Brautin


Brautin - 15.02.1929, Side 1

Brautin - 15.02.1929, Side 1
Ritstjórar: Sigurbjörg Þorláksdóttir. Sfmi 1385. Marta Einarsdóttir. Simi 571. Brautin. Útgefendur: Nokkrar konur í Reykjavík. Sfmi: 491. Afgreiðslu annast Sigurborg ^ónsdóttir. 1. árgangur. Föstudaginn 15. febrúar 1929. 33. tölublað. / Bessastaðakirkju. Dunar lwelfing, drottins orð: Drag þú skó af fótum þínum! Himinn opnast, hljóðnar storð. Hjörtun fagna kongi sinum. Eignast sálir æðstu tign innan þessa helgu virkja verður þjóðin vís og skygn, vígð sé guði stjórn og kirkja. Líkt sem klöppuð kletti úr, kirkjan stendur föstum grunni; rís í hæðir risamúr, reistur yfir lífsins brunni; þar sem Urður skipar Skuld, Slculd sem réði Urðar dögum; Verðandi hvar vekur huld verksvið ný að drottins lögum. Lyftir tjöldum, tiðnri öld letrið þögla, myndir steina; dauöa af vekja döpur kvöld, daga valds með þyrnifleina: Fólskuverk og fórn er sýnd, Foldin titrar þrungin ekka. Elli er þvinguð, æskan pínd eiturlyfin súr að drekka. Skýin rofna skini af, sköp og vilji ánauð lyfla; blikar yfir bygð og haf Bessastaða tign og gifta. Mætast þar við Mímisbrunn manndáð efldir þjóðarsynir. Ljóðin eru lýðum kunn, listin, ihálið, fremda vinir. Sýnir Iwerfa söngur þver, — sínum hluta ei tíminn gleymir — fold í blóma fögnuð lér, fólkið útí vorið streymir. Klukkur óma kveðjuljóð, kveðið útí víðan geimitin. Guði helgað, gefið þjóð, geislar lífið, friðar heiminn. M. G. Miljónalántaka stjórnarinnar Niðurl. Við erum að þræla bændum vorum út með lánskjörum lil stórframkvæmda svo voðaleg- um að engri siðaðri þjóð léti sér detta í hug að bjóða annað eins. En skamt frá okkur getum vér fengið stórlán með tiltölu- lega góðum kjörum, ef vér för- um skynsamlega að ráði okkar og gripuin tækifærið þegar það gefst. — Því eigum vér ekki að nota okkur það, bændum vor- um í hag? En fleira er athugunarvert í sambandi við miljónalántöku stjórnarinnar en þetta. Og skal hér bent á tvö atriði. Miljónalánið og viðreisn íslandsbanka. Eins og kunnugt er, lentu bankar vorir í mikilli kreppu eftir stríðið, þegar atvinnuvegir vorir fengu hvert stórlánið af öðru. Nú virðist svo sem Lands- bankinn sje að ná sér eftir krepputímana. Töpin hafa verið HVÍTABANDIÐ heldur afmælisfagnað sinn sunnudaginn 17. þ. m. kl. 8V2 síðdegis á SKJALDBREIÐ. Aðgöngumiðar seldir allan föstudaginn og fram til hádegis á laugardag í Björns- bakaríi Vallarstræti 4 og á Skólavörðu- stíg 18, hjá Kristínu ]óhannesdóttur. FJOLBREYTT SKEMTUN! æ m greidd að miklu leyti. Að visu hefir varasjóður bankans geng- ið til þurðar við þetta. En öll framtíð bankans virðist nú hin glæsilegasta, þegar tekið er til- lit til þess, hve aðstaða hans var orðin erfið fyrir fáum ár- um. Peningavelta hans er afar mikil. Þangað safnast nær alt sparisjóðsféð. Bankinn græðir nú árlega mikið fé og er þvi mest varið til að koma föstum stoðum undir hann. Er ekki annað sjáanlegt en að hann muni innan skams aftur geta farið að safna sér álitlegum varasjóði. Hefir þjóðin staðið um hann, sem einn niaður, enda er hann eftirlætisgoð allrar þjóðarinnar. Og þarf svo að vera um alla framtíð. En þó vel hafi ræst úr fyrir þeiin banka fyrir góðan albeina þings, stjórnar og landsmanna, þá verður ekki það sama sagt um hinn bankann, íslands- banka. Hann á enn við megna örðug- leika að stríða. Sjúkar bankastofnanir sýkja alt atvinnulíf þjóðarinnar, þess vegna má alls ekki láta sjúk- dóminn grafa um sig. Það verð- ur að finna orsakir hans, og leitast við að lækna hann. Oss er ekkert gagn að banka, sein ekkert fé hefir að lána. Það er aðeins eyðsla á fé landsmanna að vera að halda uppi slíkri stofnun. Annaðhvort er því fyrir þjóðina, að láta hann hætta að starfa eða gera hann aftur að lifandi viðskifta- stolnun, sem gelur veitt niönn- um þau lánskjör, sem saunileg eru og atvinnulífinu bærileg. Nú sem stendur getur bankinn það ekki. Ríkið hefir áður hlaupið und- ir bagga með fslandsbanka og veitt honum lán eða lánsábyrgð. Það lán var mjög dýrt og hefir þvi ekki komið bankanum að góðum notum. Nú er spursmálið: á ékki að reyna að reisa bankann við og rikið að hjálpa honum til að fá nauðsynlegt gott lán? Og ef svo er. Er þá eklci rétt að taka það í sambandi við þetta stórlán, sem stjórnin er einmitt núna að taka? Og er þess að vænta að ríkið geti á annan hátt fengið betri eða jafngóða aðstöðu til að reisa bankann við, en einmitt með þvi, að nota lántökuna núna til að dæla nýju blóði i þessa blóð- lausu og máttvana viSskifta- stofnun. Þetta er stórathugunarvert mál, sem hinn nýji fjármála- ráðherra, hver sem hann verð- ur, ætti að rannsaka mjög gaumgæfilega. Menn verða að gá að því, að hlutafje bankans, er að miklu leyti gengið til þurðar, innláns- fé landsmanna hjá bankanum líka, nýtt hlutafé hefir hann ekkert fengið. Hvað héfir svo bankinn til að lána. Ekkert, eða lítið sem ekkert. Þetta er óþol- andi ástand, bæði fyrir bank- ann og alla þjóðina. Og þvi verður að breyta. Annaðhvort viðreisn íslandsbanka þegar í stað eða stofnun nýs banka, sem tæki við af íslandsbanka ineð nýju láni og nýju hlutafje. Þetta verður að atliuga í sam- bandi við miljónalántökur stjórnarinnar. Hér er stórt og vandasamt hlutverk fyrir þing og stjórn, að reyna að ráða fram úr. En fram hjá því er ekki rétt að ganga, því það kemur þjóðinni sjálfri í koll.

x

Brautin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/629

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.