Brautin


Brautin - 18.01.1929, Blaðsíða 3

Brautin - 18.01.1929, Blaðsíða 3
BRAUTIN brennheitar bænir, eða blóðug tár fá aftur kallað. Við tölum um nútíð, en í raun og veru er hún ekki til, ekkert er til nema hin líðandi stund, sem óðara er gengin úr greipum okkar, eins og vindurinn, sem strýkur vanga okkar og þýtur svo á- fram vil í ómælis geiminn. Við erum altaf að taka á móti nýj- um áhrifum og nýjum tímum og tilbreytni lifsins er óendan- leg. Hver einasta hugsun, sem grípur okkur, hvert orð sem við tölum og hvert viðvik sem við gerum, alt hrífur tíminn með sér og það verður i raun og veru aldrei aftur tekið. Og þó getum við setið tímunum saman og bollalagt auðvirðilega dagdóma um- náungann. Með ógætnum orðum vekjum við úlfúð og tortrygni og þó vitum við aldrei hvað hinn komandi dagur felur í skauti sínu. Og við Iátum okkur leiðast og kvörtum yfir því að við vitum ekki hvernig við eigum að verja timanum og samt er æfin svo stutt, að við rétt hðfum tíma til að líta í kringum okkur og undrast verkaefnin sem alstað- ar blasa við þvi efniviður Hfs- ins er óþrjótandi. Nú er gamla árið horfið, en nýtt ár hefur gripið veldis- sprotann og stigið fram i geisl- um hækkandi sólar. Við vitum ekki hvað það hefur að færa okkur, en eitt er víst, að dagur- inn tekur að lengjast, en skammdegisskuggarnir að smá- styttast. Það er eins og nýja árið ávarpi okkur með þessum gömlu, gullf allegu orðum: „Stattu upp og taktu við birt- QölD OlD OlQ OlQ OlQ OlQ OlQ OIQ OIQ OIQ 01Q OIQ Ol Q OIQ OIQ OIO OIQ Ol Q OlQ OIQ OiQ Ol Q OIQ OlQ O O QÍ0 OTO OTO OTO DTÐ QTO OTO OTO QTO QTO QTO QTO QTO DTO DTO QTO QTO.OTÐ DTOQTOOTOQTO QÍO OIOD Kol. Koks. Smíðakol. PfíJ Um leið og við viljum minna fólk á hin viðurkendu B. S. V. Hard Steam Kol og pólsku kolin, getum við ekki láiið hjá líða að tilkynna að nú höfum við aftur fengið hið margeftirspurða enska KOKS, sem við seljum með sama lága verði og verið hefur. Hf Kol & Salt. DTÐ Ol O QTO DTO OTÐ QIO.QTO QIO DIO.OTO DTO.QTO.OTOQTO QTO DTO QTO QTO O unni því að dýrð Drottins ljóm- ar í kringum þig". En við mannanna börn érum mörg svo skammsýn að við sjáum að- eins skuggana, sem svo oft eru okkar eigin skuggar, skuggar skilningsleysis og hleypidóma. „Varpaðu ekki Ijósi þínu á herðar þér, þvi þá kastar þú skugganum fram á veginn", segir hinn indverski spekingur Tagor. Það er ekki nóg að eiga til eldsneytið en nota það ekki. Það er þetta sem mér finst nýja árið vera að minna okk- ur á, að hreinsa til i hugum okkar, útrýma þaðan óþörfum skuggum, því þá getum við glöð staðið upp og tekið á móti birt- unni. H. S. Þ. Nokkrír molav úr ræðu síra Fr. Hallgrímssonar sunnudaginn 2. desember. Skrifað síðar, eftir minni safnaðarkonu. „Sjá, konungur þinn kemur". Það er hátíðablær yfir þessum orðum. Vér fögnum því að vera frjálsir menn í frjálsu landi, og vissulega er það fagnaðarefni, en það er ekki nóg. Frelsinu fylgir ætíð ábyrgð. Hver ein- staklingur þarf að hafa það hugfast, að hann er hluti af heildinni og spyrja sjáífa sig: Ert þú traustur viður í hinni miklu byggingu mannfélagsins, eða ert þú fúaspíta sem svíkur þegar á reynir? Sjá, konungur þinn kemur. Hann horfir inn í hjarta þitt: Um hvað ertu að hugsa? Eru hugsanir þínar í samræmi við boð hans og vilja? Geta þær staðist fyrir auganu altsjáanda? Hvað ertu að starfa? Til hvers notar þú krafta þina, og hinn dýrmæta, hraðfleyga tíma? Frá eilifðarinnar sjónarmiði er sá maður aumlega staddur, sem starfar með það eitt fyrir augum, að láta sjálfum sér líða veí. Sagan sýnir, að hvar sem