Brautin


Brautin - 04.01.1929, Blaðsíða 1

Brautin - 04.01.1929, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Sími 1385. Marta Einarsdóttir. Sími 571. Brautin Otgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Sími: 491. Afgreiðslu annast Sigurborg Jónsdóttir. 1. árgangur. Föstudaginn 4. janúar 1928. 26. tölublað. Brautin óskar öllum lesendum sínum gleðilegs nýárs, — með þökk fyrir gamla árið. — Ekkert sýnir betur hver nauðsyn ber til þess, að kon- ur fái meiri bein áhrif á lög- gjafarstarf þjóðarinnar, en sú miskunarlausa meðferð, sem fátækar ekkjur og munaðar- leysingjar enn verða að þola í þjóðl'élagi voru. Að hugsa sér þau ósköp, að karlmennirnir skuli ekki sár- skammast sín fyrir, að vera að búa til handa sjálfum sér al-ónýtar tildursstöður, sem að launaðar eru með 30 þúsund- um og 60 þúsundum króna árlega, en láta svo bláfátækar barnaekkjur vera. styrklausar með öllu, að þræla sér út við að ala upp og vinna fyrir barnahópnum iöðurlausa. Er hægt að hugsa sér öllu niðingslegra framferði en þetta af löggjafarsamkomu, sem tel- ur sig og vill láta telja sig vörð réttlætis mannúðar og laga. Hvaða réttlæti og mannúð er í því, að ausa peningum í tuga þúsunda tali árlega í ó- þarfa embætli til karlmanns, sem er fullfær um, að sjá sér farborða með því, að vinna nauðsynlega vinnu, en svelta og þraut-pína ekkjur og mun- aðarleysinpja og þræla þeim út langt fyrir aldur fram með erfiði og áhygpjum? Hvaða réttlæti og mannúð er í því, að stjórn og þing veitir bitlinga i tuga þúsunda- tali árlega handa fullfrískum vinnufærum mönnum, sum- um með háar árstekjur, »en lætur ekkjurnar styrklausar með öllu, hversu bágar, sem kringumstæður þeirra eru«? Hvaða mannúð og réttlæti er það, að þingmennirnir skuli miskunarlaust hækka innflutn- ingstolla á vörum og það al- gerðum nauðsynjavörum um helming á síðasta þingi, vit- andi það, að slíkir tollar koma langþyngst niður á efnalausu ekkjunum með stóra heimílið íyrirvinnulausa ? Og þó tekur út yfir allan þjól'abálk, að einmitt þeir þing- menn, sem einkum voru kosnir á þing til að gæta réltar lítil- magnans, skyldu hvað fyrstir verða til að flytja þessi svívirði- legu og ranglátu tollalög, þar sem einhleypi efnamaðurinn þarf lítið að greiða, en fátæka barna-ekkjan tiltölulega mest. Og hvernig er svo farið með þetta ránsfé ekknanna? Á að verja þessum tollaálög- um þeim til góðs og öðrum sem bágt eiga? Fjarri fer þvi. Það á að nota það í orður og prjál, það á að nota það til að kaupa stjórninni fylgi með bitlingum og óþarfa em- bættatjölgun. Það á að ala upp stjórnarskríl, sem ekkert ær- legt handtak nennir að vinna, en hugsar að eins um það að snikja sér, sem feitastan bita úr kjötpotti landsins. Það á að nota það i dýrindis snattbíla og rándýrar veisluferðir með hermensku sniði, svo óhófleg- ar, að hverjum alþýðumanni blöskrar. En ekkjurnar fáfæku og tötralegu með horuðu og fölu börnin sín, tærð af lélegu við- urværi, algerðu mjólkurleysi og heilsuspillandi kjallaralofti, þær mega bíða styrklausar og hjálparlausar, því þær eru bara konur. l3ær eru bara vesalings fá- tæklingar, sem engin stjórn og ekkert þing þarf að taka neitt tillit til. Þess vegna gerir ekkert til með réttlætið og mannúðina gagnvart þeim. En Brautin mun ekki láta hér við sitja. Hún mun berjast af alefli fyrír því að konur fylki sér sem einn maður um málstað ekknanna og munaðarleysingj- anna. Og hún vill ekki hætta fyrr en konur hafa fengið það mikil völd, að þær geta sagt við sljórnina og þingið: Þið skul- uð fyrst sjá urn að ekkjurnar og