rélllætis- alda var frá konum runnin, furðaði ég mig ekki á. En ég furðaði mig á dugnaði kvenn- anna til að rfsa upp með djörf- ung, og sannleiksást gegn blekk- ingum og vífilengjum karlmann- anna, sem ráða yfir stjórnmála- blöðuin þessa lands. Á móti karlmönnuni, sem hafa stærstu velferðarmál þjóðar sinnar að leiksoppi og vefja þau öll með margþættum vífilengjum og blekkingum, hafa þau fyrir kosningaheitu, með það eitt fyrir augum, að kasta ryki i augun hver á öðrum, svo hæg- ara sé að fóðra svikin, þegar á hólminn er komið. Soeitakona. Brot. Hvað er maðnrinn? Maðurinn er samsettur af sál og tíkama. Likaminn er skynj- unarfæri sálarinnar, án hans eru öll áhrif ómöguleg. Skynj- unin vekur varyrðir, varyrðir tilfinningar, tilfinningar vilja. Þannig eru varyrðir, tilfinning- ar og vilji hin þrjú aðalefni sálarinnar. Hvað á nisðarinn að vera? Hann á aö vera lifandi and- lega og likamlega. Siðfræðin byggist á því að »breyta alment«. Að taka tillit til heildarinnar en ekki einungis til sjálf sín. Par má setja sem einkunnarorð þetta: »Eins og þú breytir svo ert þú« pg eins og þú ert svo breytir þú«. Hvort er hærra stig af sið- ferði það, sem kemur daglega fram án áreynstu, eða það, sem ég verð að breyta kröftum mín- um til þess að fcera? Hið fyrra sýnir þroskastig siðferðisins, hið síðara að siðferði mitt vill ná hærra, því »svo sem þú breytir svo verður þú«. Er siðfræðin skynsemis mál- efni eða tilfinningar Tilfinningarnar eru aðaldrif- fjöður siðfræðinnar. Skynsemin gefur stefnu og ljós og miðar til, ef það gengur í rétta átt, að kenna rétta framkomu, sem er aðalmarkmið siðfræðinnar. Maðurinn reynir stöðugt að gera sjálfan sig ánægðan, að fjarlægja ólystartilfinningu en fullnægja listartilfinningu sinni. Enginn getur verið ánægður ef allir aðrir eru óánægðir við hann. Einstaklingurinn hefir því skyldur við aðra, en hann leið- ir þær allar útaf skyldunum við sjálfan sig og þæginda- tilfinningum fyrir sjálfum sér. Hann leitast við að vera ánægð- ur og glaður. Gleðin er éitt af hinum stóru spursmálum sið- fræðinnar og lífsins í heild sinni. Dggðin er siðferðislegur vani á háu stigi, en dygð er ekki annað en dugnaður. Samviskan er rödd siðfræðinnar. Ávöxtur siðfræðinnar er viska, gott hjartalag og dugnaður. Hvaða aðferðum eigum vér að beita, til að gera barn að manni? Uppala það. Markmið uppeldisins er að hafa áhrif á likama og sál. Likamann sem verkfæri sálar- 88 gáfu í skyn, að hann liefði verið henni hinn versti. Hann komst við af augljósum taugaóstyrk hennar, og gleymdist að vera á verði gegn blíðari tilfinningum. — Lofið þér mér nú að sjá handlegginn, systir Vera, bað hann, og bælti við í lágum r.ómi, en þó með ákafa: Mig henti það slys að rispa yður með óhreinum hnif. Getið þér verið svo harðbrjósta, að bægja mér frá, að bæta aftur úr klaufa- skap mínum? Var það hann, sem ávarpaði hana í þessum róm? Var það hann, sem leit á hana með þessum svip? Og nú kallaði hann hana aftur systir Veru! Hún leit undrandi á hann stóru, bláu augunum sinum. — Er eg þá ekki lengur óvinur yðar? slapp út úr henni, án þess hún hugsaði út i, hvað hún væri að segja. Honum varð hverft við þessa óvænlu spurningu. — Óvinur minn? — Doktorinn fer með mig alveg eins og eg sé það, mælti hún og leit spurnaraugum á liann. — Það eruð ekki þér, sem eruð það, mælti hann í flýti, hálf utan við sig út af hinni undarlegu spurningu hennar og hvössu augnaráði. — Ekki eg? Hver er það þá? Hann beit á vörina, gramúr yfir þvi, að hafa svarað svo gálauslega. — Hefi eg sagt, að nokkur sé óvinur minn? mælti hann i ákafri greinju, sem að vísu beindist að henni, en var raun- ar gremja við sjálfan hann. Hann sá sér nú færi, þegar hún ugði ekki að sér, greip 85 arnir unnu henni hugástum. Hví skyldi hún þá vera að liirða um andúð doktorsins gegn henni. Hún þyrfti ekki að taka sér nærri ofanígjal'ir hans, þar sem hún het'ði ekki valdið sjúka manninum neinna óþæginda, þvert á móti veit.t honum hressingu. VIII. Þegar framkvæma átti uppskurð á einhverjum sjúklingi úr deild Veru, var það skylda hennar, sem deildarsystur, að vera til aðstoðar í skurðlækningasalnum. Venjulega var það hennar hlutverk að gegna svæfingunni. Dag nokkurn, er doktor Gripenstam ætlaði að gera við sár á einum af sjúklingum Veru, var systir Constance frem- ur lasin; bað hún því Veru um að rétta doktornum hönd, sjálf ætlaði hún að annast svæfinguna. Vera gerði það. Sárið var ljótt, bólgið og fult af igerð, sem doktorinn hafði þarna til meðferðar. Þegar hann var að fást við sárið vildi honum það til, að hann rispaði handlegginn á Veru með hnifnum, nýkomnuin úr sárinu. — Varð nokkuð að? spurði hann í flýti. — Nei, það var ekkert, svaraði hún jafn hraðan, og rétti handlegginn að einni námsmeynni, sem vafði sárabindi um hann, og gat hún því gegnt starfi sinu áfram. Þegar Vilhelm sa'ma kvöldið var i sjúkravitjan í deildinni, vildii hann fá að lita á handlegginn, en hún kvaðst sjálf hafa gengið frá honum og ekkert væri að.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.