Brautin


Brautin - 25.01.1929, Blaðsíða 2

Brautin - 25.01.1929, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN ára afmæli Alþingis, er engin kona valin i nefndina að undir- búa þau hátiðahöld. Alþingishátiðanefndin er skip- uð eingöngu karlmönnum. Hef- ur sú nefnd starfað alllengi og haldið 60 fundi segi og skrifa sextíu fundi, og mun þó ekki hafa komist að neinni niður- stöðu um tilhögun á hátíða- höldunum. Likt þessu er öll starfssemi karlmanna i opinber- um málum. Keppast þeir við að gera alt sem flóknast með bolla- leggingum um einskisverð efni, þyrla upp ryki af smámunum svo að ekki sést handaskil, að framkvæma það, sem meira er um vert. Þegar GUsur f’orvaldsson á Flugumýri vaknaði miðvikudags- nóttina fyrstu í vetri 1253 við að óvinir hans hötðu slegið hring um bæinn, og lagt eld í húsþökin, brást hann óhermann- lega við þeim tíðindum, yfirgaf konu sína í bæjardyrunum full- um af reyk og eldi féll hún þar dauð niður. Gissur leitaði sér að felustað, og fylgdi honum Guðmundur frændi hans, sem með honum var jafnan, komu þeir í matvælabúr, skreið Gissur þar ofan í sýrukerald, en skip- aði Guðmundi barðlega að vikja þaðan. Gissur bjargaðist úr eld- inum með því að skeita ekkeit um afdrif heimamanna sinna. Hafa margir stjórnmálamenn á öllum öldum mjög farið að dæmi hans, verið á kafi í eigin hagsmunum með asklok fyrir himinn. Gissurareðlið verið rík- ast í stjórnmálum. Hefir af því hlotist grimt hatur milli hinna ýmsu pólitisku flokka, og hafa öll þjóðþrifamál beðið af því hinn mesta skaða. Eitt dæmi af ótal mörgum má nefna, að í rúm þrjátíu ár hefir verið dregið að framkvæma nauðsynlega sam- göngubót fyrir sunnlendinga- fjórðung, járnbraut austur f sveit- ir. Hata sunnlendingar eftir hverj- ar kosningar verið sviknir um þennan þjóðvegarspotta. For- göugumennirnir tekið f nefin og velt vöngum með spekings- svip, vvantar /é« segja þeir. »Alt vex ykkur i augum skræf- urnarn sögðu konur f fornöld, er þær hvöttu menn slna til dáða, og til að vinna afreks- verk, að þeirra tima hætti. Full- trúar íslensku þjóðarinnar gera sér ekki nægilega Ijóst, að stór- málin skapa möguleika, og mögu- leikarnir ný stórmál. Framþró- unin er alheimsins mikla pen- ingavelta, og lögmál alls lífs á jörðnnni. Góðar konur skamta jatnan svo á heimilum sínum, að úthluta fyrst heimilismönn- um sínum og þegar allir eru mettir, hafa þá handa sér af- ganginn. Er það oft stórfuröu- legt hvað góðar konur komast at með lítið til 'eiginþarfa. Væri full þörf á að koma áhrifum m @ m m m B9 m m B9 Nýkomiö: Mjög fallegt Stumpasirs, Náttkjólar frá kr.^ 2,85, Hand- klæði mjög ódýr, Handklæðadreglar, Úrval af Sokk- um, Legghlífar. — Verðið sanngjarnt eins og vant er. Verslun GUNNÞÓRUNNAR & Co. (Eimskipafélagshúsinu). Póstkröfur sendar hvert sem er. Sími 491. m m ea m m 1 MILLENNIUM hveiti I Speglar. Stórt úrval af speglum, bæði innrömmuðum og án ramma, nýkomið. Ludvig Storr Laugaveg 11. frá óeigingjörnum konum inn í opinberu málin. Og er það einkum þetta, sem kosningar- réttur og kjörgengi kvenna á að koma til leiðar. »Þessi kona gerir hreint fyrir sínum dyrum«. Þannig lýsir gamalt orðtak starfi góðrar búsfreyju. — Væri æski- legt að konur um alt iand sam- einuðu sig fyrir næstu kosning- ar, og hefðu konur i kjö>i i öllum kjördæmum landsins, þannig að von væii um að þær næðu kosningu. Og þó að póli- tisku flokkadeilurnar séu nú eDgu likari en Sturlungaöld, ættu konur að láta sig það engu skifta, en fara að dæmi Jór- unnar á Stað f Skagafirði ekk|U Brands Kolbeinssonar, minnast ekki harma sinna, en leitast við af tremsta megni að græða sár- in. Vinna saman með einlægni og heilum hug, að vorhrein- gernÍDgu i hinu unga íslenska ríki. Takmarkið er — hieinn fani hinnar íslensku þjóðar. Alþýðukona. Hr. lyfsali Stefán Tnoraren- 8en hefir sent Brautinni »At- hugasemd« við greininni »Lyija- búð Sjúkrasamlagsins«, sem birtist í siðasta blaöi. Athugasemdin kemur í næsta blaði. Sigur ijóssms. Eftir