Brautin


Brautin - 08.02.1929, Síða 1

Brautin - 08.02.1929, Síða 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Sími 1385. Marta Einarsdóttir. Sími 571. Brautin Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Sími: 491. Afgreiðslu annast Sigurborg Jónsdóttir. 1. árgangur. „Hæfileikamenn eru nú fleiri uppi meðal þjóðarinnar, en nokkru sinni fyr“, — sagði einn stjórnmálamaður vor nýlega, — en hina upprennandi kynslóð virðist þó algerlega vanta for- ystumenn eða leiðtoga. Það virðist ekki verða komið auga á neina, sem líklegir sjeu til að jafnast á við Gladstone, á sviði stjórnmálanna, Kipling og Dic- kens í bókmentum, Ellen Terry sem leikkonu, eða Spurgeon sem kennimann. En allir þessir forystumenn, er eg nú hefi nefnt, urðu þegar frægir á unga aldri og höfðu þá sýnt hvað í þeim bjó. En hverjir eru jafningjar þeirra nú á dögum? Hvaðan höfum vér von um að eignast annan Winston Chur- chill, er verði orðinn heims- frægur maður liðlega tvítugur að aldri?“ — Það er einn hlutur sannur í gagnrýni þessari, og hann er sá, að ungir menn koina nú orðið seinna fram á sviði opin- berra mála, en áður fyr, t. d. fyrir 25 árum síðan. En til þess eru góðar og gildar ástæð- ur. — Menn eru orðnir langlíf- ari nú á tímum, — og í stað þess að draga sig í hlé eða láta af opinberum stöffum, er þeir voru orðnir hálf-sextugir, eins og þá tíðkaðist, — sitja menn nú á tímum ennþá i embættuin og gegna allskonar opinberum störfum langt fram undir sjöt- ugt, og eru þannig „Þrándar i Götu“ hinnar yngri kynslóðar, er fær síður notið sin. Þá er og undirbúningstíimi hinna yngri manna ávalt að lengjast. Auk þess verður framsókn, jafnvel hinna allra gáfuðustu og hest gefnu manna, tafsamari og seinni en áður, vegna yfir- stjórnarfyrirkomulags þess, sem nú er í öllum meiriháttar stofn- unuin og fyrirtækjum, enda þótt slíkum mönnum sje fram- tíðin fult eins vel eða jafnvel betur trygð nú en áður. Ófriðurinn mikli svifti oss fjölda manna á besta skeiði lífs þeirra, er eflaust mundu nú vera orðnir leiðtogar vorir, ef þeirra hefði lengur notið við; en þrátt fyrir alt, lætur þó æslc- an enn til sín taka. Eg hefi hér tekið saman af handahófi tvo lista, annan fyrir Föstudaginn 8. febrúar 1929. 32. tölublað. heimalandið breska, hinn fyrir „Bretaveldi handan við höfin“. Á þessa lista hefi jeg tekið nokkur nöfn framúrskarandi hæfileikamanna, og er hvorug- ur listinn fullkominn, þannig að þar vanti ekki nöfn. Eg hefi fremur leitast við að velja nokkra þá úr, sem gnæfðu yfir aðra, í glæstuin flokki upprenn- andi æskumanna og kvenna. Svipaður listi var eitt sinn birtur í byrjun þessarar aldar, en þá tók hann aðeins til karl- þjóðarinnar. Nú á dögum væri slíkt fásinna. Ungar konur eru sem óðast farnar að láta til sín taka i opinberum málum, og það jafnvel svo injög að menn hefði ekki órað fyrir öðru eins fyrir einu ári síðan. Lögin um jafnan kosningarrétt kvenna hafa fengið þeim ný vopn í hendur og þær ætla ekki að láta þau vopn ryðga vegna notkun- arleysis. Á næstu árum er búist við að þrjár ungar konur komi fram á stjórnmálasviðinu og gerist allskæðir keppinautar þeirra þriggja kvenna, sem þar voru fyrir og frægar eru orðn- ar sem stjórnmálakonur (þ. e. hertogafrúin af Atholl, frú As- tor og ungfrú Ellen Wilkin- son). Þessar þrjár nýju „stjörn- ur“ heita: iingfrá Nancij Ste- wart Parnell, nngfrá Megan Llogd George og frá Cynthia Mosley. Ungfrá Parnell er sömu ættar og hinn ínikli foringi íra og stjórnmálamaður með þessu nafni. Hún er harðsnúin kven- réttindakona (Feminist) og hef- ir þegar unnið sér það álit, þólt ung sé, að vera talin inælskasta konan á Bretlandseyjum. Hún hefir verið kenslukona á gagn- fræðaskóla (High School) og