Brautin


Brautin - 25.01.1929, Page 1

Brautin - 25.01.1929, Page 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Simi 1385. Marta Einarsdóttir. Símí 571. Brautin Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Simi: 491. Afgreiðslu annast Sigurborg Jónsdóttir. 1. árgangur. Föstudaginn 25. janúar 1929. 30. tölublað. m m s m a Verð aðeins °|75. m B »Aö jólum B ■»» sng 2 (Stjarna stjörnum fegri stráir geislum jörð). 2 Hið gullfallega lag eftir söngstjóra Sigurð jff: m §| jjgjj Þórðarson, sérprentun úr Brautinni. |£j Fæst hjá öllum hljóðfæraverslunum í Reykjavík. m m m m & Söngmenn þurfa að eignast þetta lag. m Druknanir 1928. Eftir þvf, sem skýrslnr herma hafa alls farist í sjó á þessu ári 42 menn og konur. þann 15. mai druknaði stúlka á Norðfirði af hlöðnum bát, er sökk þar við landsteinana í góðu veðri. Hve lengi ætlar þjóðin að trassa það að láta börn sin læra að synda? Hversu mörgum mannslífum hefði hún ekki getað bjargað, ef hún helði haft forsjálni og á- huga á. að koma á skyldunámi í sundiþiótt fyrir börn eða ungl- inga bæði til sveitar og sjávar? En það er afturhaldið og tóm- lætið um alla skapaða hluti, sem er hennar mesta mein. Og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Það er einkennilegt það kven- fólk, sem þykist aldrei mega koma nærri neinum þjóðþiifa- málum, telur það beinlinis hneyxlisvert eins og sumir karl- mennirnir. En getur ekki verið að þetta niikla tómlæti sumra kvenna, þessi misskilningur þeirra, að þær eigi aldrei að skifta sér af neinu góðu máli, getur ekki verið að hann eigi sinn mikla þátt i áhugaleysi þjóðarinnar á augsýnilegnm framfaramálum. Konur verða að gá að því, að þœr eru hvað sem karlmennirnir segja, meiri hluti allrar þjóðarinnar. En ef meiri hluti allrar þjóð- arinnar er með öllu sinnulaus, skilningslaus og þekkingarlaus um öll þau mál, sem þjóðinni má til mests gagns og þrifa verða, þá er ekki von að þjóðin sé á þeirri framfarabraut, sem hún gœti verið, ef allir legðust á eitt nm að vinna af kappi að fram- förum hennar á öllum sviðum. Pað er heimska af karlmönn- um að standa af alefli á móti þvf, að konur leggi fram krafta sfna og vit, til viðreisnar þjóð vorri, en hitt er þó enn þá fá- víslegra þegar sumar konur eru jafnvel að hrósa sér af fáfræði sinni og áhugaleysi unr þau mál, sem þjóðinni má til gagns verða. Slíkt er ófyrirgefanleg blindni. Og hver veit hvemiklu tjóni þessi misskilningur hefir valdið þjóðinni. Hver veit hversu mörg maunslíf hann hefir kost- að hana ? Hver veit hvort jafn- margir hefðu druknað hér á landi, ef konur vorar hefðu sýnt góðan áhuga og skilning á að koma á almennu sund- námi, í stað þess að þegja alt af eins og steinar, og þykjast hvergi vilja koma neinstaðar nærri, svo þær fái ekki þetta voðalega orð á sig, að vera »ó- kvenlegar«. f*að er gott að gráta yfir dauða druknaðra ungra og hraustra manna; það þykir sjálfsagt að klæðast svörtum klæðum og sýna sorg sína sem átakanlegast og augljósast, en væri hitt ekki líka gott, að vér létum hverja druknun verða oss hvöt til að vinna gegn einu þyngsta og sárasta böli þjóðar- innar, að minsta kosti þeim hluta þess, sem er beint sjálf- skaparviti. Þjóðaratkvæði um gerðardóm i kaupdeilumálum. Mikilverðasta tillagan og þýð- ingarmesta, sem fram hefir komið enn til lausnar kaup- deilumálanna, er tillaga sú, sem birtist i næstsfðasta blaði. Hún er sú; að þjóðin sjálf skeri úr því með atkvæðagreiðsiu, hvort skipa skuli gerðardóm í kaupdeilumálum, eða ekki. í*ar sem vér byggjum alla löggjöf vora og