Brautin


Brautin - 11.01.1929, Blaðsíða 1

Brautin - 11.01.1929, Blaðsíða 1
Riisijórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Sími 1385. Marta Einarsdóttir. Simi 571. Brautin Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Sfmi: 491. Afgreiðslu annast Sigurborg Jðnsdóttir. 1. árgangur. Föstudaginn 11. janúar 1929. 27. tölublaö. Þjóðaratkvæði um gerðardóm í kaupdeilumálum. Flestir munu telja það rétt og sjálfsagt, að hver einstaklingur fái að ráða sjálfur fyrir hvaða kaup hann skuli vinna og sömuleiðis að atvinnurekendur skuli sjálfráðir um hvert kaup- gjald þeir greiði verkamönnum sínum eða starfsmönnum. En þegar betur er að gáð, þá mun svo oft reynast, að hvorugur þessara hlutaðeiganda eru ein- ráðir um kaupgjaldið, heldur verður oft hver að hliðra til fyrir öðrum og úrslitin verða samkomulagsatriði. Hvorugir fá fyllilega það, sem þeir töldu sér heimilt að ráða. Báðir aðilar verða að sleppa meiru eða minna af kröfum sínum til þess að alt falli í Ijúfa löð og samkomulag náist. Hingað til hafa ríkin látið þessi mál lítt til sín taka. Álit- ið þetta einkamál einstakling- anna, en sjer að mestu óvið- komandi. Þegar einstaklingarnir fara að safna sjer í félög eða heilar stéttir, til þess að standa betur að vígi í launabaráttunni og öðrum réttindabaráttum^ fara deilurnar að verða alvarlegri og alvarlegri. Þá eru það ekki lengur einn og einn einstakling- ur, sem um er að ræða, þar sem ríkinu má nær á sama standa hvort samkomulag náist fljótlega eða ekki, þá geta það orðið hundruð og jafnvel þús- undir manna, sem þátt taka í deilunni, og getur það orðið ríkinu stórmikið hagsmunamál, hvort fljótt skipast deilumálin eða ekki. Nú eru félög og sambönd ýmsra atvinnu- og iðngreina svo þroskuð orðin og skipulag þeirra orðið svo gott, að segja má að atvinnurekendur stærri landa, myndi einn heildarfé- lagsskap og verka- og starfs- menn annan. Þegar svo deilurn- ar koma er smátt og smátt öll þjóðin annaðhvort beint orðinn einn þátttakandinn í deilunni eða óbeinlínis orðinn nokkurs- konar deiluaðili, þar eð deilan snertir hagsmuni hennar að meira eða minna leyti. Lengst ná þessi kaupdeilu- mál, þegar allsherjarverkföll eða allsherjarverkbönn skella yfir- Þá leggja allir niður vinnu á sama tíma, hafast ekkert að, annaðhvort af því að þeir eru beint þátttakendur i kaupdeil- unni, eða telja sér skylt að styðja kaupdeiluaðila með sam- úðarverkfalli eða samúðarverk- banni, svo endir fáist sem fyrst á deilunni og úrslit sem hag- kvæmust. Þegar svo er komið, fara kaupdeilurnar að verða svo al- varlegar, að ríkin geta vart lát- ið þau með öllu afskiftalaus. Þjóðirnar mega ekki við slík- um vinnustyrjöldum. Að minsta kosti ekki til lengdar, eða að þær séu mjög tíðar. Verkföllin og verkbðnnin lama heilbrigða starfsorku þjóðanna. Auka óvild og mis- sætti. Þau mæða hvað mest og þyngst á fátækustu mönnun- um, á konum þeirra og börn- um. En sjúga jafnframt merg og blóð úr þjóðinni og athafna- lífi hennar. Árangur þeirra fyrir hlutað- eigendur er nokkuð misjafn, en þótt nokkur ávinriingur verði stundum af þeim, fyrir arinan hvorn aðila, þá er hitt líklegra, að betra hefði verið að jafnað hefði verið i upp- hafi með gætni og fullri sann- girni á báðar hliðar. Því það er auðskilið mál, að atvinnuvegirnir geta frekar greitt gott kaup og sæmilegt, ef engin truflun kemst á, en ef stór atvinnutruflun og langvar- andi hefir spilt gjaldþoli at- vinnuvegarins. Það ætti því í raun og veru að vera báðuin aðilum, verka- manninum og vinnuveitandan- um hagkvæmara og ábatavæn- legra, að jafna deiluna með gerð óvilhallra, rjettlátra og góðra manna, en hleypa deilu- málinu í óvissa, seigpínandi verkfalls- eða verkbannsbaráttu, sem lamar og þjakar