munaðarlausu börnin fái þann styrk, sem þau þurfa, til sæmilegs heilbrigðs lífsfram- færis. Svo má fyrst prjálið, bitling- arnir og óþarfa embættafjölg- anirnar koma á eftir. Hér eftir verður engri stjórn á íslandi leyft óátalið að fót- umtroða lög mannúðar og rétt- lætis, svo lengi, sem Brautin lifir og fær að starfa. Hún mun aldrei þagna fyrr en málstaður fátæku, fyrirlitnu ekknanna og vesalings munað- aðarlausu barnanna verður jafn rétthár og tíldrið, bitlingarnir og óhófsveislurnar. Hallveigarstaðir ( Reykjavík. Iværu ritstj. Brautarinnar! Þér hafið nokkrum sinnum í heiðr. hlaði yðar minst með hlýju og áhuga hinnar fyrir- huguðu kvennabýggingar hér í höfuðstaðnum, Hallveigarstaða. Kann eg yður bestu þakkir fyrir. Eins og þér réttilega tókuð fram í blaði yðar nú nýlega, er þetta ekki í fyrsta sinni, að kvenfólkið hefst handa til að koma í framkvæmd því, er til framfara má verða, og svo hef- ir farið þótt hugsjónirnar hafi í fyrstu mætt tómlæti og jafn- vel óvild, hafa þær í fylling tímans orðið að framkvæmd- um. Svo var það með háskól- ann, hann kom, og nú höfum við á annan tug ára, séð hann þroskasl og verða svo samgró- inn lífi þjóðarinnar, að við gæt- um ekki til þess hugsað að vera án hans — það mundi öll- um finnast, hversú ósammála sem þeir eru um aðra hluti, það væri að skera á lífæð íslensku þjóðarinnar að svifta oss hon- um. Stúdentagarðurinn er fram- hald af stofnun háskólans. Við vonuin að sjá hann rísa næsta sumar, og enn sem framhald af hvorutveggju, er uppástungu um stúdentalnigarð, þannig vex og þroskast eitt af öðru. Landspítali var fyrir rúmum 13 árum aðeins orð, að vísu gamalt. Nokkrir af fremstu mönnum þjóðarinnar svo sem Bjarni Pálsson landlæknir og Jón Sigurðsson forseti, höfðu hugshð það upphátt. En einn tugur ára eftir annan leið, jafn- vel öld, svo að ekki varð af framkvæmdum þessa nauð- synja máls, þar til konurnar höfðust handa, og þótt við ramman reip hafi verið að draga, vonum við að nú liði ekki á löngu áður en hann geti tekið til starfa, og þar með verði bætt úr einni af allra brýnustu þörfum landsmanna. Þá hefir þvi verið viðbrugð- ið, hversu djörf sú hugmynd var, þegar konur norðanlands hófust handa til að vinna að stofnun herklahælis. Það var Samband Kvennfélaga hér syðra, Bandalag kvenna, sem fyrst studdi það mál hér í höf- uðstaðnuin. Þá var málið cnn í reifum. Margir aðrir fetuðu í fótspor þess þegar nær dróg markinu. Ótal margt fleira mætti nefna, því ferðist menn uin landið verður hið sama al- staðar upp á tcningnum, jafn- vel í strjálbygðum sveitum hafa konurnar eitt eða annað fé- lagsstarf með höndum til líkn- ar eða framfara. Eg vona að margir af lesend- umum Brautarinnar hafi lesið endurminningar Ólafiu Jó- hannesdóttur: „Frá myrkri til ljóss“. Þar er lýst skýrt og skorinort erfiðleikunum, sem samfara voru Laugaferðunum hér í Reykjavík í æsku hennar. Þegar inneftir kom, var ekki fremur skjól en upp á regin fjöllum. Þessu hætti Thorvald- sens-félagið úr með byggingu Laugaliússins gamla 1888. Það er ekki undarlegt að konur i landi og í bæ þar sem jafn margt er ógert og liér, finni hjá sér livöt til fram- kvæmda. Breytingarnar — framfarirn- ar hafa á síðasta aldarfjórð- ungi orðið svo stórkostlegar, að engum, nema ef vera kynni skáldunum — ' spámönnuin þjóðanna, hefði getað dreymt um slíkt. Við vonum að næstu 25 árin opni enn nýjar atvinnu- lindir og breyti meðal annars svo háttum þess atvinnuvegar, landbúnaðarins, sem lengst hef- ir verið undirstaða þjóðlífsins

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.