stjórn á þjóð- ræði, er það rétt og eðlilegt að í því stórmáli, sem mest varðar hag og farsæld þjóðarinnar, fái hún með atkvæðagreiðslu að segja um hvaða leið hún telur heppilegasta: dómsleiðina, þar sem reynt er að gæta sem mest réttlætis og óhlutdrægni, eða styrjaldarleiðina, þar sem hver deiluaðili reynir að neyta alira bragða til að koma hinum á kné og leika hann sem grálegast. Pelta er auðveld spurning og blátt áfram og henni á þjóðin að svara: Já eða nei. Vilji þjóðin ekki gerðardóm, verður atleiðingin sú, að sama ástandið heldur áfram, nema hvað það verður æstara og tryltara, eftir því sem lengra líður og hatrið og úlfúðin fær að grafa dýpra inn. Jafnframt verður þjóðarhagurinn bágborn- ari, því báðir aðdjar fara að reyna að búa sig sem best und- ir verkföllin og verkbönnin. Á þann hált verða vinnustyrjald- irnar ægilegri og grimmari, þjóðartapið voðalegra. Þetta er önnur leiðin. Hin er sú, ef þjóðin samþgkkir gerðardóminn, þá er þar með ákveðið að allar kaupdeilur skutu útkljáðar með samkomu- lagi og dómi góðra óvilhallra manna, e/tir þeim gögnum og skilrikjum, sem best má fá. Hér eru leiðirnar tvœr annarsvegar ófriðar- haturs og sveltiaðferðin, sem öllu spillir og altaf er iil bölvunar, hins vegar friðar-sátta og samningsleiðin, sem vill úlkljá málin með réttsýni og viturleik, svo sem þroskuðum og góðum mönnum er samboðið, Krafa Brautarinnar er þetta: Berið málið undir atkvæði þjóð- arinnar, því h°nnar er að bera þær byrðir, sem af vinnu- styrjöldunum leiðir. Kosningaréttur og kjörgengi kyenna í 14. tbl. Brautarinnar, er grein um kjördæmaskipunina, er þar farið fram á, að öllu landinu sé skift i jafn fjölmenn tvímenningskjöidæmi, og skuli annar þingmaður hvers kjör- dæmis jafnan vera kona. Varð ýmsum karlmönnum mjög bilt við er þeir lásu þetta. Vörður, blað fhaldsmanna, gefur yfirlýs- ingu um, að íhaldsflokkurinn eigi engan þátt i hinni faránlegu tillögu f kjördæmaskipunarmál- inu, sem Tfminn hafi eftir mál- gagni kvenna bér f bænum. Stjórnaibiaðið Timinn verður mjög æfur yfir þvf að eiga von á að konur komi á Alþing, og hrópar eins og Stigvélaði kött- urinn hjálp! hjálp! Konum var veittur kosningar- réttur og kjörgengi með sama hætti og þegar börnum eru gefnir koparskildingar, að lá þau til að þegja. Karlmenn héldu eftir sem aðnr með knýlt- um hnefum og valdi venjunn- ar f öll verðmætin, trúnaðar- stöður og fjárinálastjórn lands- ins. Breiða þeir yfir þetta ráð- ríki með þvf að láta lita svo út, að karlmenn sjái fyrir konum, er þeirri fyrirsjón þannig varið, að vert er að gefa þvi nokkurn gaum. — Umkomulausar stúlk- ur flækjast manna á milli, að leita sér atvinnu með börn sin á höndum sér. Meðlag frá barns- föðurnum tá þessar stúlkur ýinist ekkert eða með úrskuiði lógeta, og er sú lögregluhjálp alt antiað en aðgengileg. Réttur fráskilinna kvenna, er mjög oft boiinn fyrir borð. Giftar konur eru venjulega alls ekki fjárs síns ráðandi. Leggja eiginmenn oft með sparn- aði fé til heimilisins, en eyða konum sfnum óafvitandi og forn- spurðum stórlé af eigum bús- ins f fjárglæfrafyrirtæki og fjar- hættuspil. Svo bundnar eru flest- ar konur við heimilisstörf, að þær mega sjaldan unna sér fijálsra stunda til andlegrar iðju. Viki húsfreyja að heiman um stund og beri gest að gaiði á meðan, lendir alt í handaskol- um fyiir húsbóndanum, að veita gestinum greiða. — En svo litils eru störf kvenna metin, að þegar íslenska rikið ætlar að taka á móti gestum á þúsund

x

Brautin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.