Brautin


Brautin - 18.01.1929, Blaðsíða 1

Brautin - 18.01.1929, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Simi 138S. Marta Einarsdóttir. Simi 571. Brautin Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Simi: 491. Afgreiðslu annast Sigurborg ]ónsdóttir. 1. árgangur. Föstudaginn 18. janúar 1929. 29, tölublað. Lyísölubúð Sjúkrasamlagsins. Sjúkrasamlagið þarf að eiga sína eigin lyfsölubúð. . Lyfsala hjer í Reykjavik er talin með allra gróðavænleg- ustu atvinnugreinum. Lyfsölubúðirnar njóta einka- söluréttinda á öllum lyfjum, svo öll samkepni er útilokuð. AS visu verða þær að selja Jyfin eftir ákveðnum taxta. En þessi sölutaxti er sniðinn eftir okur-tðxtum erlendra lyfsölu- búða en ekki eftir því, sem sanngirni heimtar eða bágur hagur sjúklinga krefst. Þetta sjest best á því, að fjöldi manna, fyrst útlendra, svo innlendra, hafa byrjað hjer lyfsölu með tiltölulega litlum efnum og jafnvel efnalausir, oft að mestu með dýru lánsfé. En eftir fáein ár hafa þessir lyf- salar verið orðnir vel fjáðir menn, eftir því, sem hjer ger- ist á íslandi. Og sumir jafnvel stór auðugir. Hafa árstekjur þessara manna jafnvel verið taldar tugum þúsunda. Þessi mikli lyfsalagróði hlýt- ur einhversstaðar að koma niður. Og mun engum dyljast, að þessi mikli skattur er lagð- ur á þá, sem hvað sist þola að bera hann, en það eru sjúkir menn og fátækir. Þetta er hreinn nefskattur á sjúklingana og hann oft nær óbærilegur. Skattur, sem legst oft þyngra á fátæka mannihn en þann ríka. Því sjúkdómun- um fylgir venjulega atvinnu- leysi og fátækt, einkum á eldra vinnufæra fólkið. Hingað til hefir ríkisstjórnin og þingið látið þetta ránverð á lyfjum ekki aðeins afskiftalaust með öllu, heldur einnig bein- Iínis fyrirskipað það með gríð- arhárri Iyfsöluverðskrá. Sjest hér, sem oftar, að stjórn og þing eru síst að bera hag sjúkra og fátæka fyrir brjósti, þvi annars væri fyrir löngu búið að grafa fyrir þetta viðbjóðslega mein, að það op- inbera væri að fyrirskipa með reglugjörð okurálagningu á.lyf- sölu til sjúkra og fátækra manna. Niðast á þeim, sem því bar framar öllu öðru að styrkja og hjálpa. rm Hér þurfa að koma algjör straumhvörf og það, sem fyrst. Þetta lyfsölu-ránverð á að hverfa með öllu eða að minsta kosti lagfærast þannig, að fá- tæku fólki væri sem léttbærast. Fram hafa komið frá góð- um mönnum tillögur, sem fara í þá att, að bæta úr þessu böli með þvi, að ríkið eða bæirnir taki að sjer lyfsöluna og ræki hana með lægstu álagningu, sem hægt væri: Seldu lyfin með innkaupsverði, „plus" rcttu aukagjaldi fyrir afhendingu, tilbúnings o. s. frv. Búast má vjð, að i framtíð- inni megi taka þessa aðferð upp og að hún geti gefist vel. En þvi miður er ekki útlit fyrir að stjórn sú, sem nú fer með völd, hafi slikt í hyggju, því hún hefir nýverið veitt einstökum mönnum einkasölu- réttindi til lyfsölu, jafnvel að bænum alveg fornspurðum/ Þetta ráð virðist þvi ekki framkvæmanlegt i bráð. Brautin hefir því hugsað sér þá leið út úr þessu, að Sjúkra- samlagið eignaðist sína eigin lyfsölubúð. Það hlýtur að vera töluvert af lyfum sem sjúkrasamlags- meðlimir þurfa að bruka á hverju ári og væri ekki ósenni- legt að sjúkrasamlaginu væri þá nokkur gróði í því að fá þau lyf i eigin lyfsölubúð, en kaupa þau við háu verði hjá öðrum lyfsöiubúðum. Því auð- vitað þurfa þær að græða á þeirri lyfjasölu, þó þær gefi ef til vill nokkurn afslátt. Vér teljum það vel farið að ríkið og bæirnir styrktu sjúkra- samlagið með láni eða ábyrgð- um til að eignast sina eigin lyf- sölubúð. Sá hagur, sem af henni yrði, ætti svo að ganga til að lækka iðgjöldin hjá þeim meðlimum, sem