fagnaðarerindi Jesú Krists var boðað, var þvi samfara starf- andi kærleikur. Hvar sem riki hans náði að þróast og festa rætur, þróaðist að sama skapi mannúð, fórn- fýsi og aðrar borgaralegar dygðir. Þegar þjóðirnar þar á móti hafna sinum andlega kon- ungi, en sökkva sér ofan í nautnir og sjálfhyggju, hnign- ar þeim um leið. Þess trúrri þegn, sem þú ert i ríki Jesú Krists, þvi betri borgari verður þú í þjóðfélagi þínu. Sjá, konungur þinn kemur. Hann kemur færandi hendi, eins og konunga er siður. Hann gefur þér gjafir: fyrirgefningu, frelsi og frið. Hann finnur þig best undir búinn, ef þú þekkir vanmátt þinn, en hefur einlægan vilja á að þjóna honum og gjöra hans vilja. Tak þú á móti gjöfum hans. ^^iPP 108 Eh þrátt fyrir það losnaði hann ekki við sýnina, er hann hafði séð á koddanum. Alvörunni og auðmýktinni í unglega andlitinu, er að eðlisfari var glaðlegt o'g fjörlegt — gat hann ekki gleymt. Í Xm Vera hrestist, fékk leyfi til að fara á fætur og hefja aftur starf sitt smátt og smátt. Prófessorinn bauð henni auka-fristundir, tíl þess að hún gæti lyft ser upp og safnað kröftum, en Vera kaus heldur að mega þegar taka til starfa. Hún hélt því fast fram, að hún hefði notið meir en nægrar hvildar í legunni, og gæti með engu móti unáð því, að ganga lengur iðjulaus. Það bar vott um starfslöngun æskunnar og ekki annað, hve mikið kapp Vera íagði á það, að hafna hvildinni, eða svo kom það prófessornum fyrir sjónir. Hann brosti, þvi til samþykkis, og sagði, að hún mætti gjöra sem henni sýndist, en um leið og hann sneri sér að dr. Gripenstam, sem stóð þögull við hlið honum, bættí hann við: — Við verðum báðir að hjálpast að um það, að hún reyni ekki of mikið á sig; hún verður að hafa létta vinnu fyrst tim sinn, jafnvel þótt henni sé það móti skapi Síðdegis sama daginn, er Vilhelm hafði lokið sjúkra- vitjúnum, og Vera með b 01111111 fyrsta sinn eftir leguná, nam hann staðar i dyrunum og spurð lágri röddu, hví hún hafði ekki yiljað þiggja hvildina, sem henni hafði verið boðin. — Eg kýs heldur starfið, mælti hún. Hún virtist mæla af einlægni, en hann lét ekkí blekkjast. 105 eg og faðir minn tengdir þeim trygðabóndum við eignina, er höfðu orðið æ styrkari öld af öld. Böndin, sem tengdu okkur við ættáróðalið voru sterkari, eri jarðneskum böndum hæfir að vera, lítur út fyrir. Að likindum vegna þess hafa þau hlotið að bresta. Og þegar þau brustu, dó faðir minn, og eg varð bitur og sár i skapi. Og béiskja min snerist gegn þeim, sem — þar þagnaði hann i svip, svipað og hann væri að leita að orði, er ekki væri jafn særandi og það, er lá á vörum hans — sem settist á ættaróðalið eftir föður minn. Vera fann ósjálfratt, yfir hvilíkri beiskju og sársauka hann bjó undir niðri, þótt hann reyndi að dylja hana þess, og hana tók sárt til hans, svo og föður síns, vegna þeirrar hlut- deildar, er hann átti í þessu máli, þótt henni, af þvi sem sagt var, gæti ekki skilist, að á honum þyrfti að bitna með réttu slik beiskja. Doktor Gripenstam hlaut sifelt að dylja hana einhvers af vægð við hana. — ,Eruð þér nú ánægðar með skýringar mínar, ætli þér getið nú sofið í nótt? Hún hristi höfuðið, og leit á hann rannsóknaraugum, hrygg i bragði. — Hverju ætti eg að geta bætt við til þess að friða yður? spurði hann, sem sá, er of mikið væri heimtað af. — Vildi faðir yðar selja Fallsta, þegar faðir minn keypti óðalið? 1 — Hann var orðinn stórskuldugur, og var neyddur til, muldraði Vilhelm. Samræðu þessa tók hann sér áfar nærri, og, hefði Vera

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.