gekk þá inn í félag kaþólskra kvenréttindakvenna, er börðust fyrir jafnrétti kvenna á móts við karla til kosningarréttar o. fl. Það er í almæli að hún hafi með einni einustu ræðu, er hún hélt 21 árs gömul, snúið Bald- win (nú forsætisráðherra) til fylgis við málstað kvenþjóðar- innar, og á fundi einum mikl- um, er haldinn var í Queens Hall (í London) í marsmánuði síðastl., notaði forsætisráðherr- Karlakór Reykjavíkur, Samsöngur í Nýja Bíó föstudaginn 8. þ. m. kl. 71U síðdegis. Söngstjóri Sig. Þóröarson. Einsöngvarar: Daníel Þorkelsson, Stefán Guðmundsson, Sveinn Þorkelsson. Aðgöngumiöar fást í BóUaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar og í hljóðfæraverslun frú K. Viðar e. h. í dag. ann (Baldwin) tækifærið til að gera útúrdúr við umræðuefni hans, til þess að koma að lofs- yrðum, um þessa áðurnefndu ræðu ungfrú Parnell. — Yndis- þokki, hispursleysi og fjölbreytt hugmyndaflug, eru aðal-ein- kunnir þessa ræðuskörungs. — Ræður hennar bera vott stað- góðrar þekkingar i bóklegum fræðum og eru snildarlega samdar, en rödd hennar er fög- ur og hljómþýð með afbrigðum. „Við, unga kvenþjóðin, höfum sett okkur það mark“, segir hún, — „að inna af hendi hin- ar nýju skyldur vorar við þjóð- félag og fósturjörð (sem kosn- ingarréttur og kjörgengi hafa í för með sér), og ávinna okk- ur sama háttar orðstý og jafn- öldrur okkar á ófriðarárunum". Það var ofur eðlilegt að ungfrú Megan Lloyd Gcorge færi að fást við stjórnmál, enda er hún einskonar ný von- arstjarna frálslynda flokksins; en þeim mönnum skjátlast mjög, sem ætla að hún muni aðeins fljóta á frægð og orð- stý föður síns. Þessi litía, lag- lega og bráðfjöruga stúlka held- ur áheyrendum sínum hug- fangnum. Hún er vinsæl mjög og hvar sem hún fer eru hrein- skilni og fjölhæfni augljósustu einkenni hennar. Eins og gefur að skilja, er hún mjög vel heima í stjórnmálum og öllu því, er þar heyrir til, enda hef- ir hún um nokkurt skeið verið í mjög náinni samvinnu við föður sinn. Er alment beðið með óþreyju eftir því að hún taki sæti á þingi eftir næstu kosningar. Frú Cynthia Moslcy og mað- ur hennar verða að fylgjast að og hefir það ætíð verið svo frá því fyrsta í stjórnmálaferli þeirra. Það þótti tíðindum sæta er hr. Oswald Mosley og hin unga kona hans lýstu sig fyrst flokksleysingja i stjórnmálum, en gengu síðar í jafnaðar- mannaflokkinn. Hr. Oswald var sonur og erfingi hins nafn- kunna Sir. Oswald, seni var ramur íhalds- (Tory) maður og ósvikinn nútímans John Bull. Hr. Oswald Morsley hafði stundað nám bæði í Winchester og Sandhurst (nafnkunnir liðs- foringjaskólar á Bretlandi) og á ófriðarárunum hafði hann get- ið sér frægðar í flugliði Breta, og fyrsta þátttaka hans í stjórn- málum var sem íhaldsflokks- þingmaður fyrir Harrow-kjör- dæmi. Gerðu flokksmenn hans sér miklar vonir um þennan unga þingmann, því hann var mælskur, aðlaðandi og vinnu- hestur hinn mesti. Hin unga kona hans er yngri dóttir Curzon lávarðar af Kedle- ston, fædd og uppalin á hinu mesta íhaldsheimili. Þegar þau hjónin gengu í jafnaðarmannaflokkinn, voru þau í fyrstu alltortryggileg í augum jafnaðarmanna. — Þarna voru tvö ung aðals-hjú, sem augsýnilega ætluðu að fleyta sjer áfram til vegs og valda, á stjórnmálafylgi verka- manna. En nú eru þau orðin trygg í sessi. „Eg tortrygði þau, þegar þau komu fyrst til okkar“, sagði einn af helstu forkólfum jafnaðarmanna við mig eitt sinn, — „en þau eru nú þraut- reynd. Þau eru ósviknir jafn- aðarmenn“. Nú er aðeins eftir að sjá, hvort þeirra stígur fet- inu framar. Það hefir þegar verið ákveðið að Sir Oswald (hann erfði aðaltitil föður síns á þessu ári) verði einn ráðherr-

x

Brautin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.