fátækir eru. Vér erum sannfærðar um, að mjög margir, sem ekki væru í Samlaginu vildu mjög gjaman láta Sjúkrasamlagslyfjabúðina sitja fyrir viðskiftum að öðru jöfnu, því flestir eru mjög hlyntir starfsemi þess og við- urkenna nytsemi hennar. Væri æskilegt að þingið sæi nauðsyn þess, að lögleiða sjúkrasamlagsskyldu, að minsta kosti hér í Reykjavik, fyrir alla, sem lægri árstekjur hafa en 2500 krónur, þvi flest það fólk, sem ekki hefir hærra kaup, lendir i örbyrgð og fátækt, ef sjúkdómar leggjast að mun'á heimili þess, En þó að þingið vilji ekki sinna þvi að skylda fátækt fólk til þátttöku í Sjúkrasamlagi, þá má hitt alls ekki undir höfuð leggjast, að vinna á móti okurverði á lyfjum til fá- tækra. Og sú leið, sem Brautin bend- ir hér á, hefir marga kosti og leiðin er þessi: „Sjúkrasamlagið á að eiga sína eigin lyfsölubúð". Og ætti það að gera sitt itrasta til að selja fátæku fólki lyfin með sem vægustu móti, jafnframt því, sem það hvetti það til þátt- töku í Samlasinu. Það stendur hvergi skrifað í siðfræði mannúðarinnar, að vér eigum að okra á sjúkum mönn- um og heilsulausum. — Vér cigum að hjálpa þeim. Járnbrautaráhugi i Austanbænda. Aukafundur i sýslunefnd Ár- nesinga var haldinn að Selfossi, föstudaginn 21. f. m. og var að- alfundarefni brúarmál (fyrir- hugaðar brýr á Stórulaxá og Tungufljót)/ Á þessum fundi báru sýslu- nefndarmenn fram tillögu i járnbrautarmálinu, mjög ein- drcgna og hvetjandi, um járn- brautarlagningu og var hún samþykt í cinu hljóði. Á þingmálafundi, sem hald- inn var daginn eftir að Selfossi kom fram svipuð tillaga í járn- brautarmálinu, þar sem skorað var á þing og stjórn að flýta sem allra mest framgangi járn- brautarmálsins og var hún sómuleiðis samþykt i einu hljóði. * Austanbændur eiga þökk skil- ið fyrir að þeir standa sem einn maður um þetta mesta lifsnauð- synjamál austan sveitanna. Eins og kunnugt er, hafa jarnbrautarféndur verið að reyna að latima þeim ósann- indum inn í fólkið hér, að aust- anbændur 'væru andvigir jsxrn- braut, en sumir Reykvíkingar" væru að reyna að neyða henni upp á þá, til þessfcað gera þjóð- inni og þeim, sem mestan skaða. Þessi bardagaaðferð hæf- ir járnbrautarféndum'. Þvi ill- um málstað verður altaf best Vandlátar húsfreyjur kaupa Laufás- smjörlíkið. þjónað með ósannindum og rangfærslum. Ef sannleikúrinn fær að koma i ljós, verður rangur málstaður að víkja. Og svo fer um þennan söguburð brautar- fénda. Það er einkenni austanbænda, að þeir vilja helst hafa það, sem traustast, sem þeir gera. Þeim þykir það ekki aðalat- riðið hvort eitthvað kostar krónunni meira eða minna, ef það annars er nauðsynlegt. Hitt ér þeim aðalatriðið, að það komi að verulegu liði þegar þeir eru búnir að kaupa það. Þetta er gömul bænda reynsla. Og þó járnbrautarféndum þyki hún lítilsvirði, þá eru þeir nú ekki búnir enn að finna aðra betri. ' . Þessvegna telja austanbænd- ur meira vit i því að fá strax þá samgöngubót, sem að viti lærðustu og fróðustu manna, er lang öruggust og mest til fram- búðar, heldur en að vcra að verja mörgum miljónum króna í að leggja kák-bilveg, sem alt- af þarf óhemju viðhaldskostn- að og þar að auki getur veríð ófær mestan hluta vetrar ef snjóa og óveðratið gengur. Þeir búast við því, að Birni gamla Kristjanssyni muni ganga nokkuð treglega að moka snjó- inn á Hellisheiðarveginum þeg- ar hann nær langt upp yfir miðja símastaura. Jafnvel þótt gamli maðurinn telji sig jafn- v/gan á alla hluti og álíti sig hafa reynslu og vit um þessa hluti meir en allir austan- bændur og allir sérfræðingar vorir til samans.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.