Brautin


Brautin - 11.01.1929, Blaðsíða 3

Brautin - 11.01.1929, Blaðsíða 3
BRAUTIN 3 lega á diskana, og það gangi svo fljótt, að hann kólni ekki meðan á þessu stendur. í glugga eldhússins lét frk. Fjóla setja rafmagnsloftdælu, því að annars var ekkert áhald til að koma gufu og reyk úr eldhúsinu. í eldhúsinu eru einn- ig matborð og stólar fyrir starfskonur eldhússins, eru þau% áhöld heimasmiðuð og voru ekki til, þegar frk. Fjóla kom þangað. í herbergi innar af eldhús- inu eru stórar kistur, þiljaðar sundur fyrir korngeymslu. Kisturnar eru málaðar utan og innan og hinar snotrustu. Tvo griðarstóra blikkdunka hefur frk. látið smíða undir sykur og haframjöl, og stóðu þeir þarna inni spegilfagrir. Síðast er svo borðstofa starfsfólksins. Þar var áður aðeins borð eftir endi- langri stofunni og bekkir, en annars ekkert, sem prýddi stofuna eða gerði hana vist- lega. Nú eru þarna komin hús- gögn smíðuð eftir teikningu frú Kristínar Jónsdóttur, listakonu, sérstaklega smekkleg og vönd- uð, rauðmáluð, en veggir stof- unnar eru Ijósgrænir. Auk borða, stóla og bekkja eru i stofunni: hilla yfir mathorðinu, á henni standa kaffiáhöld fyrir 6, bókahilla, litið borð og skáp- ur. Alt þetta gerir stofuna ó- venjulega aðlaðandi. Víðvarps- tæki voru þarna einnig, og voru þau starfsfólkinu til mikillar á- nægju, rneðan víðvarpið var starfrækt. Framan við stofuna er gangur, þar sem frk. Fjóla lét setja vatnsleiðslu, vask, spegil og handklæði, svo að starfsfólkið gæti þvegið sér áð- ur en það mataðist. Þegar frk. Fjóla tók við ráðs- konustarfinu fyrir tæpuin 10 árum voru á hælinu 83 sjúkl- ingar og auk þess starfsfólk, en nú eru þar um 160 sjúklingar og með starfsfólki rúm 200 manns, sem ráðskonan verður að sjá um mat handa. Er því eigi að furða þótt mörgu hafi þurft að breyta á þessum tíma, en breytingarnar hafa einnig orðið til þess að eldhúsfólki hefur eigi þurft að fjölga, og er það nú miklu færra en á svipuðum hælum erlendis. Frk. Fjóla Stefáns á miklar þakkir skilið fyrir hinar mörgu og þörfu umbætur, sem hún hefur komið til vegar á þess- um 10 árum. Þvi að flestir, sem komnir eru til vits og ára, þekkja hversu miklum vand- kvæðum það er bundið og lang- an tíma það tekur, að koma fram svo mörgum breytingum 4 rikisstofnun, sem sjaldan er veitt fé til, nema svo lítið, sem framast verður komist af með. En það, sem öðru fremur hef- ur hjálpað til þessara fram- kvæmda er góð samvinna frk. Fjólu og prófessors Sigurðar Magnússonar og næmur skiln- ingur hans á þörfum hælisins. Próf. Sig. Magn. er og ráðskon- unni þakklátur fyrir starf hennar, eins og sjá má af þess- ari yfirlýsingu lians, sem hér birtist: „Fröken Fjóla Stefáns hefur verið ráðskona heilsuhælisins á Vífilsstöðum siðan 1. apríl 1919. Hún hefur gengt störfum sín- um með framúrskarandi dugn- aði og samviskusemi. Hún er ekki aðeins ágætlega vðl að sér í öllum matartilbúningi, held- ur hefur hún sýnt sparsemi og hagsýni i allri hússtjórn og inn- kaupum, enda er hún óvenju- lega reglusöm, hreinlát og stjórnsöm. Jeg hefi sérstaklega ástæðu lil að þakka henni fyrir hinar miklu framfarir, sem orðið hafa á öllu fyrirkomulagi og áhöldum i eldhúsinu á Vífils- stöðum, því að það er að miklu leyti henni að þakka að eldhús- ið hér er nú væntanlega full- komnasta eldhúsið á íslandi, enda hefur hún með itrekuðum utanlandsferðum fylgst með framförum i sinni starfsgrein. Heilsuhælið er því i mikilli þakklætisskuld við fröken Fjólu Stefáns, og mér þykir það mjög bagalegt að hún fer héðan, því ég hygg að svo ágæta ráðskonu verði örðugt að fá. Vifilsstöðum, 30. des. 1928. Sig. Magnússon". Þá kom Brautin að máli við frk. Ragnheiði Jónsdóttur skrif- stofustúlku, sem annast hefir reikningsfærslu hælisins síðustu 10—11 árin. Hefir dómsmála- ráðherra einnig sagt henni upp störfum hennar, án þess að greina neinar ástæður fyrir. Mun það einsdæmi, að maður sem slíka stöðu skipar, skuli leyfa sér, að koma svo ókurt- eislega frain gagnvart stúlku, sem að því er virðist, hefir óað- finnanlega gengt