Dr. C W. Saleeby, F. R. S. E. Forseti »Sunlight League«. Höfund- ur »Sunlight and Health«, o. s. frv. Hippocrates var uppi 400 ár- um lyiir K'ist. Hann elskaði meðbræður sína, og ef, sem ég vona, að andi hans lifi ennþá { riki Ijóssins og tylgist með mál- efnum vorum, mun hann hafa fagnað merkilegum atburði, er gerðist í sfðastliðnum mánuði og marka rnun nýlt timabil í læknisfræðinni. Þessi atburður var hin íyista alþjóða-1áðstefna um Ijósiækningar, er haldin var í Sviss. t*ar voru saman komn- ir 350 fulltrúar frá 22 þjóðum. Það hefir altaf ríkt hjatrú í heimiiium, venjulega ef ekki altaf, fklædd bnningi einhverra trúar- biagða. Það átti sér stað mikil lækninga-hjatrú í musteri E'Cu- lapiusar á eyjunni Cos. þar sem H ppocrates var prestur og læknir. en hann tók engan þátt í hiátrú þessari. Hann trúði á natlúmna og beilbrigða skyn- semi. Hans krnning var sú. að et unt væii á annaft boið að lækna veikan mann, þá yrði þaft eingörigu með »hinum læknandi krafti náttúrunnar« — vis medicítnx Naturæ — eins og hinir lómversku lærisveinar hans orðuöu þaft. Hann hafn- afti dýrkun guöalíkneskja fyrir þa hluti, sem vér lifum á, svo sein loft, Ijós, vatn og fæðu. Þessar viturlegu og óbrotnu íeglur nægðu til þess að gera hann hinn frægasta læknir forn- aldarinnar, og ávjnna honum hina léttmætu nafnbót — faðir læknisfiæðinnar. — í mörg ár hefi ég halt lækninga-aðferðir Hippocratesar n>ér til fyrirmynd- ar, er gefið hafa góðan árangur. H'ppocrates lét sjúklinga sína a11 ott fara úr óllum fötum og gjöra líkamsæfingar í opnu for- dyri musterisins, og baða sig f hreinu lofti og sólarljósi. Þessa aðferð nefndi hann »Gymna- stike« eltir lýsingarorðinu »gyni- nos«, sem þýðir nakinn. Þannig tölnm vér um »gymnastic« nú á dögum — þó að vér, því mið- ur, nolum það eius og svo mörg önnur orð án þess að skylja þýðingu þess. Að snúa aftur til Ijóssins, eftir 2000 ára myrkur, er hinn mikilvægasti atburður í nútíðar læknisfræði, sem gefur von um betri árangur tii hjálpar mann- kyninu, en nokkuð annað á sviði læknisfræðinnar. Það var þetta afturhvarf til ljóssins, er vér héldum hátíðlegt í Sviss, og sem má með réitu nefna »Sigur Ljósins«. En þessi sigur og nytsemi ljóssins eru enn að eins mögulegleiki. Það er ekki fullreynt fyr eu tekist hefir að binda enda á útbreiðslu hinna banvænu sjúkdóma, sem ég fyrir hér um hil 10 árum síðan gaf nafnift »Sjúkdómar myrk- ursins«. Sú hamingjustund er ekki upprunnin ennþá — því t. d. á Englandi og í Wales hefir ann- aöhveit þriggja ára gamalt barn beinkröm, og 80 þúsund ný berkla vei kistilfelli koma fyrir árlega. — En berklaveikin er hinn skæðasti sjúkdómur myrk- ursins. Vér dvöldum í 3 daga í Lausanue (10.—12. september), samkvæmt ákveðinni stefnuskrá. Vér byijuðum með því að athuga sólarijósið, hinar mismunandi bylgjulengdir þess eða liti, frá rauðu geislunum til hinna ljólu- blau og »ultra«-fjólubláu, áhrif þeirra bvers einstaks eða i sam- einingu, á lifandi verur, og síð- an nytsemi þeirra til lækninga. Því næst béidum vér áfram til bins litla tjalluþorps. Leysin, er ég hefi í 7 ár án afláts, í ræð- um, ritum og útvarpi, fullyrt að væri hin fegursta, fióðlegasta og í alla staði ágætasta heil- brigðisstofnun á jörðinni. Hér sá fjöldi fulltrúa með eigin aug- um það, sem þeir böfðu hingað til aðeins lesið um; mun það verða þeim ógleymanlegt. Auðvitað á ég við sigur ljós- sins á sjúklingum, sem flestir eru ungir, og flestir berklaveikir, er liggja þarna og baða sig i hreÍDU sólarljósinu. Þeir hafa á síðustu stundu sloppið út úr skuggadal dauðans, til þess að fá bata af biuum læknandi krafti náttúrunnar. Það var af sérstökum ástæð- um, að þessi ráðstefna, sem að líkindum verður undanfari margra fleiri, var baldin þetta ár, og að siðasti fuudurinn var í Leysin. Þaö var þar, sem Dr. Auguste Rollier opnaði sína fyrstu lækningastofu, með 5 berklaveik börn. Þetta virtist fljótt á litið vera smá-atburður,

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.