deiluað- ila, og getur stórum spilt fjár- hagslegri afkomu allrar þjóð- arinnar um lengri eða skemri tíma. Þetta eru margir farnir að sjá og stjórnmálamenn þjóð- anna eru farnir að gefa þess- um málum meiri og meiri gaum og reyna að vinna að heppilegri úrlausn þeirra. Brunatryggingar sími 254. Sjóvátryggingar sími 542. Hjer á landi hafa þessi deilumál lengi vel verið óþekt, en á síðari árum hefir farið að brydda á því, að þau muni eigi ganga fram hjá okkur fremur en öðrum þjóðum. Hór hafa komið fyrir verk- föll og þau sum nokkuð alvar- legs eðlis, og nú er svo ástatt, að búist er við all alvarlegri deilu milli sjómanna vorra og útgerðarmanna um kaupgjald og önnur vinnuskilyrði. Sáttasemjari hefir reynt að jafna deiluatriðin, en mistekist til þessa, hvað sem síðar kann úr að rætast, og flestir vona að fái góðar lyktir. Fyrir svo fámenna þjóð, sem íslendingar eru, og fátæka er það mikils vert að slíkar vinnu- styrjaldir yrðu sem sjaldnast og reynt væri að finna þau ráð, sem holl væru og góð, til þess að halda þessum útlenda vá- gesti frá garði vorum. Og er hverju blaði, sem gefirr sig nokkuð að þjóðmálum, skylt, að reyna að leggja það til mál- anna, sem það veit rjettast og best, og framtíð þjóðarinnar til gæfu og gengis. Mun Brautin þar ríða á vaðið og koma fram með þá tillögu, sem hún telur, að vel athuguðu máli, rétta Ieið til að leysa úr þessu vandamáli. Til- lagan er í fáum orðum þessi: Bera skal undir þjóðaratkvæði, svo fljótt, sem við verður kom- ið, að skipa skuli gerðardóm í kaupdeilumálum hjer á landi, sem hafi fullkomið úrskurðar- vald í öllum vinnudeiluin, sem upp kunna að rísa milli at- vinnurekenda og vinnuþega, hverju nafni sem nefnast, og ekki heyra beint undir núver- andi dómstóla. Skal úrskurður gerðardómsins úrslitagjörning- ur um minst eitt ár í senn og skulu allir skyldir að hlýða honum. Þar sem þetta mál varðar jafnt ungt fólk, sem eldra, skulu alHr menn og konur hafa atkvæðisrétt um tillöguna, sem eru 20 ára og eldri. Allir, sem atkvæðisrétt hafa, skulu skyldir að taka þátt í at- kvæðagreiðslunni um tillöguna, eða sæta sektum ella. Viðvíkjandi fyrirkomulagi gerðardómsins mun þing og stjórn ráða þar mestu um, þó verður að leggja áherslu á það, að gjörðadóminum sé heimill aðgangur að öllum skjölum og skilrikjum um afkomu og rekstur atvinnufyrirtækja, sem geri dómendum fært að fella sem réttlátastan úrskurð í deilumálinu. Þar sem báðir deiluaðilar verða að eiga sæti í dómnum, væri heppilegast að tilnefndir væru fleiri menn af hverjum aðila, e'n sitja eiga í dómnum, en svo megi atvinnurekendur og vinnuþegar ryðja úr dómnum ákveðinni tölu þeirra, sem hver um sig telur síst líklega til að fella réttlátan úrskurð. Heppilegast væri að hver oddamaður ætti ekki lengur sæti í dómnum en eitt eða tvö ár í senn og að hann væri ekki stjórnskipaður, heldur útnefnd- ur af sérstakri hlutlausri nefnd, svo að sem tryggilegast væri um búið, að hvorugur aðili þyrfti að óttast það að verða misrjetti beittur í valinu. Allir meðlimir dómsins væru eiðsvarnir menn. Það sem einkum mælir með því, að borið sé undir þjóðar- atkvæði, hvort skipa skuli gerð- ardóm í kaupdeilumálum hér á landi, þeim, sem sáttasemj- ara tekst eigi að jafna, er auk þess, sem áður er talið, að þá fyrst fæst fullkomin reynsla fyrir því, hvort þjóðin, sem heild, er því fylgjandi, að verk- föll eða verkbönn skuli ráða úr- slitum í kaupdeilumálum, eða hvort þjóðin óskar friðsamlegr- ar lausnar slíkra deila á rétt- látum og sanngjörnum grund- velli, eftir því, sem frekast má verða, í hvert skiftí. Og í öðru lagi, ef gerðar- dómurinn yrði samþyktur með þjóðaratkvæðagreiðslu hlyti gerðardómstóllinn meira álit,

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.