stöðu sinni um alllangt skeið, eins og eftir- farandi vottorð frá skrifstofu- stjórum fjármála- og atvinnu- inálaráðuneytisins sýna: „Samkvæmt beiðni votta ég undirritaður, að öll þau ár (10—11), sem fröken Ragn- heiður Jónsdóttir hefur haft á hendi reikningsfærslu fyrir Víf- ilsstaðahælið, hafa reikningar, sem til fjármálaráðuneytisins hafa koinið, verið vel færðir og prýðilega af hendi leystir, og verð ég því að álita, að nefnd Ragnheiður sé einkar vel hæf til þess að hafa reikningsfærslu á hendi. Reykjavík 12. nóv. 1928. Gísli ísleifsson, skrifstofustjóri“. „Samkvæmt beiðni vottast hérmeð, að frágangur á reikn- ingum þeim, sem undanfarin ár hafa borist í mínar hendur og samdir hafa verið af ungfrú Ragnheiði Jónsdóttur á Vífils- stöðum, hefir jafnan verið hinn snyrtilegasti og reikninsfærslan óaðfinnanleg og verð ég eftir þeim kynnum, sem ég hefi af henni, að álita, að hún sé vel fær skrifstofustúlka. Reykjavík 17. nóv. 1928. Vigfús Einarsson, skrifstofustjóri“. Meðal göfugra manna, hefir það jafnan þótt ódrengilegt, að hefna sín á saklausu fólki, en hitt er þó sýnu verra, þegar karlmaður getur lagst svo lágt, að leggja saklausa konu í ein- elti með því að svifta hana at- vinnu og áliti. Starf ungfrú Ragnheiðar, hef- ir nú verið veitt ungum manni, 104 svo um, að hann væri á lofti. Þetta hið síðarnefdna var hann aldrei vanur að gera sjálfur, heldur sá systir Gunnel um það. Hún fann .vel, með hvílíkri varúð hann handlék sjúka handlegginn, og ósjálfrátt varð henni einnig Ijóst, hvílík var- úð lá i þögn hans um það, er hana fýsti að vita, en þessi vitneskja gerði hana aðeins stórum órólegri. Einmitt varúð hans var vottur þess, að hann var að dylja eitthvað, sem fram hafði farið. — Ó, segið inér sannleikann, dyljið hann ekki! Annars hlýt eg að imynda mér — eg veit eklci hvað. Hér liggur eitthvað á bak við. Eg íinn það, og eg fæ engan frið, fyr en eg fæ að vita, hvað það er! Hann horfði niður á hana í þungum hugleiðingum. Hann sá að það var satt, sem hún sagði, hún myndi enga ró fá fyr en hann léti meira uppi við hana. En hvernig átti li.inn að geta farið orðum um það, sem hér var um að ræða, án þess að gera sig sekan i þeirri varmensku, að sverta föður- inn fyrir dótturinni, eða þá að gera svo lítið úr sjálfum sér, að telja henni trú um, að hann hefði gert alt of mikið lir sekt föður hennar, aðeins til þess að hlifa tilfinningum hennar; slík sékt væri sama sein engin. Hann settist aftur á stól við rúmið hennar, og sá, hvað hún varð þegar rólegri við það, þótt eftirvænting hennar ykist að mun. — Fallsta, hóf hann mál sitt rólega og með gætni, svo sem hann hnitmiðaði niður hvert orð, Fallsta hefir gengið að erfðum frá föður til sonar í marga ættliði; fyrir því var 101 tón, er benti á, að hann vildi ekki frekar um þetta ræða, og stóð upp. — Ertu að fara, pabbi? — Það mun hollast að vera ekki fyrir, þegar þessi hroka- fulli læknisdrjóli kemur aftur. Þú skalt ekki fara að fella ástarhug til hans, það segi eg þér. Spaug átti það að vera, en rómurinn benti á alt annað en spaug. Þegar faðir hennar var farinn, lá hún þungt hugsandi. — Er það föður mínum að kenna? hugsaði hún ineð sér. Nú hugði hún, að hún væri koinin á snoðir um hina leyndu ástæðu fyrir kalanum, er Gripenstam hafði borið til hennar, en þó var henni þetta mál liarla óljöst og óskiljan- legt enn sem komið var. XII. Það var áliðið dags, þegar doktor Gripenstam kom aftur, til þess að binda um handlegginn á Veru. Hafði hann dregið timann, til þess að vera viss um, að rekast ekki aftur á föður hennar? Veru skildist að svo hlyti að vera. Hún fann, að loftið var þrungið óvild og halri milli þessara tveggja manna, sem fyrir skemstu höfðu staðið augliti til auglitis, andspænis hvor öðrum, við sjúkrabeð hennar, og hún fyltist kviða og angistar, líkt og óveðurs- sveipur væri að lykjast um hana. Systir Gunnel var farin, og það var næturhjúkrunarkon- an, sem átti að vera doktornum til aðstoðar við umbúðirn-

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.